Morgunblaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 5
Hmtudagur 10. ágúst 1939.
===== JEHorgmtMaðið ==
Útgef.: H.t. Árvakur, Reylcjavlk.
Ritstjórar: Jðn Kjartanaaon ok Valtfr StafAaaaon (ibrrftanullw).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjórn, auglýamK&r o* afrreiBala: Auaturatsastl 8. — 81ml 1(00.
Áskriftargjald: kr. 1,00 á. aa&nuei.
t lausasðlu: 15 aura etntaklB — 11 aura aaeB Laabók.
ÞÁTTTAKA í ALÞJÓÐAFUNDUM
Islenskur mentamaður, sem
dvalið hefir mestan hluta
.æefinnar erlendis, sagði um dag-
inn við mig.
I>egar jeg hefi átt tal um ís-
Jand við menn, sem ekkert hafa
til landsins þekt, og þeir heyra,
sð fólksfjöldi sje hjer ekki
nema rúmlega 100 þúsund, og
Jjað í landi sem er norður undir
Jheimskautsbaug, landi sem ber
einkennisnafnið Is-land, þá er
l>að reynsla mín, að þeir hætta
.að hafa nokkra löngun til að
Ádta meira um landið. Því þetta
Þrent bendir svo ótvírætt til
þess, að hjer sje yfirleitt ekk-
ert um að vera, sem nokkra
þýðingu hafi, hjer geti engin
:menning þrifist, og hjer sje um
• engin viðskifti að ræða, er nokk
uð kveði að.
Þó okkur íslendingum kunni
að þykja þetta nokkað hart, þá
verðum við að játa, að hinir al-
'ókunnugu útlendingar hafa
nokkuð til síns máls. Menn,
sem vanir eru að skifta við milj-
ónaþjóðir geta ekki búist við
miklu hjer, eftir þessi fyrstu
kynni af landi og þjóð.
'k
Skoðun manna á því, hvort
við eigum að leggja nokkra
stund á að senda fulltrúa á
ýmsa fundi og alþjóðamót út
um, heim, eru ærið skiftar. Sum-
ir skoða slíkar sendiferðir sem
skemtiferðir fyrir fulltrúana og
annað ekki. Hjer sje um óþaría
ferðasnatt að ræða. Mönnum
væri nær að vera heima.
Margir, sem fara á slík al-
þjóðamót, eru ekki svo efnum
búnir, að þeir þurfi ekki ein-
Vbvern opinberan styrk eða styrk
:frá einhverjum fjelagssamtök-
um til þesg að takast þessi
ferðalög á hendur. Og einmitt
þess vegna finst öllum almenn-
ingi, sem alveg eðlilegt er, að
bann eigi hjer nokkra hlutdeild
í, þar sem ferðir þessar eru oft
að einhverju leyti kostaðar af
'Opinberu fje.
★
Umsóknum um ferðastyrki til
. ýmiskonar erlendra móta og
mannfunda rignir yfir ríkis-
stjórn og bæjarstjórnir á hverju
.ári. Oft koma þær fram með
litlum fyrirvara. Og oft má
vafalaust segja, að afgreiðsla
þeirra sé nokkuð handahófs-
leg, að ekki falli altaf þeim
verðugustu slíkar styrkveiting-
• ar í skaut. En það væri ákaf-
lega æskilegt, að bæði stjórnar-
völd og allur almenningur gerði
.sjer grein fyrir því, hvort við
Islendingar eigum að leggja
vaxandi áherslu á þátttoku
slíka frá okkar hendi, í al-
þjóðafundum sem hafa ýms
menningarmál með höndum,
ða í alþjóðlegum íþróttámót-
sum o. þvíuml.
■ *
Sú skoðun manna, að við
eigum ekki að sinna þessu af
því við erum svo ,,fáir, fátækir,
smáir“, getur áreiðanlega alls
ekki staðist. Hið rjetta er, að
einmitt af því við erum fáir og
smáir, þá verðum við að nota
hvert skynsamlegt tækifæri,
sem býðst til þess að láta á
okkur bera í samfjelagi þjóð-
anna. Enda er sú afstaða manna
að ryðja sjer til rúms. Sam-
kvæmt þessari stefnu var t. d.
ráðist í þátttöku í New York
sýningunni. Sú sýning kostar
okkur mikið fje, eftir okk-
ar mælikvarða. Engin þjóð hef-
ir lagt fram meira fje en við í
þátttöku sína í sýningu þessari,
">rið saman við fólksfjölda.
