Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAf/IÐ Laugardagur 19. 'ágúst 1939. Hagnýtið berin! Búnaðarfjelag íslands til- kynnir: Landbúnaðarráðherra hefir rætt um það yið Búnaðar- fjelag íslands, hvort ekki mætti með einhverju móti auka áhuga almennings fyrir því, að hagnýta sjer bláber og krækiber, sem gnægð er af í flestum árum hjer á landi, en í sumar mun þó vera eitt hið besta berjaár. Búnaðarfjelagið veit-, að mikil ▼erðmæti fara árlega forgörðum vegna þess hversn lítið er hirt af berjum, og mætti óefað nota þau til stórra muna meira en gert, er. Ber eru talin ágætis fæða. Telja ýmsir þektir læknar, að það sje einhver hollasta og besta fæðuteg- und, sem kostur er á, geta þau áreiðanlega komið í stað ýmissa þpirra ávaxta, er margir telja niauðSynlegt að fluttir sjeu til lindsins. * í sumum löndum eru ber út- fíutningsvara og kann vel að vera að við getum síðar meir flutt þau á erlendan markað. Mest nauðsýn er þó, að gera berin að almennari neysluvöru innanlands, en þau enn eru. í góð- um berjaárum, eins og nú, ætti hvert heimili á landinu að eiga á haustnóttum forða áf berjum, eða vörúr gerðar úr berjum, sem nægði t.U, ái'sins. mun^ii. það spara inn- kaup, en jafnfrámt gera fæðið betra og hollara. Búnaðarfjelagíð vill þessvegna, í samráði við landbúnaðarráð- herra, beina eftirfarandi til al- ménnings: 1. Fjelagið skorar á alla lands- menn að safna svo miklu af herjum, sem ant er nú í sum- ár. Vinnukraftur er að vísu mjög af sköínum skamti til þess í sveitum, en þó geta börn in áorkað ótriilega miklu í þeim efnum. Fólk í kaupstöð- um og kauptúnum ætti að leggja hið mesta kapp á að áfla berja, eftir því sem< ástæð- ■ ur leyfa. Einnig væri þess vert fyrir forráðamenn þeirra bæj- arfjelaga, þar sem um atvinnu- leysi er að ræða, að athuga, ”*htort ekki mætti nota þann vinnukraft til þessara hluta. Einkum þyrfti að skipuleggja það, að börn og ungíingar úr Beykjavík og öðrum stærri bæjum gætu .á ódýran hátt komist í berjamó til berja- tínslu. 2. Fjelagið beinir því til land- eigenda, sem ekki hafa tök á að ■j nota berjalönd sín sjálfir, að leyfa öðrum að nytja þau, gegn mjög vægu gjaldi, eða helst engu. 3. Því er beint til kaupmanna og kaupfjelaga að taka ber til sölu og greiða sem best fyrir heppilegum og góðum viðskift um milli þeirra, sem vilja selja ber, og neytendanna. 4. Þá er því beint tif verksmiðja ’.og annara, sem húa til sultur, ’saft eða aðrar svipaðar vörur, að nota ber til þess eftir því sem ástæður leyfa. Baslilludagurinn í Paris Frá 150 ára afmæli frönsku stjórnarbyltingarinnar, í París í sumar. Myndin sýnir her- menn frá Sengal, ér tóku þátt í hinum miklu hersýningum, sem þá fóru fram. (Sjá grein á 5. síðu). Samtalið við Ólaf Thors FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU. — Ákvarðanir TJtvegsbank- ans í þessu máli hafa ekki kom- ið neitt til minna kasta, enda mjer óviðkomandi. Hinsvegar er ljóst af gögnum, sem ráðuneytinu hafa borist, að í vor, áður en síldveiðin hófst, hafði Útvegsbankinn heitið þessu máli stuðningi, bæði um ábyrgð og lánveitingu. Auk þess var mjer kunnugt, að vegna sam starfs bankanna um ábyrgðir og stærri lánveitingar, hafði banka ráð Landsbankans haft málið til umsagnar, og eftir atvikum ekki talið ráðlegt, að Útvegsbankinn tæki að sjer að standa