Morgunblaðið - 29.07.1939, Side 2

Morgunblaðið - 29.07.1939, Side 2
2 - MORGUKBLAÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1939. Franco „hreinsar til á Spáni íí Alvarleg átök fascista og kongungssinna Hætt við uppþotum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Franco hefir gefið utanríkismálaráðherra sínum, Suner, eftirlætisgoði öxulsríkjanna, Þjóð- verja og ítala, í spönsku stjórninni, umboð til þess að „hreinsa til“ innan spanska hersins og meðal starfsmanna hins opinbera á Spáni. Meðal annars er gert ráð fyrir að gerðar verði mikilvægar breytingar á stjórn Francos. Koht r • „HREINSUNIN“ BYRJUÐ Wt stríði Khöfn í gser F.Ú. Halfdan Koht, utanríkis- málaráðherra Noregs, hefir látið svo um mælt, að bú- ast megi við styrjöld, og muni hún verða ,,alger“ (total) og beinast gegn íbúum bak við víg- línurnar engu síður en herruÖÚÚ unum á vígvellinum. Koht ljet þess getið, að Nor- egur væri nú betur undir styrj- aldarástand búinn en árið 1914, og hefðu verið gerðir samningar við önnur Norður- lönd um gagnkvæma víxlun vista og nauðsynja. Suner hefir þegar tekið til starfa við hreinsunina og vikið frá fjölda opinberra starfsmanna sem verið hafa konungssinnar, þ. e., viljað að konungsveldi á Spáni verði endurreist. Stöður þeirra hafa verið veittar hreinrækt- uðum fascistum, eða falangistum, eins og þeir eru kall- aðir á Spáni. Danzig býr sig undir stríð Það hefir verið kunnugt um nokkurt skeið, að hörð átök ættu sjer stað bak við tjöldin milli konungssinna og falangista Þegar í upphafi spönsku borgarastyrjaldarinnar var því.spáð af kunnugum mönnum, að falangistarnir og konungssinnarnir í liði Francos gætu ekki átt samleið nema í því að reyna að steypa þáverandi Spánarstjórn. Ágreiningurinn milli hinna ólíku skoðana, hefir nú blossað upp síðustu tvo dagana. ER JAFNVEL TALIÐ, AÐ ÞESSI ÁGREININGUR GETI ÞÁ OG ÞEGAR LEITT TIL BLÓÐUGRA UPPÞOTA. Síðustu dagana hafa mörg blöð verið bönnuð og fjölmarg- ir málsmetandi menn verið handteknir. 1 ■ .......— ■ .«-L ■■■■■- 1 opinberri tilkynningu, sem stjórnin í Burgos gaf út í dag, er reynt að breiða yfir það, að nokkur ágreiningur sje ríkj- andi á Spáni. 1 þessari tilkynn- ingu segir aðeins, að tilskipun hafi verið gefin út nýlega, þar sem ákveðið hafi verið, að eft- irlit með opinberum fundum og samkomum skyldu verða aukin. En ráðstöfunin hafi verið mis- skilin af erlendum frjettaritur- um, og að það sje tilhæfulaust,; að þessi ráðstöfun hafi verið gerð vegna ástandsins í innan- landsmálum. Fyrir nokkrum dögum barst fregn um að alvarlegur ágrein- ingur væri risinn milli Queipo de Llano hershöfðingja og Francos og að Franco hefði gert de Llano ,,útlægan“ með því að skipa hann sendiherra Spánverja í Argentínu. í hinni opinberu „skýringu" er því mót- mælt að nokkur ágreiningur eigi sjer stað á milli þessara manna. Því er líka mótmælt, að Yag- ue hershöfðingi, sá er stjórn- aði Mára-hersveitunum í sókn- inni til Barcelona, hafi verið handtekinn. FRANCO REYNIR AÐ SÆTTA. Kunnugt er, að Franco hefir lagt sig í lím|a við að eyða á- greiningnum milli falangista og konungssinna undanfarnar vik- ur. En þessi ágreiningur er ekki aðeins um innanríkismál á Spáni ,heldur líka um utanrík- ismál. Falangistarnir vilja í ut- anríkismálum binda trúss ,, við Þjóðverja og ítali og reka fram- sækna utanríkismálapólitík, með því m. a. að leggja undir Spánverja Gibraltar — og Portúgal. Sjálfur er Franco sagður and- vígur æfintýrum, í utanríkis- málum, og vilja frið til þess að helga sig viðreisnarmálum á Spáni. AFVOPNUN. 1 fregn frá Burgos í dag seg- ir, að Franco hafi fyrirskipað afvopnun 50.000 hermanna í næsta mánuði. Verður þá svo komið, er þeir hafa verið leyst- ir úr herþjónustu, að ámóta margir verða í spánska hernum og vanalega á friðartíma, eða 250.000 menn. London í gær. FÚ. Hin ýmsu landvarnaf jelög í Danzig hafa verið sam- einuð undir yfirstjórn austur- prússnesku herstjórnarinnar í hinn svokallaða Fyrsta Dan- zigher, o$ mun hann koma fram í fyrsta sinni á mikilli hersýn- ingu, sem haldin verður í lok ágústmánaðar. Sumarleyfi skólabarna í Dan- zig verður framlengt, þar sem allir skólar- eru nú notaðir sem hermapnaskálar. 