Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. maí 19S§. Auglýsing um verðlagsákvæði. Safnaðarfundur ræðir ð sunnudaginn um Verðlagsnefnd hefir, samkvæmt heimild í lögum nr. 70, 31. des. 1937 sett eftirfarandi verðlagsákvæði: Álagning á eftirtaldar vörur má eigi vera hærri en hjer segir: BÚSÁHOLD. Leir- og postulínsvörur. Diskar, bollapör, kaffistell, testell, matarstell, kaffikönnur, tekönnur, rjómakönnur, sykurkör, mjólkurkönnur, skálar, steikarföt, kartöfluföt, sósukönnur, desertdiskar, niðursuðu- glös og vatnsglös (úr glerif. 1. 1 heildsölu 27%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 47%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 64%. ílmailleruð mataráhöld og búsáhöld: Pottar, katlar, skaftpottar, þvottaföt, kaffikönnur, tepottar, matarskálar, diskar, ausur, fiskspaðar, mál, mjólkurfötur, skolpfötur, náttpottar og fægiskúffur. 1. í heildsölu 18%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 45%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Alumín- og emailleruð suðuáhöld fyrir rafmagnseídavjelar: 1. í heildsölu 15%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 30%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 40%. Önnur alumín-, bús- og mataráhöld: 1. í heildsölu 20%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Borðbúnaður o. fl.: Borðhnífar, gafflar, matskeiðar, teskeiðar, búrhnífar og brauðhnífar. 1. 1 heildsölu 18%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) ' Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Yms eldhúsáhöld og búsáhöld: Svo sem: Kaffikvarnir, pönnur (járn), vöfflujárn, kola- ausur, þvottabalar og fötur, kökuform, bollabakkar (úr öðru en silfri eða pletti), eldhúsvogir og gormvogir. 1. I heildsölu 18%. 2. I smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. J>vottavindur og kjötkvarnir: 1. 1 heildsölu 15%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 30%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 40%. HAKDVERKFÆRI, allskonar, til heimilisnotkunar og iðnaðar, svo sem: Sagir og sagarblöð, hamrar, axir, þjalir, skrúflyklar, naglbítar, hjólsveifar, hófjárn, sporjárn, rörtengur, heflar og hefil- tennur, glerskerar, vasahnífar, skæri o. s. frv. 1. 1 heildsölu 18%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) ' Þegar keypt er beint frá útlöndum 50%. VMSAR JARNVÖRUR: Hurðarhandföng, lamir, skrár, hengilásar og smekklásar: 1. I heildsölu 18%. 2. 1 smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 55%. Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða alt að 10000 króna sektum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upp- tækur. Þetta birtist hjer með öllum sem hlut eiga að máli. Viðskiftamálaráðuneytið,-ll. maí 1939. Eysfeinn Jónsson. Torfi Jóhannsson. Kirkjubyggingar í Reykjarík sunnudaginn kemur (kl. 5 síðd.) verður mál tekið fyr- ir, sem mjög varðar flesta bæjarbúa. Er það hjer gert að blaðamáli, til þess að menn geti íhugað það áður en fundurinn verður, og lát- ið það til sín taka á þann veg, sem hverjum virðist rjettast. Mál það, sem hjer er um að ræða, er í fám orðum, að afgreiða þessar tvær spurningar: Er ekki meir en mál til komið að Reykvíkingar fari nú í fullri alvöru að vinna að því að reisa nýjar kirkjur hjer í bæ? Og væri þá ekki rjettast að byrja í þeim hluta bæjarins, sem lengstan veg á til gömlu kirkj- unnar, sem sje í Laugarnesskóla- hverfi? nú í sumar, — eða herða fjársöfn- unina til veglegrar dómkirkju á Skólavörðuhæðinni. Þótt dragast kunni eitthvað að þar verði kirkja reist. Sóknarnefnd mælir með, eins og sakir standa, að fyrri leiðin sje farin, og sóknarnefndarfundinum er ætlað að skera úr, hvort ekki megi leggja til alt að 20 þús. kr., ef kirkja verði reist í sumar í Laugarneshverfinu, af því f je, sem safnast hefir „til nýrrar kirkju í Reykjavík". Sá sjóður er nú orð- inn um 75 þús. kr. að nafnverði, en er mestallur í Veðdeildarbrjef- um. Enginn þarf að óttast, að þetta stórmál verði knúð fram í nokkru lagaleysi. Safnaðarfundir hjer í bæ eru aldrei svo fjölsóttir að einn fund- ur geti gert bindandi ákvæði um stórmál, enda ekkert fundarhús til, sem tekur neitt nálægt helm- ing atkvæðisbærra safnaðarmanna. Ef þessi fundur á sunnudaginn felst á tillögu sóknarnefndar, þá verður annar fundur haldinn urw málið sunnudaginn 21. þ. m. En að öðru leyti verður málið alt nánar skýrt á báðum þessum fundum. Sigurbjörn Á Gíslason (form. sóknarnefndar). Pað þarf ekki að segja Reyk- víkingum