Morgunblaðið - 17.03.1939, Page 4

Morgunblaðið - 17.03.1939, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaffur 17. mars 1939. Isfirðingar eiga að sjá nm lands- mót skíðamanna í ár og fer það fram á ísafirði um páskana. Fullvíst má telja að Eeykvíking- ar hafi fullan hug á að senda keppendur á landsmótið og eins má gera ráð fvrir að áhugamenn um skíðaíþróttina hjer í hænum vilji reyna að koinast vestur til að fylgjast með mótinu sem á- horfendur og um leið nota hið snjómikla land, sem gera má ráð fyrir að verði vestra um páskana, ekki síst þar sem ekki verður fram á annað sjeð, en að snjólítið verði hjer sunnan lands. En á þessu eru miklir ann- markar vegna þess hve skipaferð- ir eru óhentugar. Raddir hafa heyrst um það meðal skíðafólks að vel mundi borga sig að leigja skip til að fara með skíðafólk vestur, en þá rekur að öðru vandamáli: Hvaða skip fæst til ferðarinnar og hver vill taka að sjer forystuna í því máli? Það virðist ekki vera um neitt af farþegaskipunum að ræða. vegna þess að þau eru bundin í áætlunarferðum. Hinsvegar mætti ætla að ríkisstjórnin myndi ef til vill sýna skíðafólki hjer þá vel-, vild að lána varðskipið „Ægi“ vestur. Það er orðin föst venja hjá ríkisstjórninni að nota varð- skipin í snatt með alþingismenn, skólafóik og oft þegar illa stendur á ferðum hafa varðskipin verið send með verstöðvafólk í byrjun eða enda vertíðar lands- hornanna á milli. Ægir þyrfti ekki að vera bund- inn við þetta nema rjett á rneðan ferðin stendur yfir milli Revkja- vílcur og Isafjarðar, eða 15—17 klst. hvora leið. Með velvilja og hjálp skips- hafnarinnar á Ægi ætti að vera hægt að koma fyrir á annað hundr að farþegum svo stutta leið. Vildi ekki Skíðaráð Reykjavík- ur taka þetta mál að sjer og eiga tal við ríkisstjórnina um að fá varðskipið í þessa ferð? ★ Skíðamót Reykjavíkur hófst í rigningu og því lauk í rign- íngu — það er að segja mótinu er enn ekki að fullu lokið, þar sem stökkin hafa ekki farið fram, en gera má ráð fyrir að þau falli niður eða verði látin fara fram hjá K. R.-skálanum í Skálafelli í Esju, þar sem þátttakendur eru eingöngu K. R.-ingar. ★ Snjór er nú farinn að minka á láglendinu og lítur illa út með Thule-mótið, sem á að halda í Hveradölum eftir rjetta viku, •einnig eru menu orðnir kvíðnir vegna norska skíðakappans, sem kemur á það mót. Engin hætta er þó á að menn fái ekki tækifæri til að sjá kappann Birger Ruud •stökkva, því þó tvo snjólítið verði að hvorki ganga eða svig geti far- ið fram verður vafalaust hægt að bera snjó á stökkpallinn svo stökk geti farið fram. k Enn er mikill snjór í Skarðs- mýrarfjalli og ágætar brekkur fyrir ofan Hellisskarð, en það er reynsla undanfarinna ára að meg- in þorri skíðafólks vill hafa snjó jrfir alt til þess að það fáist til ítð fara á skíði. Aftur á móti skíðafólk, sem reglulegt yndi hef- ÍÞRÓTTIR eftir Vivax ir af skíðaferðum, fer á meðan nokkurn skafl er að finna. ★ Lang veglegasta gjöfin s$m K. R. barst á 