Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 7 Forstaða Leipzig- sýningar Dr. Matthías Jónasson lektor hefir beðið blaðið að skýra frá því, að eftirtaldir menn sjeu í forstöðu- og framkvæmdanefnd íslensku sýningarinnar, sem halda á í Leipzig í næsta mánuði. Dr. Kristján Albertson, lektor í íslensku við háskólann í Berlín. Sveinn Björnsson, sendiherra í Kaupm annahöf n. Theo Henning, listmálari í Vín. Baron dr. von Jaden, Vín, for- seti skandinaviska klúbbsins. Próf. Alexander Jóhannesson, Reykjavík. Dr. M. Jónasson, lektor í ís- lensku við háskólann í Leipzig. Dr. Olaf Klose, bókavörður við háskólann í Kiel. Hefir gefið út „íslandskatalog". Dr. Koehler, Leipzig. Björn Kristjánsson stórkaupm., formaður íslendingafjelagsins í Þýskalandi, Hamborg. Hans Kuhn, prófessor í norræn- um málum við káskólann í Leip- zig. Jón Leifs, form. Bandalags ísl. listamanna, Behbrúcke bei Pots- dam. Pröf.. dr. Magen, forstjóri ís- lensku stofnunarinnar víð háskól- ann í Greifswald. Dr. Eugen Oberhummer, pró- fessor í landafræði við háskólann í Vín, forstjóri „íslandssýningar- innar í Vín 1930. Reinhard Prinz, Stuhm, Ost- preussen, forseti .Fjelags íslands- vina“, áður útgefandi tímaritsins „ísland“. Dr. Karl C. Thalheim, prófessor í hagfræði við verslunarháskól'ann í Leipzig. Próf. Matthías Þórðarson, þjóð- minðjavörður, Reykjavík. Dr. G. Timmermann, Hamborg, áður þýslcur ræðismaður á íslandi. Dr. Helmut Verleger, Bielefeld. Próf. dr. H. W. Vogt, forstjóri Norrænu stofnunarinnar við liá- skólann í Kiel. Guðbjartur Vigfússon frá Húsa- vík tefldi í fyrradag 17 samtíma- skákir við Skákfjelag Akureyrar. Úrslit urðu þau, að Guðbjartur hlaut 14ú> vinning, en tapaði 214 skák. Skákirnar stóðu yfir í þrjár Mukkustundir. (FÚ) Oooooooooooooooooe vísir Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. óooootxxxxxxxxxxxx' KOLASALAN S.i. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. 003® 0 0 3® íKIAtSALT Dagbóh I. O. O. F. Rb.st. 1. Bþ. 889128i/2 Veðurútlit í Reykjavík í dag: SV-átt og skúrir. Veðrið í gær (mánud. kl. 6) : Alldjúp lægð suðvestur af Reykja nesi og veldur hún SA-hvassvaðri og regni suðvestan lands. Norðan lands er hæg S-átt, en sumstaðar rigning'. Lægðin fer sennilega 'norðaustur yfir Vestfirði. Næturvörður er í nótt í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Næturlæknir er í nótt Grírnur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. Ein bifreiðastöð er opin í nótt, Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383 M.s. Dronning Alexandrine fór hjeðan, áleiðis til Kaupmannahafn- ar í gær kl. 6 síðdegis. Farþegar með m.s. Dronning Alexandrine í gær til útlanda vorii m. a.: Blísabet Guðbjartsson, Guð- mundur Sigmundssoii og frú, Sig- urður Samúelsson og frú, Guðrún Helgadóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurbjörg Jensen, Hólmfríður Jónsdóttir, Arndís Ásgeirsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Egill Kristó fersson. Auk þess var fjöldi út- lendinga, Dana, með skipinu. Sigurgeir Ársælsson úr Glímu- fjel. Ármann gerði á sunnudaginn tilraun til þess að setja- nýtt 'met í 1500 st. hlaupi og náði sama tíma og metið er, 4.11 mín. En það er besti árangur, sem náðst hefir hjer heima, því að ^ metið setti Geir Gígja á alþjóða K. F. U. M. íþróttamótinu í Kaupm.