Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 5
^studagur 12. maí 1939,
~" JPflorflMnBIaíið ==
tfftgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjóraa-: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaOur).
Auglýsingar: Árni 6la.
Ritstjórn, auglýslngar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSl.
í lausasölu: 15 aura eintakiS — 25 aura meB Lesbók.
Konráð Árnason segir frá
Argentinu-mótinu
VERKALÝÐSFJELÖGIN
— skákmótinu sem haidið
var til þess að fá úr því
skorið hverjir fara
skuli til Argentinu
“TTtyrir nokkrum dögum skip-
"*■ aði stjórn Alþýðusam-
• toandsins nefnd manna til þess
að athuga skipulag verklýðsfje-
laganna. 1 nefnd þessari eru full
trúar frá tólf fjelögum, en auk
þess á þar sæti fulltrúi frá Al-
.þýðusambandsstjórninni, Ingi-
*nar Jónsson skólastjóri.
Er til þess ætlast að nefnd
þessi athugi skipulag verklýðs-
fjelaganna eins og það er nú,
og leggi tillögur fyrir næsta Al-
.þýðusambandsþing um þessi mál.
Nefnd þessi hefir ekki feng-
ið nein tilmæli eða neinar til-
lögur frá Alþýðusambandsstjórn
inni, til þess að byggja starf
sitt á. Hefir hún því alveg
frjálsar hendur um það, hvaða
stefnu hún tekur. Eftir því, sem
ráðið verður af greinum, er Al-
þýðublaðið hefir birt um nefnd
arskipun þesa og verkefni nefnd
arinnar, sýnist svo sem tilefni
nefndarinnar sje það, að sú skoð
un ríki alment innan Alþýðu-
sambandsins, að verkalýðsfje-
Iagsskapnum verði að breyta frá
því sem hann er nú, enda þótt
margir geri sjer litla grein fyrir
því, hvernig á að byggja hann
upp í framtíðinni.
★
Eitt eru þeir sammála um, Al-
þýðuflokksmenn, að þeir eiga
enga samleið með komúnistum í
þessum efnum. Kommúnistar
hafa viljað hrífa verkalýðsfje-
lagsskapinn úr tengslum við Al-
þýðuflokkinn. Þeir hafa stutt þá
kröfu sína með því, að verka-
lýðssamtökin eiga að vera ópóli-
tísk, sem rjett er. En þegar far-
íð er lengra út í þá sálma, hvern
ig kommúnistar vilja koma
verkalýðsfjelögunum fyrir, þá
þá kemur alltaf það sama á dag-
inn,. að fyrir þeim vakir ekkert
annað en að gera fjelögin jafn
háð kommúnistaflokknum eins
og þau hafa verið háð Alþýðu-
ílokknum. Þar er hrein flokks-
pólitísk hagsmunastreita á ferð-
inni, milli þesara tveggja flokka,
Alþýðuflokksins og Kommúnista
flokksins, sem enginn maður get
ur misskilið.
★
Úf því að stjóm Alþýðusam-
bansins og þeir Alþýðuflokks-
xnenn eru yfirleitt komnir á þá
skoðun, að breyta þurfi skipun
verkalýðsfjelaganna, að hið ein-
strengingslega form þeirra, sem
-einskonar undirdeild í Alþýðu-
flokknum sje ekki lengur viðun-
andi, þá verða menn að vænta
þess, að milliþinganefndin taki
til greina tillögur frá Sjálfstæð-
ísmönnum í þessum málum.
Sjálfstæðísmenn hafa, sem
kunnugt er, haldið því fram, að
verkalýðsfjelögin gætu ekki dafn
að á heilbrigðum grundvelli, með
an þau eru einskonar flokkafje-
lög, eins og þau hafa verið. Og
]það væri að 'fara frá öskunni í
eldinn, ef Alþýðuflokkurinn
beindi þessum mikilvæga fjelags
skap í faðm kommúnista. Slíkt
er í sjálfu sjer óhugsandi. Því
það er alveg sama hvernig kom-
múnistar láta, hvaða flærð og
fagurgala þeir hafa í frammi.
