Morgunblaðið - 29.07.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.07.1939, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1939. 3 Astandið í Austur-Asíu Eins og Vesturveldin eiga í erfiðleikum með samninga við Rússa, eins gengur einræðisríkjunum illa að fá Japani til að gera við sig hernaðarbandalag. En Japan hefir nóg að hugsa um þessar mundir í Kína, um leið og andúðin gegn BretUm er mögnuð heima í Japan. Hjer birtist kort, sem sýnir aðstöðuna í Kína eins og hún er nú. Svörtu reitirnir sýna landflæmi það, sem Japanar hafa þegar lagt undir sig og í þeim landshlutum, sem merktir eru með skásrikum eiga japanskar hersveitir í hardögum og þar halda Kínverjar uppi smáskærubardögum. í bæjunum, sem merktir eru með því að undir- strika nöfn þeirra, liafa úflendingar sjerrjettindi og eins og sjest á kórtinu hafa Japanir þegar margar af þessum borgum á sínu valdi. Loks eru sýnd herskip úti fyrir ströndinni, sem sýna hafnbann Japana. Island er ómissandi fyrir Norðurlönd ---- segir Kaper borgarstjóri Landsýn íslands í góðu veðri verður öllum ógleym anleg er hana sjá í fyrsta sinn, sagði Kaper borgarstjóri er jeg hitti hann að máli í „Stavangerfjord“ áður en hann fór. Við höfðum sjeð Shetland og Færeyjar í þoku. En er við að kvöld- lagi nálguðumst Vestmannaeyjar, risu þær úr hafi með kvöldsól að baki. Farþegarnir störðu á þá undrasjón, og Eyjafjallajökulskalla uppljómaðan í aftanskini. Fyrir sjónum vorum urðu hamraveggir Vestmannaeyja sem táknmynd af þeirri hörku og karlmensku, sem til þess þarf að ryðja sjer hjer braut og skapa sjer lífsskilyrði norður í hafi. En er við komum til Reykja- víkur, fengum við fyrst nánari kynni af hinni litauðgu, ís- lensku fjallanáttúru, og hinu merkilega landslagi, sem víða er alveg án nokkurrar fegrunar af jurtagróðri. Það vekur undr- un og aðdáun aðkomufólks, að hjer norður frá skuli vera svo miklir og skærir litir í náttúr- unni og svo margbreytilegir. Seinna fengum við tækifæri til þess að kynnast landinu bet- ur, er við fórum austur í sveit- ir, og gátum virt fyrir okkur hið mikilfenglega landslag, bæði hraunmyndanirnar, hinar víðáttumiklu flatneskjur og fljótin, sem eru allmjög stór- fenglegri, en árnar okkar í Dan- mörku. Fyrir okkur er alt þetta mikil viðbrigði, okkur, sem erum vön því að ganga frá ökrum inn í skuggasæla lundi og garða. Jafnvel fyrir þá, sem alt frá æskudögum, hafa kynst íslensk- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Hvar kom Leifur hepni að landi í Ameríku? Rannsókn þýskra vísindamanna hjer á landi Bílar á landinu orðnir yíir 2 þús. 35 ár frá fyrsta bílnum Isumar eru liðin rjett 35 ár frá því að fyrsti bíll- inn kom hingað til lands, Thomsens-bíllinn. Síð- an hefir bílunum fjölgað um rúmlega 58 árlega ef tekið er meðaltal. Samkvæmt skýrslu vegamálaskrifstofunnar (birtri í síðustu Hagtíðindum), komst tala bifreiða á landinu í fyrsta skifti yfir 2000 1. júlí 1938 — var þá 2009. ¥ þýska blaðinu ,,DPZ“ er ný- lega sagt frá því, að von sje á til íslands tveimur stjörnu- fræðingum, þeim próf. dr. R. Miiller Potsdam og dr. O. Sig- fried, Bremen. Koma þeir hing- að á vegum Alfred Rosenbergs til þess að kynna sjer áttaskipt- ingu og mið Islendinga til forna. Vakir fyrir þeim með þessu að fá skorið úr, hvort Leifur hepni hafi lent á Floridaskag- anum er hann fann Vínland, eða á Labradorskaganum. I Eiríks sögu rauða er á ein- um stað greint frá stöðu skips- ins eftir þeirri tíma afstöðumæl ingum og er það von vísinda- mannanna er þeir hafa kynt sjer áttaskiftingu íslendinga á þeim tíma, að fá skorið úr þessu mjeð kortmælingum o. s. frv. Gert er ráð fyrir, að vísinda- mennirnir komi fyrst hingað til Reykjavíkur, síðan til Þingvalla, vestur í Dalaöýslu og loks til Flateyjar á Skjálfanda. Engin síld* .4 IÍ1ÍII8 KÍ* veiði í gær Sama og ©ngin síld barst á land í Verstöðvunum Norðanlands í ,gær, enda var veður ekki hagstætt -á miðun- tun, austan strekkingur og þoka. Als var j gær búið að salta 678 tunnur síldar á