- höfn 1927. f kvöld kl. 814 eru tónleikar Emils Telmányi og Páls ísólfs- sonar í dómkirkjunni. Munu þeir m. a.. leika viðfangsefni eftir Cor- elli, Pál ísólfsson, Hándel, Bach, Mozart, Kreislef og Buxtehudé. Þetta múh v-era eina tækifærið til þess að heyra listamennina leika saman. Frá Háskóla íslands. Kensla mun hefjast í háskólanum í vik- unni 17.—23, septemþer, eftir nán- ari tilkynningum frá kennurunum, sem festar verða upp í forstofu háskólans. Setningarhátíð verður engin að þessu sinni, eins og venja hefir verið að undanförnu, en há- skólahátíð verður haldin 1. vetr- ardag. Nýir háskólaborg'arar skulu gefa sig fram í skrifstofu háskólans hið fyrsta, og eigi seinna en 30. september. Þeir stú- dentar, sem óska skrásetningar eftir þann dag, fá ekki inngöngu í háskólann fyr en í byrjun næsta kenslumisseris, sem hefst 1. febr. í Höfn í Hornafirði varð það Fyrir born Sjálfblekungar 1.75 Pennastokkar 0.75 Teiknibækur 0.50 Litakassar 0.45 Blýantsyddarar 1.00 Greiður 0.50 Speglar 0.50 Skæri 0.50 Smíðatól 0.75 Dátamót 225 Hálsfestar 1.00 Töskur k.00 Saumakassar 1.00 Svippubönd 0.75 Bankastræti 11. slys s.l. miðvikudag, er 16 ára gam all piltur, Ólafur Sigurðsson að nafni, var að skjóta til marks úr haglabyssu, að byssan sprakk í höndum lians og lenti brot úr henni í enni piltsins. Hlaut hann mikinn ávérka og brotnaði ennis- beinið. Læknir bjó um sárið, en Ólafúr fjekk brátt mikinn sótt- hita og var á milli lieims og helju í 4 daga. Hann er nú á góðum batavegi. (FÚ) Aðalfundur prestafjelagsdeild- arinnar Hallgrímsdeildar fyrir ár- ið 1939 var settur að Hvanneyri í: Borgarfirði laugardaginn 9. þ. m. Viðstaddir voru 11 deildar- menn úr Borgarf jarðar-, Mýra-, Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi. Biskupinn, Sigurgeir Sig- urðsson, sótti fundinn. Á sunnu- dag voru haldnar guðsþjónustur að Lundi, í Revkholti, Stafholti og að Hvanneyri. Á sunnudags- kvöld komu fundarmenn aftur saman að Hvanneyri. Þá flutti dr. med. Árni Árnason fróðlegt erindi fyrir fundarmenn og al- menning um eilífðartrúna. í gær var fundinum haldið áfram. (FÚ) Stöðvun bíla, Á sunnudaginn voru löggæslumenn lijer við Ell- iðaárnar og stöðvuðu ýmsa fólks- flutningabíla og spurðu farþega unr erindi þeirra út úr bænum. Var þessi eftirgrenslun gerð vegna þess að í reglugerðinni um tak- mörkun á bensíneyðslu er bann- aðúr óþarfa akstúr. En nú er ekki hægt að gera ljósan greinar- múii á þörfum og óþörfum akstri. Og því verður þessu í framtíðinni hagað þannig, að lögreglan skift- ir sjer ekki af akstri þeirra bíla, sem á annað borð mega vera í um ferð, nema þegar það er alveg augljóst, að um hreina erindis- léysui er að ræða. Breska eftirlitið. Talið er að eftirlit það, sem ræðir um í til- kýnningu Breta um viðkomu skipa í Kirkwall, nái ekki til skipa, sem fara frá Danmörku og hingað, að eins til skipanna, sem eru á leið til megínlandsins. Tíundi aðalfundur Kvenfjelaga- sambands Vestfjarða var haldinn í Sóigandafírði