Morgunblaðið - 23.06.1939, Side 2

Morgunblaðið - 23.06.1939, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. júní 1939. Eru þeir með baktjaldamakk við Þjóðverja? „Óvænt“ yfirlýsing Rússa „Miðar ekkert áfram í áttina til samkomulags“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AÐ kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, er hin opinbera frjettastofa í Rússlandi gaf út til- kynningu á hádegi í dag, þar sem segir að ekkert hafi þokast áfram til samkomulags milli Breta og Rússa með málamiðlunartillögunum, sem sendiherrarnir M. Naggiat og Sir William Seeds, ásamt Mr. William Strang lögðu fyrir Molotoff í gær. í gærkvöldi hafði ver- ið talið í London, að góðar horfur væru á, að samkomu- lag næðist. FÁ EKKI SKILIÐ —. Málamiðlunartillögurnar snerust um það, á hvern hátt Vesturríkin gætu orðið við kröfu Rússa um ábyrgð til handa Eystrasaltsríkjunum. Þegar fulltrúar Breta og Frakka ræddu við Molotoff í gær, höfðu samningarnir legið niðri í fjóra daga. Stjórnmálamenn í London og París segjast ekki skilja, hvern- ig því sje varið, að Rússar skuli halda því fram, að tillögur þessar hafi ekkert haft nýtt að geyma. HJÁ MOLOTOFF I KVÖLD. Það kemur fram í kvöld, að líkindum, hvað Rússum gengur til. Molotoff hefir boðað sendiherra Breta og Frakka og Mr. Strang, á fund sinn í Kreml í kvöld. Ýmsum getum er að því leitt, hvað undir býr hjá Rússum. Sumir telja að hjer sje aðeins um klæki í samningum að ræða og að Rússar sjeu að reyna að fara með Breta og Frakka eins langt og komist verður, áður en samningar verða undirskrifaðir. Afstaðan hjá SíwatOw. Sjálf borgin er skamt fyrir norðan Hong- Kong, beint vestur af Formosa jkem er japönsku eyja). Annars sýna flöggin helstu flotabækistöðvar á þessum slóðum. (Flaggið með deplunum í er japanskt, Bandaríkjamenn eiga Filippseyjar og Bretar Hong-Kong og Singapore. Afstaða Ðreta í Kína harðnar „Gelur ekki gengið endalausF Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AFSTAÐA Breta og Bandaríkjamanna í Kína virðist vera að harðna. Yfirflotaforingjar þeirra í Austur-Asíu neituðu í dag að taka þá kröfu Japana til greina, að öll erlend skip færu frá Swatow — borginni sem Japanar tóku í gær — fyrir kl. 1 í dag. Breskt beitiskip og tveir tundurspillar liggja í höfninni í Swatow. Utan við hafnarmynnið er breskur tundurspillir viðbúinn ef á honum þarf að halda. „HVAÐ SEM JAPANAR SEGJA — Flotaforingi Bandaríkjanna þar eystra lýsti yfir því í morg- un, að amerísk herskip myndu liggja í hverri höfn í Kína svo lengi sem amerískir þegnar kynnu að hafa þeirra þörf, hvað sem Japanar segðu, og ennfremur myndi Bandaríkjastjórn gera Jap- ana ábyrga fyrir hverjum skaða, sem Bandaríkjamenn yrðu fyrir hvort heldur væri á eignum þeirra eða persónum. En um leið veita menn sam- búð Rússa og Þjóðverja vax- ándi athygli. — Það hefir verið tilkynt að þýsk sendinefnd sje væntanleg til Moskva innan skamms til þess að gera versl- unarsamninga við Rússa. 300 MILJ. MÖRK Eins og kunnugt er, boðaði Molotoff í ræðu sinni, — einu ræðunni, sem hann hefir flutt síðan hann varð utanríkismála- ráðherra, að verslunarsamning- ar myndu hefjast milli Rússa og Þjóðverja innan skamms. Fullyrt er að Þjóðverjar hafi tjáð sig fúsa til þess að veita Rússum 300 miljóna rík- ismarka útflutningslán, til þess að blása nýju lífi í þýsk-rúss- nesk viðskifti. Skilyrði er auð- vitað að þessi^ láni verði varið til kaupa á þýskúm framleiðslu- vörum. STÚDENTAMÓTIÐ. Iestir hinna íslensku þátttak- enda norræna stúdentamóts- ins eru nú komnir til Osló. Var íslendingunum fagnað af norskri stúdentanefnd, er þeir komu til borgarinnar. Nokkrir af íslensku þátttakend unum dvöldu í gær uppi í Hall- ingdal og komu svo til borgar- innar í morgun. Bresku konungs- bjónin komin heim London í gær. Ftl. eorg Bretakonungur og