Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 12. sept. 1939L .......................................................................iimiimim...................... JféauftsSajiue § Orczt/ barónessa: EIÐUJUTITI MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR, Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. Þfer gelið byrfað að fylgfast metl I dag. — 9. dagisr. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliuillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll' illlllllllllllllllllllllllllllllllllliminillilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll RENNILÁSAR Kjólakragar, Belti, Káputöl- ur, Kvensvuntur, Kvennærföt, Silkibönd, Bendlar, Skelplötu- tölur, Tautölur, Hárgreiður, Hárkambar, Krullupinnar, Klútar, Treflar, Slæður o. fl. Glagowbúðin. SKÓLATÖSKUR Barnabolir, Barnasokkar, Harnasvuntur, Barnahringir, Barnaúr o. fl. Freyjugötu. TVÖ HERBERGI OG ELDHÚS vantar mig 1. október í Skerja ■firði. Jón Þorláksson, Þorra- götu 5. KAUPUM aluminium, blý og kopar, tóma strigapoka hæsta verði. Flösku- búðin Bergstaðastræti 10. —• Sími 5395. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda meðalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins 90 aura heilflaskan. Lýsið er svo gott, að það inniheldur meira af A og D-fjörefnum en lyfjaskráin ákvejSur. Aðeins notaðar ster- ilar (dauðhreinsaðarj flöskur. Hringið í síma 1616. Við send- um um allan bæinn. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri, Kirkju- hvoli. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KAUPUM FLÖSKUR, •tórar og smáar, whiskypela, C’ös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 6395. Saskjum. Opið allan daginn. Það, sem skeð hefir í sögunni: Eftir stjórnarbylting'una í Frakklandi býr Juliette Marney hertogadóttir með Petronelle fóstru sinni, í litlu kvisther- bcrgi í París. Dag einn gerir lýðurinn aðsúg aö henni, og hún forðar sjer inn í hús Derouledes, þjóðþingfulltrúa, er býður henni að búa á heimili sínu ásamt Petronelle, jrangað til enski ofurhuginn, Rauða akurlifjan, geti út- vegað henni far til Englands. Juliette er á báðum áttum, því að fyrir 10 ár- um hefir hún svarið föður sínum þess eið að hefna sín á Deroulede, er hefir vegið bróður hennar í einvígi. „Þjer hafið enga byrði lagt mjer á herðar“, svaraði hann. „Jeg stend í þakkarskuld við yð- ur“. „Fyrir hvað? Hvað hefi jeg gert, sem þjer getið þakkað mjer fyrir ?“ „Þjer hegðuðuð yður óvar- lega fyrir utan hús mitt, en með því gáfuð þjer mjer tækifæri til þess að ljetta þungri byrði af samvisku minni“. „Hvernig þáf‘ „Það var meira en jeg hafði gert mjer vonir um, að jeg fþngi tækifæri til þess að rjetta ein- hverjum úr yðar ætt hjálpar- hönd“. . „Jeg veit það vel, M. Deroulede, að þjer hafið frelsað líf mitt. Að jeg er enn í hættu og jeg á ör- yggi mitt yður að þakka“. „Vitið þjer líka, að þjer getið gefið mjer sökina á dauða bróð- ur yðar?“ Ilún beit á jaxl, en svaraði ekki. Henni sveið það sárt, hvernig hann hafði alt í einu og að óvör- um ýft sárið. „Jeg hefi altaf ætlað að segja yður það“, hjelt hann áfram. „Mjer fanst jeg fara á bak við yður. Jeg drap bróður yðar í heið arlegu einvígi. Hann skoraði mig á hólm, eftir að hafa móðgað mig svívirðilega* *. „Er nauðsynlegt að þjer segið mjer þetta alt saman, M. Derou- ;le3e?