Morgunblaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 7
Fimtudagur 10. ágúst 1939.
MORGU M BLAÐID
7
Sviþjóðarfararnir
I'RAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
— Yoru ekki fleiri íslendingar
í Stokkhólmi?
— Jú, fimleikakennararnir
Björn Jakobsson, Benedikt Jakobs-
son og Þórunn Claessen sóttu mót
fimleikakennara, sem haldið yar
að Ling-mótinu loknu. Því miður
gat jeg ekki setið mót þetta vegna
sýninga.
BLAÐAUMMÆLI
Ármenningarnir komu með mik-
inn fjölda af blaðaúrklippum, frá
bllum þeim löndum, sem þeir ferð-
uðust um. Alstaðar er flokkun-
um hrósaS og Norðurlandablöðin
■eru öll sammála um að íslenska
leikfimin sje mest í anda Lings
af þeim fimleikaflokkum, sem
sýndu.
Bitt danskt blað getur þess, að
ihver einasta þjóð, sem þátt liafi
tekið í Liugmótinu, þykist liafa
unnið stórsigra, en eftirtektarverð-
astar hafi samt sýniugar íslensku
úrvalsflokkanna verið.
Annað blað „Berlingske Aften-
avis“ ræöir um íþróttaáhuga þ.ann,
sem ríki á íslandi og hve langt.
við sjeum á veg komnir í íþrótt-
Um, það hafi fimleikaflokkar Ár-
manns' sýnt best.
Það væri að færast of mikið í
fang,” að élla sjer að þýða svo
Uokkru næmi af öllum, þeim ara-
grúa blaðaúrklippa, sem Ármenn-
íngar hafa meðferðis. Hjer skulu
aðeins tetknar tvær af handahófi.
„Social-Demokraten“ í Stokk-
hólmi segir m. a.:
„.... Þar næst sýndu úrvals-
fimleikaflokkar kveiina og karla
frá íslandi. Stúlkurnar eru án efa,
með því besta sem sjest liefir á
Ling-mótinu og sjerstaklega vekja
þær hrifningu með jafnvægisæf-
ingunum. Bæði leikfimi þeirra og
karlaflokksins var meira í anda
Lings en flestar aðrar sýning-
ar , .. .“
í sænsku blaði frá Gautaborg
segir svo:
„ . Pyrst komu stúlkurnar
í ljósbláum búningum, og á eftir
þeim piltarnir, hvítklæddir. Öll
voru þau með íslenskt flagg á
hrjóstinu, og í fararbroddi gekk
fánaberi með íslenska fánann ,..“
„ . . ...... Það var furðulegt, hve
firni þeirra (stúlknanna) var mik-
il. Æfingarnar voru margbrotn-
ar og fjölbreyttar, og ótrúlegt,
hve „amateurar“ gátu gert þeim
góð skil. Virtist hjer sem frekar
væri um þaulæft atvinnu-leikfim-
isfólk að ræða. En Sigurjón Pjet-
ursson fullvissaði oss um, að þetta
væri aðeins árangur af frístunda-
vinnu.
Piltarnir voru ef til vill eíin
betri en stúlkurnar. Bnda fengu
þeir hvað eftir annað dynjandi
lófaklapp frá binum fjölmenna
hópi áhorfenda".
„ . . . . Þau voru alveg fyrirtak
<„praktexemplar“) öll til hópa,
hæði stúlkurnar og piltarnir. ís-
lendingar hljóta að vera hraust
þjóð. Að vísu er þessi hópur úr-
val úr því besta. En það, sem úr
er valið — þjóðin — hlýtur að
vera góð, eftir kunnáttu þessa
hóps að dæma, því að ánnars hefði
«kki svona góður árangur
náðst......“
Vívax.
Dagbók
Háflóð er í dag kl. 1.55 e. li.
Næturlæknir er í nótt Kjartan
Ólafsson, Lækjargötu 6B. Sími
2614.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Lágafellskirkja. Messað sunnu-
daginn n.k. 13. þ. m. kl. 12.45
(ferming), síra Hálfdan Ilelgason.
Viðeyjarkirkja. Messað sunnu-
daginn n.k. 13. þ. m. kl. 4 e. h.,
síra Hálfdan Helgason.
