Morgunblaðið - 29.04.1939, Side 5
Xaugardagur 29. apríl 1939.
5
orgttttMtt&tð-----------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmatíur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSi.
í lausasölu: 15 aura eintakiS — 25 aura meS Lesbók.
EFTIR RÆÐU HITLERS
RÆÐA HITÍ.ERS
Hann talaði í tvær
klst. og 18 min.
HITLER vísaði á bug uppá-
stungu Roosevelts um að
kölluð yrði saman alþjóðaráð-
stefna, til þess að jafna ágrein-
ingsmál í heiminum og tryggja
með því friðinn. Hann gerði
}>að ekki með berum orðum,
heldur með því að lýsa yfir því,
að hann myndi aldrei ganga
til samninga óvopnaður, eins og
Roosevelt hafði stungið upp á.
Tillaga Roosevelts var að þjóð-
irnar kæmu saman umhverfis
samningaborð og skildu vopn-
ín eftir fyrir utan. Hitler sagði
að Þjóðverjar hefðu gert þetta'
í Versölum, og að þá hefði verið
þvingað upp á þá hinum gífur-
legustu ókjörum, sem sögur fari
af, og að Þjóðverjar myndu
aldrei láta hið sama koma fyrir
aftur. Roosevelt hafði lagt til 1
■orðsendingu sinni, að Hitler og
Mussolini hjetu því áður en
gengið yrði til samninga um 10
ára, eða, ef mögulegt væri 25
ára frið, að fara ekki með stríð
á hendur þrjátíu og einu ríki,
sem talin voru upp. — Þessu
hafnaði Hitler líka. Hann sagð-
ist að vísu fús til þess að gera
samninga við hvert ríki fyrir
sig, af þessum þrjátíu og einu,
ef þau öskuðu þess sjálf, en að
eins á grundvelli gagnkvæmra
hlunninda, og auk þess að því
tilskyldu, að fram kæmu „hæfi-
legar tillögur“.
Þetta tvent, alþjóðaráðstefn-
an og ábyrgðirnar, voru aðal-
kjarninn í tillögum Roosevelts,
sem Hitler hafði lýst yfir að
hann ætlaði að svara frammi
fyrir þýska ríkisdeginum og fyr-
ir hönd allrar þýsku þjóðarinn-
ar. Hitler hefði getað svarað
eftir venjulegum diplomatisk-
um leiðum, eins og venja er til,
en hann gerði það ekki, og hafa
vafalaust legið til þess veiga-
miklar orsakir. Það sem ein-
kendi ræðu hans í gær, var hin
mikla orðfimi hans. Hafi
nokkur maður í Þýskalandi ef-
ast um, að sú staðhæfing væri
rjett, að verið væri að um-
kringja Þjóðverja, og að sökin
lægi hjá óvinum Þjóðverja, lýð-
ræðisþjóðunum, ef styrjöld bryt
Ist út, en ekki hjá þeim sjálf-
um, þá mun lítið eima eftir af
því eftir ræðu hans. Hann sneri
varnarbandalaginu sem Bretar
hafa beitt sjer fyrir að gert yrði
milli smáríkjanna í Austur-Ev-
rópu og stórþjóðanna í Vestur-
Evrópu, upp í það að vera
árásarbandalag gegn Þjóðverj-
um.
Þannig rökstuddi hann mál
sitt, þegar hann reifaði það,
hversvegna hann hefði ákveðið
að segja upp bresk-þýska flota-
sáttmálanum. Sáttmáli þessi
sem gerður var árið 1935, hefir
verið álitinn í Englandi „dauð-
ur bókstafur", síðan um ára-
mót. Þjóðverjar ákváðu þá, að
korna sjer upp kafbátaflota til
.jafns við kafbátflota Breta
þóit þetta hafi verið heimilt
samkvæmt bókstaf sáttmálans,
þá hafa Bretar litið svo á, að
hjer væri farið í bág við
anda hans. Hitler kvaðst vona
að ekki þyrfti til þess að koma,
að Bretar og Þjóðverjar þyrftu
að taka upp vígbúnaðarkepni á
sjó. En uppsögn flotasáttmálans
hittir Breta, þar sem þeir eru
viðkvæmastir og mun vafalaust
hafa í för með sjer aukna
tortryggni í garð Þjóðverja.
■— Bismarck varaðist á sínum
tíma að egna Breta gegn sjer,
með því á nokkurn hátt að
reyna að bjóða flotaveldi þeirra
byrginn. Vilhjálmur keisari
ákvað aftur á móti að koma sjer
upp flota til jafns við flota
Breta, og afleiðingin var vax-
andi sundurlyndi í álfunni, sem
að lokum leiddi til heimsstyrj-
aldarinnar.
