Morgunblaðið - 16.05.1939, Side 4

Morgunblaðið - 16.05.1939, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 1939. -r Ódýrar útsæðiskartðflur FRÁ HORNAFIRÐI. Nokkrir pokar óseldir. H.f. Smjörlíkisgerðin. WESSANEN'S CACAO er best. Fyrirliggjandi í 5 kg., 1 kg., Va kg. og 14 kg. pökkum. Sig. Þ. Skfatldberg. (Heildsalan). Pergament og silkiskermar mikið úrval. SKERMABÚÐIN, Laugaveg 15. Bindindismálafundir í Kefia- vík og á Rangárvöllum Matar- og Kalfisteliin falíegu og margefíirspurðu eru loks komin aftur. Birgðir aðeins til einnar viku. K. Einarsson & Björnsson. Meðalafli Kefia- víkurbátanna 550-600 skpd. Vertíð er nú lokið hjer og mun meðalafli á bát vera 550 til 600 skippund. Aflahæsti bátur er „Guðfinn- ur“, skipstjóri Guðmundur Guð- finnsson. Aflaði hann yfir 1100 skippund. Tregur afli síðari iiluta vertíð arinnar, en óvenju góðar gæftir Ulla vertíðina hafa skapað það, að aíli er vel í meðallagi, enda eru róðrardagar fjórðungi fleiri en undanfaiún ár, Bankastræti 11. ÞingvailaferÖir. Vegurinn opinn. Ferðir alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga, þar til daglegar ferðir hefjast. Sleindór Símar 1580,1581, 1582, 1583, 1584. Er nokkuS stór. LITLA BILSTÖSIII Sími 1380. UDDhitaðir bflar. Opin allan sólarhringinn. MorgunblaðtB með morgunkaffinu FlutnÍBigar álíka vniklir og x fyrra Starfsmenn á skrifstofu Raf- magnsveitunnar, sem taka á móti flutningatilkynningum, telja að álíka mikið sje nú um flutninga og var í fyrrasumar. í gær hafði Rafmagnsveitu- skrifstofan fengið rúmlega 700 flutningatilkynningar, en búist er við, að þær verði allt að 1000, þegar allir hafa tilkynt flutn- inga sína. Flest flutti sig á laugardaginn og fram að miðjum degi á sunnu dag. Einnig var töluvert um flutninga í gær. Stúkan Frón boðar til fundar í sumar ÍÐAN lögin um aðflutningsbann á áfengi voru afnumin árið 1935, hefir flætt yfir landið fer- leg drykkjuskaparalda. Þjóðin er að verða mjög illa á vegi stödd, sakir áfengisnautnar. íslendingar þamba áfengi fyrir miljónir króna árlega, þó að þjóðin hafi varla í sig eða á. En þó að hið fjárhagslega tjón sje mikið og tilfinnanlegt, þá er sarnt inenningarlega tjónið og þjóðspilling sú, sem áfengið veldur, ennþá ægilegra og háskalegra. Mörg dæmi, sorgleg og sönn, mætti færa þessu til sönnunar. í'lygur um alt WÍNflTHflNiOLSENTfíl Lokunartími brauðsölubúða Bakarameistarar hafa lagt til við bæjarráð, að brauðasölu- búðir verði opnar frá kl. 8—5 á sunnudögum (í stað kl. 9—1 eins og nú er) og til kl. 6 fyrir alla hátíðis- og tyllidaga. Að öðru leyti verði lokunartíminn eins og hann er nú. Tillögum þeirra fyigir langur rökstuðningur. Bakarasveinaf jel. hefir tjáð bæjarráði að hinn stutti tími, sem brauðasölubúðir eru opn- ar nú á sunnudögum, hafi haft sí- aukna næturvinnu í för með sjer fyrir })á, og hafi styttingin þess vegna koniið órjettlátlega niður á þeim. Fjelag afgreiðslustúlkna í brauðasölubúðum (A. S. B.) vill aftur á móti láta enn stytta tím- ann, sem brauðasölubúðir eru opn- ar á sunnudöguni og fyrir helgi- daga. EGOERT CLAE88EN hæRtarjettarmálaflatningsmaður, Skrifstofa: OddMlowhúsið, Vonarstræti 10. (Iimgangur um auaturdyr). Það eru ekki einungis karlmenn sem drekka, heldur er líka kven- þjóðin farin að drekka, einhver hluti hennar, og jafnvel sjást ung- lingar um fermingu eða innan við férmingu mikið ölvaðir á almanna- færi. Æskulýðurinn er því í mik- illi hættu, og þetta er fólkið, sem á að erfa landið. Þetta sjá Góðtemiilarar og aðr- ir bindindismenn. Þetta sjá allir þeir, sem hafa opin augun. Bindindismenn hafa nú liafist handa, að reyna að vinna bug á þessum