Morgunblaðið - 09.09.1939, Síða 7

Morgunblaðið - 09.09.1939, Síða 7
Laugardagur 9. sept. 1939. M.ORGUNBLAÐIÐ 7 Barnahfálp á sumrftn „Ó, legSu art viö hvert lítið peö, þá ly-ftist hjartað og guð er með“- Þannig hvetur skáldið til að veita börnunum hjálp og aðhlynning, leggja rækt við þau í uppvextinum. Og þakkarvert er alt það starf, sem farið er að vinna í þarfir borgarbarn- anna, einkum þeirra fátæku og heilsulitlu, bæði hið umfangs- mikla dagheimiiiastarf Sumar- gjafar og starf annara fjelaga, sem vinna að því að hjálpa fá- tækum börnum burt af götunni, grefa þeim hlutdeild í sumarsæl- unni, þeim til heilsubótar og þroska. Oft er getið slíkrar starf- semi þeirra fjelaga, sem leita fil almennings um stuðning og styrk og njóta hans, og er ekki nema eðlilegt, að almenningur viti sem gleggst um það starf alt. En eigi virðist síður ástæða til að getið sje um slíkt starf, sem unnið er almenningi og að- standendum barnanna að kostn- aðarlausu. Allir bæjarbúar munu kann-< 'ast við barnaheimili Oddfell- owa hjá Silungpolli, þó að það .góða starf hafi ekki hátt um sig. Menn vita, að þar hefir verið bygt stórt og ágætt hús, sem, býður til sín um 70 fátæk- Um og heilsulitlum börnum og veitir þeim aðblynningu <og umsjá sumarmánuðina. Bæj- arbúar þekkja líka þann mann, sem um 22 ára skeið hefir veitt íorstöðu barnastarfi Oddfell- owa og er lífið og sálin í því. Jeg köm að Silungapolli um daginn, síðasta daginn, sem dvalarbörnin, 72 að tölu, voru I>ar. Þegar jeg kom, voru börn- in að borða ríflegan, kjarngóð- an kvöldverð í borðsalnum. Það )rar ánægjusvipur á öllum þess- um ungu andlitum, og auðsjeð, að sumarvistin hafði orðið þess- um barnahópi að góðu. Þetta er prýðilegur og skemti legur sumarbústaður fyrir börn- in, ýms tæki til útileikja og í lirauninu mikið og gott berja land, og er það börnunum mik- ill yndisauki. Þeim er gefið heil næmt fæði og nýmjólk. Alt er þetta veitt börnunum ókeypis. Mæður, sem átt hafa börn sín við Silungapoll undanfarin ár, hafa einatt minst í samtali við mig þess viðíurgjörnings, sem börnin njóta þar, og látið í Ijós einlægan þakkarhug. Þess vegna þótti mjer rjett að minn- :ast nú þessa fagra líknar starfs með þessum fáu orðum. Á. S. C»<><><><>0<><> <><><><><><><><><><> Dagbók Veðurútlit í Rvík í dag: NA- kaldi. Bjartviðri. Næturlæknir ei" í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Messað í Dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Friðrik Hallgríms- son; kl. 5, cand. theol. S. Á. Gísla- son. Kl. 10 f. h. verður barnaguðs- þjónusta í bænhúsinu í kirkju- garðinur. (S. Á. Gíslason). Messað í Fríkirkjunni á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. 75 ára verður í dag ekkjan Septemborg Loftsdóttir, Borgar- holti við Engjaveg. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Soffía Þorsteinsdóttir og Jón Kr. Jóns- son símamaður, Lindargötu 25. Trúiofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Hulda Hraunfjörð, Sogablett 17, og Al- freð Björnsson, Nesi. Knattspyrnufjelagið Valur á- minnir fjelaga sína að mæta á Hlíðarenda í dag kl. 3 e. h. Kveldúlfstogararnir eru nú að hætta síidveiðum fj’rir norðan. Gulltoppur kom í gær og Þórólf- ur og Gyllir voru væntanlegir síð- ari hluta dagsins. Fiðlarinn Telmányi og Páll ís- ólfsson, organleikari ætla að halda kirkjutónleika í Dómkirkjunni á þriðjudagskvöld. M. a. muti Tel- mányi leika Chaeonne fyrir fiðlu- sóló eftir Bach, La Folia eftir Corelli og Sónötu eftir Hándel. Páll Isólfsson mun auk annars leika tilbrigði eftir sjálfan sig, og Præludium og Fuga eftir Buxt- hude. Póstferðir á mánudag. