Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÖItí 7 Þrið.judagiir 14. mars 1939. Fjölmennur fundur Stúdentafjelagsins um sjálfstæðismálin Stúdentafundur sá, sem Stúdentafjelag Reykja- víkur og Stúdentaráð Háskólans boðuðu til um sjálfstæðismálin á sunnudaginn, var geysi fjölmennur. Fundarstjórar voru Hörður Bjarnason form. Stúdentafje- lagsins og Sigurður Bjarnason form. Stúdentaráðsins. Fyrsti frummælandi var Bagnar Kvaran landkynnir. Var ræða hans alllöng og ítarleg. Ræddi hann aðallega um það hvernig vjer íslendingar ættum að snúast við er að því kæmi, að vjer skyldum taka úrslitaákvörðun um samband vört við Dani. I ræðu frummælanda kom fram það höfuðsjónarmið hans, að vjer íslendingar ættum að halda sem nánustu sambandi við Dani. Utanríkismálin væri varhuga vert fyrir oss að taka í vorar hendur að svo komnu máli, og jafnrjettisákvæði sambandslag- anna væri oss íslendingum mik- ils til meira virði en Dönum og tiltölulega lítil hætta á því, að það yrði notað af Dönum okkur til óþurftar. Annar frummælandi Bened. Sveinsson fyrv. alþm. rakti sögu sjálfstæðisbaráttunaar í stórum dráttum. Saga þeirrar baráttu sann- ■aði það, að öll viðleitni íslend- inga í þessu efni, hefði verið barátta fyrir því, að fá að standa á eigin fótum. Fyrir 1918 hefðu allir verið sammála um það, að lokatakmark bar- áttunnar væri skilnaður við Dani. Sambandslögin 1918 hefðu verið mikilsverður áfangi í þess- ari baráttu, en þau hefðu haft mikla galla. Með þeim hefði í raun rjetti verið þvingað upp á Islendinga samningsatriðum, er gætu verið stórhættuleg og auk þess einstætt, að fullvalda ríki ætti samning við aðra þjóð um jslíkt. Síðan 1918 hefði komið fram ákveðinn vilji hjá forystu- mönnum þjóðarinnar í þá átt að uppsagnarákvæði sambands laganna yrðu hagnýtt á sínum tíma. Benti frummælandi á af-' stöðu stjórnmálaflokkanna á A1 þingi árið 1928, þegar formenn allra stjórnmálaflokka lýstu vilja sínum í þessa átt. Kvaðst ræðumaður vænta, að íslenskir stúdentar myndu enn sem fyr verða ótrauðir í barátt- unni til hins síðasta áfanga í sjálfstæðismálum þjóðar sinn- ar. En íslendingar yrðu að vera yel vakandi í þessum efnum. Nú væri skamt þess tíma er úrslitaákvörðun yrði að takast um þessi mál. Þjóðin yrði með forsjálni og fyrirhyggju að búa sig undir að taka öll sín mál í eigin hendur og rasa í engu fyrir ráð fram. Var máli Benedikts Sveins- sonar tekið mjög vel. Að loknum þessum tveim framsöguræðum hófust frjálsar umræður. I þeim tóku þátt Gísli Sveins- sin alþm., sem tók upp sama sjónarmið og Bened. Sveinsson og vildi uppsögn sambandslag- anna og skilnað við Dani. 1 sama streng tóku og Guðmund- ur Benediktsson bæjargjaldkeri og Carl Tulinius. Eiríkur Sigurbergsson ræddi sjerstaklega um nauðsyn þess að vjer tækjum utanríkismálin i vorar hendur að fullu og öllu. Ennfremur tók til máls próf. Guðbrandur Jónsson. Kvaðst hann að svo kómnu máli ekki vera fylgjandi sam- bandsslitum. Yfirleitt snerust umræður um þau tvö höfuðsjónarmið, sem fram komu í ræðum frummæl- enda. Fór íúnclurmn prýðilega fram í hvívetna. Mun í ráði að framhalds- fundur verði bráðlega um þessi mál og ennfremur útvarpsum- ræður milli Stúdentaf jelags Ak- ureyrar og Stúdentaf jejágs Reykjavíkuv. Stúdentar hafa nú tekið þessi mál upp og má vænta að sú iþögn sem um þessi mál hefir ríkt undanfarin ár sje nú rofin. Er vel að eldri og yngri stú- dentar skuli sameiginlega beita sjer fyrir umræðum um þessi