Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 1939. | Húsmæður, f £ A S sem hafið rafmagnseldavjel- X 4% .% Ý ar, hringið í síma 1456 og •{• ♦,♦ •;• biðjið um fiskinn tilbúinn í ❖ **• pottinn eða á pönnuna. — ❖ *t* Enginn úrgangur. *t' *t* *t* ♦*♦ •> C*C**t**t*C**t**t*C**t**t**t*C*C**t**t*C**t**t**t**t**t*C*C*C**t**t**t* oooooooooooooooooo ! Ti! sumardvalar ! $ , $ 0 óskast 2 herbergi og eldhús v í Skerjafirði eða Klepps- V holti. A. v. á. ó ó oooooooooooooooooo Rammalistar komnir. Fíiðrik Guðjónsson \ Laugaveg: 24. Aðalfundur verðnr haldinn í h.f. Kvenna- heimilinu „Hallveigarstaðir" föstu <laginn 14. apríl kl. 8% síðd. Dagskrá samkvæmt fjelagslög- unum. STJÓRNIN. Ung og reglusöm SIÚLKA, góð í reikningi, óskar eftir af- greiðslu eða vjelritun 1. apríl eða fyr. Tilboð óskast sent afgreiðslu Morgunbl., í lokuðu brjefi, merkt „1939“ fyrir 20. þ. jm. MUNIÐ Kaldhreinsað þorsfealýsi No. 1, með A og D fjörefnum, fæst altaf, er best hjá Sig. Þ. Jón§son, Laugavegi 62. Sími 3858. ItTOAÐ hviliat með gleraugum frá THIELE Oflýrt! Handsápa „Emol“ 0.50 Handsápa „Palm«mol“ 0.50 Handsápa „Violetta" 0.55 VasagreiSur 0.50 Vasaspeglar tvöfaldir 0.50 Peningabuddur 0.50 Matskeiðar frá 0.35 Matgafflar frá 0.35 Skæri stór á 1.35 Vasahnífar frá 0.50 Barnakönnur 0.50 Barnatöskur 1.00 Barnasögur 0.50 Barnabílar blikk 1.00 I. Einarsson k BjðrnssoB Bankastræti 11. /| ára afmæli Knatt- * spyrnufjel. Reykjavíkur á laugardagskvöldið að Hótel Borg fór fram með mestu prýði. Borðhaldið hófst kl. 7l/2 síðd. og stóð yfir til kl. 1 um nóttina. Form. fjelagsins Erl. Ó. Pjet- ursson setti samkomuna og bauð gestina, velkomna. Skömmu á eftir flutti Sigurj. Pjetursson, fyrrum mark- vörður KR, ræðu, og afhenti fjelaginu að gjöf, frá núver- andi meistaraflokki, land undir tvo knattspyrnuvelli og íþrótta- svæði. Liggur land þetta í Kaplaskjólslandi, með fram Kaplaskjólsvegi, og er um 3 ha. að stærð, og kostaði 12 þús. kr. Þetta mikla fje mun að mestu hafa fengist fyrir dansleiki þá, sem haldnir hafa verið í KR- húsinu undanfarin ár. Vakti gjöf þessi mikinn fögnuð veislu gesta. ÚTVARPSÞÁTTURINN Síðan ijek Lúðrasveit Reykja- víkur göngulag K. R, (hinn svokallaða K. R,-mars), og þar næst flutti form. K.R. skörulega ræðu, fyr- ir minni fjelagsins, og kom víða við. A eftir ræðunni var sungið eftirfar- andi kvæði undir laginu „Ó, fögur er vor fósturjörð“. Kvæðið hafði ort Jón kennari Þórðarson í tilefni afmælisins. En Jón er gamall hlaupagarpur KR- inga. Þú komst sem smá en sókndjörf sveit er sigurmerki reisti, og efndi trútt sín eigin heit að efla þjóðarhreysti. Og framtíð sjer hver sigur vann, því sagan blessar alla, sem styrktu og reistu stofninn þann, er stóð svo tæpt að falla. Þú áttir viljans sterka stál, — og stefnt var ei til náða, en kveiktir ungum eld í sál og afl til starfs og dáða. Þig skelfdi aldrei tvísýnt tafl en treystir hiklaust þorið, og Gunnars fimi, Grettis afl þú glæddir endurborið. Svo heilir fram og hikið lítt en hefjið styrjarfána. Sjá, takmark rís svo frjálst og frítt þar fjarstu tindar blána. Sje viljinn sannur, heilt þitt heit, — því hugir sigrum ráða, — þú vcrður aátíð sóknarsveit til sífelt stærri dáða. Þá las E.