Morgunblaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 4
4 Á veðreiðarnar á Nesodda i Dilasýslu verður ferð n.k. laugardag, 1. júní. Nokkur sæti laus. Bifreiðasföðin Hekla. Sími 1515. Laxá í Laxárdal EFRI HLUTINN er til leigu í sumar. Uppl. gefur hrm. Lárus Jóhannesson, Suðurgötu 4. Sími 4314. Nreðavatn -- Borgarnes um Hvalíjoið Frá Reykjavík alla fimtudaga kl. 9 f. h. Frá Hreðavatni alla föstudaga kl. 10 f. h., og Borgarnesi kl. 11.30 f. h. Afgreiðslan í Borgarnesi er á Bifreiðastöð Finnboga Guð- laugssonar, sími 18. Bifffefttfastöðftn Hekla. Sfimft 1515. Símft 1515. Indkaldelse til Auktionsmöde. Grosserer J. Thoi’laeius (Josef Magiiusson Thorlafeius, f. 26./5. 1900), der i December 1938 havde Bopæl i Köbenhavn, Tulinsgade 41 t. v., men nu skal opholde sig paa Island, uden at nærmere Adresse er kendt, indkaldes herved til at give Möde for Köbenliavns Amts Nordre Birks Fogedret, Sct. Hans Torv 26 2’ Sal Köbenhavn, Tirsdag den 18. Juli 1939 kl. 13.30, i Anledning af Fastsættelsen af Vilkaar for Tvangsauktion af den Thorlacius tilhörende Bjendom Matr. Nr. 7 g't Gladsaxe By og Sogn <IIaspegaardsvej). Civildommeren i Köbenhavns Amts Nordre Birk d. 19. Juni 1939. €hr. Andersen. AUGAÐ hvílist TIJ|P| C með gleraugum frá 1 IIILLL Böalasmjör ágætt. a_< C 1 Gislihúslð 1 vmn | í Norðtungii | I tekur á móti gestum til sum- £ j ardvalar eins og að undan- [j förnu. fflr=^i,^if^ni^ni-^l=ii==lB Laugaveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. 009®« 4 0D9® rKOIiðALT » » MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. júní 193H. Hátíöahölöin að Hvannevri Elstu þátttakendurnir í mótinu. 3. frá vinstri Hjörtur Hansson, fyrsti nemandi Hvanneyrarskólans. Sitjandi: 1. frá vinstri Björn Bjarnason, Grafarholti. 2. frá vinstri Ólafur Jónsson fyrv. lögregluþjónn. Hátíðahöld Hvanneyrar- skólans í tilefni af fimtíu ára afmæli hans fóru fram að Hvanneyri laugar- dag og sunnudag 24. og 25. júní. Það var hjart yfir Borgarfirði á laugardaginn, er gamlir og ný- ir nemendur Hvanneyrarskólans komu hvaðanæfa heim til staðar- ins. Við augum hlöstu hin ið- grænu tún og eugjar og var ný- búið að slá sum þeirra. Yfir Hvanneyrarstað blöktu fán- ar við hún og tjaldbúðum slegið upp umhverfis bjrggingar skólans. Var hátíðablær yfir öllu á staðn- nm. Fomir skóla- bræður hittast. Hóparnir, sem stign úr bílun- um, sameinuðust. Hver einstakur hóf leit í mannfjöldanum að sín- um fornu skólabræðrum. Það var heilsast, spurt og svarað, tekið skyndiyfirlit um það sem á dag- ana hefði drifið, rifjaðar upp gamlar endurminningar, minst þeirra fjelaga sem enn ekki voru komnir og hinna sem ekki gátu komið og þeirra sem fluttir voru yfir landamærin. Þar var bjart yfir öllu, hvarvetna fjör og gleði. Eftir að menn höfðu skifst á kveðjum var sest að borðum í mat- sal skólans kl. 12 á liádegi á laug- ardag. Tilkynti skólastjóri undir borðum hvernig dagskrá dagsins yrði, jafnframt því sem hann bauð alla viðstadda velkomna til há- tíðabaklanna. Fundur skyldi befj- ast í fjelaginu Hvanneyringi kl. 1, að þeim fundi loknum yrði sam- eiginlegt bórðhald og færu þar fram frjáls ræðuhöld. Vegleg gjöf. Runólfur Sveinsson skólastjóri setti fundinn með ræðu. I lok ræðunnar skýrði hann frá því að Jón Steingrímsson sýslumaður myndi flytja ávarp til Hvanneyr- inga og Hvanneyrarskólans. Sýslu- maður þakkaði störf skólans í þágu menningarmála hjeraðsins og skýrði jáfnframt frá því að sam- komulag hefði orðið um það milli sýslufjelaganna í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum ahnarsvegar og Búnaðarsambands Borgarfjarðar hinsvegar að fæn skólanum minn- ingargjöf í tilefni af 50 ára starfs- afmæli skólans. Afhenti liann skól- anum vandaðan útskorinn ræðu- stól eftir Ríkharð Jónsson. Ræðu- stóll þessi er skorinn út af mikl- um hagleik með myndum frá land- búnaðinmn og áletran á framhlið stólsins. Skólastjóri veitti gjöfinni mót- töku og þakkaði hana fyrir hönd skólans. Fundur í Hvanneyringi. Eftir það