mál. , Sjálfstæðismálin verða og að vera hafin upp yfir pólitískt dægurþras. Enda þótt íslendinga greini ;ef til vill í einhverju á um það, hvernig þessum málum skuli skipa, þá eiga umræður og skriv um þau, að geta verið með við- urkvæmilegri blæ, en um mörg hin pólitísku deilumál dagsins. í Því sem gerist í þessum mál- um, hvort heldur það er meðal stúdenta eða annara Islendinga, hlýtur framvegis að verða veitt náin athygli. Hjónaefni. .S.l. laugardag opin beruðu trúlofun sína ungfrú Elín Ingvarsdóttir og Arni Haraldsson verslunarmaður. Skíða- og skautafjelag Hafuar- fjarðar heldur fund að Hótel Björninn í kvöld kl. 8U- Verður þar rætt um framtíðar starfsemi fjelagsins og væntanlega skála- byggiiigu. \ stjórn fjelagsius eindregið mæla með, að fjelagar sæki þenna fund, þar sem mikil- vægar ákvarðanir kunna að verða gerðar. Fróðlegur spá- dómur um fram- tið vísindanna Jimariös eftir Plató er hið frægasta spekirit hinnar grísku fornaldar, og þar er þessi mjög fróðlega spá um framtíð vís- indanna (ntg. Stallbaums, 68 D.): ,,En ef einhver vill með tilraunum fá sönnun fyrir ],ví, sem sagt hefir verið (um eðli litanna), ])á er hann alveg ófróðnr um það, hver munur er á mannlegu eðli og guð- legu. Hann veit ekki, að guð er fær iim að blanda mörgu samau þannig, að ]>að verði eitt, og eins, að le.vsa sundur í margt það sem er eitt, því að haim hefir til þess hæði þekkinguua og máttinn. En sá maðnr er ekki til og mun ald- rei verða, seni þetta geti gert“. PlatÖ spáir því þarna, að ljós- fræði og efnafræði slík sem nú- tíniinn þekkir, muni aldrei til verða, þvi að slíkt sje með öllu ofvaxið mannlegri getu. Það er býsna íróðlegt að veita því eftirtekt hve rangt jafnvel hinir vitriijStU mcnn hafa spáð um fraíntíð vísindanna. Þannig var á 17. öldinni sagt, nokkuð líkt og Plató komst að orði, að mannlegu viti væri með öllti ofvaxið að finna orsakir flóðs og fjöru. Og einii af mestu spekingnm 19. ald- arinnar, Auguste Comte sagði, að meðal þess sem segja mætti fyrir með vissú, væri það. að aldrei mundu vísindin komast svo langt að geta fundið livaða efni er í stjörnunum. Ilinn ágæti Stallbaum segir í athugasemd við ]>an orð Platós, að eftir dauðann fari sáliriiar (eða öllu heldur sumar sálir) aftur tíl stjarnanna, að þar sje spekingur- inn að fást við efni, sem sje mann legum skiluingi með öllu ofvaxið, og leggi því ekki nein bönd á hugmyndaflug sitt. Og í síðasta hefti náttúrufræðitímaritsins Kos- mos (þetta ritað 24. jan. 1939), ern tvær greinar mii lífið á stjörn unuin, þar sem niðurstaðan verð- ur þessi vanalega, að úin ]>að ef'öi sje með öllu ómögulegt að vita nokkuð. Þegar Comte spáði því, að efná- fræðin mundi aldrei ná til stjarn- anna, ])á liafði liann vitaulega al- y,e,g rjett fyrir sjer í því, að með þeim tækjum og aðferðum, sem ]>á tíðkuðust, mundu stjörnurnar (að löftsteinum undanteknum) aldrei yerða rannsakaðar efna- fræðilega. En haun varaði sig ekki á því, að gersamlega nýjar að- ferðir mundu koma til sögunnar. Það er nokkuð líkt um lífið á stjörnunum. Það er alveg óhætt að segja það fyrir, að jafnvel liinar ágætustu stjörnusjár og Ijósmyndunaraðferðir muni ekki geta orðið til að veita oss neinn fróðleik um lífið á stjörnnnum, a. m. k. þegar voru eigin sólhverfi sleppir. En ]>að er hinsvegar þeg- ar komið í Ijós, að aukin þekking á sjálfu manneðlinu, hugareðli mannsiiis, getur orðið til þess að afla oss þeirrar þekkingar á líf- inu annarsstaðar í heiminum, sem er svo áríðandi, að það mann- kyn, sem verður að vera án henn- ar, líð.ur undir lok án þess að Iiafa nokkurntíma komist á leið hinna sönnu framfara. Helgi Pjeturss. Qagbófc. □ Edda 59393147 — Fy>l I. 0. 