En þótt uppsögn flota-
sáttmálans út af fyrir sig
hafi litlar breytingar í för með
sjer, ef Hitler lætur sjer víti
Vilhj. keisara að varnaði verða,
þá má búast við, að hin samn-1
ingsuppsögnin, uppsögn vináttu
sáttmálans við Pólverja, geti
haft örlagarík áhrif á rás við->
burðanna í Evrópu á næstunni.
Hit.ler hefir nú opinberlega sett
fram kröfur þær, sem hann ger-
ir á hendur Pólverjum. Þessar
kröfur virðast ekki ósanngjarn-
ar, þegar á það er litið, að
Danzig er þýsk borg, og pólska
hliðið var tekið af Þjóðverjum.
En taka verður tillit til þess að
hin fyrirhugaða járnbraut klýf-
ur „pólska hliðið“ í tvent með
nýju „þýsku hliði“, og gerir
samgöngur við hina einu hafn-
•arborg Pólverja Gdynia (aulc
Danzigs) háðari Þjóðverjum.
Hjer var líka um hreinar kröfur
á hendur sjálfstæðu ríki að
ræða, en ekki samningsumleit-
•un, þar sem eina boðið, sem á
móti kom um ábyrgð á núver-
andi landamærum Póllands, var
þegar fastbundið með samning-
um.
• En hjer er um mál að ræða,
sem vafalaust verður knúið
fram til skjótrar úrlausnar. Það
var að vísu kunnugt, áður en
Hitler flutti ræðu sína, að Þjóð-
verjar væru með fyrirætlanir
um Pólverja. Má því segja
að ræða Hitlers hafi lítið gert
til þess að gera ástandið betra
eða verra. Hún hefir þó að lík-
indum sannfært alla Þjóðverja
um að nazista-forustan sje á
rjettri braut — og aðrar þjóðir
um, að þessi forusta telur sig
hafa einskis að iðrast og geta
farið sínu fram hjer eftir sem
hingað til.
Af veiðum komu í gær Brimir
með 90 smál. af ufsa, Egill Skalla-
grímsson með 80 föt lifrar, Bel-
gaum með 60 og Geir með 73 föt
lifrar.
Aðalatriðin í ræðu Hitlers
í gær og; bau, sem mesta
athygli hafa vakið um allan
heim, voru ]iau, að hann
lýsti yfir bví, að Þýskaland
teldi flotamálasáttmálann
við Bretland úr gildi geng-
inn, og ennfremur teldi hað
úr gildi gensjinn sáttmálann
við Pólland urn bað, að hvor-
ugur aðilinn skyldi ráðast á
hinn.
Hann tók snemma í ræðu sinni
að tala um áskorun Roosevelts og
það, sem hann kallaði hið kyn-
lega innihald hennar. Þessi áskor-
un, sagði Hitler, var birt fyrir
öllum heimi, áður en jeg fjekk
svo mikið sem að sjá hana, og
kvaðst Hitler myndu svara slík-
um áskorunum í sam tón. Sagði
hann síðan, að þessi áskorun
Roosevelts með öllu því róti, sem
liún hefði komið á liugi manna,
hefði átt að vera kænskubragð
til þess að skella sökinni af öllum
óróanum í Evrópu á Þýskaland
og Italíu.
Ilann sagði því næst, að eina
takmark sitt sem leiðtoga þýsku
þjóðarinnar A^æri að gefa henni
nægilega stórt og nægilega vel
varið svigrúm til þess að lifa lífi
sínu og þróast og- í því sambandi
mætti minna Roosevelt á það, að
lönd þau og ríki, sem lögð liefðu
verið við Þýskaland undir for-
ystu lians, liefðu verið þýsk lönd
löngu áður en búið var að finna
Ameríku.
Þá talaði Hitler langt mál um
hörmungar þær og niðurlægingu,
sem yfir Þýskaland liefðu gengið
á meðan Gyðingar liefðu ráðið
blaðakosti landsins og bolsivikkar
og lýðræðissinnar hefðu ráðið lög-
um og lofum í atvinnulífi lands-
ins og fjelagsmálum. Þrátt fyrir
alla þessa niðurlægingu hefði
liann reynst megnugur þess að
reisa þýsku þjóðina til valda og
virðingar og koma á ró í Mið-
Evrópu, án þess að til styrjaldar
drægi. Þá taldi Hitler upp mörg
ríki, sem Þýskaland hefði gefið
þær yfirlýsingar, að það myndi
engar landakröfur gera á hendur
þeim. Byrjaði hann þá upptaln-
ingu á Frakklandi og vísaði til
sáttmálans, er Ribbentrop gerði í
París og sagði, að í þessu feldust
gildar sannanir fyrir friðarvilja
Þýskalands.