undir lánveitingu til byggingu og reksturs verksmiðjunnar, síst eins og nú horfir um afkomu í atvinnu- og fjármálalífinu. Það mun vera rjett, að eftir að ráðuneytið hafði veitt stækk- unarleyfið, kom málið að nýju til ákvörðunar Útvegsbankans og mun fulltrúaráð bankans þá ei hafa sjeð sjer fært, að ráð- ast í þessa framkvæmd, og þá væntanlega vegna þess, hve al varlega horfir. Stjórn Rauðku hefir tilkynt ráðuneytinu, að Útvegsbankinn hafi. tekið ákvörðun um að synja um ábyrgð og lánveitingu, en fer þó jafnframt fram á, að heimildin sje færð upp í 5000 mál, með þeim rökum, að bank- inn sje bundinn við loforð, ef heimildin sje bundin við 5000 mál. Þessu hefir ráðuneytið svarað á þá leið, að sú málaleitan verði ekki tekin til nýrrar athugunar í ríkisstjórninni, nema fyrir liggi ný yfirlýsing frá Útvegs- bankanum um, að hann vilji út- vega fje til byggingu slíkrar verksmiðju. SJÓNARMIÐ ATVINNUMÁLA- RÁÐHERRA Að öðru leyti. þykir mjer rjett, heldur atvinnumálaráð- herra áfram, þar sem þjer talið við mig um þessi mál, að leiða sjerstaklega athygli að þessu tvennu: 1. Afköst síldarverksmiðj- anna íslensku eru nú um 32 þús. mál á sólabhring. Jeg er þeirrar skoðunar, að rjett sje að auka verksmiðjurnar. En flestir verða mjer samt sammála um, að ekki beri að auka þær um 20 þúsund mála afköst á sólarhring í einu. — Og úr því, að lög mæía svo fyrir, að heimild ríkisstjórnarinnar þurfi til þess að reisa verksmiðju, hlaut það að verða hlutskifti stjórnarinn- ar, að velja og hafna í þessum efnum. Sjálfur fer jeg ekki dult með, að mjer þykir best fara á að aukningin verði í höndum einkaframtaksins. Eigi hið opin- bera á annað borð að sjá fyrir aukningunni, tel jeg almennu regluna þá, að heppilegra sje að ríkið auki sínar verksmiðjur, heldur en einstök bæjar- og sveitarfjelög færist slíkt í fang, ekki síst ef fjárhagur þeirra er þannig, að sjerhver skakkaföll lenda ýmist á ríkinu sjálfu, eða bönkunum sem ríkið ber ábyrgð á. Að jeg samt sem áður hafði tilhneigingu til, að styðja mála- leitan Siglufjarðar, stafar af því tvennu: Að mjer þótti ekki nægjanlega trygt, að fje yrði fyrir hendi til nauðsynlegrar aukningar 4. vegum einkafram-' taksins eða ríkisverksmiðjanna, og þegar af þeirri ástæðu var varlegra að hagnýta að minsta kosti að einhverju leyti þá fjár- öflunarmöguleika, sem Siglu- fjörður taldi sig hafa, og að staðurinn, sem Rauðka stendur á, er af kunnugum talinn sjer- lega heppilegur til verksmiðju- byggingar. 2. Innan Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að minsta1 kosti hefir þetta mál ekki. fengið 1 neinn pólitískan blæ. — Þannig. vildu umboðsmenn Sjálfstæðis-! flokksins í ríkisstjórninni styðja málið, en fulltrúar flokksins í fulltrúaráði Útvegsbankans sáu sjer ekki fært, að héita stuðn- ir.gi bankans. Fulltrúar flokks- ins í stjórn síldarverksmiðj-1 anna voru einnig skiftir. Og að því ér Aiþ.fl. snertir, er ei ann- að vitað en að ráðherra flokks- ins hafi verið málinu meðmælt- ur, en fulltrúi flokksins í banka ráði Landsbankans var hinsveg- andvígur því. Um afstöðu bankanna til málsins sje jeg enga ástæðu til að blanda mjer inn í, enda heyrir sá þáttur málsins ekki undir mig, nema sem banka- ráðsmann Landsbankans, en þar ljet jeg málið afskiftalaust, vegna þess, að það kom til minna kasta sem ráðherra. STÆKKUN RÍKISVERK- SMIÐJANNA Að því er snertir fjáröflun til stækkunar ríkisverksmiðj- anna, þ.