“ tók hún óþolinmóðlega fram í fyrir honum. „Mjer fanst jeg mega til með að segja yður það“. „En þjer vitið, að jeg get ekki heyrt um málið nema frá einni hlið“. En um leið og hiin hafði slept síðasta orðinu sá hún, hve sær- andi orð hennar hlutu að vera fyrir hann. En hann var svo mik- ið prúðmenni, að hann sagði ekk- ert. Hún leit á hann ineð tárvotum augum. En endurminningin um hina hræðilegu nótt, er hún hafði svarið eiðinn, og árin fjögur, er hún hafði sjeð föður sínum hnigna hægt og hægt, vakti í henni upp- reisnaranda, sem; var henni sjálfri óeðlilegur. I skóginum var þögult, en nú nálguðust þau æ meir borgina, með hávaða hennar og æsingum. í fjarska heyrðist fallbyssuskot. „Nú er verið að loka hliðun- um“, sagði hann. „Jeg er feginn að jeg skyldi hitta yður“. „Það var fallega gert af yður að sækja okkur“, sagði hún blíð- lega. „Jeg meinti ekki það, sem jeg sagði áðan---------“. „Við skulum ekki tala um það“, greip hann fram í fyrir henni. „Jeg skil yður vel, og jeg vildi óska----------“. „Það væri best, að jeg færi af heimili yðar“, sagði hún í sama blíðurómnum. „Jeg hefi illa laun- að gestrisni yðar, og við Petron- elle getum nú vel farið heim í íbúð okkar“. „Móðir mín yrði mjög sorg- mædd, ef þjer færuð frá henni nú“, sagði hann ákafur. „Ilenni er farið að þykja vænt um yður og þekkir eins vel og jeg þær hættur, sem vofa yfir yður. En hinir fátæklegu og óhreinu flokks- bræður mínir“, bætti hann við í hæðnisróm, „eru mjer trúir og gera yður ekki mein, á meðan þjer eruð í mínu húsi“. „En þjer — —“, tautaði hún og skammaðist sín fyrir að hafa sært hann og sýnt honum van- þakklæti. „Jeg skal ekki þreyta yður með nærveru minni lengi“, sagði hann kuldalega. „Jeg skil vel, að þjer þolið helst ekki að sjá mig, þó að mjer hefði þótt vænt um, að þjer tryðuð því, að jeg vil yður gott eitt“. „Ætlið þjer að fara burt?“ ' „Ekld frá París, en jeg liefi tek- ið að mjer forstöðu fyrir Concier- gerie fangelsinu-------—“ „Þar sem veslings drotningin — -----r Juliette þagnaði í miðri setn- ingu og leit óttaslegin í kringum sig. Hún vissi, að hægt væri að telja orð hennar sem sviksamleg við þjóðina. „Verið óhræddar“, sagði hann. „Hjer er engin, nema Petronelle“. „Og þjer!“ „Já, og jeg tek undir með yður: Veslings Marie Antoinette!“ . „Vorkennið þjer hennif', spurði Juliette. „Er hægt annað en vorkenna henni?“, svaraði hann. „En þjer eruð fulltrvu á þjóð- þinginu, sem ætlar að láta dæma hana og lífláta eins og konung- inn“. „Jeg er fulltrúi í þjóðþinginu, en jeg ætla ekki að dæma hana eða vera samsekur í öðrum glæp. Jeg tek við fangavarðarstöðunni, til þess að hjálpa henni ef jeg get“. „En þjer hættið vinsældum yðar og lífi með því að hjálpa henni“, sagði Juliette undrandi. „Já“, svaraði hann blátt áfram. „Það er rjett. Jeg hætti lífi mínu með því að hjálpa henni“. Hún virti hann forvitnislega fyrir sjer. Ilann var undarlegur maður! Hann hafði samúð með al- múganum. Hann hafði sýnt Char- lotte Corday samúð, þó að honum hefði ekki tekist að bjarga henni, Og nú náði samúð hans til drotn- ingarinnar. „Hvenær farið þjer?“, spurði hún. „Annað kvöld!“ Hún sagði ekki meir. Hún var alt í einu orðin sárhrygg. Ef til vill var það af því, að þau voru nú að nálgast borgina. Framh. KAUPUM FLÖSKUR *lðs og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- r»It hœsta verð. Sækjum VJ yðar að kostnaðarlausu. Sími 5888. Flöskuversl. Hafnarstr. 