Morgunblaðið - 02.05.1939, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. maí 1939-
í sænska flotanum gengur eftir-
farandi gamansaga um þessar
mundir. Verið var að æfa nýtt
merkjamál og það voru send merki
frá flotastöð í landi um borð í
gamalt Iierskip.
An þess að gera boð á undan
sjer kom sænskur prins til flota-
stöðvarinnar, og vitanlega hafði
skipshöfnin á herskipinu ekki
hugmynd um þá heimsókn. Prins-
ínn vildi fá tækifæri til að fylgj-
ast með í merkjasendingunum og
skipaði svo fyrir að eftirfarandi
setning væri send í merkjamáli
til herskipsins,- „Sænski flotinn
hrennur“.
Svarið kom strax frá herskip-
inu, en þegar búið var að þýða
J>að veigruðu foringjar flotastöðv-
arinnar sjer við að láta prinsinn
heyra svarið. Hann heimtaði samt
sem áður að fá svarið og foringi
flotastöðvarinnar varð að láta
andan skipun prinsins. Svarið frá
herskipinu var: „Lofið ruslinu að
hrenna“.
★
í Natal standa um þessar mund-
ir yfir umfangsmestu rjettarliöld,
sem sögur fara af í sögu Suður-
Afríku. 500 konur af Shembe-
settkvíslinni eru ákærðar fj-rir
manndráp. Svertingi einn af ann-
ari ættkvísl hafði komið í þorp
Shembe-ættkvíslarinnar og kon-
urnar í þorpinu grýttu hann til
bana.
★
' Eins hefir Myrna Loy fengið
nýjan fjelaga, í stað Williams Po-
well. Hinn nýi fjelagi heitir Ro-
hert Taylor.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
Hollywood, borg kvikmynda-
-*■ leikaranna, skiftast á mikil
vinna og löng frí, giftingar og
hjónaskilnaðir. Fyrir nokkrum
dögum var eitt „fullkomið hjóna-
band‘“ leyst upp. Þau Joan Craw-
ford og Franchot Tone skildu,
vegna þess að Franchot vildi vera
fiti að skemta sjer öll kvöld og
allar nætur, en Joan vildi sitja
heima og kynna sjer leikhlutverk
sín.
★
Um líkt leyti voru gefin sam-
an í hjónaband einhversstaðar á
Kyrrahafsströndinni tveir kunnir
kvikmyndaleíkarar, Carole Lom-
bard og Clark Gable. Þetta er
annað hjónaband Clark Gables.
Fyrra hjónabandið þótti „fullkom-
ið“, af því að það stóð í nokkur ár.
★
Fred Astaire og Ginger Rogers
ætla nú að hætta að leika saman.
Fred Astaire hefir fengið nýjan
fjelaga í næstu kvikmynd sína —
Eleanor Powrell. Síðasta mynd
Fred Astaires og Ginger Rogers
heitir á ensku „The Castles".
★
Sú mynd, sem hvað mesta at-
hygli hefir vakið í London síð-
ustu mánuðina, er: Þrjár litlar
stúlkur verða fullvaxta — með
Deanne Durbin. Fyrsta myndin,
sem Deanne Durbin Ijek í, hjet:
„Þrjár litlar stúlkur". Þessi mynd
er því nokkurskonar framhald af
fvrstu myndinni. Deanne var
fjórtán ára, þegar hún „sigraði“
í „Þrjár litlar stúlkur“. Hún er
fædd í Kanada, en fluttist til San
Francisco, þar sem hún ólst upp.
★
MÁLSHÁTTUR:
Barnið fer þangað, sem það
finnur sinn líka.
JGutfis&ajiuc
KÁPUTÖLUR,
spennur, hnappar, mikið úrval
kjólakragar, belti, hyrnur, slæð-
ur silkiundirfatnaður, kven-
blúsur, silkisokkar, manchettu-
skyrtur, hálsbindi, þverbindi,
barnabolir, bleijubuxur, barna-
hosur o. fl.
GLÆNÝR RAUÐMAGI
og smáýsa, daglega. Fiskbúð
Víðimels. Sími 5275.
HEILHVEITIBRAUÐ
og heilhveitikruður altaf ný-
bakað allan daginn. Jón Sím-
onarson, Bræðraborgarstíg 16.
DÖMUFRAKKAR |
ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð
mundsson, klæðskeri, Kirkju-.
hvoli. Sími 2796.
GLÆNÝ LÚÐA
^iskbúðin Baldursgötu 31. —
Sími 4385.
