Morgunblaðið - 26.05.1939, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.1939, Síða 8
8 MORGUNBLjAÐIÐ Föstudagur 26. maí 193&. ^——1——————■» Slæmt skap að morgni dags hef- ir einu sinni orðið til þess að ný nppfinning var gerð. Maður að nafni Heatin var kvæntur konu, sem var afar úrill á morgnana. Venjulega var það svo, að þegar Heatin var kominn svo langt að klæða sig, að hann var að reima skónum sínum, var hann kominn í svo slæmt skap, að hann sleit, reimarnar í bræði. Þegar nú þess er gætt, að þegar þetta skeði var ekki farið að hafa málmenda á skóreimum, geta menn gert sjer í hugarlund, að Heatin var oft lengi að reima skóna sína, er reim arnar höfðu slitnað. Að lokum fann hann upp á því að setja málmenda á reimarnar, og nú eru ekki framar framleiddar skóreim- ^ ar nema með stífum endum. Þessi; uppfinning gerði Heatin að auð ugum manni. MALSHÁTTUR: Það er betra að prettast af öðr- um, en pretta aðra Jíaupsáajiuc RABARBARI nýupptekinn, 40 au. pr. l/2 kg. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. BIFREffiAR TIL SÖLU Fólksflutningsbifreiðar 5 og 7 manna, og vörubifreiðar til sölu. Stefán Jóhannsson, Frakkastíg 24. — Sími 2640. MAGGI SÚPUR Uxahala, Asparges, Blómkál, Tómat, Baunir með fleski. — Versl. Hermes, Baldurgötu 39, sími 1036. — Alt sent heim. — 5 MANNA BÍLL til sölu. Tækifærisverð. Upplýs- ingar á Freyjugötu 10A. — Sími 2545. KÁLPLÖNTUR úr köldum reit. Þingholtsstræti 14. Sími 4505. RABARBARI nýupptekinn 75 au. pr. kg. — Verslun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, sími 3414. DRENGJAPEYSUR Telpupeysur, — Dömupeysur, Herrapeysur. — Versl. Fríðu Eiríks, Laugaveg 28. VOR- OG SUMARTÍSKA 1939: Svaggerar. Dragtir. Kvenfrakk ar og sumarkápur. Tískulitir. Fallegt úrval. — Verslun Krist- ínar Sigurðardóttur. LJÓSIR SUMARKJÓLAR Nýjasta tíska. Verð frá kr. 29,75. — Verslun Kristínar Sig- urðardóttur. -- • ^.' •--- • — KVENPEYSUR mjög vandaðar. Mikið og fall- egt úrval. — Verslun Kristínar Sigurðardóttur. HÁLEISTAR og ullarsportsokkar fyrirliggj-. andi, margar stærðir. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur. SILKIUNDIRFATNAÐUR KVENNA Verð frá 8,95 settið. — Versl Kristínar Sigurðardóttur. ÍSLENSK FRÍMERKI kaupir hæsta verði Gísli Sig- urbjörnsson, Austurstræti 12 '1. hæð). FÖT Á FERMINGARDRENG í stærra lagi, óskast keypt. — Uppl. í síma 4598. KAUPUM aluminium, blý og kopar hæsta verði. Flöskubúðin Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, kiæðskeri, Kirkju-. hvoli. Sími 2796. ÞORSKALÝS! Lnugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeina 90 aura heílflask- an. Sent um allan bæ. Sirai 1616. KLÆÐASKÁPAR tvísettir, fyrirliggjandi. — Hús-! gagnaverksm. og verslun Guðm. Grímssonar, Laugaveg 60. QUILLAJABÖRKUR bestur og ódýrastur í Lauga-; vegs Apóteki. ís'nœói- STOFA með húsgögnum óskast handa tveimur stúdentum í sumar. — Fæði getur koirLð til mála. — Uppl. á Stúdentagarðinum, her bergi nr. 27 og 33.