Alþýðublaðið - 09.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konnngs. (Frh.), Keating hafði staðið á fætur til þess að kveikja í viadli. Hann nam staðar í miðju kafi, og augu þeirra mættust. „Góði vinur", sagði hann, „eg áleit það ekki mitt verk, að hafa nokkra skoðun um þetta efni“. „En hvað sögðuð þér við Cart- wright?" „Það er öðru máli að gegna, svaraði Keating, „eg sagði við Cartwright, að eg væri búirm að vera blaðamaður &11 mörg ár, og að eg þekti heimildarrnenn mína“. „Þökk“, ssgði Hallur. „Ef til vill er yður það þá hugðnæmt að vita, að ekkert er hæft í þessari sögu“. „Gleður mig“, svaraði hinn. „Eg trúi yður“. „Og kannske þykir yður garn- an að vita, að eg hætti ekki fyr en Cartwright hefir étið þetta of- an í sig“. „Jæja, þér eruð elcki sá maður, sem lofar upp í ermina sína“, sagði fréttaritarinn hlægjandi, „en þér hafið nú held eg þegar nóg- um hnöppum að hneppa. því þér gleymiö vonandi ekki mönnunum, sem þér ætluðuð að bjarga úr greipum dauðans, eða hvað?“ IX. Þegar Billy Keating hafði heyrt sögu Halls af heimsóknum hans hjá yfirvöldunum í Pedro, fór hann aftur. Hann þekti mann, sem í Iaumi var ef til vill tilleið- anlegur til að tala við hann hrein- skilnislega. Þegar hann kæmi aft- ur, vissi hann kannske, hvað þeir hefðu f hyggju að gera við Hall! Hallur og Edström borðuðu á meðan hjá Mac Kellar. Fjölskyld- an var hrædd við að nota borð- stofuna og bar því matinn á lítið borð f ganginum uppi á loftinu. Kona og dóttir Mac Kellars voru bersýnilega á nálum, og Hallur hugsaði undrandi til þess, að ame- rískar konur sátu hér á amerísku heimili — heimili miðlungs stéttar, sem var snoturt og bar merki menn’ngar -— og hugsuðu og unnu, eins og þær væru rúss- neskir samsærismenn, sem óttuð- ust Sfberfuvist og barsnnfðar! Billy Keating var fjarverandi eina kiukkustund eða svo. Þegar hann kom aftur, hafði hann þær nýungar er hann hafði lofað. „Þér megið áreiðanlega búa yður undir óþægindi". „Nú, hvað er á seiði?“ „Jeff Cotton er kominn í bæ- inn!“ „Hvernig vitið þér það?“ „Eg sá hann í bifreið. Og fyrst hann hefir yfirgefið Norðurdalinn, þegar ástandið er svo ískyggilegt, þá gerir hann það ekki að gamni stnu, getið þér reitt jrður á“. „Guð má vita, hvað hann hefir í hyggju?" „Það veit enginn. Ef til viil ætlar hann að koma yður fyrir kattarnef, ef til vill láta aka yður út úr bænum og kasta yður út úr vagninum langt frá manna- bygðum. Það getur líka verið, að hann láti handtaka yður“. Hallur hugsaði sig um eitt augnablik, svo skellihló hann. „Líkiega fyrir það, að eg hafi borið út slúðursögur". Sjálfsfœéis6aráffa dlíanóseijja. Khöfn 7. júní. Eyjaskeggjar sitja við sinn keip. Frá Mariehavn (á Álandseyjum) er símað, að Sundblom ritstjóri hafi fyrir hönd 150 trúnaðarmanna eyjaskeggja lýst því yfir við 3 finska ráðherra og 2 hershöfð- ingja, er kröfðust þess að eyja- skeggjar sameinuðust eigi Svíþjóð, að eyjabúar haldi fast við kröf- urnar um þjóðaratkvæðisrétt, þrátt fyrir öll loforð og hótanir Finna. Snndblom handtekinn. Frá Helsingfors er símað, að Sundblom ritstjóri hafi verið tek- inn fastur í Mariehavn og ákærð- ur fyrir landráð og fluttur til Abo á Finnlandi. Sænski sendiherrann þar krefst skýrslu um handtökuna. Til sölu ný laxveiðastöng ásamt mjög góðu hjóli og færi. Ennfremur nýleg reiðstíg- vél og beizli með nýsilfur- stöngum. — Til sýnis á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Bollapör — Disbar — Könnur — Skálar Steikarföt — Sósu- sbálar — Ragoutföt — Tar- ínur — Leirkrukkur — Leirskálar. í verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 28.v Þetta og hitt. Heppilegur misskilningur. Nýlega varð sá atburður í Hull í Englandi, að miskilningur drengs nokkurs bjargaði 7 manns frá dauða. Hann vaknaði nótt eina og þóttist heyra að regn skylli á húsþakinu og stökk úr rúmi sínu til þess að gæta að því, hvort mikil rigning væri komin. En er hann leit út um glaggann, sá hann að næsta hús stóð í björtu báli og að húsi hans var mikil hætta búin. Hann brá skíótt við og vakti fjölskyldu sína og bjargaðist hún með naumindum úr brunanum en myndi hafa brunnið inni ef drengurinn hefði eigi gætt út um gluggann til að sjá hvort farið væri að rigria. Ilifrildislaust hjónaband. Fyrir skömmu giftu sig í Eaiing í Englandi hjón nokkur, sem bæði voru mál og heyrnarlaus Rifrildi setur áreiðanlega ekki það hjóna- band út um þúfur. Skift um iðnaðargTcin. Kruppsverksmiðjurnar f Þýzka- landi, er voru stærstu vopnaverk- smiðjur í heimi, hafa nú tekið að framleiða skurðgrafningavélar og mokstursvélar. Vonandi skifta fleiri morðtólaverksmiðjur um atvinuu- greinar. X Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Olafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gntenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.