Morgunblaðið - 25.04.1939, Síða 2

Morgunblaðið - 25.04.1939, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. apríl 1939. Herafli þjóðanna ef styrjöld hefst Mörgum mun leika hugur á að vita hve marga menn þjóðirnar í Evrópu geta sent til vígstöðvanna ef styrjöld skellur á. Þjóðirrtrr í þýsk-ítalska handalaginu eru taldar geta boðið út þegar í stað: Þjóðverjar 6 miljón mönnum, ftalir 3.500.000 og Ungverjar 700 þús. Hjer við bætast e.t.v. Júgósiafar með 1.000.000 menn og loks Búlgarar, en þeirra her er lítill, þar sem liðið er áðeins hálft ár, síðan þeir fengu leyfi Balksnbandalagsins til þess að hervæðast. Samtals 10.2 milj. til 11.5 milj. Þjóðimar, sem styðja varnarbandalag Breta eru taldar geta boðið út þegar í stað: Bretar 500 þús., Frakkar 5 miljónmn, Pólvérjar 2.5 miljónum, Rúmenar 1.5 miljónum og Grikkir 600 þús. Hjer við bætast að líkindum Tyrkir með 1.000.000 manns og Rúss- ar með 11 miljónir. Samtals verður þetta, ÁN Rússa 11.1 miljón, en MEÐ Rússum rúm- lega 22 miljónir. MennirsBir, sem heröa á Chamberlain að hraða samningonum rið smáþféðirnar Myndin til vinstri er af Mr. Winston Chur- chill, sem þreytist ekki á að prjedika nauð- syn þess, að Bretar taki upp aftur „sameig- inlegt öryggi“. Mr. Churchill og Mr. Ant- hony Eden (lengst til hægri) höfðu lagt fyrir breska þingið 1 byrjun mars þingífályktun- artillögu, sem var á þá leið að þingið ályktaði að nauðsynlegt væri að setja á laggirnar þjóðstjórn á breiðum grundvelli, vegna á- standsins í alþjóðamálum. — En þégar Mr. Chamberlain lagði friðunarstefnuna á hill- una og hóf samningapólitík við smáþjóðirnar gegn yfirgangi, tóku þeir tillögurnar aftur. Þeir sögðu að Mr. Chamberlain hafi nú loks- ins tekið upp þá stefnu, sem þeir hefðu ávalt barist fyrir. Maðurinn, sem er að tala við Mr. Eden er Mr. J. Kennedy, sendiherra Roose- velts í London, maðurinn, sem spáði því, aí vetur, að styrjöld í Evrópu væri óumflýjan- leg í vor. Bretar vilja hafa áhrif á ræðu Hitlers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ír Neville Henderson, sendiherra Breta í Ber- lín, sem kallaður var heim „til þess að gefa skýrslu“, eftir að þýsku hersveitirnar voru komnar til Prag, hvarf aftur til JÖerlín í gær. Þetta hefir komið alfferlega á ó- vart, þar sem talið hafði ver- ið að Sir Neville færi ekki aftur til Berlín fyrst um sinn, eða jafnvel ekki fyr en Hitler hefði vottað Bretum á einhvern hátt áþreifanlega friðarvilja sinn. För Sir Nevilles er sett í samband við ræðu Hitlers, sem hann flytur næstkom- andi föstudag. Virðast Bret- ar óttast, að Hitler stiyi eitt- hvert spor með ræðu sinni, sem örlagraríkt gæti orðið fyrir Evrópu. Fullyrt er að Sir Neville hafi ákveðin fyrirmæli frá Mr. Chamberlain og að Chamber- lain vilji með sendiför hans reyna að hafa áhrif á ræðu Hitlers. Daily Telegraph álítur að hann eigi að gera Hitl- er ljóst að Bretar vilja frið og muni fallast á endurskoðun landamæra, ef það sje gert á frið^amlegan hátt. En að Bret- ar sjeu aftur á móti viðbúnir að gera allar landvarnaráð- stafanir, þ’. á. m. að setja al- menna herskyldu hjá sjer, ef Þjóðverjar halda áfram að beita ofbeldi. Eitt er víst að hin óvænta för Sir Neviles til Berlín er farin, vegna þess að Bretar vilja hafa diplomatiskt sambandi við Þjóðverja, áður en Hitler flyt- ur ræðu sína. En eftir að sendi- herrann hefir lokið erindi sínu, er búist við að hann fari aftur ti’ London. SENDIHERRA FRAKKA LÍKA London í gær. FÚ. Ákveðið hefir verið, að sendi- herra Frakka í Berlín, sem kall- aður var heim til að gefa stjórn sinni skýrslu eftir innlimun Tjekkóslóvakíu, fari til Berlín- ar á ný, og mun hann leggja af stað þangað í kvöld. Sendiherra Þjóðverja í Lon- don mun verða sendur þangað innan skarns, en þó er ekki búist við, að það verði fyr en eftir að Hitier hefir haldið ræðu sína á föstudaginn kemur. Mr. Chamberlaiu ljet svo um FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Svíar birgja sig upp! Khöfn í gær. FÚ. ænska samvinnufjelagasam- bandið het'ir. skorað á al- menning í Svíþjóð að birgja sig upp að matvælum, og heitir að veita þeim afborgunarmöguleika, sem þetta vilja gera. Kafbátar við