Þeir geta aldrei fengið nema
lítinn hluta af verkalýð landsins
til þess að vera innan þess
flokks- eða fjelagssamtaka, sem
eru auðsveipt verkfæri í höndum
erlendra manna. En svo eru öll
samtök þau, er kommúnistar
hafa komið á fót.
★
Eðlilegt væri, að þessi milli-
þinganefnd í verklýðsmálum leit
aði samstarfs við áhrifamenn
innan verkalýðssamtakanna, sem
fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum
að málum. Að fulltrúar frá þess
um tveim flokkum leituðust eft-
ir því, að komast að samkomu-
lagi um það, hvernig verkalýðs-
fjelagsskapurinn gæti þróast og
dafnað með þjóð vorri á ópóli-
tískum grundvelli, fjarri ofbéldi
o g einræðisbrölti kommúnista,
með þá einbeittu stefnu, að fje-
lagsskapur þessi, og fjelög inn-
an vjebanda hans, ynnu að vax-
andi velgengni þjóðarinnar í at-
vinnu- og fjármálum. Með hverj
um degi, sem líður, fjölgar þeim
mönnum, sem sjá og skilja, að
hagsæld alþjóðar, hagsæld at-
vinnuvega og hagsæld hinna
vinnandi stjetta fer saman. Þetta
eru þrjár greinar á sama stofni,
í lífrænu sambandi, er aldrei
verður í’ofið.
Landamæraskærur
Rúmena og Búlgara
Rúmenska lögreglan drap í
gær 20 búlgverska stigamenn
í Dobrudja-hjeraðinu, sem Búlg-
aría ljet af hendi við Rúmeníu
árið 1913.
Prá því er skýrt í fregnum, að
búlgarskir stigamenn hafi að und-
anförnu látið mjög til sín taka í
þessu hjeraði, og hafa athafnir
þeirra einkum beinst gegn rúm-
enskum embættismönnum.
Þegar lögreglan hafði handtek-
ið 23 af stigamönnum þessum og
var á leið til fangelsisins með þá,
rjeðst að henni annar stigamanna-
flokkur. Ætlaði þá hinn fyrri
liópur að nota tækifærið til að
flýja, og voru 20 þeirra skotnir
á flóttanum, en hini-r 3 komust
undan. (PÚ)
★
Dobrudja var búlgarskt lijerað
]>ar til 1913, er Biilgarar urðu að
láta það af hendi við Rúmena.
Knattspyrnufjel. Valur. Meist-
araflokkur og 1. fl., æfing í kvöld
kl. 9 e. m. á Valsvellinum við
Öskjuhlíð.
Argentínu-skákmóinu lauk
á laugardaginn var með
bví að Baldur vann Stein-
grím. BaJdur hafði hvítt og
ljek drotningarbragð. Stein-
^rímur svaraði með Niemzo-
vitsch-vörninni. Baldur fekk
betri stöðu upp úr b.yrjun-
inni og hóf sókn. Steingrím-
ur fórnaði skiftamun og hóf
mótsókn, sem varð Baldri
óþæ£Íleg,
í 35. leilc ljek Baldur fyrst
kóngsbiskupnum ut á borðið, en
tapaði við það öllum peðunum
kóngsmegin fyrir eitt peð drotn-
ingarmegin og var staðan mjög
tvísýn á tímabili. Baldur náði
drotningakaupum og þegar skák-
in var rofin, eftir 46 leiki, kom
upp eftirfarandi staða: Hvítt:
Kgl, Hc3, Bc6 og peð a4. Svart:
Kli4, Be6, Rc4, peð f7, g6 og h3.
I þessari stöðu ljelc Baldur blind-
leik (Bd7) og Steingrímur gafst
Upp nokkrum leikjum seinna. Þó
ótrúlegt megi virðast er staðan
lítt unnin á hvítt.
