Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. mars 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 FunÖurí Lanðssam banði útvegs- manna í gær Landssamband íslenskra útvegsmanna boðaði til fundar fjelaganna í Varðarhúsinu kl. 5 síð- degis í gær. Fundurinn var mjög fjölmennur og voru m. a. mættir margir útvegsmenn utan af landi, einkum þó úr verstöðv- unum hjer við Faxaflóa. Formaðúr Landssambandsstjórnar, Kjartan Tbors setti fund- inn og var kjörinn fundarstjóri. Ritari Hafsteinn Ijíeroþórsson. Kjartan Thors lýsti tilefni fundarins o" lagði fram fjölritaðar tillögur, sem stjórn Landssambandsins og nefnd sú, er kpsiu var á síðasta aðalfundi S. í. F. höfðu komið sjer saman mn að leggja fyrir fundinn. Bru ályktanir þessar eða tillögur birtar á öðruin stað í blaðinu. Þessu næst hofust umræður og stóðu þær til kl. 8.20. Fyrstur tók til máls Jón Fann- berg útgerðarmaður á Isafirði. Hann var á móti gengislækkun; taldi þá leið ekki rjettu leiðina og vafasamur hagur af henni fyr- ir bátaútveginn, þar sem hluta- skifti væri. Yildi byrja með því að draga úr eyðslu hins opinbera og ljetta bvrðar útvegsins. Finnbogi Guðmundsson í Gerð- um talaði næstur og mælti fast með gengislækkun. Taldi það einu færu leiðina. Gísli Jónsson vjelfræðingur tal- aði næst og var á móti gengis- lækkun. Ilann vav sömu skoðun- ar og Jón Fannberg; taldi að stefnubreyting þyrfti að verða hjá þingi og stjórn. Umfram alt þyrfti að fá verslunina frjálsa, til þess að fá dýrtíðina niður. Þá talaði Finnur Jónsson alþm. Hann kvaðst þeirrar skoðunar, að jafn stórfeld gengislækkun og farið væri hjer fram á, væri ekki rjetta leiðin. Mælti með að farnar væri tvær leiðirnar: 1) Minnihátt- ar gengislækkun og 2) beinn styrkur til útgerðarinnar. Vildi að fundurinn gerði kröfur til að fá birtar tillögur milliþinganefnd- arinnar. Kvaðst vita til að full- trúai' tveggja flokka í nefndinni, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins hefðu fyrir löngu lagt fram til- lögur. Hinsvegar vissi hann ekki til að neinar tillögur væru enn komnar frá fulltrúum Framsókn- ai'flokksins. Yæri æskilegt að fá fram tillögur nefndarinnar og þær ræddar. Jóhann Jósefsson aiþm. kvað hina auknu íítgerð, sem orðið hefði á þessari vertíð, eingöngu stafa af því, að menn treystu því að eitthvað yrði gert útvegnum til hagsbóta. Útlitið í dag væri verra en nokkru sinni áður. í byrjun vertíðar í fyrra hefði Eng- lendingar keypt saltfisk fyj'ir 14 —15 £ tonnið; ,nú vildu þeir ekki gefa meira en 12 £. í Ítalíu A'æri einnig stórfeld yeyðlækkun og alt í óvissu um Portugal. Þorskalýs- ið hefði.í fyrra, verjð 80—05 aura kg., en nú væru menn að selja það fyrir rúml. 60 aura. Hrogn Væru nær óseljanleg. Svona væri útlitið í dag. Thor Thors alþm. gaf lýsingu á útlitiuu með sölu saltfisksins. Aflinn væri hjer nál. helmingi meiri en í fyrra, 7200 tonn á móti 3500 í fyrra. T\ö áriu næstu á undan hefði aflinn verið 1900 tonn. Færeyjar. Þar mætti vænta mikið meiri afla en áður, þar eð Færeyingar ættu nú 10 togara; einnig væri þar talsvert af birgð- um. Nýfundnaland: Þar væru birgðir líka meiri en áður. Nor- egur: Þar væru nú eldri birgðir 10500 tonn, en 1000 tonn í fyrra. Afli Norðmanna hefði í lok síð- ustu viku verið 80 þús. tonn á móti 44 þús. á