Morgunblaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 15. júní 1939,
Olafur Magnússon,
ljósmyndari fimtugur
Olafur er íæddur 15. júní
1889 á Akranesi, sonur
þeirra merkishjóna, frú Guðrún-
ar Jónsdóttur og Mag;nsúar Ól-
áfssonar, þáverandi verslunar-
stjóra þár.
Fléstir eldri Reykvíkingar
tiiuna Magnús Óiafsson ljósmynd-
ara, frá því hann fluttist hing-
að, alkominn, laust eftir aidamót,
og stofnsetti hjer ljósmyndastofu,
er fljótt náði miklum vinsældum,
sökum frábærra hæfileika Magn-
úsar. Þótt Ólafur væri þá ungur
að aldri, sást brátt að hugur
hans hneigðist að sta^fsemi föð-
urins, og má því með sanni segja,
að hann sje starfinu samgróinn
frá blautu barnsbeini.
Ólafur er einn þeirra lánsömu
manna, er hlotið hefir gott vega-
nesti fyrir lífið, kominn af mikl-
■ um og góðum ættstofni, uþpalinn
á hinu prýðilegasta heiifiili, og
notið handleiðslu ástríkra föreldra
fram á þroskaár, enda hefir Ól-
afur borið því uppeldi best vitni
með lífsferli sínum, því grand-
varari og heiðariegri mann mun
vart að finna.
Að loknu námi hjá föður sínum
fór hann til Kaupmannahafnar
árið 1911 til frekara náms, dvaldi
þar tvö ár, hjá einum allra þekt-
asta og athafnamesta ljósmynd-
ara Kaupmannahafnar, hr. Junker
Jensen. Yar mjer persónulega
kunnugt, að hann liafði hinar
mestu mætur á Ólafi, og bar al-
veg óvanalegt traust til hans, og
voru það engin óveru meðmæli
frá þeim manni, því satt að segja
var Junker Jensen af starfsbræðr
um sínum talinn vera sá maður-
inn, er verst væri að gera til
hæfis, og var víst stundum frem-
ur stutt á milli með fólkshald-
ið.
Arið 1913 um sumarið kemur
Ólafur heim og setur hjer á stofn
ijósmyndastofu sína á þeim sama
stað og hún nú hefir starfað
rúra 2o ár, í Templarasundi 3.
Það kom brátt í ijós, að Ólafur
var óvenjulega vel búinn undir
starf sitt, og • á mjög skömmum
tíma náði hann alveg óvanaleg-
um vinsældum með viunu sína,
starfsfólk hafði liann oft margt í
fjölda ára, og Ijósmyndastofa
hans var ein sú allra stærsta hjer
á landi, en tímarnir breytast og
mennirnir með, og Ólafur er eng-
inn kyrstöðumaður, Iians með-
fædda listhneigð og fjölhæfni
Hátt kaup í boði. Upplýsing-
ar hjá
Sigurjóni Danívalssyni.
Sími 1540.
Qlafur Magnússon.
færðu honum ný viðfangsefni. Á
síðari árum hefir liann lagt mikla
rækt við „að mynda landið" á
marga vegu/ og mun haiinnú
tvímælalaust eiga það mesta safn,
sem hjer er finnanlegt af slíkum
myndum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hversu aðdáanlega hann
litsetur (málar) ljósmyndir sín-
ar. Þessar myndir eru Eeykvík-
ingum svo kunnar og minnisstæð-
ar, og svo lofsamleg ummæli hafa
þær hlotið dómbærra manna, að
óþarfi er að fjölyrða um það.
Einasti Ijósmyndari hjer, er ráð-
ist hefir í það þrekvirki að halda
í tvö skifti stórar ljósmyndasýn-
ingar í Kaupmannahöfn á eigin
kostnað, er Ólafur. í fyrra skift-
ið 1928, og síðar 1937. Að verð-
leikum hlaut hann mjög lofsam-
leg ummæli allra, er um það
ræddu, og hafa þessar sýningar
átt sinn’ þátt í því að kynna
„land og lýð“.
Árið 1922 útnefndi konungur
Ólaf sem hirðljósmyndara, og er
fjöldi ágætra mynda frá honum
hjá konungsfjölskyldunni, bæði
einkamyndir og svo frá ferðalög-
um hjer.
