Morgunblaðið - 23.06.1939, Side 5
Föstudagur 23. júní 1939.
ðtpttbyíi
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: Jón Kjartan««on ogr Valtýr Stefánsson (ábyrgrtJarmaOur.).
Auglýsingar: Árni óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstrœti 8. — Stmi 16*0.
Áskriftargjald: kr. 8,00 & nxánuöl.
í lausasölu: 15 aura elntakiö — 25 aura meö Leabftk.
H erf ori ngjarn i r ráða
VERSLUNARMÁLIN
SV O sem kunnugt er, var
þjóðstjórnin mynduð með
iþað fyrir augum, að ráðandi
flokkar legðust á eina sveif um
jþað að mæta þeim örðugleikum,
•sem að þjóðinni steðja. — Þeir,
;sem stóðu að myndun þjóð-
-stjórnarinnar voru sammála um,
•að flokkarnir legðu til hliðar
-sín þrengstu sjermál, meðan
jþéssi tilraun stæði, enda getur
'samstarf flokkanna aldrei orð-
ið varanlegt, ef það er ekki
reist á einlægum vilja til sam-
-starfs og þess gætt í öllu, að
þjóðarheild sje sett ofar flokks-
Ihagsmununum.
Eitt af því, sem aflaga fór, og
lagfæra þurfti voru verslunar-
málin. Allir flokkar voru sam-
-rnála um, að verslunarmálin
væru komin í versta öngþveiti.
-Þeir voru sammála um, að
höftin væri neyðarráðstöfun, og
-að því bæri að keppa, að fá
þau með öllu afnumin hið bráð-
-asta. Jafnvel fjármálaráðherra
Framsóknarflokksins, sem frem-
ur öðrum hafði trú á höftunum
sem bjargráði, sagði í fjárlaga-
-ræðu sinni síðastliðinn vetur, að
■ stefna bæri að afnámi haftanna.
Hann var kominn á þessa skoð-
un, eftir að hafa reynt þetta
-,,bjargráð“ í 4—5 ár.
Mikil og hörð deila hefir
staðið um höftin undanfarin ár.
Það ræður því að líkum, að
flokkarnir höfðu, þegar þjóð-
stjórnin var mynduð, samið
•alveg sjerstaklega um þessi mál.
Hvernig þeir samningar voru
^sjest best á yfirlýsingu þeirri,
er Ölafur Thors atvinnumála-
iráðherra gaf á Alþingi, þegar
Iþjóðstjórnin tók til starfa. —
JHann sagði:
„Flokkurinn (þ. e. Sjálfstæð-
'isflokkurinn) tók að lokum þá
„ákvörðun, að ganga til stjórn-
arsamvinnu á þessum grund-
'velli, þó með því að gera þá
• samnip.ga um verslunarmálin, er
nú skal greint frá:
1. Innflutningshöftunum sje
-afljett jafnóðum og fjárhagúr
þjóðarinnar og viðskiftaástand-
ið leyfir.
2. Þegar í stað verði gefinn
frjáls innflutningur á nokkrum
-nauðsynjavörum.
3. Ráðherrar hafi gagnkvæm-
an rjett til að fylgjast með
öllu, er gerist, hver í annars
ráðuneyti, og skulu fjármála-
ráðherra og viðskiftamálaráð-
Llierra alveg sjerstaklega hafa
nána samvinnu.
/Auk þess hefir Sjálfstæðis
flokkurinn falið ráðherrum sín-
um að gangast fyrir því, að tek-
in verði til endurskoðunar ýms
atriði í löggjöf síðari ára og
framkvæmd þessarar löggjafar,
þar á meðal, að svo fljótt sem
auðið er, verði endurskoðuð
framkvæmdin á úthlutun inn-
flutningsleyfanna, og meðferð
gjaldeyrisins“.
★
Eins og sjest af yfirlýsingu
atvinnumálaráðherra, hefir
þjóðstjórnin markað skýrt og
ákveðið stefnuna í verslunar-
rr.álum og gert samninga um
þau.
