Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. ágúst 1939. MORGUlsi BLAÐIÐ 3 Blaðamennirnir i „sfldarballi“ i Siglulirði Blaðamennirnir komu til Sigluf jarðar snemma í gær morgun. Þar var besta veður og skoðuðu þeir bæinn árdegis, en lítil var vinnan á bryggjunum. Um hádegi settust blaðamenn- irnir að snæðingi á Hótel Hvann eyri, í boði bæjarstjórnar Siglu- fjarðar. Hæjarstj.Áki Jakobsson tók á móti gestunum og stjórn- aði samsætinu. Hann flutti og ræðu, þar sem hann lýsti fram- förum og atvinnulífi Siglufjarð- ar. Peter Tabor, ritstjóri, þakkaði fyrir hönd blaðamannanna og mælti fyrir minni Siglufjarðar. Þá var blaðamönnum sýnd Ríkisverksmiðjan S. R. 30, þar sem vinna var í fullum gangi. Síðan 'fóru blaðamennirnir á fund síldarútvegsnefndar á skrifstofu hennar, og tók for- maður nefndarinnar, Finnur Jónsson, á móti þeim. Var stað- ið þar við um stund. Kl. 7 í gærkvöldi sátu blaða- mennirnir og fleiri gestir miðdeg- isverð í barnaskólanum í boði Síldarverksmiðja ríkisins. Var þar öm sextíu manns, konur og karl- ar. Þormóður Eyjólfsson konsúll stjórnaði samsætinu, bauð gesti velkomna og hjelt ýtarlega ræðu Hm starfrækslu síldarverksmiðj- anna, verksmiðja ríkisins sjerstak lega. Hann drap og í ræðu sinni á, að æskilegt væri, að íslenskar síldarverksmiðjur gæti fengið meiri viðskifti í Danmörku. H. Hansen forstj. þakkaði fyrir bönd gestanna og taldi sjálfsagt að stuðla að auknum viðskiftum á þessu sviði. Finnur Jónsson alþm. talaði fyr ir minni Danmerkur, mintist á sambúð og samband Dana og ís- lendinga fyr og síðar og lýsti, hvernig samúðin færi vaxandi. Árni Friðriksson flutti minni danskra blaðamanna alment, og Carl Th. Jensen þakkaði. Áð loknu borðhaldi fóru gest- irnir til Hótel Hvanneyrar og níi hófst „síldarball“ og stóð það sem hæst, er Morgunblaðið fór í prentun nokkru eftir miðnætti. I dag fara blaðamennirnir til Sauðárkróks, og síðan áfram suð- ur til Reykholts í Borgarfirði, og þar verður gist í riótt. 2. flokks mótið Knattspyrnukappleikur 2. fl. mótsins milli K. R. og Vals í gærkvöldi fór þannig, að K. R. vann með 2:0. Úrslitakappleikar mótsins verða á morgun. Kl. 5 keppa þá Valur og Víkingur, og þegar að þeim leik loknum keppa K. R. og Fram, „Varegg“ losaði í gær á Siglu- firði 1200 tonn af kolum til P. Dalmars. Fjáröflun til stækkunar ríkisverksmiðjanna Danir i „Ling“-mótinu Utvegsbankinn breytti afstöðunní til Rauðku Samtal við Óiaf Thors atvinnumálaráðherra ÞAÐ hafa orðið talsver.ðar umræður og deilur um síldarverksmiðjurnar, stæklcun þeirra og nýbyggingar, en ekki munu þeir þó vera marg- ir, sem vita gerla hvernig þessum málum er komið. Morgunblaðið sneri sjer þessvegna til Ólafs Thors atvinnu- rálaráðherra, en undir hann heyra þessi mál í ríkisstjórninni, og bað hann að gefa lesendum upplýsingar um hvernig þessi mál standa. Ráðherrann varð góðfúslega við þeim tilmælum og birt- ist hjer frásögn hans. Ráðherranum fórust þannig orð: Skömmu eftir að jeg tók við at- vinnumálaráðh.embættinu barst mjer umsókn frá Siglufjarðar- kaupstað, þar éem farið var fram á leyfi til stækkunar verk- smiðjunnar Rauðku upp í 5000 mála afköst á sólarhring, úr 1000 mála afköstum. Ayk þess sótti Sauðárkrókshrepp.ur um leyfi til að byggja 2500 mála verksmiðju. Ennfremur hafði verið ákveð- ið að stækka Raufarhafnar- verksmiðjuna um 5000 mála af- köst. Loks var vitað, að Kveld- úlfur vildi stækka sína verk- smiðju á Hjalteyri um 2500 mál, og stjórn verksmiðja rík- isins hafði til yfirvegunar áð stækka verksmiðjurnar á Siglu- firði. UMSAGNIR OG ÁLIT Eftir að ráðuneytið hafði at- hugað þessi mál, sendi það, eins og venja er til, stjórn síldar- verksmiðja ríkisins þau til um- sagnar. Hefir staðið í allmiklu þófi um málið og þá fyrst og fremst um umsókn Siglufjarð- arkaupstaðar. Meirihluti stjórnar ríkisverk- smiðjanna þeir Sveinn Bene- diktsdiktsson, Þormóður