Morgunblaðið - 26.05.1939, Blaðsíða 2
M ^ RGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 26. maí 1939.
Hitler yíirvegar svar
til j?ússa og Breta
Þríveidabandalag
að ósk Rússa
orðin staðreynd
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
BRETAR hafa samþykt í grundvallaratriðum til-
lögu Róssa um breskt-franskt-rússneskt hérn-
aðarbandalag, sem kemur til framkvæmda
hvenær sem einhver af bandalagsþjóðunum þrem, fer til
hjáipar ríki, sem ráðist hefir verið á. Reuter-frjettastofan
staðfestir þessa fregn í dag.
í Þýskalandi hefir frá byrjun verið fylgst með athygli
með samningum Breta og Rússa.
Eftir að kunnugt var orðið í dag, að ganga myndi saman
milii þeirra, var erlendum blaðamönnum afhent tilkynning,
þar sem segir að með samkomulagsumleitunum sínum sje það
ljóst orðið, að Bíetar og Frakkar hafi hafnað samvinnu við
einræðisríkin um lausn deilumála álfunnar og að einræðisríkin
muni ekki láta hjá líða að svara á viðeigandi hátt þessari til-
raun til að einangra þau.
HITLER í BERCHTESGATEN
Það er nú talið, að áróður verði hafinn í Þýskalandi gegn
bolsjevíkkum, þ. e. Bretum, Frökkum og Rússum, sem sjeu að
reyna að einangra Þjóðverja.
Sljórnar§kráin end
anlega úr sögunni
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ýja stjórnarskrárfrumvarpiÖ er fyrir fult og alt
* ’ úr sögunni, segir „Politiken“ í dag. Það er ekki
hægt að bjarga því, með því að úrskurða nokkur vafa-
söm atkvæði gild. Það er ekki hægt að láta stjórnar-
skrá byggjast á nokkrum atkvæðum, sem hægt er að
bera bvygður á.
Ný" atkvæðagreiðsla er ekki leyfileg, samkvæmt
! st jórnarskránni.
Stauning hefir látið svo um mælt, að úrslit atkvæða
greiðslunnar-gefi ekki tilefni til neinna óvenjulegra ráð-
stafana.
Hitler er nú kominn tjl
Berchtesgaden, sveitarheimils
síns, og mun dvela þar um
nokkra hríð. (Skv. FÚ). Hann
hefir síðustu vikurnar verið á
ferðalagi í Vestur-Þýskalandi.
SAMNINGAR
HALDA ÁFRAM
London í gær. FU.
Þótt Bretar hafi í aðalatrið-
um fallist á tillögur Rússa, er
ennþá eftir að ganga frá ýms-
um smáatriðum, svo að samn-
ingar halda enn áfram.
Sir William Seeds, sendiherra
Breta í Moskva, hefir verið send
tilkynning frá bresku stjórninni,
er hann á að afhenda stjórn
Sovjet-Rússlands. Frekari grein
argerð fyrir tillögunum, sem fel
ast í þessari tilkynningu, verð-
ur send innan fárra daga.
En þau atriði, sem enn þurfa
nánari athugunar, verða, rædd
af Halifax lávarði og Maisky,
sendiherra Rússlands, er þeir
koma til London frá Genf. Það
eru þessi atriði, sem Chamber-
lain sagði um í neðri málsstof-
unni, að hann vonaði, að^þau
myndu ekki valda neinum al-
varlegum erfiðleikúm á leiðinni
til fullnaðarsamkomulags.
Sir1 (William var ennfremur
falið að afhenda stjórn Sovjet-
Rússlands afrit af tilkynningu
Mr. Chamberlains í neðri máls-
stofunni, varðandi þessi mál.
MIKILVÆG
RÆÐA MOLOTOFFS
Sir William Seeds, sendiherra
Breta, var meðal þeirra erlendu
stjórnarfulltrúa, sem viðstaddir
voru setningu rússneska þings-
ins í Kreml í dag.
Molotoff, forsætisráðherra og
utanríkisráðherra, mun halda
mikilvæga ræðu um utanríkis-i
máliri síðar á þinginu, en ekki
er ennþá vitað, hvenær sú ræða
verður haldin. Gert er ráð fyrir,
að þingið standi ekki yfir nema
eina viku.
Deilur Danzigbúa
og Pólverja
London í gær. FÚ.
Samkvæmt hálfopinberri til-
kynningu, sem gefin var
út í Varsjá í dag, hefir pólska
stjórnjn mótmæjt þeim stað-
hæfingum viðvíkjandi atburðun
um í Kalthof, sem tvær orðsend
ingar senatsins í Danzig hafa
inni að halda.
Pólverjar halda því f'ram, aö senatiS
hafi af ásettu ráði ekkert gert til þessi
að verða við kröfum Pólverja, en þeir
hafa meðal annars farið fram á, a‘S
nj- tollstöð verði reist í stað þeirrar,
sem eyðilögS var. Þá er því haldið
fram, að senatinu hljóti að vera kunn-
ugt um, að það voru nasistar frá Dan-
zig, sem voru valdir að árekstrunum í
Kalthof.