Að því er snerti Italíu kvað
Iiitler það vera þarflaust fyrir
sig að gera nánari grein fyrir af-
stöðu Þýskalands til hennar, og
fór hann í því sambandi viður-
kenningarorðum um þá ráðstöfun
Italíu, að leggja undir sig Al-
baníu.
Ilitler lýsti að lokum yfir því,
að það væri ætlan sín að gera
samband við Ítalíu og Japan, enn
þá nánara en verið hefði, og sama
máli gegndi um Ungverjaland og
Júgóslavíu.
Um Austurríki talaði Hitler
einnig og sagði, að það land hefði
tilheyrt þýska ríkinu fyrir meira
en þúsund árum, og í Bæheimi og
á Mæri liefðu það verið Slavar,
sem brutust inn í land, er raun-
verulega var þýskt.
Hitler endurtók fyrri
hæfingar þýskra stjórnarvalda
um, að þýski minnihlutinn í
Tjekkóslóvakíu hefði verið kúg-
aður af Tjekkum með aðstoð lýð-
ræðisríkjanna. Lausn þessa máls
hefði verið Vestur-Evrópu alger-
lega óviðkomandi, en lýðræðisrík-
in, Bretland og Fi’akkland, hefðu
viljað hafa Tjekkóslóvakíu sein
sterkt árásarvígi á Þýskaland og
stöð fyrir árásarflugvjelar.
TJEKKOSLOVAKÍA
Um lausn tjekknesku deilunnar
kvaðst Hitler að lokum vilja segja það,
að liún hefði verið miklu auðveldari
án nokkurs Múnehensáttmála og án
allrar íhlutunar frá Bretlandi og Frakk
landi, því að Þýskaland, Ungverja-
land, Pólland og Slóvakía hefðu oll
haft rjettmætar kröfur fram að bera
í því máli og möguleika til þess að fá
þeim fullnægt. Það kemur Bretlandi
ekki meira við, hvað Þýskaland gei'ir í
Mið-Evrópu heldur en Þýskalandi kem-
ur við hvað Bretland gerir á Irlandi.
Auk þess hefði ekkert gerst í málefn-
um Tjekkóslóvakíu, sem væri í and-
stöðu við Miinchensamkomulagið við
Chamberlain. Þetta samkomulag hefði
í eðli sínu verið Tjekkóslóvakíu óvið-
komandi og hennar inálum og aðeins
snúist um sambandið milli Þýskalands
og Englands. Ef Múnchensamkomulag-
inu hefði verið ætlað að hafa áhrif á.
allar framtíðarráðstafanir beggja ríkja
þá bæri Englandi að spyrja Þýskaland
ráða um allar ráðstafanir, t. d. í Pale-
stínu. Ef Chamberlain hinsvegar hjeldi
að þertta samkomulag milli Þýskalandfi
og Bretlands væri ekki lengur í gildi,
þá yrði hann að taka afleiðingunum af
því sjálfur.En milli Bretlands og Þýska
lands gæti ekki orðið um neina vin-
áttu að ræða, nema Bretland skildi
þarfir Þýskalands. Þá veik Hitler að
breska heimsveldinu og sagðist viður-
kenna, að England hefði unnið mikils-
vert landnáms- og nýlendustarf, sem
hann kvaðst dáðst að, en Þýskaland
hefði líka einu sinni verið voldugt
heimsveldi, og þó að það hefði ekki
ennþá fengið sínar dýrmætu nýlendur
aftur, kendi það sig engan veginn
minni máttar gagnvart Englandi.
Þá veik Hitler að þeim orðum Cham-
berlains, að hann gæti ekki framar
treyst yfirlýsingum þýsku stjórnarinn-
ar, og lýsti yfir því, að þar með væri
grundvöllur bresk-þýska flotasáttmál-
ans á burtu fallinn. Sá sáttmáli hefði
bygst á þeirri trú beggja aðila, að til
styrjaldar milli Bretlands og Þýska-
lands gæti ekki komið. Þar sem stjórn-
málamennimir í London Værn bersýni-
lega búnir að missa þessa trú, væri
sáttmálinn genginn úr gildi, og kvaðst
Hitler þegar í dag myndu senda bresku
stjórninni boðskap þess efnis. Ef Bret-
land óskaði að hefja samninga á ný
um vígbúnað á sjó, myndi hanp fús-
lega taka þátt í þeim samningum.