Þar með var mótinu lokið og
urðu heildarúrslit sem hjer segir:
1. Asmundur Ásgeirsson 5% vinn-
ing, 2. Baldur Möller 5 v., 3. Ein-
ar Þorvaldsson 4% v., 4. Sturla
Pjetursson 4 v., 5. Ólafur Krist-
mundsson 3% v., 6. Eggert Gilfer
3 v., 7. Steingrímur Guðmundsson
2 v. og 8. Sæmundur Ólafsson %
vinning.
★
— Þegar litið er á mótið sem
heild er það mikil framför frá
Reykjavíkurþinginu og ber eink-
um tvent til þess. í fyrsta lagi að
umhugsunartíminn var annar,
tveir tímar á 40 leiki, í stað 2i/>
tíma á 50 leiki á Reykjavíkur-
þinginu — en þetta virtist eiga
mestan þáttinn í því að stórspilla
öllum skákunum á því þingi — og
í öðru lagi hin mikla áhersla sem
keppendurnir lögðu á að tapa ekki
skák. Vegna þess að á þessu móti
var teflt um eitt sætið af fimm.
skifti mestu máli að tapa ékki,
endá sluppu 4 efstu mennirnir
taplausir og mun það vera eins-
dæmi á íslensku skákmóti.
Þegar keppendunum er skift í
tvent, fimm efstu og þrjá neðstu,
kemuríljós furðu skýr markalína,
enda þótt aðeins muni % vinning
á 5. og 6. manni Af 15 skákum,
sem þeir tefla saman, vinna þcir
fyrnefndu 10 og gera 5 jafntefli
eða 83.33% Jeg minnist á þetta
vegna þess að gera má ráð fyrir
að einliverjir álíti að mótið gefi
ranga hugmynd um skákstyrk-
leika lieppendanna innbyrðis og er
það óneitanlega nokkur vorkunn,
svo miklu munar á útkomu sumra
keppendanna frá þessu móti og
Reykjavíkurþinginu, sem var þó
nýlokið þegar þetta mót hófst. Eu
þegar skákirnar frá mótinu eru
athugaðar, verður ekki betur sjeð
en sigurvegararnir sjeu vel að
sigri sínum komnir. Þeir tefldu
sem sje miklu hetur.
★
Úrslitin á mótinu liafa sjálfsagt
orðið Sæmundi Ólafssyni nokkur
vonbrigði. Skákt’erill hans hefir
fram að þessu verið svo glæsileg-
ur. En Sæmundur hefir þó sjálf-
sagt vitað að hann var ekki jafn-
oki okkar bestu skákmanna. Hann
átti þó skilið að fá betri útkomu
en hann fekk.
Steingrímur tefldi illa á rnótinu
og meira að segja mjög illa, ef
miðað er við það, sem hann getur
gert best. Það var fyrst í síðustu
skákinni — sem var hans lang-
besta skák —- sem hann minti á
þann Steingrím, sem tefldi á Is-
landsþinginu í fyrra.
Eggert Gilfer er áreiðanlega sá
keppandinn sem mest hefir brugð-
ist vonum aðdáenda sinna. Það er
óhætt að fullyrða að alment liafi
menn búist við að hann næði í
eitt sæti af fimm, þar sem menn
eins og Jón Guðmundsson, Þráinn
Sigurðsson, Árni Snævarr og Guð-
mundur Arnlaugsson voru fjarver-
andi. En svo varð þó ekki. Og ef
miðað er við hvernig hann tefldi
á mótinu gat hann vel orðið einu
til tveim sætum neðar.
Jeg var einn af þeim, sem beið
þess með nokkurri eftirvæntingu
að sjá hvernig Ólafur Kristmunds-
son tefldi. Jeg hafði ekki sjeð
liann tefla síðan haustið 1934. Jeg
vissi að hann var þá einn af olck-
ar efnilegustu skákmönnum. Jeg
skal aðeins geta þess að hann
brást í engu vonum mínum. Eins
og við var að búast skortir hann
á í æfingu og af þeirri ástæðu
fekk hann minna en hann átti
skilið.
Sturla Pjetursson tapaði engri
skák á mótinu. Var það meira en
jeg þorði að vona fyrir hans hönd.