Nú hefir formaður Framsókn-
arflokksins að undanförnu
skrifað langar og ítarlegar
greinar í Tímann, um verslun-
armálin og án þess að þær sjeu
sjerstaklega gerðar hjer að um-
talsefni, þá mun þó áreiðanlegt
að Sjálfstæðismenn munu ekki
geta sætt sig við þann skilning
á framkvæmd haftanna, sem
þar kemur fram. — Þegar
sú stund kemur, að fært þykir
að afnema höftin, er „höfða-
töluregla“ Framsóknarmanna
að sjálfsögðu hrunin til grunna.
Það sýnist því með öllu á-
stæðulaust fyrir Framsóknar-
menn, að vera á þessu stigi að
vera að prjedika ágæti og rjett-
læti þessarar ,,reglu“.
Ef hinsvegar svo skyldi fara,
mót vonum manna, að ekki tak-
ist að rjetta svo við atvinnu-
vegina í landinu, að fært þyki
að Ijetta af höftunum með öllu,
þá er aftur orðið tímabært að
fara að deila um höfðatöluregl-
una og annað í framkvæmd
haftanna.
Þjóðstjórnin hefir yfirleitt far-
ið vel af stað og fylgi hennar
fer áreiðanlega vaxandi hjá
þjóðinni. En traustið til þjóð-
stjórnarinnar byggist fyrst og
fremst á þeirri trú, að flokk-
arnir sjeu staðráðnir í að leysa
vandamálin þannig, að sjónar-
mið alþjóðar væri hvarvetna
sett ofar þrengstu flokkssjónar-
miðum.
Það má vel vera, að til sjeú
menn í öllum flokkum, er að
þjóðstjórninni standa, sem ekki
hafa trú á þessari tilraun
flokkanna. Sennilegasta skýr-
ingin er, að formaður Fram-
sóknarflokksins sje einmitt að
þóknast þessum mönnum, með
skrifum sínum nú um verslun-
armálin.
En hinir skipa áreiðanlega
mikinn meirihluta, í öllum
flokkum, sem hafa trú á sam-
starfinu og vænta mikils af
því. Þeir trúa því einnig, að
ráðamenn flokkanna skilji það,
þegar frá líður, að samstarfið
getur því aðeins blessast, að
þegnarnir finni að þeir njóti
á öllum sviðum jafnrjettis og
hvergi sje reynt að draga taum
eins á annars kostnað.
Jeg hefi áður bent á hvern-
ig Japanar hafa notað
lítil atvik til þess að velta
af stað þungum skriðum,
eins og t. d. þegar styrj-
öldin, sefn nú geysat: í Kína,
hófst.
Það var fyrir nær rjettum tveim
árum, aðfaranótt 8. júlí 1937. Jap-
anskar hersveitir voru að heræf-
ingum nálægt þorpi einu í Norð-
ur-Kína, skamt frá Peking. Kín-
verskt setulið í þorpinu hjelt að
um árás væri að ræða af hálfu
Japana, og hófu þess vegna gagn-
sókn í myrkrinu. Margir Kínverj-
ar og Japanar fjellu. En strax
daginn eftir upplýstist að þessi
næturbardagi liafði verið, ef svo
má segja, á misskilningi bygður.
En hernaðarsinnarnir í Japan
liöfðu lengi beðið eftir tækifæri til
að geta lagt undir sig Norðurhjer-
uðin í Kína. Þeir gerðu miklu
meira úr þessu atviki en efni stóðu
til og hófu styrjöld, styrjöld, sem
nú hefir kostað margar miljónir
mannslífa.
★
Nokkrum árum áður höfðu Jap-
anar notað annað atvik, sem eins
og hið síðara var út af fyrir sig
smávægilegt, tii þess að liefja
styrjöld. Það var í Mansjúríu.
Tilefnið var þá ekki annað en, að
sprengja sprakk í járnbrautarstöð
í borginni Miíkden Jeg held að
ekkert manntjón hafi orðið, og
eignatjónið var ekki mikið. En
Japanar áttu járnbrautina, og þá
liafði lengi dreyrnt um að eignast
Mansjúríu, soyabaunirnar, sem þar
eru framleiddar og önnur hrá-
efni. Sprengingin var eina tilefn-
ið, er þeir þóttust hafa, er beir
hófu að leggja undir sig þetta víð-
lenda ríki„ sem nú heitir Man-
schukuo. Að vísu var tilefnið lítið,
en landið, sem þeir lögðu undir
sig, var „800 þús. ferkm. að stærð
og íbúar 35 milj.