40 ára afmælinu og mikilsverðasta fyrir fjelagið var gjöf knattspyrnudeildarinnar. Knattspyrnudeildin gaf K. R., sem kunnugt er, landspildu í Kapla- skjóli, sem er 3 ha. að stærð. Á þessu landi mætti, vegna stærðar þess, hafa þrjá knatt- spyrnugrasvelli, en líklegt þykir að horfið verði að því ráði, að útbúa tvo æfingavelli fyrir knatt- spyrnu og einn völl til að æfa á frjálsar íþróttir, handknattleik og þessháttar. Það hefir lengi verið eitt mesta áhugamál reykvískra knatt- spyrnumanna að eignast grasvelli til æfinga og nú hefir þetta á- hugamál komist í framkvæm hvað K. R.-inga snertir. Knattspyrnudeild K. R. byrjaði að undirbúa þetta mál í október 1936 og hefir síðan aflað fjár til landkaupanna með því að halda dansleiki. Landið kostaði 12 þús. und krónur, en gert er ráð fyrir að það muni kosta um 5 þúsund krónur að gera landið þannig úr garði, að þar verði góðir æfinga- vellir. Noregur sigraði glæsilega í al- þjóðakepni stúdenta í vetr- aríþróttum, sem fram fór að þessu sinni í Lillehammer og Þránd- heimi. Urslit urðu þessi milli land- anna: Noregur 134 stig Þýskaland 41 — Finnland 35 — PóIIand 25 — Svíþjóð 22 — Ungverjaland 21 — Tjekkóslóvakía 16 — Latvia 14 — Frakkland 4 — kvennakepni sigraði Þý land með 31 stigi, Frakkland 11, Sviss 10, Tjekkóslóvakía og Nor- egur 6 og Svíþjóð 1. Um síðustu mánaðamót fór fram kepni í frjálsum í- þróttum innarihúss í Madison Square Gárden í New York. Þar voru sett tvö ný heimsmet. Hlaup- ararnir Boreh, Burns, Betham og Squire-s settu heimsmet í 4x400 metra boðhlaupi á 3 mín. 17.2 sek. í 65 yards grindahlaupi setti All- an Tolmieh heimsmet 0.8.5 sek. Á sama móti hljóp Donald Lash 5C00 metra á 14.30.9. Ðanska sundkonan Inge Sören- sen hefir unnið aftur heimsmet í 500 metra bringusundi, sem belg- iska sundkonan van de Kierchowe vann frá henni i janúar s.l. Tími van de Kierchowe var 8.01.3. Heimsmet Inge Sörensen er nú 7.58.4. Okkur vantar ungan og reglusaman mann til aðstoðar við afgreiðslustörf. Bifreiðastöð Steindórs. Ungvcrsk handavinnusýning verður í bæjarþingsalnum í Hafnarfirði 17. og 18. mars. Opin kl. 2—10 e. hád. Sýndir allskonar munir fagurlega málaðir, ísaumaður fatnaður, dúkar o. fl. Einnig ýmiskonar málverk. Aðgangur 50 aura. fyrir fullorðna, 25 aura fyrir börn. SÍIRÓNUR „fyrir Framsóknarrefi“? Almenningi til leiðbeiningar birtist hjer með eftirfarandi listi yfir þá er fengu keypta hina mikið umræddu 100 hálfkassa af sítrónum, sem Grænmetsverslun ríkisins flutti inn með e/s. „DETTIFOSSI“ 9. þ. mán. Samanber ummæli dagblaðsins Vísir, mánudaginn 13. mars, um sítrónur fyrir Framsóknarrefi. — Verslanir utan Reykjavíkur fengu 37 kassa er skiftust þanuig: Jón Mathiesen kaupm., Hafnarfirði 1 kassa Stefán Sigurðsson kaupm., Hafnarfirði 1 — Gísli Gunnarsson kaupm., Hafnarfirði \/» — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi 1 — Kf. Stykkishólms, Stykkishólmi 1 — Sigm. Jónsson kaupm., Þingeyri 1 — Verslun G. B. Guðmundssonar, ísafirði 