Morgunblaðið - 29.07.1939, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.07.1939, Qupperneq 5
Laugardagur 29. júlí 1939. * j ■ — JPfargttttMn&tð —■■ ÖtKef.: H.f. Árvaku®, Heykjavlk, Rltstjörax: Jön KJartanno» o< Valt^T MotáMna AuBlýsingar: Árnl Óla. Ritstjórn, auKlýal»i«&r off afarreiBala: Amturitnetl H. — Blml 1*00. Áskriftargjaid: kr. S,0ð á n&BaOi. í lausasölu: 15 aura etatakiö — 26 aura a>eð I^acéók. TRJÁGARBURINN VIB TJÖRNINA Reykvíkingar hafa verið seinir til þess að festa' trúnað á, að trjágróður geti þrifist og dafnað hjer í bænum. Hafa þeir getað styrkt vantrú sína á ýmgum staðreyndum. Daglega hafa þeir haft fyrir augum aukvisagróður hjer og J>ar í bænum, kræklótt trje, er lítið sem ekkert vaxa, standa í stað að heita má árum eða -áratugum saman. Svo er lofts- Jagi kent um, skakviðrum, vetr- ■arblotum eða einhverjum öðrum 'óviðráðanlegum ástæðum. Þang- að til það kemur upp úr kafinu, að þar sem jarðvegurinn er sæmilega undirbúinn eða góð- oir, þar sem sett eru niður trje :af góðu kyni, og þau fá nokk- ■urnvegin umhirðu, þar vaxa þau og dafna alveg eins vel eins og annarsstaðar á voru landi Is- iandi, á þeim stöðum, sem mest eru rómaðir fyrir gróðursæld: En einn er sá staður hjer í bæ, sem enn í dag ber sjerstak- iega -vantrúnni vitni, og það er skemtigarðurinn við Tjörnina. Nú gætu menn litið svo á, að : það gerði ekki mikið til, þó gróð ' ursetning trjáa mistækist á þessum stað, ef vel tekst nægi- lega víða annars staðar. En þetta er ekki rjett. Þarna er stærsti skemtigarður bæjarins, garður sem er vel til þess fall- inn að mörgu leyti að vera úti- skemtistaður. Hvergi í bænum myndi ’þroskamikill trjágróður Ttjóta sín eins vel eins og þarna. Hvergi myndu bæjarbúar geta éflt trú sína betur en þar á möguleikum trjáræktar, ef hún „á annáð borð tækist þar vel. Þegar athugað er, hve árang- turinn á ræktuhartilraununum |>arna er lítill og ljelegur, má •gera ráð fyrir, að ernhver sjeu :þau skilyrði þarna, sem geri drjáræktina eitthvað erfiðari ein mitt þarna, en víða annars stað-< •ar í bænum. En það er alveg ■ómögulegt annað en að þá erf- liðleika .sje hægt að yfirvinna. ★ Áhugasamir menn hjer í bæ 'Jhafa komið á fót Skógræktar- fjelagi, sem, kunnugt er. Það fje llag hefir trjáræktarstöð suður í Fossvogi. Þar er alið upp all- mikið af trjáplöntum og þrífast iþær þar yfirleitt vel. En sá er gallinn á, að altof fáir sjá þann gróður og sækja þangað kunn- leik á trjáræktinni. Þar eð fjelagsskapur þessi vinnur að þjóðþrifamáli, þar sem skógræktin er, vill stjórn fjelagsins eðlilega fá styrk til starfseminnar af opinberu fje, svo hægt verði m. a. að vinna meira við trjáræktina í Foss- vogi. En mikið hentugra væri að breyta hjer um vinnuaðferð. Að hin áhugasama stjórn Skógrækt arfjelagsins tæki að sjer Tjarn- argarðinn, fengi hann til um- ráða, spreytti ,sig á því, að koma þar upp þroskamiklum trjágróðri. Betri auglýsingu gæti fjelagið ekki fengið fyrir starfsemi sína. En bærinn gæti látið fjelaginu í tje fjárstyrk sem því svaraði er bærinn nú kostar til viðhalds á garðinum — og vel það ef árangur af þessari tilhögun reyndist góður. Á þann hátt gætu báðir aðilar haft hag af þessum viðskiftum, bæði bærinn og fjelagið. En Skógræktarfjelagið yrði á þenna hátt fyrir Reykjavíkur-i bæ, það sama sem fjelagið Magni hefir verið og er fyrir Hafnfirðinga, síðan Magni byrj- aði sína merkilegu ræktun í Hellisgerði. ★ Þegar Skógræktarfjelaginu tekst að koma skemtilegum og þroskamiklum skógargróðri í Tjarnargarðinn hjerna, þá mun það tiltæki gera það að verkum að vinsældir fjelagsins aukast mjög í bænum, til mikils góðs fyrir málefnið er fjelagið vinn- ur að. Forstöðumjenn Skógræktar- fjelagsins hafa vakið máls á því, og beitt sjer fyrir því, að vernd- aðar verði þær skógarleifar, sem enn eru í Elliðavatnslandi. Yrði það gert með allmikilli girðingu utan um lítt gróður- vænlegt' land. Er