LEGUBEKKIRNIR
eru bestir á Vatnsstíg 3. Hús-
gagnaverslun Reykjavíkur.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda
þorskalýsi í sterilum ílátum
kostar aðeins 90 aura heilflask-
an. Sent um allan bæ. Sími
1616.
‘iKtmcgr
HREINGERNING
HERBERGI
með mublum, ljósi, hita ogr
hreingerningu með aðgangi að
baði, óskast í góðu húsi við
miðbæinn handa karlmanni. —-
Guðni A. Jónsson, Austur-
<stræti 1. Sími 4115.
ÍUCáyntUTujae
NOTIÐ „PERO“,
stór pakki aðeins 45 aura.
Notið Venus
HÚSGAGNAGLJÁA,
afbragðs góður. Aðeins kr. 1.59
glasið.
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
i. o. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
NÝ ÝSA
Nýr færafiskur og rauðmagi.
Útvatnaðar kinnar o. fl. Fisk-
salan Björg, sími 4402.
KJÓLAR
í miklu úrvali. Saumastofa Guð-
rúnar Arngrímsdóttur, Banka-
stræti 11. Sími 2725.
LEGUBEKKIR
allar stærðir fyrirliggjandi —
sterkir og ódýrir.
MEÐALAGLÖS
Fersólglös, Soyuglös, og Tom-
atglös keypt daglega. Sparið
milliliðina og komið beint til
okkar ef þið viljið fá hæsta
verð fyrir glösin. Laugavegs
Apótek.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 3594.
fer í hönd.Vanir menn að verki.
Hjer er hinn eini rjetti Guðni
G. Sigurdson, málari, Mána-
götu 19, sími 2729.
HREINGERNINGAR.
Jón og Guðni. Sími 4967.
VORHREINGERNINGAR
í fullum gangi. Pantið í tíma
Helgi og Þráinn. Sími 2131.
ala&ru&v*'
VANTAR ÍBÚÐ
2 herbergi og eldhús. Tilboð
merkt: „47“ sendist Morgun-
blaðinu.
SÓLRÍK
3 herbergja íbúð með öllum
þægindum til leigu í miðbænum
frá 14. maí. Uppl. á Lauga-
veg 15.
1 HERBERGI OG ELDHÚS
(eldunarpláss) óskast sem næst
Melshúsum. Tilboð sendist Morg
unblaðinu merkt: Seltjarnar-i
nes.
Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka-
Ársfjórðungsskýrslur. Innsetn—
ing embættismanna. Nefndar-*-
skipanir. Hagnefndaratriði::
Pjetur Zophoníasson og Sigurð-*-
ur Grímsson.
&6J
ÍBÚÐIR, stórar og smáar og
einstök herbergi.
LEIGJENDUR, hvort sem er
fjölskyldufólk eða einhleypa.
Smáauglýsingar Morgunblaðs-
ins ná altaf tilgangi sínum.
CHARLES G. BOOTH.
ÚTLAGAR I AUSTRI.
— án þess þó að vita, fyr en eftir á, að það hefir verið
gríma. Alt í einu verður yður það ljóst, en þjer vitið
ekki hvað á bak við hana býr, og þorið ekki að athuga
það?“ Hún roðnaði aftur og lagði hönd sína á hand-
legg Irene. „Mrs. Mallory. Nú ætla jeg að segja það
sem jeg var rjett búin að segja áðan: Þjer eruð líka
í netinu og vitið hvað það þýðir. Jeg finn það greini-
lega! Þjer vitið, hvað það er, sem jeg er svona hrædd
við ....“
Rjett í þessu kom Smallwood og greip fram í fyrir
henni:
„Jæja, þarna eruð þjer þá, Miss Ingram. En hvað
það var gaman!“ Hann kom gangandi hratt yfir gólf-
ið. „Jeg var svo heppinn að hitta O’Hare, sem þjer
kyntuð mig fyrir í morgun, Mrs. Mallory, og hann
sagði mjer, að Miss Ingram hefði snúist hugur. Það
er reyndar orðið framorðið, en við getum náð að sjá
síðasta hlaupið“.
Janice tókst brátt að stilla taugar sínar svo að hún
gat svarað:
„Jeg vissi ekki ....“, byrjaði hún og leit á I-rene.
„Sagði 0 ’Hare ....?“
„Þjer ætlið þó líklega að koma?“, sagði Smalhvood
ákafur.
„Já, auðvitað kemur hún“, sagði Irene hlæjandi. ,,Og
sjáið um, að hún haldi með Rangoon“.
Nú hýrnaði alt í einu yfir Janice og hún sagði:
„Jæja, jeg fer þá!“
*
Um kl. 6 kom O’Hare aftur í sama góða skapinu.