Allir sem til þekkja og sjeð
hafa íslensku sýninguna vestra,
eru á sama máli um,, að hún
hefir tekist vel. Árangurinn af
' henni verður ekki metinn í bein-
hörðum peningum. En hún hefir
orðið mikilsverð kynning, sem
ber sína ávexti með tímanum.
★
Alveg sama máli er að gegna
með þátttöku Islendinga í al-
þjóðamótum. Hún gerir sitt
gagn, þegar landar koma þar
vel og virðulega fram. Þess-
vegna á að hafa auga á því,
hvarvetna sem slík þátttaka er
eðlileg, að hún komist á. Og
það er ekki nema eðlilegt, að
þeir menn, sem leggja fram til
þess fje og tíma, að sækja slík
mót, fái til þess nokkurn stuðn-
ing af almennu fje. Væri eðli-
legt að til slíkra ferðalaga væri
ætluð ákveðin upphæð á ári,
sem yrði úthlutað til þeirra, sem
líklegastir eru að verða þjóð
vorri til gagns, þar sem þeir
koma fram sem fulltrúar vorir.
Pourquoi pas?
Nýtt skip
O júlí s.l. hleypti Slysavarna-
fjelag Frakklands af stokk-
unum öflugu björgunarskipi, út-
búnu öllum nýjustu tækjum. Það
ber nafnið „Pourquoi-Pas?“ og er
nú í notkun í Saint-Servan á Bre-
ta gneskaganum.
Skírnarathöfn fór fram í viður-
vist flotaforingjans Lacaze úr
franska Akademíinu, fyrrum her-
flotamálaráðherra og nú forseta
Slysavarnafjelagsins.
Ekkja Charcot framkvæmdi
skírnina.
Þannig hefir ennþá einu sinni
verið heiðruð minriing þeirra
frönsku farmanna, sem fórust við
íslandsstrendur 16. september 1936
ásamt hinum fræga foringja sín-
um, Jean-Baptiste Chareot.
Kveðjusamsæti ætlar Kuatt-
spyrnufjelagið Valur að halda Mr.
J. Divine, þjáífara sínutn, í Odd-
fellowhúsinu á taugardagskvöldið
kemur. ■ - • ý ,
Skrifaðu það hjá þjer
Mein okkar flestra er, að
við erum andlega latir.
Slóðar — í andlegum venj-
um. Við lesum reiðinnar ó-
sköp, en stöldrum ekki til
þess að grípa það, sem við
lesum, hugsum ekki um það,
berum það ekki saman við
okkar eigin reynslu, athug-
anir og þekkingu á efninu.
Hversu oft reynum við, þeg-' frakkann sinn. Hann var oft al
ar VÍð lesum um einhverja settur miðum þegar hann kom á
hugmynd, að bera hana sam-
an við okkár eigin hugmynd-
ir eða að minsta kosti að ir maður hugsuruna í meðvitund
setja hana í samband VÍð eitt og minni. Hversvegna ekki að
hvað líkt, sein Við höfum senda minnisseðla til ráðsmannsins
Eftir Robert R. Uddegraf
skörpustu heilum Ameríkumanna
fyr á tímum, skrifaði á hestbaki,
er hanri var á ferð (sama gerði
norski æfintýrasafnarinn Jörgen
Moe) og nældi pappírsmiðana á
áfangastað.
Um leið og maður skrifar fest-
hugsað um áður?
„Sittu kyr og taktu til í hug-
skotiriu“, sagði Carlyle. Tíminn,
sem fer til þess, getur orðið ein
af bestu og lærdómsríkustu stund-
urfl( okkar.
Til þess að gefa andlegu lífi
sínu nýja örfun er það ágætt ráð \
að skrifa minnisgreinar.
I fyrsta lagi er það flónska að
lesa, ef eftirtektin er ekki meiri
en svo, að það sem maður les loð-
ir ekki í manni nema stutta stund.