dagana 8. og 9. þ. m. Mættir voru, auk tveggja stjórnarkvenna, 9 fulltrúar frá 6 kvenfjelögum. í sambandinu eru alls 10 fjelög með 485 fjelagskon- um. Fundurinn gerði ályktun um húsmæðrafræðslu, heilbrigðismál, garðrækt, lieimilisiðnað, takmörk- un á innkaupum áfengis og tó- baks, framleiðslu fegrunarmeðalá o. fl. (FÚ) Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarn., Reykja- ness, Ölfuss og Flóapóstar. Þing- vellir. Laugarvatn. Þrastalundur. Hafnarfjörður. Austanpóstur. Borgarnes. Akranes. Norðanpóst- ur. Stykkisliólmspóstur. Álftanes- póstur. — Til Rvíkur: Mosfells- sveitar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar. Þingvellir. Laugarvatn. Þrastalundur. Hafn- arfjörður. Borgarnes. Akranes. Norðanpóstur. Grímsnes- og Bisk upstungnapóstar. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 20.—26. ágúst (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 31 (40). Kvefsótt 34 (50). Iðrakvef 14 (24). Kveflungnabólga 0 (1). Hlaupabóla 0 (1). Kossa- geit 0 (1). Ristill 0 (1). Mannslát 5 (10). — Landlæknisskrifstofan. (FB.). Unga ísland, septemberheftið er nýlega komið út. í það skrifar Jakob Hafstein framkvstj. Rauða Kross íslands m. a. um Únglinga- þing Raúða Krossins í Stokkhólmi, og- Ólafur Friðriksson um fuglana á Tjörninni. Þá eru og í heftinu framhaldssögur og greinar eftir drengi, 12 ára og 15 ára, heilræði o. fl. Margar myndir skreyta heft- ið, sem er hið besta að öllum frá- gangi. Hraðkepnin í öldungaflokknum fór fram á sunnudaginn á íþrótta vellinum og lauk með sigri K. R., er fjekk 5 stig. Valur fjekk 4, Fram 2 og Víkingur 1 stig. Veður var mjög gott á sunnudaginn og margt áhorfenda á vellinum. Til Strandarkirkju, afh. Mbl.: F. B. 1.00, Leo 5.00, N. N. 5.00, Ó. P. 3.00, Ragnh. Þórarinsdóttir 5.00, Kona á ísafirði 5.00, J. M. 5.00, J. J. 5.00. IJtvarpið í dag: 13.00 Skýrsla um vinninga í happ- drætti Háskólans. 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum. 20.30 Erindi Búnaðarfjelagsins: a) Val og meðferð á útsæði Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri). b) Kvillar í kartöfluútsæði (Ing- ólfur Davíðssou magister). 21.05 Symfóníutónleíkar (plötur): Moszart; a) Fiðlukonsert í D- dúr. b) Symfónía í C-dúr (Júpíter- symfónían) Reykjavfk -- Hafnarfjörður. Frá og með deginum í dag verður fyrst um sinn ek- ið þannig: Frá kl. 7 til kl. 11 árdegis á hverjum heilum tíma, og frá kl. 11 árdegis til kl. 12.30 síðdegis á hverjum heilum og hálfum tíma. Sjerleyfishafar. Núerjeghissa! 1-50-50 Jeg sem hjelt að vasaklúturinn hans Páls væri hvítur, þar til jeg bar hann saman við borðdúkinn var úr Radion Hvítan' bvottur Ekkert er hvítara en Radion hvítt, þegar átt er yið þvott- inn, og það er engin furða, þó Radion geri þvottinn hvítari en venjuleg sápa og sápuduft gera. Það er vegna þess, að Radion gerir þvottinn hreinni. Hin sjerstaka súrefnisblöndun og sápan í Radion eyða. öllum óhreinindum. Konan mín ANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR andaðist á Landakotsspítala 10. þ. m. Reykjavík, 12. sept. 1939. Ásbjörn Ólafsson, Þingholtsstræti 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.