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykja ness, Ölfuss og Flóapóstar, Þing- vellir, Laugarvatn, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Akra ness og Norðanpóstar, Dr. Alex- andrine til Færeyra og Khafnar. Til Rvíkur: Mosfellssveitar, Kjal- arness, Reykjaness, Ölfuss og Flóa pósar, Þingvellir, Laugarvatn, ÍHafnarfjörður, Grímsness og Bisk- M.s. Fagranes fer frá Reykja-'upstungnapóstar, Norðanpóstur, vík í dag kl. 1 e. h. í stað kl. 3 eins og áætlunin segir. í Hafnarfirði veiddi einn maður síldarnet sitt 40 síldar og 50 makríla. Aðrir fengu síld og frá 5—15 sjóbirtinga. Knattspyrnukappleikur fór fram í fyrrakvöld milli starfsmanna hjá Agli Vilhjálmssýni og starfsmanna hjá h.f. Strætisvagnafjelaginu. Þeir síðarnefndu unnu með 4:1. Umferðarvikunni er nú að verða lokið. í gær var farið í alla barna- skóla bæjarins og skólastjórum af- hent myndaspjöld með umferðar- reglum, og þau skýrð fyrir börn- unum. Þá hófst og námskeið fyrir sendisveina í umferðarreglum og tóku un:( fjörutíu piltar þátt í því, svo að það má heita mjög vel sótt, enda hafa sendisveinar sýnt mik- inn áhuga fyrir slíkum námskeið- um. Heldur námskeið þetta áfram á morgun í Hafnarhúsinu kl, 4 síðdegis. Þorsteinn Jónsson, bankafulltrúi í Landsbankanum, hefir á undan- förnum árum skrifað margar á gætar smásögur, sgm birtst hafa í Skírni og Eimreiðinni. Hefir hann skrifað undir dulnefninu Þórir Bergsson. Sögurnar hafa vakið mikla athygli fyrir ágætan stíl og sjerkennilega meðferð efnis. Nú hefir hann gefið út bók, er liann nefnir Sögur, og kemur í bóka- verslanir í dag. Verður bókarinn- ar getið nánar síðar. Skömtunarnefnd. Á bæjarstjórn arfundi í fyrradag var ákveðið að fela bæjarráði þær ráðstafanir, sem bæjarstjórn þarf að annast viðyíkjandi matyælaskömtun hjer, eFtil þess kemur. Bæjarráð kaus í gær 5 manna nefnd til þess að 4 hafa stjórn þessa á hendi. Eru í nefnd þessari; Guðm. Ásbjörnsson (formaður), Gunnar Thoroddsen, frú Ragnhildur Pjetursdóttir, Kjartan Olafsson múrari og Árni Benediktsson. Goðafoss frá Akureyri, Súðin aust- an um frá Siglufirði. Til Strandarkirkju frá ónefnd um (sent frá Englandi) 180 kr., ónefndum 3 kr., ónefndum í Borg- arnesi 25 kr„ Rósu 2 kr., S. H. 10 kr. Útvarpið í dag: 19.30 Iíljómplötur: Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötur: Rachmaninoff leikur á píanó. 20.30 Upplestui*: Saga (Guðm Gíslason Hagalín prófessor). 20.55 titvarpstríóið leikur. 21.15 Hljómplötur; a) Kórlög. b) 21.30 Gainlir dansar. ÁÚÖAÖ hvílút m«8 gleraugum fri THIELE M.s. Dronning Alexandrine fer á mánudagskvöld kl. 6. Flutningsgjöld til útlanda eru hækkuð 50 prócent, en 'fargjöld hjeðan eru óbreytt þessa ferðina. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025 ví$m Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. oooooooooooooo<xxx Slofnþing Stofnþing óháðs verklýðssambands, Landssambands íslenskra stjettarfjelaga, verður sett í Reykjavík 11. nóvember næstk. Til stofnþingsins boðar stjórn Bandalags stjettarfjelaganna í umboði eftirtaldra stofnf jelaga : Sveinafjelags mórara, Reykjavík. Pjelags jámiðnaðarmanna, Rvík. Sveinafjelags veggfóðrara, Rvík. Verklýðsfjelags Borgamess. Sjómannafjelags Akureyrar. Verkamannafjel. Hlífar, Hafnarf. Verkakvennafjel. Brynju, SiglufirSi. Sveinafjelags skipasmiða, Rvík. Fjelags bifvjelavirkja, Rvík. A. S. B., Reykjavík. Verklýðsfjelags NorðfjarSar. Fjelags blikksmiða, Reykjavík. Verkamannafjel. Þróttar, SiglufirðL Sveinafjelags húsgagnasmiða, Rvík. Verkamannafjelagsins Dagshrúnar, Reykjavík. Reykjavík, 7. september 1939. I stjórn Bandalags stjettarfjelaganna: Ingólfur Einarsson. Hermann Guðmundssón. Guðjón Benediktsson. Hjeðinn Valdimarsson. Guðmundur Ó. Guðmundsson. Ólafur H. Guðmundsson. Helgi Sigurðsson. Skemtistaður Sjáifstæðismanna að Eiði. Vegna ástandsins í landinu hafa Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík og Hafnarfirði ákveðið að fella niður fyrir- hugaðar skemtanir að Eiði á þessu hausti. NEFNDIN. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðlr B. S. A. OG MORGUNBLAÐIÐ. Alla daga nema mánudaga Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — SÍMI 1540. Bftfreftðastðð Akureyrar. Morgunblaðið með morgunRaffinu Jarðarför konu minnar, SIGURLAUGAR PÁLSDÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni í dag (laugardaginn 9. sept.) og hefst að heimili mínu, Breiðabliki, Seltjarnarnesi, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Ásm. Gestsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, GUÐLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Þorlákur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.