Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 1939. Slóvakía verður sjálfstætt ríki Þing Slóvaka kallað saman i dag eftir að foringi jicirra hafði ráðgasf við Hitler um eru ungversku hjéruðin merkt. Unfrverjar íöngu ekki nema nokkurn hluta þeirra í liaust. SLÓVAKÍA verður að líkindum slitin úr sambandi við Tjekkóslóvakíu í dag og gerð að sjerstöku riki undir vernd Þjóðverja. Emile Hacha, forseti Tjekkóslóvakíu, hefir síðdegis í dag neyðst til þess að verða við kröfu dr. Josefs 'Fissos, forsætisráðherra Slóvaka, sem stjórnin í Prag Ijet víkja frá völdum fyrir nokkrum dögum, um að kalla saman hið sjerstaka þing Sló- vaka, sem kemur saman í Bratislava kl. 10 í dag. Þingið á að gera út um framtíð Slóvakíu: þ. e. hvort hún skuli vera í sambandi við tjekknesku hjeruðin Bæheim og Moravíu, eða hvort hún skuli slíta sig úr tengslum við þau og gerast sjálfstætt ríki. Þar sem aðeins einn flokkur á fulltrúa á þingi Slóvaka, þ. e. flokkur Tissos, slóvakiski kaþólski þjóðflokkurinn, er lítill vafi á því, hvernig úrslitin verða í dag. I blaði Slóvaka í Bratislava er rætt um að hin sjálfstæða Slóvakía geri bancla- lag við Þjóðverja í tolla- og fjármálum öllum: þ. e. fjármálavald hins nýja ríkis verði í Berlín. HITLER KYR í BERLÍN. GÖRING HRAÐAR SJER HEIM FRÁ RÓM. Enginn vafi er á því, að það var Hitler sem knúði Hacha, forseta Tjekkóslóvaka til þess að kalla saman þing Slóvaka í dag. Fregnin um það var birt eftir að Tisso, fyrrum forsætisráð- herra Slóvaka hafði rætt við Hitler í Berlín. Tisso var í Bratisl. í gærmorgun og ræddi þá við Sidor, varaforseta Tjekkóslóvakíu og foringja Hlinka-liðsins, sem tekið hafði að sjer að mynda stjórn í Slóvakíu eftir að Sivak hafði færst undan því. Reyndi Sidor, sem talinn er hógvær í kröfum, að fá Tisso til að styðja stjórn sína. Ekkert samkomulag varð þó og flaug Tisso skömmu síðar til Vínarborgar og þaðan til Berlín. Ræddi hann við von Ribbentrop og síðan við Hitler. Að viðræðum Hitlers og Tissos loknum var gefin út stutt tilkynning, þar sem segir að rætt hafi verið um mál, sem nú eru á döfinni. En í skeyti frá Tisso, sem lesið var upp á fundi Hlinka-liðsins í gærkv., segir að Hitler hafi heitið að styðja sjálfstjórnarkröfu Slóvaka. Hitler hafði ætlað að fara til Vínarborgar í dag, til þess að taka þátt í hátíðahöld- unum í tilefni af því, að ár er liðið frá því, er Austurríki sameinaðist Þýskalandi. Þessari för hefir nú verið frestað. Hermann Göring, sem verið hefir í Rómaborg og tilkynt hafði við komu sína þangað fyrir viku, að hann ætlaði að vera þar í 3 vikur. flaug í gær til Berlín. LIÐSAMDRÁTTUR TJEKKA OG ÞJÓÐVERJA. „Daily Telegarph“ skýrir frá því, að verið sje að draga saman þýskt herlið við landa- mæri Slóvakíu, nálægt Bratislava. Nasistiskt blað í Bratislava segir, að hjer sje um varúðarráðstöfun að ræða, því að Þjóð- verjar sjeu staðráðnir í því að vernda þýska þjóðabrotið í Tjekkóslóvakíu. I Berlín er því aftur á móti haldið fram að enginn liðssamdráttur eigi sjer stað við landa- mæri Slóvakíu, og yfirleitt enginn liðssamdráttur nema lið það, sem taka á þátt í hersýningun- um í Vín, sem fara eiga fram í tilefni af því að ár er liðið frá sameiningu Þýskalands og Austurríkis. 