sama tíma í fyrra. Þar af hefðu Norðmenn saltað uú 61500 tonn, en 29200 í fyrra á sama tíma, og aðeins 1150 siná- lestir verðfallsárið 1931. IJm ástandið í viðskiftalöndun- um sagði Thor þetta: Bretland. Þai' væri nú ekkj fáanlegt hærra verð en 12£ fyrir tonnið á móti 14£ í fyrra. I Italíu væri þegar komin talsverð verðlækkun og nú auk þess sú krafa þaðan. að við ábyrgjUmst rýrnun. í Portugal hefðu Norðmenn sjerrjettindi. A Spáni væri svo nú, að við fengj- um ekki að selja þar einn ugga FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐD Amerfsk bloðræða um þýskar kafbátastöðvar á Islandi Ottinn við a'ð Þjóðverjar ætli að koma sjer upp kafbáta- stöðvum á íslandi er farinn að skjóta upp kollinum í amerískum blöðum. Journal Ameriean í New Tork ræðir 20. jan. s.l. úm fsláhcT' og segir að það sje lánd, þar sém eitt sinn hafi búið herská þjóð. En nú sje á Islaudi ekki einn ein- asti hermaður, herskip eða hern- aðarflugvjel. En blaðið dregur í efa, að það ástand verði Islend- ingiim til góðs um það er lýkiir, ef til styrjaldar kæmi, því á’ð ,á, íslandi sjeu ágætis skilýrði ',,fýr- ir Þýskaland“ til þéss að ' hafa kafbátastöðvar og gera þaðan ár- ásir á bresk og amerísk skip.(FB) Skfðakappganga I rigningu og hvassviðri Skíðakappgangan á Skíða- móti Reykjavíkur fór fram s.l. sunnudag í úrhell- isrigninsu og hvassviðri og var aðstaða öll hin versta. Færi var slæmt og sum- staðar urðu skíðagöngumenn að vaða vatn upp fyrir ökla og á sumum stöðum var göngubrautin aðeins örmjór sn.jóstígur, sem hafði verið lap^ður vegna göngunnar. Þrátt fyrir rigninguna og ó- færðina fór fjöidi fólks úr bæn- úm á skíði og mun alt að 500 manns hafa komið að Kolviðar- hóli á sunnudaginn. Kept var á þremur vegalengd- um og aldursflokkum í göngunni, 16 kílómetra, 12 kílómetra (fýrir 18 og 19 ára pilta) og 8 km. (fyr- ii’ 16 og 17 ára). Úrslit urðu þessi: 16 km. gangan. Björn Blöndal (K. II.) varð fyrstur í 16 km. göngunni á 1 klst. 41 mín oy 07 sek. Sigur Björns er þess glæsilegri þegar þess er gætt, að hann datt illa og skar sig á höfði er lian var hálfn- aður með gönguna. Helt hann á- fram án þess að gert væri við sárið. Blæddi mikið úr sárinu, enda þurfti að sauma það saman með tveimur klemmum, er Björn kom að marki. Annar varð Gunnar Johnson (K. R.) á 1 klst. 44 mín. 09 sek. og þriðji Georg Lúðvíksson (K. R.) á 1.44.52. Fjórði varð Stefán Stefánsson úr Áimanni á 1.45.19. K. B. vánn' göngúna og var tími fjögra fyrstu manna samtals 6 klst. 58 mín. 59 sek. Fjórir fyrstu ménn Árménninga voru samtals 7 klst. 20 mín. 09 sek. Lakasti tími í 16 km. göngutmi var 2 klst. 14.37 mín. Tveir kepp- enda komu ekki að marki. Alls tóku 20 þáft í göugunni. 12 km. gangan. Þar yarð fyrstur Guðbjörn Árna spj) (Js. R.) á 1 klst. 24 mín. 31 sek. Ánnar varð Bjorn RÖed (K. R.) á 1.32.32 og þriðji Einar Sæ- mundsson á 1.36.38. Þátttakendur voru aðeins þessir ]irír. 8 km. gangan. Fyrstur varð Guðbjörn Jónsson á 1 klst. 00 mín. 32 selc. Annar Háraldur BjÖrnsson á 1.01.21 og þriðji Ásgeir Guðjónsson á 1.02.22. Állir eru þeskir piltar úr K. R. 12 og 8 kílómetra gangan var einmenningskepni. Svig kvenna. Þrír þátttakendur voru í kvenna sviginu og varð Vilborg Hjalte- st^d, (S, K. R.) .fyrst á 65.6 sek. sainanl. tíma. Fyrri umferðina fór hún á 32.1 sek. og þá seinni á 33.5 Þýska herskipið „Emden“ kemur hingað í lok mars Þýska herskipið ,,Emden“, sem hjer var á ferð í ágúst í fyrra, er væntanlegt hingað í aðra heimsókn í lok þessa mán- aðar. Skipið leggur af stað frá Þýskalandi 26. mars. ,,Emden“ er 6 þúsund smálestir. Bygt 1927. Kröfur útvegs- manna i. 2. 