Ó.P. ávarp til K.R. frá for- sætisráðh., sem gat ekki komið sjálf- ir, vegna forfalla. Þvínæst flutti borg- arritari Tómas Jónsson, ávarp frá borg arstjóra og bæjarstjóm Rvíkur. En á eftir söng Pjetur Á. Jónsson „Sverri konung“ og „Die beiden Grenadier“, með undirleik Lúðrasveitarinnar. For- seti Í.S.Í., Ben. G. Waage, flutti ávarp frá Í.S.Í. og afhenti fjelaginu fána- stöng að gjöf frá Sambandinu. Var fánastöngin hinn mesti kjörgripur og eftir Ríkarð Jónsson, hinn oddhaga listamann. Ennfremur gaf hann form. K.R. fagra ljósmynd (stækkaða) af E. Ó. P. í ræðustól, suður á íþróttavelli, en Kristjáni L. Gestssyni gaf hann út- skorna vegghillu. En Erlendur og Kristán eru enn mestu athafnamenn KR, og hafa verið í aldarfjórðung. Loks færði hann fjelaginu skraut- ritað ávarp frá heiðursfjelögum KR, éldri kappliðsmönnum og velunnurum fjelagsins, ásamt fögrum fjelagsfána, úr silki, sem frú Unnur Ólafsdóttir hafði gert og ennfremur ísl. fána úr ára afmæl s- hátíð K. R. silki, er - frú Amalía Sigurðardóttir hafði saumað, og einnig fánastöng. Þóttu allar þessir gjafir vandaðar og smekklegar. Þá sungu fjórmenning- srnir: K.Í.B.S. nokkur ]ög, við ágætar undirtektir. Þamæst flutti sr. Sigurjón Guðjónsson ræðu fyrir minni íslands, en á eftir var leikinn ])jóðsöngurinn. Á milli ræðanna Ijek Lúðrasveit Rvík- ur ýms lög, en formaður KR þakkaði henni sjerstaklega fyrir, ]>ar sem Lúðra sveitin hafði undanfarin ár komið á árshátíðar fjelagsins, óumbeðið, að skemta. ÁVARP EJELAGANNA Lauk nú útvarpsþættinum, en á eftir hóf'ust frjáls ræðuhöld og tóku þessir til máls: Sveinn Aoega, frá Val; Guð- jón Einarsson form. Víkings; Jón Magnússon form. Fram; Jens Guð- bjömsson form. Glimufjel. Armanns; Har. Jóhannesson form, ÍR; Unnur Jónsdóttir form. íþróttafjel. kvenna; Eiríkur Magnússon form. Ægis; L. H. Miiller form. S.R. Guðm. Guðmunds- son umboðssali (gamall kappliðsmaður KR), Stefán Runólfsson form. ÍRR; Sigurjón Pjetursson glímukappi; Þor- steinn Jónsson fyrsti form. KR, Sigur- jón Jónsson ritari KR. Form. KR E. Ó.P. þakkaði ræðumönnum jafnóðum kveðjur þeirra og ámaðaróskir, svo og hinar mörgu gjafir sem KR bái-ust, og fyrir þann heiður sem honum var sýndur. En þessar gjafir bámst fjelag- inu: GJAFIR Frá Val, haglega gerður knöttur, á þar til gerðum stalli, með áletran og merki KR og Vals, sitt hvora megin. Frá Víking veggskjöldur úr eir, merki fjel., með áletrun. Frá Frarn blómstur- vasa, úr ísl. leir, fullan af blómum, áletraður eftir Guðm. frá Miðdal. Frá Glímufjel. Armann borðfánastöng með ísl. fána, úr birki, fagurlega útskorin og áletruð. Frá ÍR silfurbikar, áletr- aður, til að keppa um í ísl. glímu (fegurðarglímu). Frá íþróttafjel. kvenna silfurbikar, .