Alþýðublaðið - 17.06.1958, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 17.06.1958, Qupperneq 9
1 Alþýðuhúsinu Þriðjudaginn 17, júní 1958 Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. Mmennar veitingar allan daginn. Góð þjónusta. Sanngjarnt verð. Reynið viðskiptin. Heitur matur framreiddur á hádegi frá að kvöldi frá kl. 6 -• 8 síðdegis Ingólfs Café S. L. sunnudag var vígður og tekinn í notkun hér í bæn- um, nýr knattspyrnuvöllur. — Völlur þessi er staðsettur við félagsheimili Víkings í Bústaða !og smáíbúðahverfinu, en þar hefur Víkingur komið sér fyr- ir til frambúðar, svo sem kunn- ugt er. og reist þar mjög mynd arlegt félagsheimili, en fram- kvæmdir við það hófust í febrú ar 1954. Jafnframt því sem unnið var að félagsheimilismál inu, var og haf.zt handa um vailargerð. Hefur að þessum framkvæmdum verið unnið. af miklum dugnaði og bjartsýni en þegar bvrjað var, voru aðeins til um 80 þúsundir króna í reiðu fé. I dag eru þær fram- kvæmdir, sem þarna hafa ver- ið gerðar, í húsakosti og velli metnar á nær 2 milljónir kr. Styrks hafa þessar framkvæma ir skiljanlega notið af hálfu op- inberra aðila, bæði Reykjavík- urbæjar og ríkisins og frá IBR. En nr.kiu hefur féiagið sjálft safnað. með vmsum hætti. svo sem- hlutaveltum, happdrættí, heimsóknum erlendra knatt- spyrnúflokka, samskotafé með- al fé'lagsmanna og meðal íbúa hverfisins, þar sem fjölskyldur greiða 10 kr. á mánuði í félags heimilisjóðinn mánaðarlega, — hið svonefnda ,,10 kr. plan“. — Fyrsta áriði ^em þetta. var reynt greiddu um 200 fjöiskyld ur og á þessu ári mun þær vera um 300. Með öliu þessu starfi, félagsheimilinu, vellinum sem vígður var á sunnuaaginn og Þelákur Þórðarson öðrurn þeim völlum, sem síðar koma þarna, hefur verið lagð- ur öruggur og traustur grundvöllur að framtíð Vík- ings, sem á bessu ári átti 50 ára afmæli og sem minnst yar af miklum royndarskap í vor, og áður hefur verið rækilega urn getið. Vígsla vallarins fór fram með hátíðlegum hætti og að við- stöddu allmörgu fólki, einkum úr hverfinu, bæði fullorðnum og börnum og unglingum, sem bó voru í meirihluta. svo og nokkrum forustumönuum í bróttahreyfingarinnar. Formað ur félagsins, Þorlákur Þórðar- son flutti víg'sluræðuna, bar sem hann lýsti undirbúningi öll um, gat um kostnað við fram- kvæmdirnar og þakkaði marg- þætta aðstoð ýmissa aSiia, auk félagsmanna sjálfra, sem mjög mikið hafa lagt af mörkum m. a. með sjálfboðavinnu eða bein um fjárframlögum. -— Minntist svo að lokum á margbætt fram tíðarverkefni sem enn biðu úr- lausnar. Tvieir kappleikir yngri flokk anna fór svo fram og keppti 3. og 4. flokkur Víkings við jafn- aldra sína úr Val og KR. Fór fyrst fram leikur Víkings og Vals í 3. flokki. En áður en leikurinn hófst, skipuðu bæði liðin sér á miðjan völlinn, en tveir litlir Víkingar strengdu borða yfir völlinn bveran, sem formaður klippti síðan á. um leið og hann tilkynnti völlinn tekinn í notkun, með þeim ósk um að hann mætti verða Vík- ing og knattspyrnuíþróttinni í heild til aukinnar feflingar og gengis. Að því búnu hófst leik- urinn, sem Einar Hjartarson, formaður knattspynudómara- félags Reykjavíkur dæmdi. •— Leikar fóru svo, að Víkingur beið ós'igur í þessurn fyrsta leik á hinum nýja velli sín- um. Valur sigraði með 3:0. — Þegar eftir að þessum leik lauk hófst leikurinn við KR og sigr- uðu KR-ingar með 1 marki Framhald á 2. siSu. A-SVF.IT Reykjavíkur í 4x200 m. skriðsundi karla á Sundmcist aramótinu á Akureyri. Mdtið í Vsrsjá: Valbjörn setíi Islandsmet, 4,42 m. Á frjálsíþróttamóti því, sem lialdið var í Varsjá s. 1. laug- ardag, sigraði Valbjörn Þor- láksson í stangarstökki og setti jafnframt nýtt Islandsmet. — stökk 4,43 m. Metið er þrem sentimetrum hærra en gamla metið, sem Val björn átti sjálfur. — Það setti hann á Stockholms Stadion 19. júlí í fyrra. Meðal keppenda í Varsjármótinu að þessu sinni voru allir beztu stangarstökkv arar Póllands o. fl. — Með Val- birni er í Póllandsförinni Örn Eiðsson. Eru þeir væntanlegir heim í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.