Kveðjusamsæti hjeldu Víkingar
Pritz Buchloli, þjálfara sínum, í
gærkvöldi í Oddfellowhúsinu. Por-
maður Víkings, Guðjón Einarssön,
þakkaði. Buchloh fyrir starf hans
og afhenti honum að gjöf íslend-
ingasögurnar í þýskri útgáfu. Þá
talaði varafortnaður í. S. í., Er-
lingur Pálsson yfirlögregluþjónn,
Ólafur Sigurðsson, form. Vals, Ein-
ar Björnsson fulltrúi K. R. R.,
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og
loks talaði Buchloh sjálfur. Sam-
sætið var fjölment og skemtu
menn sjer fram eftir nóttu.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá Leith. Goða-
foss er væntanlegur að vestan og
norðan fyrir hádegi í dag. Brú-
arfoss er í Reykjavík. Dettifoss
fór frá Hamborg í gær, áleiðis til
Hull,- Lagarfoss er á leið til Leith
frá Kaupmannahöfn. Selfoss er í
Reykjavík.
Guðrún Árnadóttir, Barónsstíg
30, hefir beðið Morgunblaðið fvr-
ir eftirfarandi: Hjer með vil jeg
votta Húsmæðrafjelagi Reykjavík-
ur mitt innilegasta þakklæti fvriri
ánægjulega dvöl í sumarbústöðum
þess, sem jeg hefi notið, ásamt
börnum mínum 3 undanfarin sum-
ur, okkur til mikillar hressingar
og ánægju. Sjerstaklega vil jeg
þakka frú Maríu Thoroddseji,( frk.
Maríu Maack og frú Jóp|np Guð-
mundsdóttur fyrir þeirra einstökui
alúð., .
ísland í erlendum blöðum. Tíma-
ritið Echo Continental, sem flytur
greinar með miklum fjölda mynda
frá ýmsum löndum, bifti nýlegá
grein um íslandsferð eftir von
Eugen Kuseh. Myndirnar eru all-
ar góðar, vel valdar, nema ein,;
sem höfundur greinarinnar kallar
„Alteer Bauernhof in der Náhe
Reykjavik“. Hvoft sem svo er eða
ekki er myndin áreiðanlega af lje-
legasta torfbænum, sem höf. hefir
getað fundið, og er leitt er slíkar
myndir eru valdar til birtingar í
vönduð tímarit, ekþi síst þar sem;
engin hinna myndanna gefur nein-
ar upplýsingar um húsakost manna
hjér á landi í bæjum eða sveitum.
Blaðið Herald í Hespeler birtir
grein um ísland og Canada, frái
Kanadisku hagstofunni. — Blaðið
News í Newþort Rhode Island
flytur grein um ísland og heims-
sýninguna með ýmsum upplýsing-
um og fjallar greinin að' talsverðu
levti um Heimssýningarfrímerkin
íslensku. Blaðið bendír á, að af
erlendum heimssýningarfrímerkj-
um (gefnum út í tilenfi heims-
sýningarinnar) sjeu íslensku frí-
merkin ein jafnframt upplýsandi
um fund Ameríku og táknræn. —■
(FB.).
Póstferðir á morgun. Prá Rvík:
Mosfellssveitar, Kjalarness, Revkja
ness, Ölfuss og PlóapÖsjar, Þing-
vellir, Þrastalundur, Hafnarfjörð-
ur, Pljótshlíðarpóstur, Austan-
póstur, Akraness, Borgarness, Snæ-
fellsnesspóstar, Stykkishólmspóst-
ur, Norðanpóstur, Dalásýsíupóst-
ur, Brúarfoss til Akureyrar. Til
Rvíkur: Mosfellssveitar, Kjalar-
ness, Reykjaness, Ölfuss og Plóa-
póstar, Þingvellir, Þrastalundur,
Hafnarfjörður, Meðallands og
Kirkjubæjarklausturspóstar, Akra-
ness, Borgarness. Norðanpóstar.
Útvarpið í dag:
13.05 Sjötti dráttur í happdrætti
Háskólans.
19.45 Frjettir.
20.20 Frá Perðafjelagi íslands.
20.25 Hljómplötur: Ljett lög.
20.55 Hljómplötur:
a) Einleikur á píanó.
b) Valsar.
c) 21.35 Dægurlög.
