Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 7
laugardagur 19. ágúst 1939. MOEGUNBLAÐIÐ 7 Sambandsmálið I rætt I sænsku blaði Khöfn í gær F.Ú. öteborgs Handels och Sjö- fartstidning hefir birt langa ritstjórnargrein nm sam-; JbandiÖ milli íslands og Danmerk- ur. Blaðið segir, að það komi fyr- ir, að snurða hlaupi á þráðinn í sambúð landanna, en báðar þjóð- irnar sjeu svo veikar fyrir, að samvinnan sje þeim báðum í hag, af fjárhags- og viðskiftaástæðum og fleiri ástæðum. Blaðið segir, að það sje eltki ó- kunnugt, að ýmsir íslendingar vilji skilnað, og sje Jónas Jóns- son röggsamastur þeirra leiðtoga, sem æskí skilnaðar, en það sje «ekki með öllu ljóst, hvort flokkur hans fylgi honum þar óskiftur að málum. Blaðið segir emifremur, að allar Norður 1 andaþj óðirnar hafi áhuga fyrir því, að sambandsmálið verði leyst þannig, að báðum aðilum verði til farsældar, en vegna þess hversu horfur eru ískyggilegar í alþjóðamálum nix á tímum, væri óheppilegt að taka fullnaðar- ákvörðun um lausn málsins, og h.yggilegra að fresta því þar til um hægist og alt er með kyrrum kjörum í álfunni. Samkoma á Þingeyri Sunnudaginn 6. ág. var fjöl- anenn samkoma á Þingeyri, bæði úti- og innisamkoma. Hófst kl. 1 e. h. með messu í kirkjunni, er sr. Marino Kristinsson sólcn- arprestur á Isafirði flutti. Þá hófst útisamkoma með ræðu- höldum. Ræðumenn: Ólafur R. Hjartar, Ólafur Ólafsson og <lunnar Andrew, ísafirði. — Blandaður kór söng, undir astjórn Ólafs Ólafssonar nokkur lög. Kl. 5 e. h. hófst samkoma í kirkjunni. Þar töluðu sr. Sigurð- ur Gíslason og Kristján Sig. Kristjánsson rithöf. Rvík, en sr. Marino Kristinsson söng. Kirkj- an var yfirfull af fólki. Veiting- ar í tjaldi sýslunnar og enn- fremur í barnaskólahúsinu. Sam komuna sóttu 5—600 manns, J>. á. m. fjöldi ísfirðinga. Ferð- ast þeir nú mjög í sumarleyfum sínum til Dýrafjarðar, eftir að vegasambandið opnaðist vestur yfir Breiðdalsheiði. Samkoman var haldin til á- góða fyrir samkomuhúss bygg- ingu Þingeyringa. Dagbók Veðurútlit í Beykjavík í dag: NV-goIa. Bjartviðri. Veðrið í gær (föstud. kl. 6): Vindstaða var milli N og SV kl. 6 og veðurhæð 2—5 vindst. Á Vest fjörðum og í útsveitum norðan lands er kalsaveður (hiti 6—8 st.) og sumstaðar rigning, í öðrum landslilutum er hiti 10—-15 st. og loft meira og minna skýjað. Rign- ing eða skúrir liafa verið á flest- um stöðum í dag. Lægðin milli ís- lands og Jan Mayen mun halda á- fram' að þokast NA-eftir og vind staða verða milli N og V næsta sólarhring. Háflóð er í dag ld. 20.35 síðd. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Messað í dómltirkjunni á morg- un kl. 10, S. Á. Gíslason cand. theol. Messað í fríkrikjunni á morg- un kl. 5, sr. Árni Sigurðsson. Messað í fríkirkjunni í Ilafnar- firði á morgun kl. 2 e. h., sr. Jón Auðuns. Jarðarför Soffíu Skúladóttur matreiðslukennara fór fram í gær, að viðstöddu fjölmenni. Ilúskveðju flutti sr. Halfdán Helgason, prest- ur að Mosfelliv. en í ltirkjunni flutti sr. Gísli Skúlason prestur að Stóra-Hrauni, ræðu. Vinir og ætt- ingjar hinnar látnu báru kistuna í kirkju, en starfsmenn Morgun- blaðsins og ísafoldarprentsmiðju báru hana úr kirkjunni. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Lauf- ey Bjarnadóttir, Galtafelli og verkfr. Árni Snævarr, Bergstaða- stræti 73. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband í Augustenborg í Danmörku ungfrú Grethe Laur- sen, dóttir Laursen skrifstofu- stjóra í „BikubeÁ', og^ Viðar læknir Pjetursson Zophoníassonar. Hjónaband. Ungfrú Jöhanna Elíasdóttir og Kristinn Jónssoú verkamaður voru gefin saman í hjónaband í gær, af sr. Garðari Svafarssyni. Heimili þeirra er á Kringlumýrarbletti 11. K. R. I. og meistaraflokkur. Æf- ing í dag kl. ^ á grasvellinum. Jón Pálmason alþm. á Akri er kominn til bæjarins og bjrrjaður að vinna hjer að söfnun skýrslna yfir allar launagreiðslur ríkisins. Fjárveitinganefnd hafði ákveðið að gera skýrslur þessar. Sigurvin Einarsson kennari vinnur einnig að þessu starfi. Knattspyrnufjel. Víkingur. Æf- ing í dag kl. 4 hjá 3. fl. Áríðandi að allir mæti. Guðrún Guðmundsdóttir frá Hjálmstöðum á ekki heima á Elli- heimilinu, heldur á Grundarstíg 6. Hvöt, Sjálfstæðiskvennafjelagið fer skemtiför á Þingvöll á þriðju- daginn kemur. Skipshafnir af Brúarfossi og Dettifossi keptu í knattspyrnu í gærkvöldi. Vann skipshöfnin af Brúarfossi með 2:0. Súðin var væntanleg til Stvkkis hólms kl. 6—7 í gærkvöldi. Fram. 3. flokks æfing ltl. 5 í dag Næstu hraðferOir okkar til og frá Akureyri. eru á morgun (sunnudag) og mánudag. Sfeindór. Skemtisamkoma að Eiði. Full- trúaráð sjálfstæðisf jelaganna í Reykjavík efnir til skemtisam- komu að Eiði á morgun, sunnu- daginn 20. þ. m. Skemtunin verð- ur sett kl. 3 e. h. Ræðumenn verða: Benedikt Sveinsson bókavörður og Árni Jónsson alþm. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Karls Run- ólfssonar tónskálds, spilar öðru hvoru allan daginn. Um kvöldið verður dansað. Hljómsveit Bern- burgs leikur undir dansinum. Hótel Valhöll býður yður upp á sænskt „smörgás“-borð, ásamt miklu úrvali af heitum rjettum. Músik eins og endranær. - Músikant: Matsveinn: Aage Lorangc Anker Jðrgensen Frjáls berjatínsla í Brúsastaðalandi. Fólk skemti sjer vel í Gamla Bíó í gærkvöldi. „Segðu sannleik- ann, Nicole“ er óvenju skemtileg og vel leikin. Danielle Darrieux er ljómandi, Douglas Fairbanks er prýðilegt kvennagull og Mischa Auer er sprenghlægilegur sem þjónn. Það er ekki hægt annað en hlæja að honum, og reyndar ótal mörgu öðru, sem fyrir kemur í myndinni! Þó er enginn gaura- gangur í henni. Danielle Darrieux hefir sjerstakt lag á að vera hnytt in, segja gamanyrðin ofur rólega, grafalvarleg og sakleysisleg á svip með þessum skemtilega franska hreim í enskunni. En þegar hún stekkur alvarlega upp á nef sjer, fer hún út í frönskuna, enda á hún að vera frönsk í myndinni, þó hún sje í New York 'til þess að reyna að ná sjer í ríkan mann. Eimskip. Gullfoss kom til Leith í gær. Goðafoss er á leið tli Leith frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fer vest- ur og norður í kvöld. Lagarfoss var á Þórshöfn í gær. Selfoss er á leið til Aberdeen. Dansleikur verður haldinn í G. T. húsinu í kvöld, og ^erða þar aðeins stignir gömlu dansarnir. Berklavarnastöð fyrir ísafjarð- arbæ og sýslu er tekin til starfa og tekur á móti sjúklingum eftir tilvísun læknis í sjúkrahúsinu þriðjudaga og föstudaga. Úngfrú Helga Thordarsen hefir verið ráð- iii bjúkrunarkoná stöðvarinnar. Þegar hefir verið gerð berklapróf- un á flestöllum börnum bæjarins 1—7 ára gömlum. Skátamót vestfirskra kvenskáta fór fram í Tungudal 5.—7. þessa mánaðar. Þátttakendur voru 40. Skátinn Friðrik Ottósson á ísafirði hefir fengið 300 króna verðlaun úr Carnegiessjóði fyrir björgun á 6 ára dreng', er datt í sjó milli skips og brygg'ju, svo sem getið var í sinni tíð. (FÚ) Sjómannakveðja. Erum á leið til Þýskalands. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Karlsefni. Til Strandarkirkju frá G. E. 15 kr., XII 50 kr„ J. Þ. 5 kr., I. B. 10 kr„ L. M. 4, kr„ Þ. 4 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: S. Dal. 10 kr. A. X. 5 kr. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 19.30 Illjómplötur: Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.20 Illjómplötur: Gigli syngur. 20.30 Upplestur: Útvarpið á Fossi. smásaga (Hjörtur Ilalldórsson rithöfundur). 20.55 Útvarpstríóið leikur. 21.15 Illjómplötur: a) Ljett kórlög. b) 21.30 Gamlir dansar. London í gær. FÚ. Pólski fulltrúinn í Danzig hefir enn á ný farið á fund Greiser’s, og stóð viðtalið yfir í aðeins 20 mínútur. Það er talið að þeir hafi rætt mál varðandi sambúð Pólverja og Dangzig- búa innan borgarinnar sjálfrar. Skiftafunður verður haldinn í dánarbúi Sigurðar Jónssonar og Versl. Hamborg, Laugaveg 45 þriðjudaginn 22. þ m., í Bæjar- þingstofunni, kl. 10 f. h., og verða þá teknar endanlegar ákvarðanir um sölu á Versl. Hamborg, vörubirgðum o. fl. 19. ágúst 1939. Skiftaráðandinn í Reykjavík. ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðir B. S. A. OG MORGUNBLAÐIÐ. . Alla daga nema mánudaga Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SfMI 1540. Bifreftðastöll Akureyrar. >■ Það tilkynnist, að ekkjan GUÐRÚN KETILSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Arnarstapa á Mýrum, þ. 17. þ. mán. Börn, tengdasonur og fóstursonur. Móðir mín, fósturmóðir og systir EYBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR verður jarðsungin á þriðjudag 22. þ. m. Húskveðja hefst á Elliheimilinu kl. 2 e. h. Þaðan verður líkið flutt í fríkirkjuna og jarðsett að Lágafelli. Ásta Guðnadóttir. Hörður Jóhannesson. Flosi Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.