Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1939, Blaðsíða 5
I^augard^gnr 19. ágúst 1939. 5 orgnttWaí»ið Útgref.: H.f. Árvakur, K«ykj*vlk. Rltstjðrar: Jön KJartan»*on o( VaJtJr Bt»f*.B»»on <ábyr(C«.r»»aOup). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, augrlý«in*ar og aftr»lt)«l»: Au«tur«tE<etl g. — Blmi 1«00. Áskriftargjald: kr. 1,00 á minuOl. t rausasöln: 1B tura etntaklo — 2ft aura taeO L«*bCk. PROFSTGINNINN ALLAR líkur benda til þess, að tímarnir, sem nú fara í hönd, verði meiri prófsteinn á vilja og .tnátt þjóðarinnai* til þees að glíma við erfiðleika, en hun hefir nokkru sinni áður upplifað, síðan hún feklt fullveldi sitt viðurkent. Aðalatyinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, var kominn í kaldakol, vegna margra ára tap- reksturs undanfarið. Þessi at- vinnuvegur hefir um langt skeið verið aðalstoðin undir rekstri þjóðarbúsins, út á við og inn á við. Hann hefir fært þjóðinni þann er- lenda gjaldeyri, sem hún hefir þurft í ríkum mæli, til marg- þættra framkvæmda í landinu. Frá honum hefir einnig komið fjár- magnið, sem lagt hefir verið í ;þessar framkvæmdir hjer heima. ★ Á síðasta Alþingi tóku allir á- byrgir stjórnmálaflokkar höndum saman, til þess að reyna að bjarga sjávarútveginum. Sii viðleitni var í alla staði virðingarverð. Þótt þær ráðstafanir sem gerðar voru hittu illa ýmsar stjettir þjóðfje- lagsins, má án efa fullyrða, að öll þjóðin sætti sig við þær, af knýj- andi nauðsyn. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að þjóðin getur 'Staðið saman, þegar hættan vofir yfir. Bn nú hefir sjávarútvegurinn fengið nýtt áfall og e. t. v. stærra og þyngra en nokkru sinni áður, •áfall, scm fyrst og fremst hittir sríkis- og þjóðarbúskapinn í heild. Ofan á hdnn mikla aflabrest á -síðastliðinni vetrar,vertíð, sem sjer- ■staklega kom harkalega niður á ítogaraútgefðinni, bætast marg- iháttaðir erfiðleikar saltfisksölunn- ;ar, sem nú eru e. t. v. meiri en •nokkru sinni áður. Br margt sem þ)VÍ veldur, en sjerstaklega það, að Spánn má nú heita alveg lokaður ‘fyrir okkur Islendingum og svo ‘Mtí, að aðalkeppinautar okkar á •saltfiskmarkaðinum, Norðnienn, liafa nú meiri fisk að bjóða fram á markaðinum en þeir hafa nokkru sinni haft áður, síðan 1930. Þegar svo tciks á það er litið, að Norð- menn geta leyft sjer að veita ár- lega miklar fjárfúlgur úr ríkis- /sjóði, til styrktar saltfiskútflytj- tendum, en við höfum ekkert slíkt ‘f jármagn til, er síst að undra þótt við förum lialloka í samkepninni. 'En allir þessir miklu erfiðleikar myndu samt verða yfirstíganlegir, ef ekki bættist það ofan á, að síldveiðín tetlar nú gersamlega að bregðast. Það er nú komið fram yfir miðjan ágúst og því farið að líða mjög á síldveiðitímann. Bf síldveiðin ekki glæðist nú þessa dagana, telja fróðir menn víst, að búið sje með herpinótaveiðina, en reknetaveiði geti e. t. v. einhver orðið, enda þótt ekki horfi vel þar enn sem komið er, þar sem veiði befir verið mjög treg til þessa. Það mun láta nærri, að nú hafi veeiðst aðeins um þriðjungur þeirr- Frjettaritari Mbl. í París skrifar um: 150 ára afmæli frönsku