Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 2
M^RGUNBLAÐIÐ Pöstudagur 12. maí 1939. Halifax, Potemkin, Bonnet Ekkert hittast í Genf Rússar krefjast „jafnrjettis" Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FUNDI Þjóðabandalagsráðsins, sem átti að hefj- ast í Genf á mánudaginn, hefir verið frestað í nokkra daga, til þess að Potemkin, utanríkis- málaráðherra Rússa, geti mætt á fundínum. Meðan á fund- inum stendur fær Potemkin tækifæri til þess að ræða við Halifax lávarð, og Bonnet, utanríkismálaráðherra Frakka. „Isvestia“, aðalmálgagn rússnesku stjórnarinnar, skýrir frá því í dag, hvers eðlis tillögur Rússa voru, sem Chamberlain gat um í gær og sagði að skapað hefðu ná- kvæmlega þá örðugleika, sem breska stjórnin hefði reynt að sigla hjá í sínum tillögum. „ÓJÖFNUÐUR“ GAGNVART RÚSSUM. ,,Isvestia“ bendir á, að Pólland og Rúmenía sjeu ekki eínu 3máríkin, sem að Rússlandi liggja, og að svo gæti farið að Rúss- ar sæju ástæðu til að taka ábyrgð á landamærum þeirra ríkja, sem ekki hafa verið nefnd. En ef Rússar lentu í styrjöld vegna þessara ábyrgða, þá væri Bretar og Frakkar ekki skuldbundnir til að veita þeim aðstoð. Þetta telur blaðið ranglátt. Með ríkjunum, sem ekki hafa verið nefnd eiga Rússar vafa- Jaust við Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Lithauen. Einræðisherra í Póllandi Blaðið heldur því fram, að Rússum hafi verið sýndur ójöfn- uður, með því að krefjast ábyrgð ar af þeim, ef Bretar og Frakk- ar ientu í styrjöld vegna sinna skuldbinginga í Austur-Evrópu, án þess að þessi aðstoð væri gagnkvæm, ef Rússar lentu í styrjöld vegra sinna skuldbind- inga, sem raunar sjeu þó engar eins og stendur. NÝA ÖRÝGGISSÁTTMÁLA Bh ðiu leggur að lokum til, að komið verði á fót vamarbanda- lagði, bygðu á meginreglu gagn kvæmrar aðstoðar og ættu þá Sovjet-Rússar, Bretar, Frakkar og' helst líka I fverjar að taka á, sig ábyrgð á ö;yggi allra ríkja í Austur-Evropu, sem eiga árás yfir höfði sjer. í ræðu, sem Mr. Chamberlain fiutti í dag hvaðst hann vona að samningunum við Rússa lyki með ákjósaniegum árangri. „The Times'1 skrifar í dag: Hitler flytur aldrei íneðu án þess að krefjast stærra landrýmis ífLebensraum). Bretum og Rúss- na ætti því að vera þaö jáfn- mikið hagsmunamál að styðja Pólverja og koma í veg fyrir að pólitík Þjóðverja nái fram að ganga. dr. Brinkmann, um skeið hægri hönd dr. Funks verslunar- málaráðherra Þjóðverja, vara- bankastjóri í þýska ríkisbank- anum síðan í janúar síðast- liðnum og skrifstofustjóri í við- skiftamálaráðuneytinu, er sagð- ur hafa „beðist lausnar" frá em- bætti sínu „vegna heilsubrests" Þetta er ungur maður, sem verið hefir í fremstu röð í nasista- flokknum (símar frjettaritari ÚfriOarhættan er stöðugt aO aukast - segir utanríkismálaráðh. Noregs. Koht utanríkismálaráðherra Norðmanna sagði í ræðu í gær, að mjog erfitt væri að spá nokkru um framtíðnia, en víst væri að ófriðarhættan væri stöðugt að aukast. Stórveldin væri að skiftast í flokka og væri stórhætta á, að hagsmunir þessara ríkjaflokka myndi rekast á og afleiðingam- ai' verða hinar alvarlegustu. Hann sagði, að það gæti orðið erfitt fyrir Noreg að vemda hlut leysi sitt í Evrópustyrjöld, en taldi hina hemaðarlegu hættu, sem Noregi væri búin, jafnvel minni en í heimsstyrjöldinni, þur En í næstu styrjöid yrði miklu erfiðara en í heimsstyrjöld inni að ráða fram úr fjárhags-, viðskifta- og samgöngumálaerf- iðleikum. Við getum ekki gert ráð fyrir, að umferðin verði frjáls um höfin. Þess vegna er það einhver veigamesti þáttur hlutleysisvemdarinnar að vera fjárhagslega sterkir, hafa næg- ar birgðir nauðsynja o. s. frv. Forstjóri norsku korneinkasöl- unnar hefir lýst yfir því, að Norðmenn hafi nú 50—60 þús. smálestum meira af korni en á sínum tíma var talið, að þyrfti til eins árs notkunar, miðað við styrjaldarmatvælaskömtun. NRP kaffi f Italfu! Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ítalir eiga að hætta að drekka kaffi. I ávarpi til ítölsku þjóðar- innaa- segir foringi fasista- flokksins, að ítalir muni hætta að flytja inn kaffi, vegna þess að þjóðirnar, sem hafi selt þeim það, ásælist gull þeima, en vilja ekki taka ítalskar vörur í skiftum. Moscicki, forseti. PóIJ.ands á hersýningu. Moscicki hefir hú fengið einræðisvald, svipað og Hitler, þar til í október. Pólska þingið sam- þvkti í ehm hljóði að veita honnm einræðisvald. Þjóðverjar draga saman herlið Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Pólsk blöð skýra í dag frá því að Þjóðvcrjar haldi áfrahi að draga saman Iterlið við pólsku Íandamærin að sunnan, aðallega í Mahrish Ostrau, höf- uðborg Máhren (sent var áðuv fylki Tjekkóslóvakíu). í Suður-Póllandi eru aðal- iðnaðarhjerað Pólverja (kol, jám og olía) og mikilvægar sam- gönguæðar, sem hafa mikla hern aðarlega þýðingu. STÓRT SPOR Potemkin, aðstoðarutanríkis- málaráðherra Rússa, gaf Molo- toff skýrslu í dag um viðræður sínar við Beck ofursta í Varsjá. Meðal stjórnmálamanna er litið svo á, að stór spor hafi verið stigið með viðræðum þossum í áttina til nánari samvinnu milli Rússa og Pólverja HIRÐISBRJEF Málamiðlunartilraun Píusar páfa hefir, að því er talið er, þorið up á sker, einkum vegna andstöðu Þjóðverja og Pólverja. Nú er talið, að hann gefi út hirðisbrjef um hið pólitíska á-. stand í álfunni. Póstar á morgun: Frá Reykja- vík: Mosfeilssveitar. Kjalarness, Reykjaness, Olfuss og Flóapóstar. Hafnarf.. Seltjarnarn. Grímsness- og Biskupstungnapóstar. Þingv. Fljótshlíðarpóstur*. Súðin austur um í hringferð. ÁJftanespóstur. Fagranes til Akraness. — Ti' Reykjavíkur; Mosfellssv. Kjalarn. Reykjaness, Ölfuss og Flóapóst- ar. Hafnarfj. Seltjarnarn. Gríms- ness og Biskupstungnapóstar. Þingvellir. Fljótshlíðárpóstar. Álftanespóstur. Fagranes frá Akra ueú. Veislur Musso- linis tyrir Pál rikisstjóra Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Páll prins, ríkisstjóri í Júgó- slafíu (þar til Pjetur kon- ungur verður lögráða eftir nokk- ur ár) situr nú veislur hjá Mussolini. Páll prins og Olga, jkona hans, eru stödd í opinberri jheimsókn í Róm. Júgóslafía, með rúmar 15—16 i jmiljónir Serba, Króata og Slóv- lena, við austanvert Adríahafið, 'hefir um nokkurt skeið verið tal in mikilvæg í „öxuls“-pólitík ít- al?t og Þjóðverja. ítölsk blöð leggja mikið upp úr hinni póli- tísku þýðingu ríkisstjóra-heim- sóknarinnar, og segja að vinátta ítala og Júgóslafa sje viðbót við þýsk-ítölsku samvinnuna. í Reuter-skeyti frá Belgrad segir þó, að Júgóslafar muni halda sig utan við flokkadrætt- ina í Evrópu. Vegna almennings- álitsins í landinu muni stjómin ekki geta gengið í berhögg við þjóðimar í Vestur-Evrópu, því að þær sjeu í meiri metum með- al Júgóslafa en Italir og Þjóð- verjar. Aftur á móti geti Júgó- slafar ekki snúist gegn ítölurn og Þjóðverjum, bæði af hernaða legum ástæðum og vegna vershm arviðskiftanna við þá, en þau eru all-miklu meiri en viðskiftin við Breta og Frakka. ★ — Hafið þjer gert yður g xyrir hvað orðið Júgóslafía þýðir? Júgó þýðir „suður“: þ. e. Suður-Slafía. Próf. Sigf úsar Ein- arssonar minst i Danmörku Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Prófessors Sigfúsar Einarsson- ar tónskálds er minst í Kaup- mannahafnarblaðinu „National- tidende" í dag. Próféssor Abrahamsen skrifar langa grein undir fyrirsögninnr; „Tónskáld látið“. Hann vekur sjerstaklega athyg'li á hinum miklu tónlistahæfileikum Sigfús- ar, viðkvæmni hans og liógværð í allri framgöngu. .. Stjórn hans á Hámessunni á norrænu tónlistarhátíðinni var ó- g'leýmanleg, segir Abrahamsep prófessor. Súðin koi *ótt. til Reykjavíkur Samkepnin um Rúmeníu London í gær, FÚ. Akveðið hefir verið. að Bret- land veiti Rúmeníu 135’ mil;j- ón króna (5 miljón sterlings-' punda) lán til vörukaupa í lönd- um breska heimsveldisins. í þess stað mun Bretland kaupa 200.000 smálestir af næstu hveiti- uppskeru Rúmeníu, ef hægt er að fá hveiti þetta. fyrir heimsmark- aðsverð. Þessi tvö ákvæði eru í bresk-rúmenskum viðskiftasátt- mála. sem var undirritnður í Bú- karest í dag. „Danzig er þýsk“ London í gær. FU. ' Aðalmálgagn nazista í Danzig segir í grein, er það birtir í dag, að almenn atkvæðag; 'ðala í Danzig um fraratíð borgarinnar sje þýðingarlaus, vegna þess að framtíð hennar lin.fi þegar verié ákveðin af Þýskalandi. Blaðið varar Pólland við því, ao leika sjer með eldinn og segir, að Frakkland og Bretland myndu ekki berjast fyrir liagsmunum Póllands í þessu máli. Blaðið seg- ir ennfremur, að Þýskaland muni aldrei taka á móti hjálp frá Bret- landi til þess að finna samkomu- lagsgrundvöll um málið. Af veiðum komu í gær Karls- efni með 56 tn. lifrar, Þórólfur með 78 tn. (úr leitarför) og Snorri goði með 72 ta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.