GUÐLAUGUR GESTGJAFI
I TRYGGVASKÁLA
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
þar með hinni mestu prýði uns
hann fluttist að Tryggvaskála og
hóf þar 1 gitetihúshald og greiða-
soíu. Fýrstú ’tvö vor Guðlaugs í
Vátnsnesi eru einhver þau erfið-
ustu, sem núlifandi menn muna,
én þrátt fyrir þáð faúnaðist hon-
um vel í Vathsnesi og búskapur-
inn þar' stóð ætíð með miklum
blóma, enda var Guðl. þar ekki
einn um hituna, þar sem hann
naut áðstóðar sinnar dugmiklu
könu. Jörð sína bætti hann svo
með áveitu, að hún varð að stór-
býli í höndum lians.
Enda þótt dvöl Guðlaugs yrði
ekki lengri en þetta í Grímsnes-
inu, festi hánn mikla trygð við>
það bygðarlag og munu þeir marg
ir Grímsnesingarnir, sem nutu þess
eftir að haun kom að Tryggva-
skála. Þeir’ sakna þá einnig góðs
drengs.
Vorið 1925 flutti Guðlaugur að
Tryggvaskála og mega það teljast
merk tímamót í æfi hans. Ýms at-
vik lá'gú til þeirrar ráðabreytni,
eins og þeim sem þetta skrifar er
best kunnugt'Um. .Jeg minnist þess
þá líka; að misjafnlega var spáð
úm hvefnig Guðlaugi farnaðist
þarna. Um þáð þarf nú ekki að orð
lengja, það sýna þær almennu vin-
sældir, sem Guðl. hlaut á þessum
stað. Nú munu þeir margir, sem
saklia lians frá Tryggvaskála,
og þykir brottför hans þaðan of
skjót.
Guðlaugur var pi’ýðilega gefinn.
og það sýndi sig ávalt, að hann»
gerði hverju verkefni, sem
höndum bar, góð skil. Hann hafði
mikið yndi af söng og hljóðfæra-
slætti, enda ágætur söngmaður og
íjek óvenju vel á hljóðfæri og var
'þessvegná ’ oft forsöngvari og org-
aníeikari í sóknarkirkjum sínum.
Hann var maður óáleitinn og
vildi öllum vel, og ef til vill hefir
honúm eínmitt þessvegna fallið
það þyngra,. þ^gax þann fann, að
aðrir vildu honum miður vel.
Guðlaugur unni landi sínu og
þjóð og yar þessvegna vandur um
forystuménn í þjóðmálum.
Að Guðlaugi er hinn mesti mann
skaði. Vinir hans munu ávalt minn
ast háns með Söknuði fyrir mann-
kosti hans og trygð.
Mestur harmur er þó að sjálf-
sögðu kveðinn að konu hans og
dætrum, en þeim má það vera
harmabót, að liafa átt slíkan eig-
inmann og föður, sem í engu
mátti vamm sitt vita.
Jog þakka þjer vinur fyrir sam-
veruna með þeirri ósk, að við
heilir á Peginslandi.
St. Gunnlaugsson.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HVER7
Hessian, 50” og 72”
Kjöpokar, Ullarballar,
Binöigarn og saumgarn
ávalt fyrirliggjandi.
Sími 1370.
OLAFUR CÍSLASONc) ^/2
éJuojgf
REYKJAVf'K
BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU.
ÞAÐ ER EINS MEÐ
Hraðferðir B. S. A.
OG MORGUNBLAÐIÐ.
Alla daga nema mánudaga
Afgreiðsla í Reykjavík á
BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SÍMI 1540.
Bflfrelðastöll Aknreyrar.
Hraðferðir Steindórs
Til Akureyrar um Akranes eru:
FRÁ REYKJAVÍK alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga.
FRÁ AKUREYRI alla mánudaga, fimtudaga, laugardaga.
M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýar upphitaðar bifreiðar
með útvarpi.
BflfreHfastöð Sleindóri.
Símar Nr. 1580 — 1581 — 1582 — 1583 — 1584.
-1U8>' LITLA BILSTÖÐIN K °°tM
UuoWtaðir bflar. Opin allan sólarhringúui
Morgunblaðið mað morgunkafíinu
-
Jarðarför konunnar minnar og móður okkar,
INGIBJÁRGAR JÓNSDÓTTUR,
fer fram föstudaginn 11. þ. m. frá heimili okkar, Hverfisgötu
76 B, klukkan 1 eftir hádegi.
Ingvar Þorvarðarson og börn.