Þar sein við ólafur höfum nú
ekki þekst minna en rúm 40 ár,
mætti lengi halda áfram að minn
ast „gamalla og góðra vina“, auk
þess sem við höfum verið starfs-
bræður í rúman aldarfjórðung, en
þar sem jeg geri mjer litlar von-
ir um þakklæti fyrir slettireku-
slíap minn, ineð þessum línum,
la;t jeg staðar numið. Jeg vildi
aðeins mega óska þess fyrir hönd
allra starfsbræðra minna, að ’við
mættum ávalt eiga einhvern inn-
an okkar vjebanda, er væri jafn
heilsteyptur og vandaður maður,
til o,rðs og verka, og vinuí vor
Ólafur er. Mínar bestu árnaðar-
óskir og kærar kveðjur til handa
Ólafi og fjölskyldu hans allri.
Carl Ólafsson.
Mr. Straníf í Moskva
London í gær F.Ú.
r. William Strang ,fulltrúi
bresku stjórnarinnar
kom til Moskva í morgun, til
að vinna að bresk-rússnesku
samkomulagsumleitununum.
Rússnesk blöð hafa ekki get-
ið um komu hans, enda er það
venja í Moskva, að geta ekki
um komu þeirra, sem þangað
koma í samningserindum.
Dómurinn i máli frú
Goldsieio-Otfússon
FRAMH. AP ÞRIÐJU SXOU.
maður) 17. des. f. á. var frú
Goldstein-Ottósson bannað, að
viðlagðri 100 kr. dagsektum, að
starfrækja saumastofu í Rvík
og nágrenni og Hafnarfirði. —
Þíáði bann þetta til tveggja ára
írá því hún fór úr þjónustu frú
Sigurðsson. Ennnfr. var frú
Ottósson dæmd til að greiða
100Q k;r í skaðabætur og 250
kr. í málskostnað.
Þessum dóíni áfrýjaði frú
Goldstein-Ottósson til Hæsta-
rjettar. I forsendum dóms
Hæstarjettar segir:
Ákvæðið í sanmingi aðilja frá 4.
ágúst 1935 um það, að aðaláfrýjanda
skyldi óheimilt ,.að taka starf hjá öðr-
um eða vinna fyrir utan verslunina (þ.
e. verzlun gagnáfrýjandi) á meðan jeg
(þ. e. aðaláfrýjandi) dvel á íslandi“,
felur í sjer ótímabundið og ótakmarkað
bann við vinnu aðaláfrýjanda í sömn
Starfsgrein, sem hún stúndaði hjá gagn-
áfrýjanda. Viðbótarákvæði samningsins
um það, að aðaláfrýjandi mætti starfa
á Islandi utan Reykjavíkur og ná-
grennis hennar og Hafnarfjarðar, tak-
markaði bann þetta að stað, en ekki uð
öðru leyti. Staðhæfing aðaláfrýjanda
um það, að hún hafi skilið gagnáfrýj-
anda svo, að bannið meinaði henni
(aðaláfrýjanda) einungis að starfa hjá
öðrum eftir að samningi aðilja væri
slitið, getur ekki Jeyst hana undan
framangreindum ákvæðum samnings-
ins, með því að ekki er sannað gegn
mótmælum gagnáfrýjanda, að hún hafi
veitt aðaláfrýjanda nokkurt efni til
þess að halda, að svo bæri að skilja
þau, enda var það aðaláfrýjanda að
kynna sjer Samninginn nægilega áður
en hún gekk að honum. Hinsvegar
verður að líta svo á, að hið ótímabundna
Og víðtæka atvinnubann samningsins
skerði svo óhæfilega atvinnufrelsi að-
aláfrýjanda, að hún sje ekki bundin
við það að fullu. Bannið virðist fyrst
og fremst einungis geta, eins og þessu
máli er farið, komið til greina um
Stofnun samskonar saumastofu sem að-
aláfrýjandi starfaði í hjá gagnáfiýj-
anda og ráðningu hennar til starfs
slíks hjá keppinautum gagaáfrýjanda.
Og þegar meta skal, hversu lengi
það megi standa, sbr. 37. gr. laga nr.
