Morgunblaðið - 31.03.1939, Page 8
8
MORGUN BLA§»IÐ
Föstudagur 31. mars 193%
Húseigandi einn í bænum
Remes í Frakklandi skyldi
ekkert í því að vatnsrörin í hús-
inn hans voru altaf að bila. Að
lokum kom hann að vinnustúlku
sinni, þar sem hún var að eyði-
leggja gasleiðsluna með hamri.
Yinnustúlkan var kærð fyrir
spellvirki og húseigandinn krafð-
ist skaðabóta. Hann Iagði fram í
rjettinum 15 reikninga frá rör-
lagninga manni einum. Allar þess-
ar viðgerðir höfðn verið gerðar á
einuin mánuði.
Vinnustúlkan skýrði svo frá að
hún væri svo ástfangin af rör-
lagningamanninum, að hún hefði
mátt til að sjá harin öðru hvoru
og þess vegna hefði hún tekið það
ráð, að eyðileggja rör hússins svo
rörlagningamaðurinn yrði kallað-
ur til að gera við.
★
Enskur rannsóknaleiðangur, sem
undanfarið hefir fengist við forn-
fræðirannsóknir í Egyptalandi,
hefir komist að raun um að dans-
notkun helmingur allra bíla sem
framleiddir hafa verið. Sýnir þetta
best hve tiltölulega stutt er síðan
farið var að framleiða bíla.
★
Stofnandi Rauða Krossins, sviss-
neski læknirinn Dunant, fekk hug-
myndina að stofnun þessarar
miklu mannúðarstofnunar í orust-
unni við Solterno 1859. Árið 1864
var Rauði Krossinn stofnaður og
eru því 75 ár síðan í ár. I tilefni
af því gefa margar Rauða Kross
deildir í ýmsum löndum heimsins
út minningarrit.
★
MÁLSHÁTTUR:
Sá, sem með ólund gefur, spillir
því þakklæti sem hann skyldi þar
fyrir hafa.
s2faup.s/iupi i e
GLÆNÝR RAUÐMAGI
og smáýsa, daglega. Fiskbúð
Víðimels.
NÝ ÝSA — LÚÐA
Rauðmagi — Rauðspretta.
— Kinnar. Fiskbúðin, Baldurs-
götu 31. Sími 4385.
GARÐÁBURÐUR
Höfum fyrirliggjandi dálítið
a,f fiskimjöl.s-garðábuúði, sem
selst ódýrt næstu daga. Fiski-
mjöl h.f. Sími 3304.
Notið Venus
NÝTT BÖGLASMJÖR
Heilhveiti og þurkuð bláber. -
Verslun Guðjóns Jónssonar —
, Hverfisgötu 50. Sími 3414.
BESTU KAUPIN
gera allir á Hverfisgötu 50. -
Sími 3414.
BÖGLASMJÖR
nýkomið. — Freðfiskur — Rik-
lingur — Ostar — Egg og alls-
konar Álegg. — Tja,rnarbúðin,
Sími 3570.
TOILETPAPPÍR
að var eftir jazz-músík í Egypta-
iandi fyrir 3300 árum.
★
Við vesturströnd Skotlands
veiddist nýlega risaflyðra. Hún
vóg 214 kíló og talið var að hún
væri 150 ára gömui.
★
Amerískar hagfræðiskýrslur
sýna, að þar í landi eru emi í
Gagnið að anglýiingum fer
anðvitað eftir því hvað marg-
ir lesa þær. Mnnið að Morg-
nnblaðið er langiamlega út-
breiddasta blaðið. Tngir þús-
nrida lesa það daglega. Það
ber boð yðar til allra. Það
■elnr fyrir yðnr. Það tryggir
gamla viðskiftavini og útveg-
ar nýa. Það er boðberi við-
■kiftalífsins.
hOsgagnagljáa,
afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50
glasið.
NOTIÐ „PERO“,
stór pakki aðeins 45 aura.
BETANIA.
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl.
8J/2- Ræðumaður Bjarni Eyj-
ólfsson. Allir hjartanlega vel-
komnir.
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
3apa2-furulið
Tapast hefir karlmanns-
ARMBANDSÚR.
Finnandi vinsariilega beðinn
að gera aðvart í Raflampagerð-
ina, sími 1926.
KARLMANNSÚR
tapaðist í gærkvöldi. Afgreiðsla
Mbl. vísar á.
nýkominn. Tjarnarbúðin, Sími
3570.
BESTA GJÖFIN
handa góðum vin er vandað úr
frá Jóh. Norðfjörð, Austur-
stræti 14.
KAUPI GULL
hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-
f stræti 4.