strendun Noregs Oslo 24. apríl. FB. rá Hammerfest er símað að björgunarskútan ,,Vardö“ hafi s.l. laugardag orðið vör við kafbát við Sletnes og nokkr- um klukkustundum síðar sáu menn á vjelbát um 250 feta Jangan grámálaðan kafbát við Gjesverttappene, en milli þess- ara tveggja staða eru 50 sjó- mílur. Getur því hugsast að um sama kafbát sje að ræða, en líklegt er það ekki. Rannsókn hefir verið fyrir- skipuð meðal annars íil þess að komast að raun mn hvort kaf- báturinn eða kafbátarnir hafi verið innan eða utari landhelgi. (NRP). Norðmenn vilja selja fiskimjöl i stað síldarmjöls Norska senflmefndin, sem fpr til Berlínar í tilei'ni af ]>ví. að. Noregur getur ekki láýið af hendi nenia helmiug .þejrra 40.000 smálesta síldarnjjöls,,s,em um hafði verið samið að Þýskaland keypti í Noregi, mun sejnja þgr nm það. að Þýskaland fái frá Noyegi fiski- mjöl í staðian fyrii' það, sem á vantar. Skemtiferðalögum úthlutað Oslo 24. apríl. FB. jaldeyrisstjórnin þýska hefir tekið ákvarðanir við- víkjandi skemtiferðalögum Þjóðverja til Noregs í sumar. Um 800 manns verður leyft að ferðast til Noregs á norsk- um skipum, , frá Bremen og Hambórg. NRP. Þrír enskir togarar komu í fyrradag. Eijm með veikan mann, en hinir vegna lítilsháttar bilun- ar. Tryggvi Magnússon málari slasast við Kagaðarhú! Alaugardagskvöldið var, var Tryggvi Magnússon mál- ari á ferð í bíl austur í Ölfusi a leið til Eyrarbakka. Skamt frá Kagaðarhóli fór hann út úr bílnum ög skildi við' samferða- fólk sitt, er hjelt áfram ferð sinni. Nokkru síðar fór bíll eftir veginum þar sem Tryggvi var á gangi. Slengdist hann á bíl þenna og fekk áverka á höf- uðið.Var hann fluttur í bíl þess- um til Eyrarbakka. En um nótt- ina var hann sóttur austur í sjúkrabíl og fluttur í Landsspí- talann. Mynd hafði verið tekín af meiðsli hans í gærkvöldi, en talið að höfuðkúpan hafi sprungið. Hann hafði rænu í gær með köflum, en var mjög máttfarinn. Sextugur verðnr þann 27. þ. m. Lárus Vigfússon, Skúlaskeiði við Hafnarfjörð. Lárns er merkis- og athafnamaður. Munu margir Hafn firðingar og aðrir vinir hans senda homun hlýjar óskir á afmælisdag- inn. Noröurlönd svara Hitler London í gær. FÚ. oregur, Danmörk og Rúm- enía hafa nú sent svör við fyrirspurn þýsku stjórnarinnar í tilefni af áskorun Roosevelts. í svari norsku stjórnarinnar segir, að Noregur telji sjer ekki ógnað af Þýskalandi, en þó myndi þjóðin telja sig í hættu, ef ófriður brytist út. Ðanmörk svarar því þannig, að hún telji sjer ekki ógnað af Þýskalanöi. í svari rúmensku stjórnarinn- ar er bent á það, að Rúmenía hafi engin landamæri sameig- inleg með Þýskalandi. Kveðst rúmenska stjórnin éiga örðugfc með að gefa ákveðið- svar við l'vrirspuin þýsku stjórnarinnar um það, hvort Rúmeníu sje ógn- að af Þýskalandi, og segir, að þýska stjórnin muni sjálf vera færust um að svara þessari spurningu. Átökin um Balkanríkin Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. rátt fyrir fregnimar, sem berjast frá Ítalíu um það að Júgóslafar ætla að taka þátt í samstarfi Þjóðverja og Itala, líta bresk blöð svo að stjórnin í Belgrad sje enn þá á báðum áttum og hafi tæplega tekið á- kveðna afstöðu ennþá. En blöð- in virðast þó óttast að áleitni ítala og Þjóðverja muni um þáð er lýkur verða þyngri á meta- skálunum en loforð ríkja, sem fjær eru. Markmið ítala og Þjóðverja virðist vera að fá Júgóslafa, Búlgara, Ungverja og Albani til að gera með sjer bandalag og sprengja á þann hátt Balkan- bandalagið. í Balkanbandalaginu eru nú Júgóslafar, Rúmenar, Grikkir og Tyrkir. Hafa samþyktir bandalagsins borið það með sjer að hjer hefir verið um hreint hernaðarbandalag að ræða. — Með því að sprengja það, væri mjög alvarlegri hættu bægt frá ítölum og Þ.jóðverjum og út- þenslupólitík þeirra í austurátt. Vertíðin við Lófóten Oslo 24. apríl. FB. ertíðinni við Lófóten er nú lokið. AIls nam aflinn 115.3 milj. kg. eða 25.7 milj. kg. meira en í fyrra. Útgerðarmenn og sjómenn bera ekki eins mikið úr býtum og menn voru farnir að gera sjer vonir um. Brúttóhlutur sjómanna varð 667 kr. á mann. NRP. Súðin var á Eskifirði kl. 5 í giCf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.