Morgunblaðið - 23.06.1939, Side 4

Morgunblaðið - 23.06.1939, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23, KRISTNIBOÐSÞINGIÐ. Almenn sam.koma verður haldin í kvöld kl. 8y2 í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Ræðumenn: Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson, Ólafur Ólafsson og síra Sig- urjón Þ. Árnason. — Söngur. — Allir velkomnir. Morgunblaðið með morgunkaftinu Sel veðdeildarbrjef og kreppulánasjóðsbrjef. Garðar Þorsfeinssou, hrm. Vonarstræti 10. Símar: 4400 og 3442. júní 1939. -Br|ef send Mbl. "".. Verslunarhöftin og einkaframtakið Hr. ritstjóri. ágætri grein og skemtilegri, sem jeg las nýlega, er minst á þá staðreynd, að við erum á hvínandi hausnum fjárhagslega sjeð, og að við verðum að kepp- ast við á sjó og landi til 'að koma fyrir okkur fótunum aftur. Hvernig er nú þetta, hefir ekki svo að segja hver einstaklingur á landinu keppst við alla tíð á sjó og landi til að koma fótunum fyr- ir sjálfan sig og þjóðina í heild? Jú, það hefir ekki vantað, en á nokkrum tímabiium hafa einstak- lingarnir bara ekki feiigið að njóta sín, vegna alskonar hafta og ófrelsis, yrði það of langt mál að tína öll þau dæmi upp úr sög- unni og skal beldur ekki gert hjer, en allir kannast við söguna frá einu haftatímabilinu þegar Hólmfastur var strýktur við staur fyrir að selja nokkra fiska, án ieyfis þáverandi forsjónar versl- unarmálanna á Islandi. Það var alveg sama hvernig þjóðin keptist við og stritaði. Henni varð svo lítið úr því sem hún aflaði að hún hafði eiginlega aldrei nema til hnífs og skeiðar og oft tæplega það þó. Af hverjuf Af því að þáverandi ríkisstjórn taldi landsfólkinu það hentast að öll verslun landsmanna væri rígbundin af alskonar höft- um og reglugerðum. Enginn skyldi halda að þetta hafi verið af ill- vilja ríkisstjórnarinnar í okkar garð. Nei, þvert á móti, þetta var af einberri umhyggju fyrir velferð okkar. Það mun ekki standa á vinn- andi stjettum þessa lands nú frek- ar en endranær að keppast við á sjó og landi og allir munu fúsir til að láta hendur standa fram úr ermuin, en hverjar eru líkurnar fyrir góðri afkomu, hvernig sem stritað er? Það er nefnilega enn eitt hafta- tímabilið sem lamar þjóðina og breytir góðæri í harðæri, svo lík- urnar fyrir góðri afkomu eru ekki miklar; , Þeim, sem ráða viðskiftamálum þessarar þjóðar virðist enn ekki vera þetta ljóst, er það ekki nú frekar en á fyrri haftatímabilun- um af illviija valdhafanna sprott- ið, heldur af þeirri sannfæringu að allur almenningur sjeu óvitar, sem ekki sjeu færir til að sjá fót- um sínum forráð og þurfi því í smáu sem stóru á forsjá þeirra að halda. Utlitið er því ekki glæsilegt, því aldrei hefir það heyrst, að þeir, sem hlekkjaðir eru, gætu bjargað sjálfum sjer eða öðrum Það þarf að losa þjóðina við höft og skatta- áþján sem á hana hefir verið lagt í seinni tíð og stendur henni fyrir þrifum. Þó öll verslunarhöft væru afnumin gæti það á engan hátt orðið stórfyrirtækjum eins og S. I. F. eða S. í. S. til óþæginda, en aftur á móti fjölda fyrirtækja og einstaklinga til stórgagns. Hvað miklum skaða veldur það þjóðinni að einstaklingum skuli vera bannað að selja ísl. afurðir hvar sem tækifærin bjóðast? Það verður ekki með tölum talið. Öll þau tækifæri sem ekki er leitað að, eða eru látin ónotuð vegna þess að mönnum er meinað að njóta ávaxta af dugnaði sínum, eru ótalin. Og öll þau tækifæri sem