ófagnaði. Ilafa þeir hafið nýja sókn og volduga \ bindind- ismálunum, enda fjölgar stöðugt þeim konum og körlum, ungurn og gömlum, sem fylkja sjer undir merki Góðtemplarareglunnar og annara þeirra fjelaga, sem hafa bindindi á sinni stefnuskrá. Er og ráðið ti.l úrbóta það sama og áður: að kenna sem flestum mönn um albindindi. Á undanförnum árum hafa ver- ið haldnir, víðsvegar um landið, margir og áhrifaríkir fundir urn bindindismálin, og hafa menn átt greiðan aðgang að þeim. Hafa fundir þessir opnað augu fjölda mætra manna, sem áðúr voru tóm- látir um þessi mál, fyrir þörfinni á föstum og einbeittum aðgerðum, til að sporna við áfengisvoðanum, sem hefir dunið yfir þjóðina. Enn herða Góðtemplarar á sókn- inni. Mætti sú sókn leiða til þess, að stöðugt fækki þeim, sem sitja hjá aðgerðarlausir með hendur í skauti. Áfram, er heróp allra fram sækinna bindindismanna, áfram, þar til fullum sigri er náð. Og eftir sigrinum verður skemst að bíða, ef jafnan er vakandi áhugi um boðuu bindindis. Á þessu sumri efnir stúkan Frón nr. 227, hjer í bænum, til tveggja funda um bindindismál, og verður annar háður í Keflavík, sunnud. 11. júní, og hinn á Strönd á Rangárvöllum, sunnud. 2. júlí. Fara þar fram umræður um þetta mikilsverða þjóðmál, ennfremur verða ályktanir gerðar um það. Þá verða og flutt fræðsluerindi um Góðtemplararegluna og bind- indismálið. Til fundanna eru allir menn boðnir og velkomnir, ekki einung- is fjelagar Regltinnar, heldur og líka allir bindindissinnaðir menn. En alveg sjerstaklega eru fjelag- ar stúknanna á Suðurnesjum og aðrir Suðurnesjamenn boðnir og velkomnir til fundarins í Kefla- vík og fjelagar stúknanna í Rang- árvallasýslu og aðrir Rangvelling ar til fundarins á Strönd. « Á Suðurnesjum eru starfandi þessar 5 stúkur: I Keflavík st. Leiðarstjarna nr. 240, í Garðinum st. Framför nr. 6, í Sandgerði st. Ilekla nr. 241, í Grindavík st. Járngerður nr. 238 og á Yatns- leysuströnd st. Ströndin nr. 211. Og, í Rangárvallasýslu eru þess- ar 3 stúkur; Á Strönd st. Gróandi nr. 234, í Þykkvabæ st. Djörfung nr. 235 og í Vestur-Eyjafjalla- hreppi st. Drífandi nr. 245. Báðir fundirnir munu hefjast með guðsþjónustu, hinn fyrnefndi í Keflavíkurkirkju og sá síðar- nefndi í Oddastaðakirkju, en vegalengdin milli Strandar og Odda er mjög stutt. í Keflavík annast st. Leiðar- stjarna móttökurnar og á Strönd og í Odda st. Gróandi, enda ann- ast stúkur þessar, hvor á sínum stað, ýmsan annan undirbúning, undir yfirstjórn st. Frón. Þá er ráð fyrir gert, að þegar að loknum hvorum fundi, efni st. Frón til kvöldskemtunar og mun skemtiskf-áiii verða fjölbreytt. Stúkan Frón lie.fir jafnafi á síð- ari árum sýnt stórhug og fram- tak inikið til útbreiðslu bindindis í landinu. Þessir fundir, sem st. Frón boðar nú til, bera enn vott um eftirtektarverða og þarfa við- leitni og á hún þakkir skildar fyr- ir þessa tilraun til að sáfna sam- an öllum þeim kröftum, sem bind- indishreyfingin á til á Suðurnesj- um og í Rangárvallasýslu, innan og utan Góðtemplarareglunnar, safna þeim til sameiginlegrar sókn ar í bindindismálunum, svo að hafist verði handa gegn áfengis- bölinu með ódeigum liug. Er þess að vænta, að Góðtempl- arar og aðrir þeir, sem unna bind- indi, fjölmenni til þessara funda og haldi blysum áliuga og mann- vits hátt á lofti, svo hátt, að þjóð- ;! in megi við skin þeirra halda inn á rjettar brautir í áfengismálun- um. Ofursti O. Westby frá Noregi er nýkominn úr för sinni vestur og norSur um land. Hann dvelur hjer enn í tvo daga og talar á samkomu í Hjálpræðishernum í kvöld og annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.