KRAFA SENATSINS
Senatið í Danzig hefir sent pólsku
stjórninni tvær opiifberar orðsend-
íngar og kraf'ist þess, aS pólski full-
trúinn í Danzig verði kallaður heim,
ásamt nokkrum öSrum af starfsmönn-
um hans.
Líðan Mary, ekkjudrotningar
Bretlands, fer mjög batnandi.
í dag er 72. afmælisdagur
ekkjudrotningarinnar. (FÚ).
Nokkrir skóladrengir í Japan hafa valið sjer stað á fótstalli
riddarans i Koniadagarðimuii í Tokio til að lesa lexíur sínar. —
Hernaöar-
viðræðnr
London í gær. FÚ.
Tveir breskir yfirforingjar úr
landhernum eru komnir til Var-
sjá, til þess að ræða herrraðar-
leg mál við pólsku hertnála-
stjórnina.
★
Þýski hershöfðinginn s'Milch.
er kominn til Rómabor.gar,uog
eru riokkrir hátt settir yfirfor-
ingjar í fylgd með honum.
Til Viðeyjarkirkju. Móttekið á-
heit frá Á. H. og b.örnnm kr. lö.OQ.
Bestu þakkir. — Kirkjuhaldarinn.
Fylgist með deilunni
um Kooling-su
Loiidon í gser. FÚ.
T apanir hóta að senda auk-,
J inn herafla til Koo-ling-su.
Úinn af embættismönnum jap-
ítnska flotamálaráðuneytisins
komst svo að orði í dag, að land
setning franskra, amerískra og
lireskfa sjóliða í Koo-ling-su
héfði haft þau áhrif, að ástand-
ið hefði mjög versnað.
Aiþ ahverfið í Koo-ling-su
væri að verða undirróðurstöð
Rússar
og Alandseyjar
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Svíar og Finnar óttast að
stórveldin Frakkar og
Bretar styðji kröfu Rússa um
að Þjóðabandalagsráðið fresti
að taka ákvörðun um, hvort
leyfa skuli að víggirða
Álandseyjar.
Rússar krefjast þess að fá
vitneskju um hinar fyrirhug-
uðu víggirðingar í einstökum
atriðum, áður en leyft verður
að hefja vinnu við þær.
Álandseyjar liggja skamt frá
Kronstadt, aðal flotabæki-
stöð Rússa.
Finnar hafa vísað kröfu
Rússa á bug. Þeir segja, að
víggirðingarnar sje hernaðar-
legt leyndarmál og að þeg-
ar sje byrjað á þeim.
Svo getur farið að lokið
verði við að gera þær, án
þess að beðið verði eftir sam-
þykki Rússa.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU,
Bförgnn lo&ið:
33 af 59 komust
aftur lifandi
af hafsbotni
, Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
I""V rjátíu og þrem mönnum
var bjargað úr ameríska
kafbátnum, sem sökk niður á
hafsbotn í gær. Hinir síðustu,
sem bjargað var, höfðu verið
nær 40 kl.st neðansjávar.
Kafarþyrgið festist á 45
metra dýpi, þegar verið var að
bjarga 8 síðustu mönnunum,
þ. á. m. kafbátsforingjanum.
Tókst ekki að losa það aftur fyr
en eftir fjórir klukkustundir.
Kvíði greip björgunarliðið, því
að mennirnir, sem í byrginu
voru, voru í hinni mestu hættu.
Mikil þrengsli voru í byrginu og
urðu mennirnir að grípa til
varasúrefnisgeyma.
Þeir, sem bjargað var, eru nú allir
í sjúkrahúsi.
SNARRÆÐI
London í gær. FÚ.
Pll von er talin úti um þá 26
menn, sem voru í þeim hluta kafbáts-
ins, er fylti af sjó.
Snarræði eins kafbátsmanna er fyrst
og fremst þakkað, ,að 33 mönnum var
bjargað. Tókst honum á síðustu stundu
að loka dyrum milli tundurskeytaklef-
ans og afturhluta kafbátsins, þar sem
þeir menn voru, er bjargað var. Hefði
ekki tekist að ganga frá hinum vatns-
belda dyraumbúnaði í tíma, hefði sjór
einnig flætt inn í afturhluta skipsinsl
og allir kafbátsmenn farist.
Éinn kafbátsmanna ljet svo um mælt,
eftir að björguninni var lokið, að allir
hefðu verið hressir og vongóðir um,
að : þeim myndi bjargað, þrátt fyrir
kulda og myrkur.
Élotamálaráðuneyti Bandaríkj anna
tilkýnnir, að þetta sje í fyrsta sinni,
,sem þessi björgunarútbúnaður hefir
vor® notaður, og, þykir hann hafa
reyiist frábærlega vel.