frá því kirkjulega starfi, sem fram hefir farið und- anfarin ár þar, sem öldum saman hjet Laugarnessókn. Messurnar og sunnudagaskólinn hafa verið vel- sóttar, en húsnæðið harla óhent- ugt, og meir en von að fólkið þar innfrá vilji sem fyrst koma upp kirkju. Um fyrri suprninguna er vænt- anlega óþarft að fjölyrða. Það nær ekki neinni átt, að hafa eina litla kirkju handa 28 til 30 þús. manns. Þótt hún heiti dómkirkja, og sje eðlilega mjög kær þeim, sem hana hafa sótt áratugum sam- an, þá er þó ytra útlit hennar alt annað en bæjarprýði í augum allra gesta. — Það er mikill mis- skilningur, að ætla að sóknarnefnd beri ábyrgð á því. Ríkið á kirkjuna, og ríkisstjórn- in hefir um 20 ára skeið færst undan að afhenda hana söfnuðin- um með sæmilegu álagi. Þau átök hafa tafið kirkjubyggingarmál b*æjarins flestu öðru fremur. En einhvei’ntíma hlýtur að rofa til. jÞing og stjórn geta ekki öllu lengur færst undan að sinna þess- um málum. Þeim er óhætt að trúa því, þeim háu herrum, sem setið hafa á rjetti safnaðarins í þessum efnum, að það er ekkert „lítilvægt aukaatriði' hvernig kirk jumál höfuðstaðarins skipast. Og ein- hvern tíma sjá þeir það, þótt það verða ef til vill ekki fyr en þeir eru orðnir valdalausir og áhrifa- lausir bæði um þau mál og önnur. ★ Vona mætti samt, svona hálf- vegis, að Alþingi og ríkisstjórn yrði nú að óskum kirkjuvina í Reykjavík, og samþykti næsta haust frumvarpið um sóknaskift- ingu lijer í bæ. — Á því hefir verið setið þing eftir þing. Þing- menn hafa talið jjað „smámál“ að 5 eða 6 fráteknum, og „ekki haft tíma til að sinna því“. Jafnhliða sókna- og prestafjölg- un þarf að reisa kirkjur. Er þá álitamál hvar á að byrja. Annað- hvort er að byrja austast í bæn- um, þar sem síra Garðar Svavars- son starfar, og reisa þar kirkju TÓNLIST 6. hljómleikar Tón listarfjelagsins Tónlistarfjelagið hjelt sína næst síðustu og 6. hljóm- leika sína á þessu starfsári í Gamla Bíó s. 1. þriðjúdagskvöld. Það var hljómsveit Reykjavíkur og 60 manna blandaður kór, sem verkin fluttu. Fyrst ljek hljómsveitin Sere- nata notturna í D-dúr eftir Mo- zart. Þetta fagra verk var mjög vel leikið og ef til vill best flutt af öllum verkefnunum, aðeins hefði maður óskað, að sveitin væri stærri og hljómurinn vold- ugri. Hans Stepanek, Þórir Jóns- son, Indriði Bogason og dr. Edel stein ljeku sólókvartettinn. Var leikur þeirra vel samstilltur og fallegur. Annað verkefnið var Symp- honie nr. 1 eftir Fr. Schubert. Er þetta eitt af æskuverkum tónskáldsins og á köflum dálítið langdregið, en stjórnandi og hljómsveit fluttu það með glæsi- leik og rösklega, svo að það naut sín hið besta. Þá söng blandaði kórinn með undirleik hljómsveitar Liebes- lied-Walzer eftir Brahms. Það var ánægjulegt að heyra þessa gullfögru valsa svo mynd- arlega flutta, enda tókust Jaeir allir vel og sumir ágætlega, en í nokkrum þeirra virtist þó hrað- inn óþarflega mikill. Frú Elísa- bet Einarsdóttir söng einsöng í 6. valsnum, sjerlega smekklega. Loks söng kórinn með undirleik hljómsveitarinnar „Rosen aus dem ,Súden“ eftir Joh. Strauss, Var það flutt með nákvæmu hljóðfalli og ósvikinni „Vínar- stemningu“, að minsta kosti eins og við heimalningarnir hugsum okkur hana. Samhljómurinn hjá kómum var góður og raddir yfir leitt ágætar. Helst mátti að því finna, að karlmennirnir höfðu enn ekki í fullu trje við kvenfólk ið.— Hljópisveitin hefir enn tekið miklum framförum, sjerstaklega strengirnir. Má þar vafalaust þakka fiðluleikara Tónlistarskól- ans, hr. Hans Stepanek, mikið og gott starf. Vonandi er, að fjelag ið geti sem fyrst veitt blásurum sínum sömu möguleika til ment- unar og þroska, að þeim ólöst- uðum fyrir frammistöðuna í þetta skifti. Þá fyrst fáum við að heyra hvers hljómsveitin er megnug. Fjelagið hefir verið sjerstak- lega heppið með hinn nýa stjóm anda sinn. Enda þótt dr. Ur- bantschitsch sje hæglátur maður og frekar hljedrægur í dagfari sínu, þá er sem honum vaxi ás- megin, er hann tekur sjer takt- stokk í hönd. Og á þessum hljóm leikum virtist sem honum tækist að ná fram því mesta og besta hjá hverjum manni, bæði í hljóm sveit og kór. Vikar. ÁUGAÐ hvilint TUiri C ««8 gleraugnm (rft I MILLL Ahinna. Ábyggilegur og dagfarsgóður maður, helst með verslunarþekk- ingu, getur komist í iðnaðar- og verslunarfyrirtæki, með því að leggja fram peninga að upphæð 3—4 þúsund krónur. Tilboð merkt „Strax“ leggist á afgr. Morgunbl. Þagmælsku heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.