★
Það væri nú kannske nokkuð
fljótfærnislega ályktað, að segja
að' togstreita sú, sem nú er háð í
borginni Tientsin í Kína, milli
Breta og Japana, sje hliðstæð.
Hliðstætt eh þó, að hjer gera Jap-
anar sjer lítilvægt atvik að tilefni
til þess að ná ákveðnu marki,
sem ekki er svo mjög lítið. Fyrir
nokkru tókst fjórum kínverskum
mönnum að flýja inn í breska sjer-
rjettindasvæðið í borginni Tient-
í Japan
í bili
ætla í raun og veru að nota þetta breska heimsveldinu saman. Þetta
tilefni til að boia áhrifum Breta,
og helst allra hvítra þjóða, burtu
úr Kína. En þótt tilefnið sje svip-
að eins og þegar Japanar rjeðust
inn í Mansjúríu og' hófu styrjöld-
ina í Kína, að því leyti, hve lítið
það er og fjarskylt því raunveru-
lega marki, sem kept er að, þá
nær þessi samaiiburður þó ekki
lengra. I Mansjúríu og Kína buðu
Japanar sundruðum þjóðum og
lítt vígbúnum byrginn, en nú hafa
þeir ögrað breska ljóninu, sem
segja má um að tekið hafi dag
hvern hið síðasta ár nýjar víg-
línur.
]
atpanar hafa lengi haft hug á að
hnekkja utanríkisverslun livítu
verður ljóst, þegar á það er litið
að hvítir menn í Indlandi, að með-
töldum hermönnum, sem eiga að
verja og vernda 350 miljón manna
þjóð, eru 135 þúsund!
Álitshnekkirinn, sem Bretar
biðu, ef þeir gæfust upp fyrir of-
beldi gulrar þjóðar í Kína, gæti
því haft hinar alvarlegustu afléið-
ingar fyrir breska heimsveldið.
★
Vitandi þetta, hafa Bretar und-
anfarin ár gert ráðstafanir til þess
að geta verið viðbúnir ef í odda
skerst milli þeirra og Japana. Þeir
hafa gert liina öfiugustu flotabæbi
stöð sem sögur fara af, í Singa-
pore, á Malaya-skaga, skamt frá
Kína. Og þéir vinna nú af kappi
þjóðanna í Kína, ekki síst vegna að því að efla flota sinn.
þess að þeir telja þær taka spón
úr sínum aski. Þessi fyrirætlan
hefir orðið stöðugt augljósari,
einkum síðasta árið. En hvítu
þjóðirnar hafa að því er virðist
fyrir sitt leyti ‘verið við því bún-
ar, að Japanar ætluðu að gera ein-
hverja tilraun í þessa átt, og hafa
sýnt eindreginn ásetning að standa
á rjetti sínum. Þannig var það er
Japanar settu fyrir nokkrum vilc-
um lierlið á land á Amoy og gerðu
sig líklega til þess að legg'ja undir
sig alþjóðahverfið í Kulangsu. Yf-
irhershöfðingi Breta við Kína-
streudur hraðaði sjer þá í flagg-
skipi sínu til Kulangsu og
skönunu síðar fór breski seudi-
herrann í Kína þar um. Breskt,
franskt og amerískt herlið var
sett á land — yfirleitt var liafður
allur viðbúnaður til þess að vest-
rænu þjóðirnar þyrftu ekki að
láta hlut sinn — og Japanar
ljetu undan síga, a. m. k. í bili.
★
Sú spurning hlýtur að vakna í
þessu sambandi, livort Japanar eru
nógu öflugir til þess að fylarja
fyrirætlunum sínum fram og boia
erlendum viðskiftum öðrum en
japönskum frá Kína?
Þessari spurningu er e. t. v. auð-
veklara að svara, með því að leit-
sin í Norður-Kína. Japanar telja ast fyrst við að svara spurning-
Eimskip. Gullfoss er væntanleg-
ur til Vestmannaeyja í dag. Goða-
foss er í Hamborg. Brúarfoss er
á leið til Grimsby. Dettifoss er á
Bíldudal. Lagarfoss er á leið til
Kaupmannahafnar. S'elfoss er á
leið til Antwerpen.