7/1936, þá virðist eitt ár mega telj-
ast hæfilegt. En þar sem aðaláfrýjandi
hefir rekið saumastofu sína, að því er
virðist, 8—9 mánuði og hún er því
væntanlega bundin við samninga um
húsnroði og við starfstúlkur m. fl., þá
þykir, eins og á stendur, rjett að
taka til greina þrautavarakröfu henn-
ar að því leyti, að hún verði dæmd
til að greiða gagnáfrýjanda bætur fyr-
ir tjón, er telja má hana bíða sakir
brots aðaláfrýjanda á oftnefndu at-
vinnubanni. Þykja þær bætur hæfi-
lega metnar 3000 krónur. Sjeu þær að
fullu greiddar innan 3 mánaða frá
birtingu dóms þessa. Annars kostar
skal aðaláfrýjanda vera óheimilt að
reka sjálf eða starfa á samskonar
saumastofu sem hún vann á hjá gagn-
áfrýjanda í Reykjavík eða nágrenni
hennar eða í Hafnarfirði eitt ár talið
frá lokum greiðslufrests áðumefndra
3000 króna.
Samkvæmt því, sem fram er komið í
málinu, hefir aðaláfrýjandi áður eða
um það loyti sem hún fór frá gagn-
áfrýjanda leitast við og að nokkru leyti
tekist að ná frá henni starfsstúlkum
hennar til fyrirhugaðrar saumastofu
sinnar. Þá er það óvjefengt, að aðal-
áfrýjandi brendi af ásettu ráði bæk-
ur, sem voru eign gagnáfrýjanda og
höfðu að geyma nöfn, heimilisfiing og
líkamsmál kvenna, sem aðaláfrýjandi
hafði afgreitt starfstíma sinn hjá
gagnáfrýjanda. Þ'etta var aðaláfrýj-
anda óheimilt. Það er ennfremur kom-
ið fram í málinu, að aðaláfrýjandi
Sendi viðskiptavinum gagnáfrýjanda
prentaðar tilkynningar um stofnun
saumastofu sinnar, ásamt ósk um við-
skipti við þær. Telur gagnáfrýjandi
aðaláfrýjanda muni hafa notað eða
látið nota áðúrnefndár nfálbækur beint
cða' óbeint í þessu skýni. Aðaláfrýj-
andi, sem gaf aðiljaskýrslu í málinu í
hjeraði, hefir að vísu neitað þessu, en
jafnframt hefir húu skorast undan að
gera fulla grein fyrir því, hvemig eða
með hverra aðstoð hún, sem er útlend-
ingur og tjáist lítið kunna í íslenskri
tungu, hafi aflað sjer nafna og heim-
ilisfanga kve.rma þeirra, er hún sendi
íiðurpefndar tilkynningar. Með því að
aðaláfrýjánda virðist hafa verið unt
að gefa nægilega glögga skýrslu um
þessi atriði, þá virðist bera að leggja
til grundvallar staðhæfingu gagná-
frýjánda um misnotkun bókanna að
þessu levti, sbr. 116. gr. laga nr. 85/
1936.
Verður að telja aðaláfrýjanda hafu
með framangreindum athöfnum bragð-
ist því trausti, er gagnáfrýjanda var
nauðsyn að geta borið til hennar ,og að
sumu leyti misbeitt aðstöðú sinni sjer
í hag, en gagnáfrýjanda til óhágs, sbr.
12. gr. laga nr. 34/1933. Virðast fram-
antaldar athafnir aðaláfrýjanda hafa
Verið lagðar til að valda gagnáfrýj-
anda óþægindum og tjóni. Og þvkja
bætur fyrir það til handa gagnáfrýj-
anda hæfilega ákveðnar 1000 krónur,
sbr. 4. málsgr. 16. gr. síðastnefndra
laga, eins og í hjeraðsdóminum segir.
Eftir atvikum þykir rjett að dæma
eðaláfrýjanda til þess að greiða gagn-
áfrýjanda samtals 500 krónur í máls-
kostnað í hjeraði og fyrir hæstarjetti.
Því dæmist rjett vera:
Aðaláfrýjandi, Johanna (toldstein-
Ottósson, greiði gagnáfrý.janda, Helgu
Sigurðsson, 1000 krónur.
Emifremur greiði aöaláfrýjandi
gagnáfrýjanda 3000 krónur innan 3
mánaða frá birtingu dóms þessa. En ef
full greiðsla þessarar uppbæðar hefir
ekki farið fram innan þess tíma, þá
skal aðaláfrýjandi þess i stað óheimilt
að starfrækja eða vinna á samskonar
saumastofu og hún vann á hjá gagná-
frýjanda í Reykjavík og nágronni
hennar og í Hafnarfirði eitt ár, talið
frá lokuin framangreinds þriggja mán-
aða frests.