ekki nema gott um þá friðlund og ræktar- semi að segja. En nær væri fje- laginu, að seilast eftir því, að fá að því unnið, að í hjarta höf- uðstaðarins að heita má, kæmist upp trjágarður, sem yrði hvatn- ing til allra landsmanna í trjá-' rækt og til sóma fyrir fjelagið og höfuðstaðinn. Samningar Norð- mannaog Spánverja Osló í gær F.B. inn af norsku samninga- mönnunum, sem sömdu við Spánverja um nýjan við-< skiftasamning* segir, að hann sje ekki ánægður með þann kvóta sem Norðmenn hafi feng- ð, að því er saltfisk snertir. Útflutningsmagnið samkvæmt samningunum 1936 var næstum helmingi meira en það, sem nú fæst leyfður innflutningur á, samkvæmt hinum nýju samn- ingum, en það er 100.000 p«' ' ar af saltfiski eða 5000 to: > <:• verðið 150.000 stpd. og er magn þegar selt þangað. Verðið er gangverð á heims- markaðinum. (NRP). rjettur maður til námsms, þar sem Áskell Löve er. Hann kom hingaö heim með Gullfossi um daginn, en hefir hjer stutta viðdvöl. Hann gerir ráð fyrir að Ijúka námi sínu á 3 ár- um, í erfðafræði og jurtakynbót- um. Erindi lians hingað heim að þessu sinni er að safna hjer tún- grösum til að flytja með Sjer til Svalöf til nánari athugunar þar, frá sjónarmiði erfðafræðinnar. —- Hvaða grasategundir ætlið þjer að taka til þessara rann- sókna? spurði jeg Áskel í gær. — Jeg tek fyrst og íremst Isveifgrös og vingul-tegundir, seg- I ir hann. Jeg er að gera mjer von- I ir um, að nákvæm rannsókn á þessmn túngrösum okkar geti leitt í ljós merkilega hluti. Útlit er fyrir, að lijer á landi vaxi sjer- stök afbrigði þessara grasa, sem sjeu að því leyti frábrugðin frænd um sínum í öðrum löndum, að í sellum þeirra sje meiri litþráða- fjöldi en alment geiúst. Þar sem lijer er um að ræða mikilsvérðan mismun á sjálfri sellugerðinni, á hverjum frum- parti plantnanna, gefur að skilja, að mismunurinn er gagngerður. Það lítur líka út fyrir, segir Áskell, að ef plÖntur hafa óvenju- lega marga litþræði í sellum sín- um, þá verði þær óvenjulega nær- ingarríkar, þroskist óvenjulega fljótt, þoli óvenjulega vel kulda, >t sjeu yfirleitt hollari fyrir n og dýr. — Hafið þjer aðstöðu til þess er út kemur að rannsaka til fulls liin íslensku grös; er þjer takið ' með yður? — Já. Við stúdentarnir, sem stundum þetta nám, höfum öll — Hvað hafði Nilsson-Elile pró- fessor að segja um Island, er liann kom heim um daginn? — Jeg átti langt tal við hann, skömmu eftir að hann kom hjeð- an. Það sem hann sagði mjer af ferð sinni var í aðalatriðum þetta: Það fyrsta sem hann rak aug- un í var, hve ræktunin er hjer yfirleitt skamt á veg komin, og hve geysilega er hjer mikið af ræktanlegu góðu landi, sem órækt að er. Hann sá vitanlega ekki mikið af landinu. En hann fór austur í Fljótshlíð. Frá því ferðalagi sagði hann þetta: Honum leist afleitlega á Flóa- áveituna. Hann sagði, að þar væri illa farið með dýrmætt land. Slík- ar mýrar ætti að þurka, en ekki veita á þær vatni. Mýrar Suður- lands væru góðar til ræktunar — dýrmæt þjóðareign, þegar þær væru teknar til rjettrar ræktun- ar. Mesta undrun hans hjer vakti það, hve grösin eru hjer óvenju- lega græn, jafnvel á óræktarjörð. Kvaðst hann síst af öllu hafa bú- ist við svo kröftugum gróðri lijer í norðrinu. Þegar austur til Sámsstaða kom óx trú hans enn á ræktunarmögu- leikum landsins. Þá sá hann, að þar hefir tekist að rækta afbrigði korntegunda, sem kynbætt hafa verið til rækt- unar í alveg sjersíökum afmörk- uðum hjeruðum og lielst ekki eru ræktuð aimarsstaðar. Reglan er nú orðið sú, að leggja aldrei út í það að rækta slílt af- brigði annarsstaðar en í þeim heimkynnum, sem þeim eru ætl- uð. En að þetta tekst á Sámsstöð- um sagði Nilsson-Ehle að væri sönnun fyrir því, hve vel þar er unnið að kornræktinni, og hve skilyrði eru hjer rúm til ræktnn- ar. I framtíðinni, sagði hann, ad við íslendingar yrðum að fá okk- ar sjerstök afbrigði, er hæfa sjer- staklega íslenskum