þessa menn hafa til saka unnið við
sig - og heimta þá framselda. En
Bretar neita að framselja þá nema
að Japanar geti sannað sök þeirra.
Kínversku menmrnir hafa skýrt
breskum yfirvöldum í Tientsin frá
því, að Japanar hafi pínt þá til,
þess að játa á sig hermdarverk
sem þeir hafi ekki unnið. Og Bret-
ar vilja ekki taka á sig þá ábyrgð
að framselja þessa menn, sem að
líkindum eru sakiausir, til nýrra
pyntinga.
★
Þetta er atvikið sem gefið hefir
Japönum tilefni til þess að sýna
Bretum þá mestu ögrun, sem þeim
hefir nokkurntíma verið sýnd í
Kína, svo að tilfærð sjeu orð
áhrifamikils bresks blaðs. Þeir
unni, hvort Bretar geti látið ógna
sjer til þess að láta af liendi rjett-
indi sín, sem þeir hafa náð í Kína.
Enginn vafi er á því, að í nýlend-
um Breta, Frakka og Bandaríkja-
manna um gjörvalla Austur-álfu,
og jafnvel víðar, er fylgst með at-
hygli með því sem gerist í Tient-
sin. Ef Bretar láta undan, þá verð-
ur það þessum þjóðum benuing
um, að Bretar sjeu veikir fyrir.
Ferðamenn og frjettaritarar, sem
ferðast liafa um Indland, hafa
skýrt frá því, að undanlátssemi
Breta, þegar Austurríkismálin og
Súdetenmálin voru á döfinni í Ev-
rópu, hafi hnekt mjög áliti þeirra
meðal almennings. En álit og veg-
Ur Breta hafa frá öndverðu átt
einn mestan þátt í því að halda
Það er engum vafa bundið, að
Bretar gætu sett Japönum lífsregl
urnar, eins og nú er komið málum
þeirra, eftir langvinna styrjöld, ef
— og það er nokltuð stórt ef —
ef þeir hefðu ekki í önnur horn
að líta og lifðu í sátt og samlyndi
við allar aðrar þjóðir. En þegar
Japanar ganga nú í berhögg við
Breta, þá gera þeir það vegna
þess, að þeir vita að Bretar
eiga í vök að verjast annarsstað-
ar —: og e. t. v. af því, að þeir
líta svo á, að ekki sje síðara vænna
að taka það í Kína, sem tekið
verður þegar í stað.
★
Hjer ber því að þeim brunni,
að togstreita Breta og Japana er
aðeins einn þáttur í hinum feikna-
legu átökum, um lönd og þjóðir
og viðskiftalega og hráefnalega
hagsmuni, sem- nú eiga sjer stað
um allan heim.
Þegar kryfja skal orsakir og af-
leiðingar atburðanna, sem gert
hafa og gerast kunna í Tientsin,
þá verður að liafa liliðsjón af því
sem er að gerast í Evrópu: Her-
væðingu Evrópuþjóðanna, deilunni
um Danzig og Pólland, kröfum
Itala á hendur Fröklmm o. s. frv.
★
En hjer verður auðvitað líka að
taka tillit til ástandsins heima
fyrir í Japan. Stjórnmálaflokkar
eru þar aðeins tveir, og svarar
annar til íhaldsflokks annara
þjóða og hinn til frjálslyndra
flokka. Þessa flokka verður báða
að telja friðarsinnaða. En svo er
þriðji flokkurinn, sem ekki er
stjórnmálaflokkur, en það eru her-
foringjarnir. Þeir ganga undir
nafninu „herbúðirnar“ og þeir hafa
greiðan aðgang að eyra keisarans.
Þegar stjórnmálaflokkarnir hafa
mátt ráða, þá hafa Japanar leitast
við að' halda frið, eins og t. d.
þegar þeir undirrituðu flotasátt-
málann í Washington árið 1922
og komu með því í veg fyr-
ir að í odda skærist milli
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.