Morgunblaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. júní 193SL. PP IMTUl J&uyts&apue 5 LAMPA PHILIPS Pjóðhöfðingjar Evrópu, er, rjeðu ríkjum fyrir heims- styrjöldina, voru allflestir miklir reykingamenn. Gamli Franz Jós- ef keisari í Austurríki reykti langa, sterka viudla, sem búnir voru til úr sterkustu tóbaksblöð- um. Þeir sem umgengust kjisar- ann voru oft í stökustu vandræð- nm vegna þess hve reykurinn af vindlunum var megn og óþægi- legur. Franz gamli Jósef virtist .aftur á móti ekki finna til þess, því hann reykti um 20 slíka „úti- vindla“ á dag. Rússneski zarinn reykti vel- lyktandi sígarettur, sem voru bún ar til sjerstaklega fyrir hann, og kann reykti oft 50 stykki á dag. Vilhjálmur Þýskalandskeisari reykti vindla og vildi helst reykja Havana-vindla, sem voru a. m. k. 18 sentimetrar á lengd. Það korn ekki ósjaldan fyrir að hann revkti 10 slíka viudla á dr.g. Játvarður sjöundi Bretakonung nr reykti þó enn stærri vindla, eða 22 sentimetra ianga, og þar að auki voru þeir fjórum senti-1 metrum þykkari en þeir, sem Vil- ^ hjálmur reykti. Það tók að minsta kosti klukkutíma og 15 mínútur að reykja þessa njóla, en Ját- varður stútaði samt nokkrum stykkjum á dag. ★ laðamaður við Nationaltid- ende í Kaapmannahöfn átti nýlega samtal við Aksel Agerby tónskáld. I samtali þessu segir Agerby eftirfarandi sögu: — Það var heima í Skive einu sinni, að jeg hringdi á brautar- stöðina og spurði hvenær næsta lest færi til Kaupmannahafnar. Svarið var eitthvað á þessa leið: — Við höfum engan tíma til að svara þessháttar spUrningum. Athugið áætlunina. Jeg liringdi aftur á brautar- stöðina og muldraði heldur stutt- ur í spuna: — Það er Ahlefeldt Laurvig greifi sem talar. Hvenær fer næsta lest til Hafnar? Og nú var svarað með elsku- legri röddu: — Eitt augnablik, herra greifi. A þessu litla atviki liefi jeg lært mikið um dagana, sagði tón- skáldið brosandi. ★ Faðirinn opnar útidyrnar og sjer dóttur sína grátandi á tröpp- unum. — Hvað er að þjer, góða mín? — Maðurinn minn er vondur við mig og nú vil jeg flytja lieim til mömmu. — Þú kemur of seint, barnið mitt. Mamma þín er farin til ömmu. ★ Þegar krónprinshjónin, Friðrik og Ingrid, voru í Ameríku, heim- sóttu þau m. a. verksmiðjur Henry Fords í Detroit. Ford sýndi sjálf- ur hinum konunglegu gestum verksmiðjurnar og að skilnaði gaf hann þeim „Mercury“ bíl, sem var málaður í sjerstökum „konungIegum“ bláum lit. ★ Pólskur útvarpssjerfræðingur |þykist hafa komist að raun um, að liægt sje að útrýma veggja- lús með stuttbylgjum. Hann seg- ir, að sjeu stuttbylgjur sendar gegnum húsveggi og húsgögn, þar sem veggjalýs sjeu fyrir, 'drepist ekki aðeins veggjalýsnar, I heldur og egg þeirra og lirfur. viðtæki til sölu, ódýrt. Til sýn-' is á Eiríksgötu 2. BARNAVAGN OG KERRA •• í ágætu standi til sölu með tækifærisverði á Verkstæðinu, Óðinsgötu 6 B. 5 MANNA BÍLL í góðu standi til sölu. Verð 1500 kr. ef samið er strax. Tilboði merkt „1500“ sendist blaðinul fyrir kl. 5 í dag. MEÐALAGLÖS Fersólglös og Soyuglös, keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glös- in. Laugavegs Apótek. . HÁRKAMBAR og allskonar snyrtivörur í úr- vali. — Verslunin Reynimelur, Bræðraborgarstíg 22. Sími 3076 GÓÐ SUMARKJÓLAEFNI kr. 12,00 í kjólinn. — Einnig falleg kjólablóm. Silki- og baðmullarsokkar. — Verslunin Reynimelur, Bræðraborgarstíg 22. Sími 3076. TIL SÖLU: grind og sóltjald frá búðar- glugga. Lífstykkjabúðin, Hafn- arstræti 11. ÞORSKALÝSI Lnugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeíns 90 aura heilflask- »il Sent um allan bse. Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hœsta verð. Sækjum til yð- ar að kosfcaaðarlausu.Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstrnti 21. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri, Kirkju- hvoli. Sími 2796. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Bjðrn Jónsson, Vesturgötu 28. Slmi S594. KAUPUM FLÖSKUR, j stórar og smáar, whiskypela,; glös og bóndósir. Flöskubúðin, * Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. ÓDÝR BORÐ i allar stærðir og gerðir með hag- kvæmum greiðsluskilmálum, í Versl. Áfram, Laugavegi 18. LEGUBEKKIRNIR eru bestir á Vatnsstíg 3. Hós- gagnaverslun Reykjavfkur. NÝR FISKUR, sigin grásleppa, nýr rauðmagi Fisksalan Björg. — Sími 4402, MINNINGARSPJÖLD fyrir Minningarsjóð Einars Helgasonar garðyrkjustjóra„. fást á eftirtöldum stöðum:; Gróðrarstöðinni, Búnaðarfjel Islands. Þingholtsstræti 33 Laugaveg 50 A. Túngötu 45 ogr afgreiðslu Morgunblaðsins. —— I Hafnarfirði á Hverfisgötu 39 I. O. G. T. ST. FRÓN NR. 227. Fundur í kvöld kl. 8.------- Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fjelaga. — 2. Skýrsla um bind- indismálafundinn í Keflavík. 3.. Önnur mál. — Fjelagar, fjöl- mennið og mætið í kvöldt kl. 8‘ stundvíslega. KOPAR KETPTUR í Landsmiðjunni. TJÖLD, SOLUR og SÓLSKÝLI. Verbúð 2, sími 1804 og 273L 1G=—rH=H3[ SZCáyniunguc NÖTIÐ „PERO“, «jtór pakki aðeins 45 aura. Notið Venus HOSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðeins kr. l.SC cUmH. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bsejarins beata bón. FILADELFIA. Samkoma á fimtudaginn kl.1 8 e. h. á Káratorgi, ef veður leyfir, á Hverfisgötu 44 kl. 9 ie. h. Sigurður Pjetursson ásamt fleirum vitna. — Allir vel- komnir! SNÍÐ OG MÁTA . ^ nýnýtísku dragtir, kápur og. i kjóla. Einnig málað í púða- Settir upp á sama stað. Val- [ gerður Jónsdóttir, Ljósvalia- ! götu 32, II. Sími 2442~ HÚSMÆÐUR! Hreingerningamennirnir Jón og Guðni, reynast ávalt best. Pantið í síma 4967 kl. 12—1 og. eftir kl. 6. r&ruc&l MAÐUR I FASTRI STÖÐU, óskar eftir húsnæði í ágúst eða?. ! september í nýtísku húsi, helst VESTURBÆINGAR! j í Austurbænum. Þarf að vera 3- Munið brauðbúðina á Fram- nerbergi (þar af eitt lítið) ogr nesveg 38. j eldhús. Uppl. í síma 489.7. QgARLgg Q BOOTH. CTLAGAR í austri. Það, sem varð fyrst fyrir augum hans, er hann leit í gegnum opnar káetudyrnar, var byssuhlaup og her- mannastígvjel. En frammi við siglutrjeð sat Yang, og hafði höfuð hans hnigið niður á Lrjóstið. Smátt og smátt fór OTIare að skynja, hvað var að gerast í kringum hann. Hann fann, að „Liao-ping“ dansaði á bylgjunum. Hann heyrði máfana skrækja og seglin berjast við siglutrjeð. Og það braltaði í skips- skrokknum. Það næsta, sem hann skynjaði, var það, að Conti var að tala í háum og æstum róm fyrir innan hurð, sem var til vinstri handar við hann Hann stóð stirð- lega á fætur og gekk yfir káetugóifið. Hengilás var fyrir hurðinni, en enginn lykill sjáanlegur. „Jeg fer að leita að exi til ])ess að höggva hurðina upp“, kallaði hann. Lítill sólargeisli fjeil á húrið og brösturinn byrjaði að syngja. * O’IIare fann litla exi í trjekassanum í eldarúminu. Að vörmu spori kom hann aftur þangað með Irenu með sjer. Janiee hafði fengið taugaáfall og Conti og Smallwood voru að hjálpa henni niður í vjelbátinn. Daufa birtu lagði yfir herbergið frá Ijóskerinu. Þar gat að líta hina eyðilögðu ferðatöska Smallwoods og farangur hans, sem dreift var út uin alt. Farangur hinna var í hrúgu úti í horni, en peningaseðlarnir voru á víð og dreif um gólfið fram að dyrum. „Hjer virðist vera nóg af peningunum“, sagði O’- Hare og leit í kringum sig. „Nú er jeg farinn að skilja. hvað Marcelles hefir gert. Jeg sá nákvæmlega eins ferðatösku og þessa inni hjá honum. Þeir ætluðu báðir til Marseilles. — Góð hugmynd hjá honum!