Aðaláfi’ýjandi gi'eiði gagnáfrýjanda
500 krónur samtals í málskostnað i
hjeraði og fyrir hæstarjetti.
Dóminum ber að fullnægja að við-
Jagðri aðför að lögum.
Láras I’jeldsted hrm. flutti málið fyr
ir frú Ottósson, en Garðar Þorsteinsson
hrm. fyrir fvú Helgu Sigurðsson.
BYGGINGARFJELAG
ALÞÝÐU I UPPLAUSN ?
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
sig og 3 samherja í stjórn fje
lagsins, sem vitanlega er lögleysa
frá rótum, eins og til kosningar-
innar var stofnað. Gengu margir
af fundi í mótmælaslcini gegn of-
ríki lljeðins.
Er nú alt í óvissu livað við tek-
ur. Haldi Hjeðinn fast við ofrílri
sitt, fær Byggingarfjelag alþýðu
ekkert fje til umráða. Gæti þá
svo farið, að nýtt f jelag yrði stofn-
að til þess að byggingar gætu
haldið áfram.
Kappleikur K. R.
ogVíkingsíkvöld
með Buchlob
í marki
Ikvöld fer fram á íþróttavell-
inum kappleikur milli K. R.
og Víkings og hefst hann kl. 8.30.
Það senn einkum vekur athygli í
sambandi við kappleikinn er, að
þjálfari Víkings, Fritz Buchloh,
verður í marki Víkings, en marga
fýsir að sjá hann í marki vegna
frægðar hans sem markmanns.
Bæði fjelög nranu tefla fram
sínum bestu mÖnnum. Víkingar
eru svo illa settir, að Brandur
Brynjólfsson, þeirra besti maður,
er ekki í bænum og heldur ekki
Björgvin Bjarsason, en þetta kem-
ur ekki að sök fyrir áhorfendur,.
því þeim mun þvkja mest varið í
að vörn Víkinga verði sem opnust,
til að fá tækifæri til að sjá Buch-
loh verja skot K. R.-tríósins.
Reykvíkingar hafa ekki fyr
fengið tækifæri til að sjá svo-
frægan markmaun sem BuchloH
er, og því mun verða mannmargt
á vellinum í kvöld.
★
í grein, sem hirtist hjer í blað-
inu í fyrradag um þenna kapp-
leik, er mishert hvernig leikar
hafa farið undani'arið milli K. R.
og Víkings, Á Islandsmótinu í
fyrravor vann Víkingur með 1:0
og á Reykjavíkurmótinu í fyrra
vann Víkingur einnig, þá með 3:2.
Síðast þegar fjelögin keptu í sum-
ar varð jafntefli (1:1). Vívax.
SJÓMANNASÝNINGIN
í MARKAÐSSKÁLANUM
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
að með Engeyjarlagi, bæði að
formi og smíði. Jeg vil'með þess-
um línum nota tækifærið og
skora á Bjarna, meðan tími er
til, að smíða fallegan bát, sem
megi greina Engeyjarhátalagið,
eins og það var fallegast lagað
og best smíðað frá hans hendi,
svo að það megi geymast öldum
og óbonrain.
Jeg hefi þá látið hugann reika
og hugsað um fortíð og nútíð.
Margt af því, sem jeg sá á sýn-
ingunni, hefir verið unnið af út-
lendum höndum. En hún færðl
mjer heim sanninn um, að ís-
lenskar hendur geta unnið alt,
sem þarna var sýnt.
Já, framtíðin er, að við byggj-
um okkar eigin skip! Gerum við
okkar eigin skip, hæði stór og
smá!
.Teg þaklra svo þeim, sem stað-
ið liafa að þessari sjómanna-
sýningu.
Ragnhildur Pjetursdóttir.
AUGLÝSINGUM í Morgunblað-
ið h.k. sunnudag verður að skila
til blaðsins fyrir föstudagskvöld.
Eimskip. Gullfoss er~ í Kaup-
mannahöfn. Goðafoss fór frá Vest-
mannaeyjum í fyrrakvöld, áleiðis
til Húll. Brúarfoss var á Önund-
arfirði í gær. Dettifoss fór frá
Hull í fyrradag, áleiðis til Vest-
mannaeyja^Lagarfoss fór til Aust-
fjarða og Kaupmannahafnar kl. 6
síðdegis í gær. Selfoss er í Reykja-
vík.