á.m. á Raufarhöfn, seg- ir Ólafur að lokum, get jeg skýrt frá því, að stjórnin hefir haft það mál með höndum, frá því hún tók til starfa. Jeg tel það ekki.málinu til framdráttar, að ræða það nánar nú. En rík- isstjórninni er það að sjálfsögðu Jjóst, hvers af henni er vænst í þeim efnum. Henni er kunnugt um, að sjómenn og útgerðar- menn leggja mest upp úr stækk- un verksmiðjunnar á Raufar- höfn. Stjórnin mun einskis láta ófreistað, til þess að binda sem skjótastan enda á það mál,, þannig að fullkomlega sje trygt fje til þeirrar stækkunar, sem talin verður nauðsynleg. Það er að sjálfsögðu eðlilegt, að hinar brugðnu síldarvonir styrki eigi lánstraustið. En hins vegar er ekki ástæða til að óttast, að engir þeirra lánveit- enda, sem um hefir verið að ræða, sje nægjanlega kunnur ís- lenskum staðháttum, ti,l þess að Síldin kemur ekki Mjög lítil síld kom til ríkis- verksmiðjanna á Siglufirðs í gær, símar frjettaritari Morgun- blaðsins á staðnum. Síðasta sólarhringinn voru salt- aðar á Siglufirði 716Í/2 tn., þar af 441 lir reknetum. I gærmorgun komu nokkur skip með síld til söltunar, 50—100 tn. Frjettist og til skipa, sem fengið höfðu síld. Veiðiveður ekki gott, norðaustan strekkingur og sjór. Reknetaveiði er enn mjög treg. SRN-verksmiðjan bræddi í gæP þá síld, sem komið hafði undan- farna daga. SRP bræddi einnig síldarúrgang. Djúpavík. Þangað hafa nokkur skip komið með slatta og var síldin söltuð, því að tunnur voru komnar. Alle saltaðar um 550 tn. Nýtt framfaraspor FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. það gott fyrir Sogstöðina að fá slík viðskifti, en þó verður að þessu mikill sparnaður, því að hvað hátt sem rafmagnsverðið verður, hljóta þessir vagnar a@ verða ódýrari í rekstri heldur én venjulegir bílar, og á hitt bér einnig að líta, að það er innlend en ekki aðkeypt orka, sem notuð verður til að knýja þá áfram. — Eru vagnarnir þegar keypt- ir 1 — Nei, og við flytjum ekki in» fullgerða vagna, heldur aðeina- grindur með vjelum og nauðsyn- legum útbúnaði. Yfirbyggingarn- ar látum við smíða lijer. Þær verða líka ódýrari hjer en erlend- is. — Hvenær ætlið þið að byrjai á þessum ferðum ? — Fyrst er nú að fá sjerleyfi til þeirra og vonum við að fá það fljótlega, og verður þá þegar byrj að á framkvæmdum. Talið barst nú áð notkun slíkra vagna erlendis, Sagði Gauti að þeir væri sjerstaklega mikið not- aðir í Englandi og Ameríku, og óðum að ryðja sjer til rúms í Þýskalandi. Um það, hvort vagn- arnir væri hentugir á langleiðuín kvaðst hann ekki þora að segja neitt um, gæti þó hugsað að þeir hentuðu til ferða milli Reykjavík- ur og Þingvalla, en þess yrði að gæta, að rafleiðslurnar yrði nokk- uð dýrar. FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. vita, að þó síldveiðin bregðist í ár, raskar það á engan hátt þeirri staðreynd, að með öllu er áhættulaust að lána fje til byggingar svo arðvænlegs fyr- irtækis, þegar lánið auk þess er trygt með ríkisábyrgð. Ríkisstjórnin hefir mælst til þess við Ásgeir Ásgeirsson bankastjóra, að hann fari utan nú um helgina, ásamt Jóni Gunnarssyni framkvæmdastjóra ríkisverksmiðjanna, þeirra er- inda, að ganga frá þessum mál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.