Þó var hann ekki viss um, að Marcelles hefði sagt satt.
Og fengi hann staðfestingu fyrir efasemd sinni, hugs-
aði hann, ætlaði hann ekki að láta liann sleppa með
peningana. Ekki svo að skilja, að hann hefðj lengur
augastað á þeim sjálfur.
Honum gramdist bara, að þeir væru tik Á leiðinni
upp stigann datt honum aftur í hug, að maður, sem
ekki hefði allskostar hreina samvisku út af fortíðinni,
hlyti einhverntíma að taka taka ákvörðun um hvort
framtíðin ætti að vera betri eða verri.
Hann hafði ætlað sjer að fara beina Ieið upp til
Marcelles, en fór í þess stað og barði að dyrum hjá
Irene.
Hún kom til dyra og' horfði spyrjandi á hann. Hann
tók eftir því, að Ijósið fjell á liár hennar, svo að
styrndi á það og hún var með litla smaragðeyrnalokka.
Hún var föl ásýndum og' undarleg ró yfir andliti henn-
ar. Hann fann, að þetta var uppgerðar rósemi, sem
hún reyndi að dylja sig á bak við og Irene Mallory
var ekki eins og hún átti að sjer að vera.
„Komið inn fyrir, 0’Hare“, sagði hún brosandi.
Og hönum var undarlega órótt, er hann steig yfir
þrepskjöldinn.
Ilún hafði tvö herbergi, og svefnherbergið var fyrir
innan. I því sá hann opna ferðatösku og þóttist vita,
að hún hefði verið að láta niður í hana.
Hún settist með hendur í kjöltu sjei’, en O’Hare
stóð kyr með ótendraða sígarettu milli fingranna. Hún
beið eftir að hann segði eitthvað, með þetta sama
daufa bros á vör. Það var eins og brosið lægi utan á
þessum vegg af rósemi, en O’IIare hafði á tilfinning-
unni, að á bak við vegginn þyti eitthvað eins og storm-
ur, er liann ekki skildi.
Hann byrjaði að ganga fram og aftur um g‘ólf, með-
an hann velti því fyrir sjer, hvað það gæti verið, sem
vakið hefði ótta hennar.
„Mjer datt í hug, að yður langaði til þess að vita,
hvernig það hefði gengið“, sagði hann Ioks.
„Já, það vildi jeg gjarna“.
„Jeg talaði við Marcelles“.
„Núna, eftir að þjer komuð heim áðán?í‘
„Nei!“ svaraði hann og fanst eins og hefði hún
haldið niðri í sjer andanum, meðan hún beið eftir'
svari. „Nei“, sagði hann aftur og kveikti í sígarettu
sinni. „Áður en jeg kom inn til ykkar í‘hljómleika-
salinn. Jeg gat lítið sagt, meðan Janice var viðstödd“.
„Jeg skildi vel, hvað þjer meintuð“v
Hann tók brjefið, sem Marcelles hafði skrífað, upp •
úi vasa sínum, og las það upphátt fýrir hana. Síðan
stakk hann því í vasa sinn aftur, en liún sat og sneri
hringnum á fingri síuum.
„Hvernig finst yður það?“ spurði O’Hare.
„Eins og Marcelles hefði skrifað það“, svaraði tiúri
lágt og' leit niður á hringinn.
„Hann lilýtur að hafa verið hræðilega á sig kom-
inn, fyrst hann ljet tilleiðast að skrifa þetta“.
„Það var hann“, sagði O’IIare þurlega. „„Símskeyt-
ið til Yang“ dró úr honum allan mátt. Og þó trúði
hann ekki á það nema í fáeinar mínútur. En vitið þjer
það“, bætti hann við og leit á sígarettu síha, „pen-
ingar Yangs eru ekki lengur til, nema um sex þúsund
dollarar í franskri mynt. Hinu hefir Marcelles eytt í
kauphöllinni og á veðreiðum. Að undánteknum þess-
um frönsku peningum, tapaði hann síðustu 10 þús-
undunum á Rangoon á laugardaginn. Þetta segir
hann sjálfur að minsta kosti“.
„Er þetta satt?“ sagði hún áköf. Hún liafði tekið
fyrir munn sjer með annari hendi og fölnað. Og áður
en hann gat svarað, sagði hún aftur:
„Er þetta satt, O’Hare?"
Hann botnaði ekkert í því, hvernig hún tók þessur
og spurði: „Leiðist yður það ?“
„Leiðist?“ Ilún lokaði angunum og sársaukadrættir
færðust yfir andlit hennar. „Nei! Jeg vildi óska, að
jeg hefði aldrei heyrt getið um þessa peninga. Þegar-