“ Irene virtist varla taka eftir hvað hann var að ■segja. En þegar, hún svaraði honurn engu, byrjaði hann að tína upp seðlana. Hann naat þess að heyra snarkið í þeim, þrýsti búntin ánægjulega saman og lagði þau á trjekassann. Síðan rjetti hann fram hend- ina eftir ferðatösku sinni. „Gerald“, sagði Irene þá alt í einu. „Já, Irene?“ „Eru þeir alt fyrir þjer?“ „Peningarnir ?“ „Já“. „Nei, ekki — alt“, svaraði hann og brosti, en tók þá eftir því, að hún var með tárin í augunum og rjetti fram hendina. „Ilvað er að þjer, Irene?“ „Þjer finst jeg sennilega vera alt of viðkvæm, Gerry“, sagði hún. „En við vorum einu sinni að tala nm að vinna aftur eitthvað af þeim verðmætum, sem við hefðum glatað með breytni okkar. Þetta er síð- asta tækifæri okkar til þes*r. Það er í sambandi við þessa viðbjóðslegu peninga. Jeg get ekki annað en hugsað um E Tsung, L Feng, Georg, Marcelles, Ramsgate og þenna skelfilega at- burð. Gerry, skilurðu ekki, við hvað jeg á? Ef við snertum þessa peninga, glötum við því litla, sem við eigitm eftir af góðu og lieiðarlegu í fari okkar, Gerry“, sagði hún aftur, „hafa þeir svona ákaflega milcla þýðingu fyrir þig?“ , „Jeg á ekki eyrir til í eigu minni“. „Jeg ekki heldur. En við eigum farmiða til París- arborgar. Við höfum hvort annað, og þú hefir hendur til að vinna með. Getur þú ekki skilið þetta, Gerry? Peningarnir myndu eyðileggja það, sem gott er og fagurt á milli okkar“. „Það eru ekki aðeins peningarnir, Irene“. „Nei, það er líka stolt þitt og stærilæti“. „Einmitt", sagði hann. Síðan tók hann alt í einu báðar hendur hennar og kysti þær, en slepti þeim aft- ui’ og horfði á liana. Þegar hann tólc aftur til máls, var rödd hans ofur blíðleg. „Lofaðn mjer að segja* þjer nokkuð, Irene. Jeg hefi verið nær tuttúgu ár íí Kína. Jeg hefi oft grætt mikla peninga. En um dag- inn, þegar jeg stóð niðri við höfn með einn dollar og einn skilding í vasanum og sá „Prins Austurlanda“" sigla á leið til Pootung, varð mjer Ijóst, að jeg hafði, verið ofurliði borinn af Austurlöndum Það var úth um mig. Þessvegna tók jeg við 1560 hundruð dol lur unum, sem þú fjekst rnjer í skrifstofu Ramsgates. Það var síðasta tilraun mín til þess að hjarga stolti mínu og fá mjer farmiða heim. Af sömu ástæðvr híifði jégx augastað á peningum Yangs. Þar koin líka stolt mittt og metnaður til sögunnar. Jeg- sje þig ekki nú í þessu? háifrökkri, en jeg finn og veit hve þú ert yndisleg — málrómurinn, augun, alt við þig gæti fengið inami til! þess að gleyma öllu. Árin hafa engin áhrif haft á þig;. og jeg elska þig. En ef þú segðir við mig, að jeg gætx ekki fengið hvorttveg’gja . . . .“ Hann þagnaði vand- ræðalega og gat ekki lokið við setriinguna, en hún. kom honum til hjálpar, „Þá myndir þú heldur velja peningana?“ „Já, þá myndi jeg helclur velja peningana. Stoltió er það sterkasta í manninum“. Og áður en hann vissi af, var hún liorfiu. * O’Hare stóð hreyfingarlaus um stund. Síðan náði; hann í ferðatösku sína bitur í bragði og opnaði hana. Hann var skjálfhentur, er hann tróð seðlunum ofati í hana og læsti henni aftur, og fanst alt vera eyðilegC og tómt. En svo hristi hann af sjer slenið, lagði föt' Smallwoods í hina skemdu tösku haus og kastaði far- angrinum út á þilfar. Hann hafði ekki lokið við það, er Conti, sem vissi ekki, að peningarnir voru fundnir, kom út á þilfar. ,.Yið látum þetta alt niður í vjelbátinn og förum síðan af stað“, sagði O’Hare. „Ferðatáska Smallwoods, er eyðilögð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.