Eyj- ólfsson og Þorsteinn M. Jónsson vildi að ekki yrði veitt leyfi til að stækka Rauðku, en lagði hinsvegar til, að Raufarhafnar- verksmiðjan yrði stækkuð, eins og fyrirhugað hafði verið, um 5000 mál, og ennfremur, að verksmiðjur ríkisins á Siglufirði yrðu stækkaðar um önnur 5000 mál. En minnihlutinn, þeir Jón Þórðarson og Finnur Jónsson voru sammála um stækkun Rgufarhafnarverksmjðjunnar, en vildu samþykkja beiðni Siglufjarðar um 4000 mála stækkun Rauðku og loks, að stækka ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði um 2500 mál. í umsögn meirihlutans kom fram allmikil gagnrýni á kostn- aðaráætlun um stækkun Rauðku og var í því áliti færð rök að því, að það yrði 837 þús. kr. ódýrara að stækka verksmiðjur ríkisins á Siglufirði um 5000 Ólafur Thors. mál, heldur en að stækka Rauðku um 4000 mál. Rjett þótti að senda stjórn Rauðku þessa gagnrýni til um- sagnar. Hefir úr því sþunnist nokkur málfærsla á báða vegu, er eigi þykir ástæða til að greina frá að öðru leyti en því, að stjórn Rauðku viðurkendi ekki rök meirihlutans, en gagn rýndi hinsvegar kostnaðaráætl- un hans á stækkun ríkisverk- smiðjanna. Lyktaði því máli svo að báðir aðilar hjeldu fast á sínu og viðurkendi, hvorugur annars rök. ÁGREININGUR I RÍKISSTJÓRNINNI Innan ríkisstjórnarinnar var nokkur ágreiningur um málið. Enda þótt þetta mál heyri, að lögúm undir atvinnumálaráð- herra, hefir ákvörðunin í því að sjálfsögðu verið tekin út frá sama sjónarmiði, sem um önnur stærri mál, þannig, að sem minstrf misklíð valdi. Varð niðurstaðan sú, að at- vinnumálaráðuneytið heimilaði að stsekka Rauðku um 2500 mál, með vissum skilyrðum. Þar með hafði stjórnin í rauninni afgreitt málið. OTVEGSBANKINN — Hvað er þá hæft í því, að Útvegsbankinn, sem lofað hafði málinu stuðningi, hafi nú dregið sig í hlje?, spyr tíðinda- maður Morgunblaðsins Ólaf Thors. FRAMH. Á 8JÖTTU Sfi)U Hið mikla „Lingiaden“-fimleikamót í Svíþjóð í sumar vakti alheims athygli. Þar voru, sem kunnugt er, flokkar íslenskra fimleika- manna og kvenna, er gátu sjer bið besta orð fyrir fimleikasýn- ingar sínar. Myndin er af fimleikaflokki Dana á .:Lingiaden“. —• Nýtt framfaraspor Rafknúðir vagnar til fólks- fiutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Hjer í bænum hefir verið stofnað nýtt fjelag, sem ætl- ar að koma hjer í notkun nýjum flutningatækjum, sem eru rafknúðar bifreiðar, og byrja á því, að hafa þær í ferð- um til fólksflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri þessa nýa fjelags, sem heitir H.f. Raf- magnsvagnar, er ráðinn Jón Gauti verkfræðingur og hefir Morgunblaðið átt tal við hann um fyrirtækið. Hann skýrði svo frá, að það væri tvö ár síðan hann fór að rannsaka þetta múl, aðallega með tilliti til þess, hvernig hægt yrði að nota orku þá sem af- gangs er frá Soginu. Og hann hefði sannfærst betur og betur um það, að það yrði mjög hent- ugt að nota hana á þennan hátt. — Hvernig verða vagnarnir og hvernig eru þeir knúðir? — Vagnarnir eru líkir og aðrir bílar á gúmmíhjólum, en þeir verða miklu stærri heldur en vagnarnir sem nú eru not- aðir til áætlunarferða til Hafn- arfjarðar, munu taka 40—45 manns. Meðfram veginum verð- ur að gera' rafm,agnsleiðslu, ög upp úr vögnunum gengur stöng1 upp í leiðsluna og sækir hún kraftinn, jafnstraum 550 volt. Vagnarnir geta hagað sjer í umferð eins og aðrir bílar, tekið beygjur og hægt á sjer eða aukið ferðina eftir vild. Þessir vagnar verða því að mínu áliti undir bifreiðalögunum, því að þeir eru sem aðrar þifreiðar að því einu fráskildu, að þeir eru staðbundnir við rafmagnslínuna. — Hvað búist þið við að hafa marga vagna, og'hvað verður raf- magnsþörf þeirra mikil? — Við ætlum að hafa þrjá vagna í ferðum og gerum ráð fyr- ir að árleg rafmagusnotkun þeirra verði 400-500 Jms. kw.stundir. Er FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.