Elísabet drotning komu aftur til Englands í dag eftir sjö vikna ferðalag til Kanada, Bandaríkjanna og Nýfundna- lands. Beitiskip sigldi með dætur konungshjónanna til móts við hafskipið „Empress of Britain“, svo að þeim gæfist kostur á að heilsa foreldrum sínum. í Southampton tók Mary ekkjudrotning og hertoginn og hertogafrúin af Gloucester og hertogahjónin af Kent á móti konungshjónunum. Óhemju mannfjöldi fagnaði þeim, er þau óku gegnum götur Southampton, áleiðis til braut- arstöðvarinnar. Lundúnaborg var öllum fán- um skreytt, er kónungshjónin komu, og aragrúi gólks hafði jafnast saman báðumegin veg^ arins frá Waterloo-járnbrautar- stöðinni til Buckinghamhallar. Lúðvík Ingvarsson hefir verið, settur sýslumaður í Suður-Múla- sýslu frá 1. júlí u.lr. Það er til marks um að Bretar og Bandaríkjamenn ætla að verja rjettindi sín í Swatow, að 70 konur voru fluttar þaðan til Hong- Konpj í dag. Japanar*'hafa lýst yfir ' að ómögulegt sje að ábyrgjast Jíf og eignir útlendinga í éw’htow. SKEYTI HALIFAX London í gær. FÚ. Halifax lávarður, u.tanríkis- hiálaráðherra Breta. sendi íbú- um hins einangraða forrjettinda svæðis í Tientsin samúðarskeyti í dag, og var aðalræðismaður Breta þar í borginni látinn koma því á framfæri. I skeytinu segir, að breska stjórnin muni gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til vernd- ar öryggi og eignum breskra þegna í Tientsin. Breska setuliðið í Tientsin hefir verið aukið með aðstoðar- sveitum frá Peking. Fyr í dag hafði opinber til- kynning verið gefin út í Lon- don, þar sem lýst er yfir því, að núverandi ástand í Tientsin muni ekki verða þolað enda- laust. Bresku stjórninni sje að vísu mjög ant um að fá deiluna ieysta þegar í stað sem málefni, er^ einungis varði þann stað, en ef Japanar halda yf- irgangi sínum áfram á öðrum stöðum, þá muni það óhjá- kvæmilega leiða til gagnráð- stafarfa. Kölnar milli Ungverja og Þjóðverja ? Yfirlýsing forsætis- ráðherra Ungverja London í gær. FÚ. orsætisráðherra Ungverja- lands lýsti yfir því í gær, að hann teldi fullsannað, að naz- istar í Ungverjalandi nytu fjár- styrks erlendis frá. Hann sagði, að ókunnir menn hefðn nýlega keypt miklar fúlgur af ungversk- um gjaldeyri % Ziirich, og gæti þetta fje ekki hafa verið notað til venjulegra viðskifta. Leiðtogi nazista í Ungverja- landi hefir játað, að hann hafi staðið í samningum við banka í Vín um stórt lán, én neitar því, að hann hafi fengið fjárstyrk frá útlöndum. Valur gegn Bretunum Priðji kappleikur Bretanna verður háður í kvöld og keppa þeir þá við Val. Leikurinn hefst ekki fyr en kl. 9 í kvöld vegna þess að verslanir eru opn- ar til kl. 8. Margir hafa beðið með óþreyju eftir þessum leik vegna þess að það er trú manna, að Reykjavík- urmeisturunum takist að sigra Bretana. Valsmenn eru samt svo óhepn- ir að Ellert Sölvason getur ekki leikið með og vafasamt hvort Jó- hannes Bergsteinsson getur leikið vegna meiðsla, sem þeir hlutu á leiknum í fyrrakvöld. En Valur á marga sterka varamenn og það hefir hvað eftir annað sýnt sig að Valur hefir farið með sigur af hólmi þó ekki hafi allir aðal- spilararnir verið með. Bæjarbúar munu fjölmenna á völlinn í kvöld til þess að sjá hvort ekki er hægt að sigra hina erlendu gesti. HVAÐ GYÐINGAR HAFA LÆRT. London í gær. FÚ. á grunur virðist nú- staðfest- ur, að fjelagsskapur Gyðinga nokkurra muni eiga sök á hermd- arverkum þeim, er unnin hafa verið í Palestínu undanfarið. Er ætlað, að þeir eigi leynilega utvarpsstöð, annaðlivort í Palest- ínu eða í nánd við landamærin, og hafa þeir iitvarpað tíðindum af hermdarverkum sínum og stært sig af því, hve miklu tjóni þeir hafa valdið, bæði á manns- lífum og eignurn. Samningar milli Norðmanna og Spánverja urp saltfisksölu ög vöruskifti hefjast á morgun í Bilbao. (FÚ)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.