áletraður, fyrir kepni í fimleikum kvenna, einmennings kepni. Frá Sundfjel. Ægir veggskjöld- j ur úr birki, áletraður, með áskornum' skriðsundmönnum. Frá Skíðafjelagi Rvíkmr mynd af víkingaskipi, sem KR verður afhent eftir hálfan mánuð. Frá Hjalta Jónssyni forstjóra, borðfána- söng úr málmi, ásamt ísl. fána; einnig sendi hann fjelaginu 100 kr. í pening- um, til eflingar starfsemi KR. íþrótta- skólinn að Álafossi gaf KR veggskjöld af Agli Skallagrímssyni. Formaður ÍR, Har. Jóhannesson, sæmdi Erl. Pjeturs- son æðsta heiðursmerki fjelagsins, fyr- ir hans ágæta íþróttastarf, en ritari KR sæmdi þá E.Ó.P., Guðm. Ólafsson og Kristján L. Gestsson æðsta heiðurs merki KR. FORELDRAR HEIÐRAÐIR Allar þessar gjafir til KR bera vott um þá vinsemd og virðingu, sem fje- lögin og einstaka menn bera til fje- lagsins, fyrir hina frábæra starfsemi þess til eflingar líkamsmenningu lands- manna. Þá fengu þeir Magnús Guð- björnsson maraþonhlaupari og Þorst. Einarsson knattspymukappi, heiðurs- pening úr gulli, fyrir 15 ára starf- semi í þágu KR. En 10 fjelagsmenn fengu heiðursmerki úr silíri og aðrir 10 fengu gullnælur KR fyrir 10 ára starfsemi í þágu fjelagsins. Öll þessi heiðursmerki afhenti formaður KR og einnig las hann upp fjögur skraut- rituð heiui’sskjöl, til fjögra foreldra, fyrir afrek sona þeirra og dætra í þágu KR. — Loks var dansað til morguns. Það var fagur og skemtilegur blær yfir þessari 40 ára afmælishátíð gamla KR. — Á fimta hundrað manns tóku þátt í borðhaldinu og dansleiknum og var þá þröngt um manninn. Fullveldisfrímerkin. Fjölda mörg erlend blöð, m. a. ensk og ame- rísk, hafa getið um frímerkin, með mynd af Háskólabyggingunni, sem út voru gefin í tilefni af fullveld- isafmælinu. Meðal amerískra blaða eru t. d. Cleveland Plain Dealer í Cleveland, Ohio, og Citizen í Ohio, sem birtir myndir af ýms- um fegurstu frímerkjum, sem út hafa verið gefin undanfarna mán- uði, og m. a. mynd af fyrnefnd- um frímerkjum íslenskum. (FB) 17 krónurkosfa ódýrustu koSin. GEIR H. ZOEGA Símar 1964 ojar 4017. Hvítkál. Gulrætur. Rauðrófur. Selleri. Laukur — Kartöflur. vt 5in Laugaveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. KANDIS svarfur — fyrirliggjandi — Eflgert Kristjánsson & Go. h.f. Tilkynning. Vegna ónógrar þátttöku farþega, og af öðrum ástæð- um, getur EKKI orðið af því, að „Goðafoss“ fari vestur til New York í vor. H.f. Eimskipatjelag íslands. Xý bók: „Um Sviþjóð og Svía“ Stutt en efnisríkt yfirlit yfir uppruna sænsku þjóð- arinnar og sögulega þróun, atvinnuvegi og andlegt líf.-----Bókin er prýdd 56 heilsíðu myndum. — Verð: kr. 3.00. — Greind og upplýst stúlka, ekki yfir 28 ára að aldri, óskast til að gerast eiginkona manns, sem er á besta aldri (hvorki ungur nje gamall), er duglegur og þess vegna í góðri stöðu og getur stofnað nýtísku heimili. Svona kynningar til hjúskapar eru algengar ineðal erlendra menningarþjóða og reynast vel. — Svar við þessari auglýsingu verður að vera ritað af alvöru og skilningi, og því verða að fylgja rjettar og ýtarlegar upplýsingar og mynd. Engin lieiðvirð stúlka lætur sjer sæma að hafa hjúskapar- liugsjónina (sjálfan helgidóm lífsins) að fíflskaparinálum. Þögn er því sjálfsögð. Svarið skal sendast Morgunblaðinu innan 3 daga, merkt „Trygg framtíð". •ími 1380. LITIA BILSTÖBIH Er bokkuS rtðr. Upphitaðir bflar. Opin allan sólarhrinsrinn. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.