2. ágúsf London í gær. FÚ. Dagurinn 2. ágúst næstkom- andi verður hátíðlegur hald nn af landher, flugher og sjóher >ýskalands, samkvæmt tilkynn- ngu, sem birt var í dag í Ber- ín. Þann dag eru 25 ár liðin frá ví er fyrstu hersveitir Þjóðverja óru inn yfir Istndaínærj Frakk- ands í heimsstýtjöldínni. LISTSÝNINGIN í GAUTABORG Khöfn í gær F.Ú. Danska blaðið „Berlingske Aftenavis" birtir grein im norrænu listsýninguna í Sautaborg. Lýkur blaðið mestu lofsorði í myndir Gunnlaugs Schevings, ;n hrósar einnig mjög myndum jeirra Jóns Stefánssonar, Kjar- ,mls og Gunnlaugs Blöndals. nitiiiiiiimHHitiiiiiiuiiiiiniiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiii!iiiii!Ui!iiiiiiim]ii]i!iiiiiiiii]iiiiiiu| I Roosevelt hefir 1 | styrkt hendur | I Breta í Austur- ( I Asíu 1 immiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHUtnfiiiiiiiiiiiiiiimiiiii) iiiiiiiiiiiuimiiiiiiimimiiifmnmiiiiiiimiiiiiiiii Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. New York Times“ kallar uppsögn Banda- ríkjastjórnar á verslunarsamningi Banda ríkjanna og Japana mikilvægasta sporið, sem stigiðliefir verið í Austur-Asíumálunum síðan styrj- öldin í Kína hófst. Blaðið segir að þessi ráðstöfun sýni að Bretar standi ekki einir, þótt þeir taki upp ákveðnari st^fnu gagnvart Japönum. Blöðin í Tokio segja, að tilgangur Roosevelts með uppsögn samningsins sje tvenskonar: 1) að blása nýjum kjark í Breta og 2) að gera vinsældir Roosevelts meiri fyrir forsetakosning- arnar sem fara í hönd í Bandaríkjunum næsta ár. KEPPA AÐ SAMA MARKI London í gær F.Ú. 1 London er litið svo á, að það hafi ekki komið bresku stjórninni algerlega á óvart, að Bandaríkjastjórn sagði upp samningunum. Hinsvegar mun breska stjórnin ekki hafa búist við uppsögn samninganna nú þegar. Uppsögn samninganna er talin enn ein sönnun fyrir því, að Bretar og Bandaríkjamenn hafi samræmt sjónarmið sín að því er tekur til Austur-Asíu og leiðir beggja liggi að sama marki — Hreinsun — hjá Stalin Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Skeyti frá Moskva til „Daily Telegraph“ í London hermir: Stalin hefir látið svifta embætti 79 kunna liðsfor- ingja í rauða hernum og fjöl- marga starfsmenn þess opin- bera og eru þeir sakaðir um gagnbyltingar undirróður. Meðal þessara manna eru Tairof, sem áður var lands- stjóri Stalins í Ytri Mongoliu og Lapin yfirhershöfðingi í flugher Rússa í Austur-Asíu. Búist er við að menn þessir verði dæmdir til dauða. Bretar óttast um þinghús sitt London í gær. FÚ. jerstákar Varúðarráðstafan- ir hafa verið fyrirskipað- ar í Englandi um stundarsakir, vegna tilræða I.R.A. Til dæmis er lagt bann við því fram yfir helgi, að almenningur skoði þinghúsbygginguna. Lögin gegn starfsemi I.R.A. voru samþykt í dag. Helgi Þ. Steinberg, Sölvhólsveg 7, verður 56 ára í dag. í London er talsvert um það rætt, hvort Bretar muiii grípa til svipaðra ráðstafana og Bandaríkjamenn til verndar rjettindum sínum og hagsmun- um í Kína. Athygli er leidd að því, að Bretland hafi einnig gert viðskiptasamninga við Japan. En þótt breska stj órnin sj e frá hverf því, að gera nokkuð, sem spilt gæti samkomulagsumleit- ununum í Tokio, hafa þær skoð anir komið fram í London, að til svipaðra ráðstafana myndi verða gripið, ef nauðsynlegt reyndist. FÖGNUÐUR KlNVERJA. Samkomulagsumleitunum um Tientsindeiluna var haldið á- fram í dag í Tokio, og er svo sagt, að hinir japönsku fulltrú- ar hafi mælst til þess, að bresk yfirvöld ljetu af hendi við Jap- ana silfurbirgðir þær, sem Kín- verjar eiga á forrjettindasvæði Breta í Tientsin. Uppsögn viðskiftasamnings- ins hefir vakið mikinn fögnuð meðal Kínverja í Chungking, og er þar litið svo á, að með uppsögninni hafi Bandaríkja- stjórn veitt Chungkingstjórninni kínversku siðferðislegan stuðn- ing og hvatningu. UÓSMYNDATAKA I MOSKVA London í gær F.Ú. tofnandi og aðalritari breska hermannasam- bandsins í nýlendunum, Sir Ivon Frehch, var handtekinn í Moskva í gær ásamt konu sinni. Hann var sakaður um að hafa tekið ljósmyndir í óleyfi. Þau hjónin hafa nú verið lát- in laus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.