1 Vínarborg er því haldið fram að Tjekkar hafi sent tvær herfylkingar (24 þús. manns) til Bratislava og að herdeildir þessar hafist við fyrir utan borgina. Fullyrt er að Durcansky, ráðherra Slóvaka sem flúði til Vín, sje að skipuleggja frísk- arasveitir í líkingu við frískarasveitir Henleins, sem stofnaðar voru í september síð- astliðnum. í þessum sveitum er gert ráð fyrir að verði Slóvakar, sem búsettir eru ná- lægt þýsku landamærunum og slóvakískir æskumenn, sem verið hafa í þegnskyldu- vinnu í Þýskalandi. Skifta þeir nol r; m þúsundum. SLÓVAKÍA STÖKKPALLUR HITLERS AUSTUR Á BÓGINN. Durcansky fór með Tisso til Berlín og Karol Karmtsin, leiðtogi Þjóðverja í Slóvakíu. TRAJÆH. Á SjnÖTTU SÍÐU, Hitler krefsl stjórnarbreyl- ingar í Prag Frá frjettaritara vorwn. Khöfn í gær. Auk þess sem Hitler styður sjálfstjórnarkröfur Slóvaka, hefir hann í dag gert kröfur til stjórn arinnar í Prag, m. a. um að gerðar verði breytingar á stjórninni. Þessar breytingar eru sagðar vera, að Sirovy, sem verið hefir landvarnamálaráðherra og var forsætisráðherra á hinum örlagaríku tímum síðastliðið haust, verði látinn fara og a. m. k. einn annar ráðherra. Sumar fregnir herma að Hitler hafi krafist að forsætisráð- herrann, Beran, segði af sjer. dr. Josef Tisso. Afstaða stórveld- anna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. I tölsk blöð styðja málstað * Slóvaka og Þjóðverja. — ítalska blaðið Lavoro Fascista segir, að leysa verði málin í Mið-Evrópu, eftir þeirri reglu er Mussolini benti á í sept. s.l.: að þjóðirnar fái að ráða sjer sjálfar. Bretnr og Fi'akkar átanda í stöðugu sambandi út af þessum málum. En í London er látið í veðri vaka að ábyrgð sú, sem þeir hafi tekið á landamærum Tjekkóslóvakíu síðastliðið haust, komi ekki til fram- Hitler hefir auk þess gert þá kröfu á hendur Pragstjórninni að hún ábyrgist öryggi þýsku þjóðabrotanna í Bæheimi og Máhren (tjekknesku hjeruðun- um). í hverju þessi ábyrgð á að vera fólgin er ekki kunnugt. ÁREKSTUR TJEKKA OG ÞJÓÐVERJA 1 dag varð álvarlegur árekst- ur milli Tjekka og Þjóðverja í Iglau í Bæheimi. Tjekkar segja að Þjóðverjar í Iglau hafi reynt að draga hakakrossfán- ánn á stöng á ráðhúsinu í börg- inni og að komið hafi verið í veg fyrir það. En Þjóðverjar segja að tjekkneskur skríll hafi ráðist á þýska skóla og þýskar stofnanir í borginni. Þýsk blöð hafia; í dag tekið upp ákafar árásir á Tjekka og líkjast þær mjög árás- unum, sem þau gerðu á þá síðastliðið haust. Hið opin- bera málgagn stjórnarinn- ar, ,Diplomatischer Korres- pondenz“ gefur hugmynd um afstöðu Þjóðverja, með þeim ummælum, að stjórn- in í Prag sje að drýgja sömu syndir og síðastliðið haust og að hún hafi enn ekki skilið sáttmálann, sem gerður var í Múnchen. Önnur blöð eru þó margfalt harðorðari. „Hamburger Frem- denblatt“ ræðir um „tjekknesk- an skríl, sem ráðist hafi á sak- lausa Þjóðverja“. Fyrirsagnir í öðrum blöðum eru á þessa leið: „Óhemjuleg ósvífni Tjekka“, „Þýsku blóði úthelt í Brno“, „Svívirðileg hróp gegn Hitler“, „Skotið á hakakrossfánann“, „Ruddalegar ógnir Tjekka“, „Eru áhangendur Benes í Prag að undirbúa að hrifsa til sín völdin?“ Eimskip. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Vestmanna- e.vjum. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifóss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Lagarfoss kom til Ilvammstanga kl. 11 f. h. í gær. Selfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Hull. PRAMH Á SJÖTTU SlÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.