stjórnarbvltingarinnar ar veiði, sem þurft hefði, til þess að vel væri. Má af þessu sjá hví- líkt feikna afhroð það verður fyrir útgerðina, liinn mikla fjölda einy staklinga, sjómenn og verkamenn, sem atvinnu hafa við síldveiðarnar og svo þjóðarbúskapinn í heild, ef svo illa á að fura, að aðalsíld- veiðin sje að verða búin. ★ En það gagnar lítið, að láta alt drukna í liarmagrát yfir óförunum Hitt á betur við, að þjóðin búi sig undir þá tíma, sem í hÖnd fara, ef ilt á að ske, og að hún taki með karlmensku hverju sem að hönd- um ber. Þjóðin hefir fyr mætt erfiðleikum og altaf komist fram úr þeim. Landið okkar er svo gott og möguleikarnir svo margir og miklir, að sárin græðast oft ótrú- lega fljótt. Á síðasta Alþingi var stigið það mikilvæga spor, að allir stærstu á- byrgu flokkarnir tóku höndum sarnan, til þess að vinna sameigin- lega að viðreisn atvinnu- og fjár- málanna. Upp úr þessari samvinnu var þjóðstjórnin mynduð. Nú mænir þjóðin vonaraugum til þjóðstjórnarinnar. Hún treyst- ir því, að stjórnin vinni þau mörgu verkefni, sem vanrækt hafa verið á undanförnum 11 árum og leiðrjetti þau mörgu víxlspor, sem stigin hafa verið á þessu tímabili. Sjer- staklega væntir þjóðin mikils af stjórninni á fjármálasviðinu, því að þar hefir eyðslan og sukkið keyrt fram úr hófi. Yið, sem nokkuð þekkjum til og höfum aðstöðu til að fylgjast með því, sem er að gerast daglega í stjórnmálunum, vitum að róð- urinn verður þungur og erf- itt um vik. Veldur þar mestu, að þeir sem ráðið hafa ríkjum undanfarið og ábyrgð bera á á- standinu, eiga erfitt með að við- ■urkenna í verki, að þeir hafi farið villur vegar. Bn þó eru til sterk öfl í lierbúð- um fyrverandi stjórnarflokka, sem hafa fullan vilja á, að horfast í augu við veruleikann. Yið vonum, að það verði þessi öfl, sem ráða að lokum. París í úlí. |Algier, Madagaskar, Senegal. P rakkland, land hinna Svertingjahersveitir frá nýlendun- *■ stóru viðburða, land 'nm hafa ekki sjest í París síðan byltinganna, fóstra hinna Í lok heimsstyrjaldarinnar 1919. djörfustu hugsjóna. Hvar sem maður fer er heimsfræg grund, það var hjer í þess- um litla bæ — Varennes — sem Lúðvík XVI. var grip- inn á flóttanum til Þýska- lands 21. júní 1791. Jeg var hinna lifandi afla sem Frakkland í Verdun 1 gær, í dag í París, j vill sýna í dag. Hundruð fall- Hjer er einnig ensk herdeild, gestir dagsins. (Samtals voru þeir hermenn, sem tóku þátt í sýningunni, 30,- 000). En það er ekki aðeins máttur verð á morgun í Versölum. Það er 14. júlí. Fjórtándi júlí nítjánhundruð þrjátíu og níu. 150 ára afmæli frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. Það er merkisdagur í sögu Frakklands, sögu heimsins. Hvar er það land sem bylgjur f rönsku st j órnarbyltingarinnar hafa ekki snert? Við komum árla til Parísar. Klukkan er átta að morgni. Her- sýningin, sem er aðalatriðið á dag- skránni, hefst að lítilli stundu. Borgin er eitt haf af fánum og strætin bylgjast af fólki. Dagur- inn er helgáður vináttu- og varn- arbandalagi Frakklands og Eng- lands. Fánar hinna ensk-frönsku stórvelda blakta hvarvetna hlið við hlið. Þegar í