— Sími 4789. TJÖLD og SÚLUR Vsrbúð 2. Sími 2731. □c RÁÐSKONA óskast á heimili í Borgarfirði. A. v. á. HREINGERNINGAR. Jón og Guðni. Sími 4967. VORHREINGERNINGAR ] í fullum gangi. Pantið í tíma ÖSKUTUNNUR með loki úr stáli á 12 kr., ór jHeigj og t>ráinn. Sími 2131. jámi á 5 kr., fást á Laufásvegi' 18 A. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KAUPUM FLÖ3KUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hæsta verð. Sækjum til yð- ar að kostnaðarlausu.Sími 5333 Flöskuversl. Hafnarstræti 21. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. SUMARBUSTAÐUR lil Ieigu. Sími 3799. HREINGERNING ©r í gangi. Fagmenn að verki. Munið hinn eina rjetta: Guðna G. Sigurdson, málara, Mánagötu 19. — Sími 2729. VJELRITUN OG FJÖLRITUN Fjölritunarstofa Friede Páls dóttur Briem, Tjamargötu 24 sími 225‘0. SOKKAVlDGERDiN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- »okka. Fljót afgreiðsla. — Sím' <!799. Sækjum, sendum. TEK AÐ MJER A hreingerningar. Vönduð vinna. Sími 5133. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki. Hafnar stræti 19. Sími 2799. Uppsetn íng og viðgerðir á útvarpstækj um og loftnetum. HREINGERNINGAR í fullum gangi. Guðjón o \ Geiri Sími 2499. TEK AÐ MJER HREINGERNINGAR. Halldór Kr. Kristjánsson. — Sími 5392. SiCáytvnÍTi g-av Notið Venu* HÚSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðein» kr. 1.5©8' glasið. NOTIÐ „PERO“, stór pakki aðeins 45 aura. FRIGGBONIÐ FlNA, er bæjarins hesta bón Tö.gTtT FREYJU-FUNDUR í kvöld kl. 8i/>. Kosnig fulltrúa á Stórstúkuþing. Mælt með Um boðsmanni Stórtemplars. Kosn- ing Gæslumanns unglingastarfs^ Fjölmennið! Æðstitemplar. (yfofouA/ ÍBÚÐIR, stórar og smáar og einstök herbergi. LEIGJENDUR, hvort sem er fjölskyldufólk eða einhleypa. Smáauglýsingar Morgunblaðs- ins ná altaf tilgangi sínnm. OHARLE8 G. BOOTH. (TTLAGAR I AUSTRL Hare um leið og hann stóð upp og tók lyklana. Her- maðuriim glotti. „Þjer ekki fara“, sagði hann. „Yang koma hingað“. Hann hafði stilt sjer upp við dyrnar og brá nú byss- unni á loft. „Opnið hurðina!“; sagði O’IIare reiðilega. „Jeg drepa yður“, sagði hermaðurinn rólega. Augu hans voru köld sem stál og O’Hare datt í hug ýmislegt, sem hann hafði heyrt nm lífvörð Yangs. Það var sagt, að ef Yang dæi, myndi allir lífverðir hans ósjálfrátt deyja líka. O’Hare þekti nokkuð hugsunar- hátt Kínverja. Þeir höfðu óskiljanlega mikið þrek til þess að fórna holdinu, ef andinn var æstur. Hann gekk aftur út að glugganum. Hugboð hans um, að einhver hætta væri á ferðum, var nú sterkari en nokkru sinni áður. Alt í einu var barið að dyrum. Hermaðurinn opnaði og hleypti tveimur burðarkörlum inn. Þeir tóku far- angur O’IIare og hurfu með hann. O’Hare leit á úr sitt. Klukkan var nú orðin 3 mín- útur yfir 11. Haim stóð reykjandi úti við gluggann og var mjög órótt innanbrjósts. Hann var byrjaður að ganga fram og aftur um gólf, er hurðin opnaðist og Yang kom inn. Hann gaf hermanninum merki um að fara út og lokaði á eftir honum. „Eruð þjer nú ánægður?“, spurði O’Hare. „Já“, svaraði Yang með leyndardómsfulln brosi. „Það er leiðinlegt, hve jeg hefi gert yður og vinum vðar mikið óinak. — En nú getið þjer farið. Þjer hafið 20 mínútur til stefnu. „Þakka“, sagði O’IIare þurrlega. „Hvar eru hin?