Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. sept. 1939. V0RN PÓLVERJA STYRKIST Þýskur her hopar irá Varsjá En flugvjelar Þjóðverja eru skæðar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Um helgina hafa Pólverjar veitt þýska innrásar- hernum meira viðnám en áður. Og höfuð- borg sinni Varsjá halda þeir enn. Er jafn- vel talað um í fregnum þaðan, að þýskur her hafi hopað undan varnarliði borgarinnar, og horfið á brott úr út- hverfunum. Sókn þýska hersins. inn yfir Pólland hefir verið ákaf- lega hröð, þareð Þjóðverjar, hafa á einni viku l'agt undir sig þriðjung landsins. Um innrás Þjóðverja og varnir Pól- verja segir m. a. í „The Times“: Þrátt fyrir hið hraða undanhald pólska hersins hefir Þjóð- verjum ekki tekist að bæla hugrekki hinna pólsku hermanna. Þeir eru enn sem komið er jafn hugdjarfir og þeir voru í byrj- ún. Þó áætlun hafi ekki verið gerð um þetta, hraða undanhald, þá hefir Þjóðverjum ekki tekist að sundra aðalhernum. EYSTRI VARNARLÍNUR. Talið er, segir hið enska blað, að hin hraða framrás þýska hersins hafi því aðeins verið möguleg, að þýski flugherinn hafi komið að svo miklu liði. Flugherinn hefir hvað eftir annað ónýtt iga^nárásir Pólverja og gert aðflutninga alla til vígstöðvanna torvelda. Her Pólverja hefir nú leitað til hjeraða, þar sem eru betri vígstöðvar. Fyrst í stað er ætlunin að verjast í herlínu meðfram ánum Bug og Weichsel. En takist Pólverjum ekki að veita viðnám þar, þá leita þeir austur til Pripjetfljóts. Og til þess að sækja pólska herinn þangað, verða Þjóðverjar að brjótast í gegnum votlendi og mýrar, sem venjulega eru meir og minna ófærar þegar komið er fram í miðjan október. Bardagarnir. 1 útvarpsfrjettum í gærkvöldi segir svo um viðureignina í Pól- landi: í tilkynningunni frá pólsku hermálastjórninni í dag segir, að miklir bardagar standi yfir 30 mílur norðaustur af Varsjá, fyrir norðan Bug-fljótið, og að á vígstöðvunum nálægt landa- mærum Póllands og Austur- Prússlands sje alt óbreytt. Ennfremur er því haldið fram, að Pólverjum hafi tekist að treysta aðstöðu sína á þrem- ur aðalstöðvum, til þess að stemma stigu við framsókn Þjóðverja, þ. e. a. s. við árnar Narew, Bug og Wistula. Frjettaritari Reuters, stadd- ur á landamærum Póllands og Rúmeníu símar, að miklir bar- dagar standi yfir fyrir norðan Varsjá, en sókn Þjóðverja frá Krakau hafi verið stöðvuð. Þýska herstjórnin viðurkenn- ir að sókn Þjóðverja hafi taf- ist fyrir norð-austan og suð- vestan Varsjá, en segja þýskar hersveitir komnar til Sanfljóts, þar sem þær sækja fram að sunnan. Tilkynt er í Berlín í dag að vöruflutningar milli Austur- Prússlands og Þýskalands myndi fyrst um sinn fara fram sjóleiðina aðeins, enda þótt til- kynt hefði verið fyrir nokkrum dögum, að ekki væri barist lengur í „pólska hliðinu". FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Innköllun rúss- neskra hersveiia Hver er tilgangurinn? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að hefir vakið mikla eft- irtekt og umtal í Þýska landi, að stjórnin í Moskva hefir kallað 5 árganga til herþjónustu. ■Geta þýsk blöð sjer þess til, að Rússar ætli sjer að taka undir sig eitthvað af hinum pólsku hjeruð- um, vera viðbúnir, ef svo ber und ir, að þeir þurfi ekki mikið fyrir því að hafa. Frjettaritari „The Times“ í Moskva segir í skéyti til blaðs síns, að tilgangurinn muni naum- ast vera þessi, Rússar hyggi ekki á árás eða hernaðarráðstafanir gagnvart Póllandi, aðrar en þær, að ef pólskar hersveitir komi á flótta inn yfir hin rússnesku landamæri, þá ætli Rússar að hafa liðsveitir þar til taks, til þess að afvopna hið pólska lið. Kappleikur fór fram í Hafnar- firði á sunnudaginn milli Færeyja fara 2. fl. úr K. E. og 2. fl. liðs úr Fimleikafjelagi Hafnarfjarðar. K. R.