hófust hin almennu fundarstörf. Skýrði Guðmundur Jónsson kennari frá hlutverki fje- lagsins og að ákveðið hefði verið á síðasta aðalfundi fjelagsins að efla starfsemi þess. Hefði fjelagið eftir það ásamt fjelagi Hólamanna keypt ritið Búfræðinginn og gæfu skólarnir það framvegis út sitt árið hvor. Ennfremur þá hefði fje- lagið gefið út minningarrit um skólann og er það hin veglegasta bók, 250 hls. í Skírnisbroti, er þar rakin saga skólans frá stofn- un og fram til þessa dags. Þá skýrði skólastjóri frá því að þar sem fleiri uemendur Hvann- eyrarskólans væru nú saman komn ir en nokkru sinni áður }>á teldi hann æskilegt að gengið yrði frá lögum Hvánneyrings og var nefnd skipuð til að endurskoða þau, skil- aði hún áliti síðar á fundinum og voru þau samþykt. Um kvöldið undir borðuin voru minni flutt og scngflokkur skól- ans, undir stjórn Ingimars Guð- mundssonar, skemti með söng. Undir horðum skýrði skólastjóri frá því að fjölskylda Halldórs Vil- hjálmssonar skólastjóra, börn lians og ekkja, Svafa Þórhallsdóttir, hefðu fært skólanum minningar- gjöf kr. 5000.00, er varið skyldi til sjóðstofnunar til styrktar nem- endum Hvanneyrar, þeim er fram- haldsnám ætla að stunda erlendis. Þakkaði skólastjóri þessa mynd- ’arlegu gjöf, sem bæri vott um þann mikla velvilja sem fjölskyld- an bæri til skólans og staðarins, sem verið hefði æskuheimili barna Halldórs Vilhjálmssonar. „Steðjasjóður“. Eftir tillögu Björns Bjarnason- ar í Grafarholti, þess manns er átti frumkvæði að því að Hvann- eyri yrði gert að búnaðarskóla- setri, var ákveðin sjóðstofnun svo- nefndur „Steðjasjóður" er varið skyldi til áhaldakaupa vegna smíða- og handavinnukenslu í skól- anum. Safnaðist þegar nokkurt fje til sjóðsins. * Við þau minm sem flutt voru kom alveg sjerstaklega fram hve mikla ást og vírðingu nemendur og samstarfsmenn Halldórs heit- ins Vilhjálmssonar háru til hins látna skólastjóra, enda mun það einmæli, að hann hefir haft mjög mikil áhrif á sína nemendur og veitt þeim mikíð og gott vega- nesti, þann stutta tíma er hver einstakur naut Ieiðsögn hans og hollráða. Kynningin ein af at- kvæðamanni eins og Halldóri hefir gert margan ic-skumanninn að meiri dreng en hann ella hefði orðið. Á sunnudagsmorguninn fór fram knattspyrna milli „öldunga“, er-valdir voru úr fyrri árgöngum skólans, við lið úr hópi þeirra nemenda sem nú sturnla nám við skólann. Sigruðu „öldungarnir" með 2 mörkum móti einu. Hátíðahöldin á sunnudaginn hóf- ust' kl. 11 með því að mannfjöld- inni gekk til kirkju og prjedik- aði dr. Eiríkur Albertsson á Hesti. Ilann lagði iit af orðum Matthe- usar: „Hann kendi þeim eins og sá sem vald hafði enn ekki eins og fræðimenn þeirra". Flutti bann mjög eftirtektarverða prjedikun um menningaráhrif kirkjunnar og samband hennar við uppeldismál þjóðárinnar. Kl. eitt hófust ræðuhöld og kór- söngur. Var því útvarpað og er því vart ástæða til að fjölyrða um þann þátt hátíðarinnar. Ræðuhöld. Ræðu flutti Runólfur Sveinsson skólastjóri. Forsætisráðherra flutti ávarp. Ennfremur töluðu þeir al- þingismennirnir Bjarni Ásgeirs- son og Pjetur Ottesen. Guðmund- ur Jónsson rakti sögu stofnunar- innar. Jón Hannesson mælti fyrir minni skólans. Pálmi EinarsSon fyrir minni hænda, og Steingrím- ur Steinþórsson flutti ávarp og afhenti skólanum brjóstlíkan af Halldóri Vilhjálrnssyni skólastjóra, er nemendur og samstarfsmenn skólans ’færðu skólanum að gjöf. Ilelgi Hjörvar las upp kvæði eftir Jón Magnússon skáld, afburða snjalt kveðið í þrem flokkum, er heitir Hvanneyrarmenn. Karlakórinn Fóstbræður skemti með söng og fitnleikaflokkur úr Keyiíjavík sýhdi leikfimi, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, við mikla hrifningu áhorfenda. Að lokum var dans stiginn fram eftir nóttu. Hátíðina sóttu fast að þúsund manns. Fóru hátíðahöldin prýði- lega fram og er allur undirbún- ingur og stjórn þeirra skólastjór- anum og kennurum og öðrum er að honum stóðu til hins mesta sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.