úthverfum borg- arinnar hengu í flestum gluggum og á öllum stöngum fánar banda- lagsþjóðanna. Og í Innri-París sjest varla í hús og stræti fyrir einingarmerkjunum. Kurteisi fransmannanna og nær- gætni hafði jafnvel gengið svo langt, að þeir höfðu fest nrfndir ensku konungshjónanna í horn sumra fánanna, og eru Frakkar þó ekkert konungakærir hvers- dagslega. Fólkið hvað hafa verið að tín- ast alla nóttina að þeim strætum sem fylkingarnar fara fram hjá. Gamahnenni hafa með sjer stóla, ungir menn liafa með sjer tröppu- stiga, gangstjettirnar eru fullar af fólki. Svalir, gluggar og tröpp- ur hinna hamingjusömu íbúa, þess ara stræti eru setnar af þeim og þeirra hollvinum. Það var margt fólk. (Blöðin daginn eftir fullyrtu að áhorfendurnir hefðu verið ein miljón). Svo hefst hátíðin. Lýðveldisforsetinn Lebrun ekur fram hjá og í vagni hans situr for- sætisráðherrann, hinn nýi „ein- valdur“ Frakklands Daladier. Hljóðfærasláttur heyrist í fjarska. Það er beðið í eftirvæntingu. Þeir sem standa í tröppustigunum eða hanga uppi í luktarstólpum eru spurðir og svara: Þar koma þeir! Húsin bergmála, fólkið hefir hátt, nær, nær og alt kafnar í liinu stei’ka þrammi, bumbuliljóð- um og hornablæstri. Fylking eftir fylkingu marserar framhjá, ungir, og gereyðilögðust bæði skipin. glæsilegir menrt í fögrum klæðum, Japönsku yfirvöldin neita því, ' þegar orðnir þreyttir og sveittir í að kviknað hafi í skipunum af sólskini morgunsins, byssuhlaupin völdum loftárásar Japana, og steytt mót himni. Ný og ný her- bæta því við, að Bretar ætti að fylki, nýjar liljómsveitii-. Hjer eru leggja fram sannanir fyrir því, hersveitir frá nýlendum Frakka að Japönum sje um að kenna. hvaðnæfa að, frá Marokko, Tunis, Japanar bera af sjer aö hafa eyði lagt bresk herskip London í gær. FÚ. - Japönsku yfirvöldin í Shang- hai hafa svarað mótmælum þeim, sem Bretar báru fram út af því, að loftárásir voru g-erðar á tvö bresk skip í Ichang 6. ágúst, en eldur kom upp í þeim byssna og bi’yndreka og annara morðtóla af ýmsri gerð spora mal- bik gatnanna. Hjer eru nokkur ný gögn sem ekki hafa verið sýnd almenningi áður og lögregluþjón- arnir gæta þess vandlega að eng- inn taki mynd. Yfirjiöfðum safnaðarins svífa 400 franskar og enskar hernaðarflug- vjelar. Sumar svifa lágt, rjett við húsþökin, aðrar hátt við ský. Hyll- ingar og hrifningaróp fjöldans blandast gnýnum og hljóðfæra- slættinum. Lifi Bngland! Lifi Frakkland! Loks hafa seinustu sveitirnar mai’serað gegn um sigurboga um Place de la Concorde. Það eru fjölmárgir opinberir gestir erlendra þjóða, auk hinna litklæddu þjóðhöfðingja nýlendu- þjóðanna. Englendingar eru fjöl- mennastir útlendinga í borginni, 10.000 er sagt. Aðalræðurnar eru fluttar skamt frá Eiffelturninxxm og við Toro- eadero. Sarna fánahafið þar sem annarsstaðar og enskar lífvarðar- sveitir í sínum glæsilegu búning- um og svartir Marokkomenn á hvítum hestum setja sinn svip á samkomuna. Lehrun og Daladier tala um hið alvarlega heimsástand, fórnir Frakklandsbarna, gamlar, nýjar og væntanlegar, og um vináttu Englaixds. Það hefir gerst töluvert síðan í fyrra. Múnchen-dagarnir