“ „Þau em nýlega lögð af stað“. „Hvers vegna biðu þau ekki eftir mjer?“ „Conti vildi fylgja ungu stúlkunni til skips“, svaraði Yang kuldalega. „Fleiri komust ekki í vagn- inn, svo að við náðum í annan vagn, sem bíður nú eftir yður. Hvað eruð þjer að hugsa, 0’Hare?“ „Jeg veit það ekki“, svaraði O’Hare, sem virti Yang stöðugt fyrir sjer. Hanu var hissa á því hvernig alt gekk eius og í sögu. En í raun og veru var ekkert; grunsamlegt við það, sein Yang sagði. En hann gat þó ekki ánnað en furðað sig, á því, hve meðfærilegur Yaug var. „Var það Conti, sem séndi eftir þessum vagni?“, spurði hann. „Trúið þjer mjer ekki?“, sagði Yang kuldalega og heuti á símanu. „Þjer getið símað niður og spurt dyra- vörðinn". O’Hare setti á sig hattinn og fór í frakkann. Síðan tck hann handtösku sína, og þeir gengu saman niður ganginn og stigann. Hvorugur sagði neitt. O’Hare leit í kringum sig í anddyrinu, er hann gekk að horðinu og skilaði lyklinum. Pelletier var að rýna í reikninga- bók. Maður, sein O’Hare kannaðist við, sat þar í hæg- indastól og einblíndi á glóðina á sígarettu sinni. Ein- hver var að leika á slaghörpu í salnum, fólk að tala saman á barnum og menn að spila billiard í öðru her- hergi. Yikadrengurinn, sem hefði'átt að bera ferða- töskn O’Hare, sást ekki, annars fanst O’Hare alt vera eins og vant var um þetta leyti kvölds á Hotel Pierre Conti. O’Hare Iagði lykilinn á borðið. „Góða ferð“, sagði skrifarinn og hrosti til þeirra beggja. I sömu andránni hringdi síminn. Og á meðan Pelletier sneri sjer við og svaraði í sím- ann, gekk O’Hare út að dyrunum með Yang sjer við vinstri hlið. „Akið þjer með mjer?“, spurði hann. „Já“. „Var einhver frá yður með hinum?“, spurði O’Hare- kuldalega. „Jeg er enginn heimskingi", sagði Yaug. „Mjer er- ljóst, að þjer getið hafa ætlað að ná í peningana á leiSinni“. Hann ýtti O’Harö yfir þrepskjöldinn og í sama vetfangi komu tveir gráklæddii menn í ljós á gangstjettinni. Það voru hermennirnir, sem höfðu fyrst verið með Yang. O’Hare sá blika á stál í hönd þeirrar er þeir stiltu sjer rjett fyrir aftan hann. Alt í einu fann O’Hare livað Yang bjó í huga, jafn greinilega og Yang hafði allan tímann lesið hugsanir- hans, og olli það honum mikillar beiskju. Tuttugu ára barátta hans í Asíu, ineð það fyrir augum, að í Aust- urlöndum tæki Vesturlandamenn það, sem Jieir gæti, þar sem þeir væru yfirsterkari, var alt í einu að engu orðin. Sú stund, er hann sá „Prins Austurlanda“ á höfninni og varð gripinn hinni kveljandi heimþrá út- lagans hafði verið^upphaf að ósigri hans. Og kænska Yangs, sem hann liefði átt að sjá fyrir, var endirinn.. O’Hare fanst, se,m alt í honum væri orðið að dufti og. ösku. „Þjer farið inn í vagninn, O’Hare", sagði Yang. „Þjer ætlið þó ekki að aka með mig hjeðan; og láta> ota byssustingjum í bak mjer?“ „Jú“, svaraði Yang brosandi. „Ef þjer kærið yður um að hitta kunningja yðar aftur“. O’Hare var með fölar varir. „Nú, þannig“, sagði hann aðeins og stje upp í vagn- inn. Yang fór á eftir og settist andspænis honuin. Rjetti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.