KVENHANSKAR
í úrvali frá 11,60. Hálsklútar
frá 2,25. Nærföt frá 5,00 sett-
ið. Undirföt. Kjólakragar. Blóm
o. m. fl. fallegt, gott og ódýrt.
Verslunin „Eygló“, Laugavegi
58.
HEILHVEITIBRAUÐ
og heilhveitikruður altaf ný-
bakað allan daginn. Jón Sím-
onarson, Bræðraborgarstíg 16.
GRJÓT TIL SÖLU
Uppl. gefur Ásgeir Þorláks-
son, Laugaveg 18. — (Versl.
Áfram).
5KF kOlulegur
reimhjól, leguhús og loftbúkk-
ar af öllum stærðum fyrirliggj-
andi í Sænska frystihúsinu. —
Sími 3991. Símnefni EFF. —
Fósthólf 353. SKF-umboðið á
íslandi — Jón J. Fannberg.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
þorskalýsi í sterilum ílátum
kostar aðeins 90 aura heilflask-,
an. Sent um allan bæ. Sími
1616.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Kápur og frakkar
í úrvali. Verð við allra hæfi.
Sigurður Guðmundsson, dömu-
klæðskeri.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ.
Björn Jónsson, Vesturg. 28.
Sími 8594.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð
mundsson, klæðskeri, Kirkju-
hvoli. Sími 2796.
MEÐALAGLÖS
Fersólglös, Soyuglös, og Tom-
atglös keypt daglega. Sparið
milliliðina og komið beint til
okkar ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Laugavegs
Apótek.
ÍSLENSK FRÍMERKI
kaupir hæsta verði Gísli Sig-
urbjörnsson, Austurstræti 12
(1. hæð).
KAUPUM FLÖSKUR,
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum heim. Opið 1—6.
KAUPUM FLÖSKUR,
flestar teg. Soyuglös, whisky-
pela, meðalaglös og bóndósir.
Versl. Grettisgötu 45. Sækjum
heim. Sími 3562.
KAUPUM FLÖSKUR
giös cg bóndósir af flestum teg-
undum. Hjá okkur fáið þjer á-
vaít hæsta verð. Sækjum til yð-
ar að kostnaðarlausu.Sími 5333,
Flöskuversl. Hafnarstrœti 21.
iPV HÚSMÆÐUR, HALLÓ.
Kallið er komið. Hreingern-
ing fer í hönd. Vanir menn að
verki. Látið ekki villast, þvt
hjer er hinn eini rjetti Guðní
G. Sigurdson málari. — Mána-
götu 19. Sími 2729.
ÍSLAND
For at gæste Landet söger
ung dansk Direktrice Beskæft-
igelse paa finere Kjole Systue
(Bestillings). Bedste Anbf.
Fransk, Engelsk og Tysk.---
Billet mrkt „J. 455“ modtager
Buchtrups Annonce-Bureau, —
Aarhus.
GARÐYRKJUVINNA
Tek að mjer klippingu og:
sprautun á trjám og runnum.
Knud Jörgensen. Sími 2064. —-
(Lúllabúð).
^hOsmæðurí
óðum styttist til páska. At—
hugið að panta í tíma hrein-
gerningu hjá Jóni & Guðna. —-
Sími 4967.
VORHREINGERNINGAR
í fullum gangi. Pantið í tíma* *,.
Helgi og Þráinn. Sími 2131.
FÓTA-AÐGERÐIR
Geng í hús og veiti allsko’narr
fótaaðgerðir. Unnur Óladótthv
Sími 4528.
VJELRITUN OG FJÖLRITUN
Fjölritunarstofa Friede Páls-
dóttur Briem, Tjarnargötu 24*
sími 2250.
HÚSFREYJA!
Leitið tilboða hjá vönum mönn-
um í loftþvottinn. Sími 5223.
eftir 12 á hádegi.
OTTO B. ARNAR,
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar»
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj->-
um og loftnetum.
SOKKAVIÐGERÐIN,
Hafnarstræti 19, gerir við kven*
iokka. Fljót afgreiðsla. — Símí
i2799. Sækjum, sendum.
CHARLES G. BOOTH.
CTLAGAR 1 AUSTRI.
hennar og hún hjúfraði sig upp að honum. Hann hjelt,
að hann hefði alveg yfirunnið hana, en þegar hann
slepti henni, sá hann, að skuggi hvíldi yfir hinu yndis-
lega og fríða barnsandliti hennar.
„Ertu að fara út?“, spurði hún vonsvikin. „Þú varst
búinn að lofa að spila fyrir mig í kvöld. Og þess vegna
fórum við, áður en dansleikurinn byrjaði“.