í fyrra- haust eru ekki gleymdir og það hefir gerst tölucert í heiminum síðan þá — einnig í Frakklandi. ★ Parísarbxxar vita að til þessarar hersýningar er ekki einungis efnt til að skemta þeim. Það liggur meiri alvara á bakvið. Parísarbú- ar eru undir alt búnir. Allar kon- ur og börn hafa fexxgið tilkynn- ingar um hvar þeiixi sje ætlaður öruggur staður þegar hinn alvar- legi leikur hefst á ný. Mönnum er auðsýnilega ekki rótt í sinni. Það hefir líka komið fyrir at- vik senx hefir látið hið öra skap Frakkans svella. I nxorgun flutti aðalblað kommúnista, L’IIumanite, þá fregn, að koixiist hefði upp um blaðamemx frá tveim þektustu blöðxxm borgarinnar, sem hefðu orðið uppvísir um að vera njósn arar fyrir Þjóðverja. Tveir menn voru nefndir. Aubin við Le Temps hafði fengið 3.5 nxilj. fr. fr. og Poirier við Figaro fengið 1. tnilj. fr. fr. Þessir menn voru teknir fastir samkvæmt ósk frönsku herstjórn- arinnar (og hafa síðar játað sig seka). Líkur þykja til að fleiri sjeu blandaðir í málið. Það er sagt að amerískur ræðismaður í París hafi gefið herstjórninni bendingu um að Þýskaland myndi hafa greitt 35 milj. til franskra blaða með það fyrir augum að hafa áhrif á skrif þeirra. Borgarablöðin flytja einnig þess- ar sömu frjettir, en eru gætnari S fullyrðingum sínum, og hafa fyr- irsagnirnar smærri. Blöðin eru hrifsuð frá seljend- unxxm og lesin með áfergju. Alþýðuflokkarnir og verklýðs- fjelögin ganga í skiftum fylking- um. Ekki samkomulag — en al- staðar er Marseillemarsinn sung- inn ásamt alþjóðasöng jafnaðar- manna óg öSrum byltingarsöngv- xxm og af sama eldmóði sem aðrir. ★ Það eru hátíðahöld um alla borgina. Gleðskapur af ýmsu tagi. Ymsir frægustu leikarar og söngv- arar Frakklands skemta, og hinar frægu þýsku, og nú útlægu, söng- og leikkonur Marlene Dietrich og Martha Eggerth syngja í París í dag. Og hinar svörtu dúfxir Parísar flögra um og fá hvergi pláss, þær setjast á líkneski stórmennanna. Þetta eru dúfur friðarins. Dagur- inn hnígur að kvöldi. Alstaðar er söngur og dans. Úti við gröf hins óþekta her- manns stöðvast smáhópur manna og horfir á blómkransana sem minnig hinna látnu í heimsstyrj- öldinni hefir verið heiðruð með þenna dag. París er ekki einungis gleðinn- ar borg, heldur fyrst og fremst borg hinna stóru minninga, og 14. júlí 1939 er altof myrkur dag- ur drátt fyrir alt sitt sólskin og glæsileika, til þess að menn geti af öllum huga gefið sig gleðinni á vald. Og 15. júlí rís París upp sem ný borg — hinn mikli leyndar- dómur. J. ú. V. Kveðja til Maríu ísleifsdóttur D. 10. ág. 1939. Sú langa lífsins þrautin og loks á enda brautin, þú kvödd xneð kærleiksþel, mín mæta móðursystir er margoft fekst við listir, sem þjer var kært og sintir vel. Með kærleikshlýjum huga minn hjartkær drottinn buga ei láttu linna hjer. Jeg bið þig hægt í hljóði ■við henni taka með óði þeim, sem í línum letrað er. Nú inn hún leidd í ljósi í lífsins hallar hrósi, já, trú hún treysti á þig, því oft í hennar ama var altaf röddin sama og fullvís bæn um frið hjá þjer. Helga, S. Bjarnadóttír*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.