skilyrðum. Það þótti prófessornum mjög slælegt hjer, hve mikið við flytt- um inn árlega af útsæði. Því aldrei sagði hann að vel gengi t. d. kartöflurækt, fyr en útsæði, sem notað er, væri uppruunið úr sama hjeraði við sömu skflyrði og það er notað. Skógræktin, sagði hann, er hjer sýnilega á byrjunarstigi. Eu mikla trú fjekk hann á framtíð hennar, með g íðu tegundavaB. Taldi hann t. d. líklegt, að blæ- öspin ætti hjer mikla framtíð og* þó sjerstaklega hinir hraðvöxnu risaaspir, sem fundist hafa í Sví- þjóð og reynt hefir verið við lítið eitt hjer. V. St. iitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiM I BRJEF | nHMHIHIIHHIMNIIMIHtlNmillllin'* Spjöll á Trölla- börnum Hr. ritstj. kamt fyrir neðan Lögberg eru einkennilegir goshólar, sem heita Tröllabörn. Eru þeir merkilegir frá jarðfræðilegu sjón,- armiði og mjög sjerkennilegir. Og* meðal annara furðusmíða náttúr- unnar á íslandi, sem Friðrik kon- ungi 8. voru sýnd hjer, voru gos- hólar þessir. Staðnæmdist konungs fylgdin þar, er hún kom að anst- an, en Þórhallur biskup Bjarnar- son var kominn þangað til móts við hana og sýndi konungi hól- ana. Margir vísindamenn hafa líka farið að skoða þá og þótt mikið til koma. Nú fyrir skömmu sá jeg flntn- ingahíl koma til Reykjavíkur hlaðinn hraungrýti, og gat jeg ekki betur sjeð en að það mundi hafa verið brotið úr þessum gos- hólnm, kúptar og sljettar hraun- liellur, eins og eru í hvolfi gíg- anna. Síðan hefi jeg athugað þetta betur og kom þá í ljós, að grunur minn var rjettur. Jeg vil nú beína þeirri spurn- ingu til löggæslumanna hvort lög um náttúrufriðun nái ekki til þess- ara sjerkennilegu goshóla. Og ef svo er, þá skora jeg á þá að sjá um að hólarnir verði friðaðir fyrir spellvirkjum. F. Á. Álit prófessors H, Nilsson-Ehle á ræktunarmálum fslands Hin dökkgrænu túngrös sjerstæður dýrmætur grasastofn Áskell Löve grasa- fræðingur, segir frá Hingað kom um daginn jurtakynbóta- og erfða fræðingurinn heimsfrægi, Nilsson-Ehle prófessor í Svalöf á Skáni. Hann hafði hjer mjög stutta viðdvöl, eins og menn muna. En hann er áreiðanlega meðal heirra manna, sem mestar leiðbeiningar gæti gefið okk ur í ræktunarmálum. Svo mikil og víðtæk er reynsla hans oe; hekking. Gróðrar- og jurtakynhótastöðin í Svalöf er heimsfræg. Þar hafa myndast og þaðan hafa breiðst fit fjöldamörg afhrigði nytjajurta, er hafa orðið bændum og búalýð í Svíþjóð og víðar til ómetanlegs gagns. Svalöfstöðin starfar í sam- bandi við háskólann í Lundi. Nilsson-Ehle prófessor hefir nú látið af kennarastörfum. Eftir- maður lians er einn af lærisvein- um hans, Múntzing prófessor. En ntari'semi bans og kensla er bygð á starfi brautryðjandans, Nilsson- Elile, enda heldur liann tilraun- um og jurtakynbótastarfi áfram við Svalöfsstöð. íslenskur stúdent, Áskell Löve hefir nú í tvö ár stundað nám í Svalöf og Lundi undir handleiðslu þessara manna. Það er nokkuð seint sem við fáum bein not af því, sem læra má í ræktun og grasafræði þar. En bót er það í máli, að þar virðist hafa valist nauðsynleg áhöld til afnota, og land eftir þörfum til að rækta jurtir þær, er við rannsökum. En allar erfðarannsóknir eru- seinlegar, eins og gefur að skilja, þar sem ekki fæst nema í hæsta lagi ein kynslóð á ári hverju, til þess að dæma og gera úrval úr. — Og liver er svo tilgangur yð- ar með náminu í stuttu máli, hvað viljið þjer taka yður fyrir liend- ur að því loknu? — Þá er það von mín, að jeg geti fengið aðstöðu til þess að flytja hingað eða koma hjer upp nýjum stofnum af nytjajurtum, sem verða arðmeiri og árvissari en þeir stofnar, sem hjer eru nú notaðir. Þetta er mikið verk og vandasamt. En það er líka skemti- legt og aðlaðandi. Því manni get- 1 ur fundist eins og maður verði ;ofurlítill aðstoðarmaður í hinu ó- ' eudanlega verkstæði og tilrauna- ' stöð náttúrunnar. Frá Ferðalagi Nilsson Ehle

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.