öllu land- inu á móti 36.200 tunnum á sama tíma í fyrra. E.s. Katla hlóð í gær full-i fermi af síldarmjöli frá ríkis- verksm,iðjunum bæði frá Siglu- firði og Raufarhöfn. Vjelbðtur strandar f Hólmasundi Vjelbáturinn „Ársæll“, hjeð- an úr Reykjavík strand- aði í gærkveldi á Hólmasundi, er hann var á siglingu inn. Stóð þáturinn svo hátt, að hægt var að ganga þurrum fót- um úr honum um fjöru. Veður var stilt í gærkvöldi og skipverjum; engin hætta búin í bátnum. Ætluðu þeir að bíða flóðs í nótt og sjá hvort bátur- inn næðist ekki út á flóðinu. Margir bátar voru á sveimi kringum strandstaðinn. Mrs. M. J. Corbelt Ashby, forseti alþjóða kvenrjettindasambandsins íslenskar konur i alþjóBaþingi i Kitöfn Með Gullfossi frá útlöndum síðast komu 7 konur úr Kvenrjettindafjelagi íslands, er sátu 13. þing alþjóða kvenrjett- indafjelagsins í Kaupmannahöfn da,gana 8.—15. júlí. Morgunblaðið hefir átt tal við eina- kenuna, frú Maríu Knudsen, og sagðist henni svo frá mótinu: Á þingi þessu voru um 200 kon- ur, fulltrúar frá kvenrjettinda- fjelögum ýmsra lýðræðislanda, þar á meðal Egyptalandi, Indlandi, Palestínu og Ástralíu. Voru rædcl þar öll helstu vanda- mál þjóðanna, auk ýmsra kven- rjettindamála. Meðal annars var rætt um hlutverk konunnar í þjóð fjelaginu nú á tímum, áhrif kon- unnar í opinberu lífi, mæðra- og barnavernd, nnga fólkið og fram- tíðina, siðferðislegar jafnrjettis- kröfur til kvenna og karla, sam- ræmi í vinnuskilyrðum kvenna og karla o. fl. o. fl. Fulltrúarnir islenskn á þinginu voru: Aðalbjörg Sigurðardóttir, varaform. K. F. í., María Knud- ;sen, Jónína Jónatansdóttir, Ingi- björg Benediktsdóttir, Þóra Vig- fúsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Guðnin Ryden. Voru konnrnar gestir Kvenrjett indafjelagsins danska á þinginu og fengu jafnframt nokkurn styrk úr ríkissjóði til fararinnar. Móttökur þær, sem við fengum sem íslendingar, voru prýðilegar, FRAMH. Á SJÖUNDU Sfi)U. En gæta verður þess, að ekki er allskostar rjett \að miða upp- haf bílaaldarinnar hjer á landi við komu Thomsensbílsins. Þessi bíll var af gamalli gerð og var brátt sendur utan aftur og næstu níu ár kom hingað enginn bíll. Það var ekki fyr en Svein- björn Oddsson og Jón Sigmunds son komu með Fordbílinn sinn árið 1913 (eða fyrir 26 árum) að bíllinn ruddi sjer hjer raun- verulega til rúms. Með komu þessa Fordbíls — og 5 bílar fylgdu eftir næstu ár — var fyrst hafist hana um að setja hjer bifreiðalög og í júlí 1914, eða fyrir rjettum ald- arfjórðung, voru fyrstu bifreiða lög íslands samþykt á Alþingi. Fjölgun bifreiða hjer hefir verið mjög misjöfn frá ári til árs. Frá því 1929 til 1930 fjölgi aði þeim t. d. um nær 400. En á árunum 1931—1933 fækkaði þeim úr 1577 í 1569. Frá 1933 hefir aukningin verið nokkuð- jöfn, rúmlega 100 árlega og á árunum 1937—1938 fjölgaði þeim um 102 (eða 5%). Þetta síðasta ár, sem skýrslur eru til yfir, fjölgaði fólksbifreiðum um 57 og vörubifreiðum um 45., Fólksbifreiðar í landinu eru nú samtals 933, en vörubifreið- ar 1076. t Flestir bílarnir eru 1 Rvík, eða 1108. í öðrum sýslum, eða kaupstöðum fara bílarnir ekki yfir 100 nema á Akureyri (146) og í Gullbringu og Kjósarsýslu (103). Mest er hjer um Fordbíla (21.5% af fólksbifreiðum, 40 %\ af vörubílum) og Chevroletbíla (14.9% og 34.2%). Af fólksbifreiðum voru árið 1938, 120 alnienningsbifreiðar, með fleirum en sex sætum. Síðustu 10 járin frá 1929— 1938 hefir tala bifreiðanna nær tvöfaldast (úr 1065 í 2009). Hefir bílum því fjölgað jafn- mikið á 10 árum og á fyrstu 25 árunum. KAPPLEIKIR I. FL. andsmót I. fl. hjelt áfram í gær og keptu fyrst ísfirð- ingarnir og Víkingur. Unnu ís- firðíngar með 5 mörkum gegn 2. Þeir eru auðsjáanlega farnir að kunna betur við völlinn og stóðu sig verulega vel. Reykvík- ingár mega gæta sín ef þeir ætla ekki að láta Isfirðingana fara með bikarinn vestur. í seinni leiknum keptu Vahir og K. R. og fóru leikar svo að Valur vann með 5 mörkum gegn 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.