1 — Kf. ísfirðinga, ísafii-ði 1 — Húsmæðraskólinn, ísafirði 1 — Sig. Pálmason kaupm., Hvammstanga 1 — Kf. Vestur-IIúnvetninga, Hvammstanga 2 — Kf. Húnvetninga, Blönduósi 2 — Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki 2 — Kristinn Briem, Sauðárkróki 1 — Haraldur Júlíusson, Sauðárkróki 1 —- Vf. Siglufjarðar, Siglufirði 1 — Kjötbúð Siglufjarðar, Siglufirði 1 — Kf. Evfirðinga, Akureyri 2 — Nýja Kjötbúðin, Akureyri 2 — Verslun Ben. Benediktssonar, Akureyri 1 — Verslunin Esja, Akureyri 1 — Öl- og gosdrykkjagerð Akureyrar 1 — Kf. Þingeyinga, Húsavík 2 — Versl. St. Guðjohnsen, Húsavík 2 — Versl. Jóns G. Jónassonar, Seyðisfirði y2 — Kf. Fram, Norðfirði 1 — Verslun Björns Björnssonar, Norðfirði 1 — Brynjúlfur Sigfússon kaupm., Vestmannaeyjum 1 — ísfjalag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum 1 — Magnús Bergsson kaupm., Vestmannaeyjum 1 — Kf. Verkamanna, Vestmannaeyjum 1 —- fl. Alls selt utan Reykjavíkur: 37 kassar Reykjavík voru seldir 63 kassar er skiftust þannig: Silli & Valdi Aðalstræti 2 kassar Sláturfjelag Suðurlands 2 — Kf. Reykjavíkur og nágrennis 2 — Innkaup Ríkisstofnananna 2 — Pjetur Kristjánsson, Ásvg. 19 1 — Versl. Goðaland, Bjargarstíg 16 1 — Versl. Kjöt og Fiskur, Baldursgötu 1 fl. 11 kassa J. C. Klein, Baldursgötu 14 Sig. Halldórsson, Öldugötu 29 Versl. Vaðnes, Klapparstíg 30 Versl. Grettisgötu 2 Hótel Borg Kf. Borgfirðinga, Laugavegi 20 Landsspítalinn Versl. Drífandi, Laufásvegi 58 Iljalti Lýðsson, Grettisgötu 64 Jóh. Jóhannesson, Grundarstíg 2 Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12 Matardeild Sf. Sl., Hafnarstræti Halli Þórarins, Vesturgötu 17 Tómas Jónsson, Laugavegi 2 Kiddabúð, Þórsgötu 14 Liverpool, Hafnarstræti 5 Ávaxtabúðin, Týsgötu 8 Tjarnarbúðin, Tjarnargötu 10 Versl. Þórsmörk, Laufásvegi 41 . Nathan & Olsen Versl. Rangá, Hverfisgötu 71 Versl. Vegur, Vesturgötu 52 Versl. Von, Laugavegi 55 Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50 Guðm. Guðjónsson, Skólav.stíg 21 Jóhann Ólafsson & Co. Björn Jónsson, Vesturgötu 27 Guðm. Gunnlaugsson, Njálsgötu 65 Versl. Fell, Grettisgötu 57 Kjötbiiðin Borg, Laugavegi 78 Ármannsbúð, Týsgötu 1 Verslunin Varmá, Hverfisgötu 84 Verslunin Brekka, Bergstaðastræti 33 Verslunin Vísir, Laugavegi 1 Pf. Grímsstaðaholti Skift í smáskamta (25—75 sítrónur í stað) til ýmsra heildsala, verslana, sjúkrahúsa, refabúa o. s. frv. í Reykjavík 11 kassar 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 1 — 17 — Alls selt í Reykjavík: 63 kassar Þess skal getið að þegar umræddir 100 hálfkassar komu til lands- ins, lágu fyrir hjá Grænmetisverslun ríkisins pantanir í á sjötta htmdr- að kassa af sítrónum, er því vonandi skiljanlegt þótt ekki væri hægt að afgreiða neitt til ýmsra verslana er báðu um sítrónur eftir að send- ingin var komin og farið að afgreiða hana. Reykjavík, 16. mars 1939. pr. GRÆNMETISVERSLUN RÍKISINS, Árni G. Eylands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.