Hinsvegar vann hann aðeins eina
skák. Það er of lítið fyrir jafn
sterkan sóknarmann og Sturlu.
Einar Þorvaldsson er í sínu sæti,'
eins og hann er vanur þegar mikið
liggur við. Hami er einn okkar
traustustu skákmanna.
Baldur Möller var veikur allan
tímann, sem mótið stóð yfir. Hann
.lagðist þó ekki fyr en hann hafði
lokið fimm skákum. Þegar hann
kom á fætur aftur tefldi hann
aðra skákina senri eftir var, en
varð þá að leggjast aftur og var
nýkominn á fætur þegar hann
tefldi við Steingrím. Að sjálfsögðu
*
hefir þetta haft einhver áhrif á
skákir hans. Hann vann 3 skákir
og gerði 4 jafntefli. Er það mjög
sómasamleg. útkoma, enda þótt
miðað sje við það að hann er ís-
landsmeistari í skák.
★
Jeg hefi farið að eins og börnin,
geymt mjer það besta þangað til
síðast.
Jeg mintist á að þetta mót hafi
haft sjerstöðu að því leyti að þátt-
takendurnir keptu um eitt sætið
af fimm, en ekki fyrsta sætið, eins
og venja er til. Jeg þarf náttúr-
lega ekki að taka það fram að
þetta átti ekki við Ásmund Ás-
geirsson. Eins og altaf áður tefldi
hann um fyrsta sætið og eins og
svo oft áður hepnaðist honum aíí
ná því.
Ásmundur er vel að sigri sínum
kominn. Jeg minnist þess ekki at|
hann fengi nokkru sinni tapaða
stöðu, og ekki verður lieldur sagt
að hann hafi uunið neina skálc
óverðslculdað. En þegar jeg rifja.
upp fyrir mjer skákir hans á mót-
inu, verður eðlilega fyrst fyrir
mjer skák hans við Baldur Möiler,
og kemst jeg ekki hjá að minnast
jofurlítið nánar á hana en ena
hefir verið gert, enda lýsir hún.
Ásmundi betur sem skákmanni en
nokkur önnur skák sem hann
tefldi á þessu móti. Ásmundur átti
.betri stöðu mikinn hluta skákar-
innar, en seint í miðtaflinu ljeí
hann af sjer, svo að staða Baldurs
varð eins miklu betri, eins og
liún hafði verið lakari áður.
Skömmu seinna var skákin rofin.
Daginn eftir hringdi jeg til Bald-
urs og spurði hann að hvernig
hann byggist við að skákin færi
og sagði hann mjer að hann gæti
ekki betur sjeð en hún væri töp-
uð hjá Ásmundi. Kvöldið eftir
var svo teflt, það sem eftir var
af skákinni. Og eftir tiltölulega
stutta viðureign var samið jafn-
tefli.
Jeg tel þetta endatafl langsam-
lega stærsta sigur Ásmundar á
mótinu. í fyrsta sinn, svo jeg viti
til, fjekk Baldur minna út úr bið-
skák en hann liafði búist við eft-
ir að hafa rannsakað stöðuna. En
auk þess var þarna um mikinn að-
stöðumun að ræða. Ásmundur fór
til vinnu sinnar kl. 7 morguninn
eftir að skákin var rofin. Kl. 8
um kvöldið hófst skákin aftur.
Hann hafði því engan tíma til að
rannsaka stöðuna og varð að láta
sjer nægja þann takmarkaða
tíma, sem honum var ætlaður, 1
klukkutími á 20 leiki. Þrátt fyrir
það Ijek Ásmundur aftur og aft-
ur besta leikinn á borðinu og valdi
einu leiðina sem gat gefið honum
jafntefli.
Þó állir viti, live Ásmundur get-
ur unnið fljótt þegar hann á yfir-
hurðastöðu, þá er það þó mála
sannast, og maklegt hrós um hann
að segja, að hann sje fyrst sterk-
ur þegar staðan er orðin erfið og
vandasöm.
Þegar skákir Ásmundar frá
þessu móti eru bornar saman við
skákir hans frá Reykjavíkur-
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.