PÓLLAND
Eftir að Hitler hefði síðan farið
nokkmm orðuin um innlimum Memel-
lijeraðsins, veik hann að Póllandi, og
sagði, að pólska hliðið væri ákaflega
viðkvæmt mál. — Yiðvíkjandi Danzig
gæti enginn maður um það efast, að
hún væri þýsk borg og vildi vera það.
Hann kvaðst fyrir nokkru hafa gert
pólsku stjórninni tilboð um það, að
I Þýskaland fengi Danzig og bifreiða-
braut gegnum pólska hliðið, en gegn
þessu skyldi Pólland fá ýms viðskifta-
leg rjettindi og 25 ára Jilutleysissamn-
ing. Þessu hefði Pólland hafnað, og
kvaðst Hitler harma, að svo hefði farið
því að þetta hefði orðið Póllandi til
góðs. Viðvíkjandi sáttmála þeim, sem
England og Pólland hefðu gert með
sjer, væri það að segja, að hann væri
andstæður hlutleysissamningi þeim, sem
Þýskaland og Pólland hefu gert með
sjer, og mætti hann því teljast rofinn
af Hóllandi og ekki lengur í gildi. —
Kvaðst hann í dag hafa sent pólsku
stjóminni tilkynningu um þetta mál
og bætti því við, að ef Póllandi ósk-
aði að semja um málið, þá væri hann
einnig fús til að taka þátt í þeim
samningum.
Þá talaði Hitler nokkur orð um Spán
og fór viðurkenningaorðum um Franeo
og starf hans.
ROOSEVELT
Þessu næst kom Hitler að áskorun
Roosevelts og gagnrýndi hana. Roose-
velt hefði talað um styrjaldarótta, en
þessi ótti væri einungis að kenna hinum
eftirlitslausu blöðum lýðræðisríkjanna
og allskonar styrjaldarspekúlöntum, en.
ekki Þýskalandi. Þá hefði Roosvelt tal
að um hótanir, en Hitler kvaðst ekki
vita neitt til slíkra hótana, nema það,
sem hann hefði lesið í blöðum lýðræð-
islandanna. Hitler kvaðst vera Roose-
velt alveg sammála um það, að í styrj-
öld myndu allir líða, hinn sigraði, sig-
urvegarinn og hinir lilutlausu. Roose-
velt hefði ennfremur sagt, að leiðtogar
þjóðanna gætu komið í veg fyrir styrj-
öld. Hann kvaðst vera þessu algerlega
sammála, og væri best ráðið fyrir þá
að svifta blöði'n ritfrelsi sínu. Þá kvað
Hitler Roosevelt liafa talað um þrjár
þjóðir í Evrópu og eina í Afríku, sem
mist hefðu sjálfstæði sitt. Hann kvaSst
ekki vita, hvaða þjóðir Roosevelt ætti
við, en ef hann hefði átt við ríki þau,
sem nú hefðu verið endursameinuð
Þýskalandi, þá væri því til að svarar
að þau hefðu mist sjálfstæði sitt 1918,
er þau voru knúin til að gerast óháð
ríki á móti vilja sínum. Þjóðir Afríku
hefðu hinsvegar fyrir löngu tapað sjálf
stæði sínu fyrir blóðsúthellingar og yf-
irgang Evrópumanna, en það væri ekki
Þýskalandi að kenna, heldur lýðræðis-
ríkjunum. Þá fór Hitler allhörðum orð-
um um stjórnmálastefnu Bandaríkjanna
— Bandaríkin hefðu, sagði hann, geng-
ið í styrjöldina miklu eingöngu vegna
þjónustu við stórauðvaldið, og kvaðst
hann vilja ráðlegg.ja þeim hjer eftir
að liugsa aðeins um sínar eigin land-
varnir. Roosevelt liefði sagt, að sjer
gengi vinsemd til þess að senda út
áskorun sína, en Bandaríkin hefðu átt
að sýna þá vinsemd fyrir löngu, til
dæmis með því að koma í veg fyrir
Versalasáttmálann. Viðvíkjandi ráð-
stefnu eins og þeirri, sem Roosevelt
hefði stungið upp á sagði Hitler, að
hann liefði enga trú á slíkum ráð-
stefnum. Þjóðabandalagið liefði á 20
árum ekki getað greitt fram úr einu
einasta vandamáli. Ráðstefnuhugmynd
Roosevelts væri einna líkust því, að
draga ætti Þýskaland fyrir dómstól,
en Þýskaland myndi yfirleitt ekki mæta
fyrir slíkum dómstólum.
Þá mintist Hitler á það, að Roose-
velt hefði sagt, að affarasælast yrði, að
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
stað-