„Mjer þykir það leitt, Janiee", sagði hann og tók
andlit hennar á milli handa sinna og blíðlegur hrygð-
arsvipur' færðist í augu hans. „Jeg verð að Ijúka við
nokkur verslunarerindi í kvöld. Og meira en það. I
kvöld segi jeg skilið við mitt gamla líferni og við
byrjum nýtt og betra líf um leið og við stígum á skips-
fjöl á „Prins Austurlanda" á miðvikudaginn. Þú skilur
mig, Janice?“
„Já, George“.
„Og þjer þykir ekki mjög leiðinlegt þó að jeg fari
núnaf'
„Nei, George“.
Hann kysti hana og fór út, en þegar hann hljóp
niður stigann, hafði hann á tilfinningunni, að hún
stæði enn og horfði á hurðina með angurværum svip.
Conti kinkaði kuldalega kolli til hans, er hann mætti
honum í anddyrinu. í Rue Montauban náði hann sjer í
kerru og ljet aka sjer niður í Opalgötu í kínverska
bæjarhlutanum.
*
Eftir miklar krókaleiðir — fram hjá baðhvísi, sem
gufan streymdi út úr, ópíumkrá með skjannalegu aug-
lýsingaskilti og hengirúmum með tjöldum fyrir, lílc-
kistusmið, þar sem góður sonur stóð með móður sinni,
er hann hafði ekið {>angað í hjólbörum, og- lofaði henni
að velja sjer líkkistuna sína — komu þeir í Opalgötu.
Rjett á móti matsöluhúsi eiuu, þar sem nokkrir
ineini sátu að snæðingi og þjónn gekk um með hand-
klæði vætt í ilmvatni, Ijet Marcelles hlauparann, sem
gekk fyrir kerrunni hans, nema staðar. Hann gaf hon-
íiin riokkra skildinga og sagði lionum að bíða eftir
sjer í matsöluhúsinu. Sjálfur hikaði hann um stund.
Hann var aftur gripinn þeirri sömu skelfingu og Iiafði
gagntekið Iiann eftir fund hans og Ramsgates. Honum
fanst sem væri hann flæktur í net, sem stöðugt hertist
fastar og fastar að honum, og hann titraði frá hvirfli
til ilja. Brátt leið kastið ]ió hjá og hann hjelt áfram
inn í þrönga götu, sem lá í stórum boga bak við Opal-
götu. Að austanverðu var gatan umgirt múrvegg, sem
aðeins var liægt að komast út um gegnum tvær smá-
hurðir á veggnum. En þeim megin, sem vissi að Opal-
götu voru tveggja hæða hús, aðskilin með litlum hús-
görðurn. En alt var svæðið afgirt tíu feta háum vegg,
með þakhellum ofan á. Svæði ]>etta og byggingarnar á
því átti Li Feng silfursmiður og steýpumaður. Þaðan
var enginn útgangur út í hiua þröngu götu nema
járnbent hurð á miðjum garðsveggnum.
I einu húsi inst í götunni bjó Li Feng með hjákon-
um sínum og dóttur E Tsung í kínverskri tign. Aðraiv
byggingar leigði hann ýmsu fólki, m. a. Marcelles. . \
*
Marcelles hafði einu sinni verið svo lieppirim, að
scnda kúlu í gegnum höfuðið á morðingja,, sem var
að því kominn að myrða Li Feng. Þetta gerðist í Soo-
chow, og það átti Marcelles að þakka stiiðii sína sem
skattheimtumaður Yangs. Li var mjpg dúglegur maður
og átrúnaðargoð Yangs-sinna. Hann Hafði haft mikið.
álit á Marcelles löngu áður en þetta gerðist í Soochow
og talað hans máli við Yang, sem tortrygði alla. Og
síðan hafði hann boðið honum íbúð rjett hjá heimili
sínu. Marcelles hafði strax skilið, að það var að undir-
lagi Yangs, sem treysti honum ekki til fulls, en haniii
hafði þegið boðið sem vináttuvott og lialdið áfram
sínum ráðagerðum um að sölsa undir sig' peninga
Yangs.
Inst iimi í garði Lis var bræðsluofn, þar sem hinir
gulu menn hans unnu að því að bræða málm og búa
til sýcee, skeifumyndaðar silfurhellur, sem notaðar eru
til greiðslu í bönkunum, þegar búið er að vega þær og
krota í þær á: viðeigandi hátt. Á reyknum, sem lagði
frá bræðsluofninum sá Marcelles. að verkanrenn Lis
voru enn að vinna við bræðsluna. Þeir voru að bræða
,,sycee“ fyrir Yang.
*
Marcelles stakk lykli í járnbentu liurðina. Garðinum
var skift í tvent með múrvegg. Vinstra nregin við
liann voru leiguíbúðirnar og þar bjó Marcelles uppi á
i:J