Hugmyndirnar eru forgengilegar;
minnið lekur eins og skyrsía. Lew-
is Caroll hitti naglann á höfuðið,
er hann lýsti þessu í „Jahber-
wocky“: — „Jeg gleymi aldrei því
hræðilega augnabliki“, hjelt kóng
urinri áfram, „aldrei, aldrei gleymi
jeg því!“ — „Jú, það gerirðu“,
sagði drotningin, „nema þú skrif-
ir það þjer til minnis“.
Það er til gömul saga um mann,
sfem hafði dottið eitthvað svo á-
gætt í hug, að hann fjell á knje
til þess að þakka guði fyrir það,
en uppgötvaði svo á hnjánum, að
hann hafði alveg gleymt hvað það
var. Aðalatriðið, öll ósjálfráð hrif,
hinn örfandi skilningur á fyrir-
lestri, leikriti, ræðu, hók eða sam-
tali fer fyrir ofan garð og neðan
ef við einbeitum eklti eftirtekt-
inni. „Hugsanir eru reikular og
vjer megum ekki láta neitt færi
ónotað til að grípa þær“, segir
Henry Hazlitt í bókinni „Think-
ing is a Seance“.
^ nginn getur orðið snillingur
__ (geni) a því að skrifa sjer
yfir öllu efninu, sem liggur geymt
í meðvitundinni og biðja hann um
að geyma þessa og þessa hugsun
á rjettum stað og góðum stað, svo
að maður geti gripið til hennar
seinna ?
Annar kosturinn við að skrifa
minnisgreinar er sá, að það kenn-
ir okkur að meta hugmyndirnar
og' er fyrsta skrefið til þess að geta
einbeitt huganum. Og svo gefur
þaðcæfingu í að.velja úr og vinsa
úr. Minnisgreinar athuguls og
æfðs lésanda eru leitarljós, sem
finna grundvallarhugsanirnar.
En þegar öllu er á botninn
hvolft er það hið skapandi
gagn minnisgreinanna, sem raun-
verulega er mest um vert. Grund-
vallarhugsjónirnar eru stökkpall-
ur hinna áframhaldandi bollalegg-
inga. Samþykkjum við hugmynd-
ina af alhug eða með fyrirvara?
Ilvað felst í henni? Hvað leiðir af
henni ?
Það er oft þegar vjer einbeitum
huganum að einhverju, að önnur
‘hugsun kemur eins og boðflenna
upp í hugann. Við ættum að temja
okkur að grípa þessar hoðflennur
um leið og þær fara hjá. „Það
Væri ekki misráðið“, segir Gra-
ham ÁVallas í „Art of Thoughts“,
„að hripa þessar aðskotahugsanir
niður“ eins og þær birtast fyrst
°g geyma þær til nánari athug-
unar síðar.
Mínar eigin minnisgreinar eru
skrifaðar á jafnstóra pappírsmiða.
Við og við tek jeg safnið og fer
yfir það. Þar ægir öllu saman —
til minnis, en vert er að gæta þess, sumt er heimspeki, annað varðar
starf mitt. Sumt, hálfkarað eða
hálfkveðin vísa. Einn er um nýja
fæðutegund, sem mjer er áhuga-
mál að komi á markaðinn. Þessi
hugmynd hefir breyst stig af
stigi og nú vona jeg að mjer detti
það í hug, sem fullgerir hana.
Verksmiðjueigandi, sem árum
saman hefir verið forgöngumaður
í sinni grein, kemur aklrei svo úr
hringferð um verksmiðjuna, að
hann hafi ekki með sjer marga
miða, sem liann hefir skrifað sjer
til minnis, viðvíkjandi breyting-
um, umbótum, sparnaði o. s. frv.
Svo vinnur hann úr þessum minn-
isgreinum og þaulhugsar málið
þangað til hann kemst að niður-
stöðu.