3. 4. 5. FRAMH Á SJÖTTTJ SÍÐU. Afjölmennum fundi 1 Landssambandi útvegs- manna í gær var samþykt eftirfarandi ályktun: Landssambandið skorar á Alþingi, að hraða löggjöf til efnda gefnum fyrirheitum um verulegar kjarabætur útvegnum til handa. Landssambandið vekur athygli á því, að tap togarareksturs- ins á undanförnum árum sje raunverulega mikið meira, en haft er eftir milliþinganefnd í útvegsmálum, og vísar í því sambandi til skýrslna togaraútgerðarmanna frá í fyrra. Hitt er og vita að stórfeld töp hafa einnig orðið á rekstri bátaút- vegsins undanfarin ár. Að því er togarana snertir, þykir rjett að geta þess, að það sem af er þessu ári, er meðaltap á skip orðið meira en dæmi eru til undanfarin ár, og aflahorfur þeirra ískyggilegar, en söluhorfur sjávarafurða yfirleitt miklu lakari en í fyrra, þótt ljelegar væru þá. Landssambandið lýsir þeirri skoðun sinni, að einasta leiðin tii framkvæmda gefnum fyrirheitum um kjarabætur, sje að viðurkenna a. m. k. að nokkru leyti verðfall ísl. krónunnar, og telur að í þeim efnum sje eigi rjett að ganga skemur en að 30 ísl. krónur jafngildi sterlingspundi. Landssambandið telur nauðsynlegt að halda kaupgjaldi ó- breyttu, enda sjeu gerðar öflugar ráðstafanir til þess að hindra aukna dýrtíð og auka atvinnu almennings. Sú hætta er þegar yfirvofandi, ef ekki verður að gert, að fiskiveiðar dragist mjög samán, eða jafnvel stöðvist á miðri leið, Landssambandið skorar á valdhafana, að stefna beint að afnámi haftanna, en gefa nú þegar svo mikið frjálst af inn- flutningnum sem frekast er auðið, til þess að draga úr dýr- tíðinni í landinu. Landssambandið leggur höfuðáherslu á, að löggjöf þetta varðandi verði hraðað, og undir öllum kringumstæðum lög- fesb á því Alþingi, er nú situr. Ef það er talið nauðsynlegt, að aðalflokkar Alþingis taki höndum saman um stjórnarmyndun, til þess að koma málum þessum fram á Alþingi, og standa að framkvæmd þeirra, þá skorar Landssambandið á þingflokkana að láta ekki standa á því. Loks lýsa útvegsmenn yfir því, að þeir telji skjóta og góða lausn þessa máls beinlínis lífsskilyrði fyrir útveginn, og afkomu allrar þjóðarinnar. 'Ennfremur samþykti fundurinn eftirfarandi: Að gefnu tilefni vill Lándssam1 þandið lýsa yfir því, er hjer segir: Ymsar uppástungur hafa kom- ið, fram um „hjálp“ til útvegsins, svo sem með skattaálagningu 10— 20% á allar inöfluttar vörur, sem síðan sje úthlutað sein jafnri verð- uppbót á allar útfluttar vörur. Vegna þessa vill Landssamband ið taka það skýrt fram, að iitvegs- menn biðja ekki um aðra „hjálp“ en þá, að hætt sje að taka af þeim gjaldeyri þann, sem fæst fyrir íiramleiðsiuvörúrnar fyrir Verð, sem er langt neðan við sannvirði. í þessu sambandi má’ géta1 þess, að það er á allra vitorði, að ísl. krónan er stórfallin í verði, utan- lands og innan frá liinni opinberu Skráningu bankamia. Það er fjarri allri skvnsemi, og F&AXSL Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.