mönnum blátt áfram er gert ókleift að nota vegna þess að sækja þarf leyfin í hendum ým-' issa stjórnskipaðra nefnda. Myndi það vera þjóðinni skaði þó allmörg saltfiskskippund væru seld mönnum sem annars mundu aldrei borða saltfisk, en borguðu með nauðsynjum sem við þyrftum á að halda? Þessi sama spurning á við um hverja einustu tegund íslenskra afurða. Væri ekki betra að þeir dugn- aðarmenn, sem kunna að vera inn- an þeirra stjórnskipuðu nefnda sem hafa hönd í bakka með út- og innflutningi landsmanua, bætt- ust einmitt í hóp þeirra sem upp á eigin spýtur leitast við að selja afurðir landsins og kaupa þarfirn- ar á rjettum stöðum? Það fyrsta sem gefa þarf er að laga skattafyrirkomulagið, svo að menn fáist til að setja fje sitt í atvinnurekstur, en hætti að geyma það í kistuhöndruðum eða sokkaholum. Næst þarf að afnema öll versl- unarhöft — leggja niður þær nefndir sem við þau fást —, það eru aðeins fulltrúar bankanna sem ráða afdrifum gjaldeyrisumsókna í Gjaldeyrisnefnd, svo þeirra hluta vegna þarf ekki að launa þar 5 menn, og eins og kunnugt er, veitti innflutningsnefnd s.l. ár inn- flntningsleyfi fyrir rúmlega 5 milj. króna meira en þörf var fyrir af vörum í landinu, svo þeim hundr- að þúsund króna, sem hún kostar árlega, virðist heldur illa varið. Þjóðin hafði stritað í þúsund ár og ekki haft ráð á að byggja veg- spotta, brú, sæmileg íbúðarhús eða skip svo nokkru næmi, og allur þessi aumingjaskapur orsakaðist af verslunarhöftum sem þá voru. Svo var það fyrir atbeina góðra manna, eins og Jóns Sigurðssouar o. fl., að hlekkirnir brustu og öll verslunarhöft voru afnumin, og hvað skeði? Hagur þjóðarinnar blómgaðist á skömmum t.íma svo að nii eigum við hæði vegi, brýr, hús og skip og hagur alls almennings vai að verða mjpg sæmilegur. Þá voru aftur sett höft á verslun lands- manna og er það öllum svo kunn- ugt, að .ekki þarf að lýsa því hjer, hvað hag almennings hefir hrakað síðan, og alskonar óáran heimsótt þetta land. Það er ekki nægjanlegt þó menn keppist við og striti á sjó og landi ef menn ekki hafa frið og frelsi til að njóta ávaxtanna af verkum sínum. A. K. Duglegur maður | eða kona getur orðið með- * eigandi og forstjóri í góðu |* matsölufyrirtæki, sem er í |* fullum gangi. X Upplýsingar ekki veittar I*! í síma. X Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur. Austurstræti 14, 3. hæð. Kassabíll (3A tonn) til sölu. Nýgerður upp og nýyfirbygður. Uppl. í síma 1313. AUGAÐ hvílist TU|C| t með gleraugum frá I ÍIILLb I SVIGNASKARÐI fæst SILUNGSSTANGAVEIÐI í LANGAVATNI og LANGÁ fyrir STAÐARTUNGULANDI, GLJÚFURÁ beggja megin niður að KLAUFHAMARSFOSSI og eftirtöldum vötnum: GUFÁRVATNI (bleikja og urriði3—7 punda), DJÚPAVATNI (urriði 3—4 punda), MJÓA- VATNI (vænn urriði en ekki feitur), GRUNNAVATNI (urriði), BEINADALSTJÖRN (smásilungur, 1 pund og yfir), DJÚPADALSTJÖRN, HÓLMAVATNI (bleikja væn og feit), TOPPHÓLSVATNI (urriði og bleikja gríðar væn), HRÚTABORGARTJÖRN (bleikja og urriði). Til þess að ná til veiða þessara hefir verið gerður BÍLVEGUR fram að GRÍSATUNGU, um 11 kílómetra. í TANDRASELI FÁST HESTAR OG FYLGD. Tveggja tíma reið í efstu veiðarnar. — Veiðileyfið að silungsveiðum fæst í Svignaskarði og kostar 2 kr. á dag fyrir stöngina. Öllum, sem ekki hafa veiðileyfi, er bannað að veiða í nefndum ' j-r-aarwe* ám og vötnum. Slgb|€>Ml Arillílllll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.