Það skýrir hugsunina að færa
hana í letur. Kunningi minn, sem
er sammála Grenville Kleiser um
„að dagleg notkun pennans sje
ein besta aðferðin til þess að skýra
að margir af hinum ágætustu
hugsendum mannkynsins hafa haft
þenna vana. Charles Darwin skrif-
aði óteljandi minuisgreinar, sjer-
staklfega ef hanri rakst á nýjar
staðreyndir eða nýjar kenningar,
sem fóru í bága við kenningar
hans sjálfs, „með því að staðreynd
,ir og kenningar, sem okkur eru
óhagstæðar, gleymast miklu frem-
ur en hiriar, sem styðja málstað
okkar“.
Robert Louis Stevenson liafði
altaf tvær bækur með sjer, aðra
til að lesa í, en hina til að skrifa
sjer til minnis í. Enski heim-
spekingurinn Thomas Hobbes, sem
hjelt 17. öldinni vakandi með hug
myndum sínum, var vanur að fara
í langar göngur og hafði þá staf,
riieð blekbyttu og penna í hand-
fanginu. í vasanum var minnis-
bók, sem hann greip til „undir
eins og hugsun vaknaði“.
Jonathari Edwards, einn af
vana sinn, að skrifa á hverjum
einasta degi hugleiðingu um ein-
hverja hugsjón, hvort hann lang-
ar til eða ekki. Hann heldur því
fram, að þessi sjálfsagi hafi
skerpt athygli hans og gert hann^
skýrari í hugsun. Hann er auðugri
af hugsjónum en áður, og honum
hefir auðveldast að koma orðum
að því, sem hann hugsar.
Um sambandið milli lesturs og
hugsunar hefir Thomas
Hobbes sagt, að ef hann hefði les-
ið eins mikið og aðrir menn þá
mundi hann vita jafn lítið. Annar
höfundur hefir sagt, að það, að
reyna að læra að hugsa með því
að lesa, sje eins og að reyna að
læra að teikna með því að „kalk-
era“. Yið látum heila höfundarins
hugsa fyrir okkur.
Hinsvegar hafa flestir miklir
höfundar verið ómettandi bóka-
hítir. En þeir lásu rjett. Galdur-
inn inn er sá, að gefa sinni eigiu
hugsun dálítið svigrúm. Ef hug-
myndirnar fara á kreik eða taka
á rás meðan maður er að lesa, er
rjettast að leggja bókina frá sjer
um stund og gefa þeim lausan
tauminn. Á þann hátt verður lest-
urinn uppörvun til sjálfstæðrar
hugsunar.
Graham Wallas segir, að blaða-
lesturinn verði flestum manneskj-
um æfilöng þjálfun í illum vana:
þær gleypa í sig lesmálið án þess
að hafa nokkra ánægju af því,
óendanleg runa af fjarskyldum
hugmyndum og efnum fer fram
hjá og gleymist að fullu von bráð-
ar. Hann ráðleggur fólki að klippa
út úr blöðunum og geyma það,
sem því þyki mikils virði. Er það
ekki furða, hve fáir það eru, sem
kæra sig um að vera gagnfróðir,
að minsta kosti um eitt ákveðið
efni og kryfja það tíl mergjar?
Þegar við lesum bók og rek-
umst á kafla eða setningu, sem
virðist alt í einu gera eitthvert
efni ljóst og skýra það, eða við
rekumst á hugmynd, sem er okk-
ur ný og kemur okkur á óvart, þá
liggur við að það sje glæpur að
gana fram hjá henni án þess að
staldra við og skrifa hana hjá
sjer. Ef við gerum það ekkij undir
eins, er hún vís til að týnast í
mistri gleymskunnar eða grafast
undir öðrum hugmyndum.
Margir af greindustu og alment-
uðustu körlum og konum hafa haft
þann sið að lesa með blýant í hend
inni. Bækurnar hafa ekki farið 4
spretti um hugskot þeirra, heldur
orðið þar eftir.
Með þeim hraða sem við lifum
við nú á dögum, hrannast athug-
anir og hugmyndir í hug okkar
svo, hraðfluga, að ef við venjum
okkur ekki á að skrifa hjá okkur,
þá missum við af hugmyndum, sem
hefðu orðið okkur mikils virði. Og
enn mikilsverðara er það, að þess-
ar minnisgreinar verða ómissandi
hverjum þeim, sem óskar að vakna
hugmyndirnar“, hefir lagt það í og hugsa. (Úr „The Rotarian")