-ingar unnu með 2:1. Ekki óvinveittir þýsku þjóðinni — segir Chamberlain. Frá fvjettaritara vorum. Khöfn í gær. taf ræðu þeirri, er Gör- ing marskálkur hjelt á laugardaginn, hefir forsætis ráðherra Breta, Neville Chamberlain gefið út ávarp, þar sem hann fer nokkrum örðum um afstöðu Breta til Þjóðverja. Hann kemst m. a. að orði á þá leið, að Bretar sjeu ekki, óvinveitt ir þýsku þjóðinni, heldur stjórn þeirri, sem nú er þar í landi, þejri'i stjórn, sem gefið hafi mörg loforð og jafnan svikið þau. Með- an slík stjórn sje við völd, sje engu hægt að treysta í viðskift- um við Þjóðverja, slík stjórn sj« hættuleg öllu frelsi í heiminumí Við slíka menn semji breska stjórnin ekki frið. Bretar óski ekki eftir nýjum Yersalasamningi, eins og Göring marskálkur hafi látið í veðri vaka, nje heldur óski þeir eftir neinu hruni meðal þýsku þjóðarinnar. En þeir vilji geta kornið því til leiðar, að varanlegiir tryggur frið ur komist á í heiminum. Anthony Eden nýlendumálaráð- herra hefir m. a. bent á það, útaf ræðu Görings, hve ófyrirgefanlegt það væri, að leiða þjóð út í styrj- öld, eins og þýska stjórnin hefði gert, sem væri eins illa á sig kom in efnalega og eins illa undir það búin eins og þýska þjóðin er nú í upphafi styrjaldarinnar, eftir því sem Göring sjálfur lýsti á- standinu í landi sínu. Á vfgvöilum viðskiftanna London í gær. FÚ. fyrirlestri, sem Reynaud fjár- málaráðherra Frakka flutti í gærkvöldi, sagði hann, að Frakk- ar legði út í þetta stríð fjárhags- og viðskiftalega sjeð, svo miklu öruggari en fjandmennirnir, að ekki yrði saman jafnað. Vígstöðvar viðskiftanna og pen inganna, sagði Reynaud, eru al- veg eins mikilvægar eins og víg- vellirnir, þar sem barist er með vopnum. Þjóðverjar, sagði liaun, voru farnir að þreytast af hinu risavaxna vígbúnaðarhlutverki, sem þeir tóku sjer, orðnir þreytt- ir áður en stríðið byrjaði, að búa sig undir það, viðskiftalega og fjárhagslega væri Þjóðverjar mjög veikir fyrir. E.s. Lyra fór frá Þórshöfn í Færeyjum áleiðis til Bergen kl. 6 á sunnudagsmorgun. Myndin er af pólskum herímanni, úr fótgönguliðinu. Þjóðverjum er ástandið ú vestur- landamærunum áhyggjuelni 350 þýskar fermílur á valdi Frakka Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. F yrst nú um helgina birtu þýsk blöð nákvæmar fregnir af bardögunum við vesturlandamær- in. Vöktu þær fregnir mikinn ugg meðal al- mennings í Þýskalandi. Er talið, að enn lifi margir Þjóðverjar í þeirri von, aðr hægt sje að koma á sættum milli Þjóðverja og Frakka. Akaflega mörgum Þjóðverjum er ógeðfelt að sögn að hugsa til þess, að Þjóðverjar og Frakkar lendi í langvar- andi styrjöld. Vilja þeir halda sáttaleiðinni opinni sem lengst milli þessara þjóða. Samkvæmt fregn frá París er nú talið að Frakkar liafi náð á sitt vald 350 fermílum af Þýskalandi. Þeir tryggja víglínu sína, segir ennfremur, og með stórskota- liði sínu gera þeir Þjóðverjum erfitt fyrir með aðdrætti til fremstu vígja þeirra. Fregn frá British Unitecl Press hermir, að Þjóðverjar hafi gert gagnárás á vinstri varnarlínu Frakka á Saarvígstöðvunum, en gagn- sóknartilraunir þeirra voru algerlega stöðvaðai’ í gærkvölcli. Loftvarnir Dana í Suður-Jótlandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Asuðurlandamærum Danmerk- ur á Jótlandi er nú verið að koma fyrir loftvarnabyssum. Eru gerðar ráðstafanir til þess að byssur þessar verði notaðar, ef það kynni að koma fyrir að nýju, að flugvjelar brjóta hlut- leysi Dana. í franskri fregn segir, að franskar hersveitir sjeu nú ltomn- ar að vígjum Siegfried-línunnar og þar liafi verið barist í návígi. En helstu bækistöðvar þýska hers- ins á alllöngu svæði fái nú dynj- andi skothríð frá hin'um franska her. Sagt er, að það sjeu einkum ungar hersveitir, sem Þjóðverjar hafi þarna í eldinum. En svo mik inn liðsafla sendi Þjóðverjar nú til vesturvígstöðvanna frá Pól- landi, að það liljóti að draga úr sóloi Þjóðverja þar austur frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.