0. F. Rb.n. 1 Bþ. 889,148y2. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA hvassviðri og rigning. Veðrið í gær (mánud. kl. 5): Yfirleitt er nú hæg Y-átt hjer á landi og úrkomulaust. 1—3 stiga frost norðvestan laiids, en 4 st. liiti á S- og A-landi. Ný lægð er að nálgast suðvestan af liafi og niun valda SA-hvassviðri hjer við land. Næturlæknir er í nótt Ofeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21A, sími 2907. Næturvörður í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. íslendingur andaðist í Khöfn 26. febr., Erlendur Höskuldsson að nafni, segir Politiken. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Auður Steinsdóttir og Egon Rasmussen bólstrari. Trúlofun sína liafa opinberað Svava Magnúsd. og Helgi Einars- son bifreiðarstjóri. Súðin var á Sauðárkróki í gær- livöldi. Ungfrú Bára Sigurjónsdóttir danskennari tók sjer far í gær með Dettifossi til ísafjarðar. -— Fjekk Sjálfstæðiskvennafjelagið á ísa- firði ungfrúna til að koma vestur til að kenna dans í vikutíma. — Einnig mun ungfrú Bára halda danssýningar á Isafirði og Akur- evri. Togarinn Maí kom til Hafnar- fjarðar í gærmorguu með 62 tonn af upsa og' Sviði með 50 tonn af upsa. Skíðairót Reykjavíkur. K. R.- ingar unnu sltíðagönguna í öllum flokkum. íþróttakennarar halda fund með sjer í dag að Ilótel Borg. Um Guttorm Guttormssan skáld og bónda í Riverton-bygð, hefir dr. Richard Beck skrifað ágæta grein í ,.Tribune“, Winnipeg. — Greinina nefnir Beck ,,The Poet of Riverton“. (FB) Útvarpið: 20.15 Erindi: Alþýðutryggingar á íslandi og í Danmörku (Har- aldur Guðmundsson alþingis- maður. 20.45 Fræðsluflokkur: IJm Sturl- ungaöld, IV (Árni Pálsson próf.). 21.10 Symfóníutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. NÝR OLÍUTANK í KEFLAVÍK. m Frá frjettaritara vorum í Kefla- vík —: Tankskipið Soya losar hjer olíu til Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis. Samlagsfjelag þetta var stofnað á síðastliðnu hausti af bátaeigendum og fleirum í Keflavíkurhreppi. Ilefir það látið byggja hjer olíutank, er tekur 550 tonn. Byggingu tanksins var lokið fyrir tæpum liálfum mánuði og sá um byggingu hans vjelsmiðj- an Hjeðinn og Stálsmiðjan í Reykjavík. Stjórn samlagsins skipa Karyel Ögmundsson, Elías Þorsteinsson og Þorgrímur Eyjólfsson. Elsku litla dóttir okkar Helga andaðist að heimili okkar Öldugötu 42 hinn 11. þ. mán. Aðalbjörg Jóakimedóttir. Geir Ólafsson. Maðurinn minn Oddur Pjetursson frá Hól andaðist í dag. Hafnarfirði 13. mars 1939. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, ljósmóður Jónu Sigríðar Einarsdóttur fer fram frá dómkirkjunni 14. þ. mán. og hefst kl. 1 e. hád. með bæn á heimili okkar, Svalbarða við Langholtsveg. — Kransar afbeðnir. Kristján P. Andrjesson. Jarðarför mannsins míns Guðjóns Guðlaugssonar fyrv. alþingismanns fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn hinn 15. þ. m. og hefst með húskveðju frá Hlíðarenda við Laufásveg kl. 1 y2. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd mína og annara aðstandenda Jóney Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður o g ömmu Jóhönnu Sigríðar Jóhannesdóttur. Deild, Akranesi. Ólafur Ólafsson, dætur, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.