21 EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR sumarkjólar og blúsur í úrvali. Saumastofan Uppsölum, Aðal- fltræti 18. — Sími 2744. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. FORNSALAN, Hverfisgötu 49, selur húsgögn o. fl. með tæki- færisverði. Kaupir lítið notaða muni og fatnað. Sími 3309. LEGUBEKKIR ódýrastir og bestir fást í Körfu- gerðinni, Bankastræti 10. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. 'TwlcJ Af öllum hinum mörgu heiðurs- titlum, sem til ovru í Prússlandi forðum, var ,;Kommissionsráð“ Ijelegastur. Vilhjálmur I. sæmdi Renz cirkusstjóra þessum titli. Hann kallaði þá alt sitt fólk fyrir sig og sagði: — Hans hátign hefir náðarsam- legast þóknast að sæma mig komm- issionsráðs titli. En ef einhver dirfist að kalla mig það, skal jeg berja hann til óbóta. Aftur á móti var Engel, for- stjóri Kroll-óperunnar, ánægðari með titilinn. Einhver hafði kallað hailn „herra Engel“, en þá minti Engel hann á að hann væri komm- issionsráð. — Jú, jeg hafði heyrt þetta, sagði maðurinn, en jeg helt að þjer hefðuð verið náðaður. ★ Böeklin og Keller voru daglegir gestir í veitingahúsi í Ziirich í Sviss, og sátu við sama borð. En það voru lög þeirra, að tala ekki neitt, heldur aðeins drekka. Ein- hverju sinni kom Böcklin með frænda sinn. Hann þekt.i lögin og sagði ekki neitt, en honum varð á að geispa og sagði þá: „A-ha“. Þegar þeir fóru sagði Keller: — Þennan vaðalsegg kemur þú aldrei framar með hingað. Játvarður prins, sem seinna varð Játvarður VII., var eitt sinn stadd ur í París og ætlaði í leikhús. Þá barst fregn um það, að frændi hans væri andaður. — Hvað gerum við nú? sagði einn úr fylgdarliði lians. Játvarður hugsaði sig um stund- arkorn. — Við förum í leikhúsið, sagði hann svo, en við skulum hafa svarta skyrtuhnappa. Öðru sinni var það, að Bencken- dorff, sendiherra Rússa, sem hafði orðið fyrir sorg, spurði prinsinn að því, hvort það væri sæmilegt að liann færi á veðreiðar. Prinsinn hugsaði sig vandlega um og sagði: — Jú, þjer getið farið til veð- reiðanna í Newmarket, því að þangað fer maður í svörtum flau- elsfötum. En til Derby megið þjer ekki fara, því að þangað fara menn í gráum flauelsfötum. ★ Friðrik Ágúst konungur Saxa var mjög drykkfeldur. En það var rakarinn hans líka. Einu sinni henti rakarann sii skyssa að særa kónginn ofurlítið. Hann varð öskuvondur og sagði: — Þarna sjerðu, þetta er bölv- uðum drykkjuskapnum að kenna! — Já, því miður, yðar hátign, áfengið gerir mann skinnveikan. SMURT BRAUÐ Matsalan Brytinn, Hafnar- stræti 17. STÚLKA ÓSKAST í vist nú þegar á símstöðina it Hafnarfirði. HREINLEGIR MENN teknir í þjónustu. 1. fl. vinna.. Amtmannsstíg 2. FIÐURHREINSUN! Við gufuhreinsum fiðrið úr sængurfötum yðar samdægurs. Fiðurhreinsun Islands. — Sími. 4520. OTTO B. ARNAR, iöggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum FJÖLRITUN OG VJELRITUN Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24. Sími 22"0. &Wtynnin€j4w VENUS SKÓGLJÁl oaýktr leðnð og gljáir skóu« vf- • burða vel. VENUS-GÓLFGUAI afburðagóður og fljótvirkur. —- Á'ralt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarlns besta bón. 1.0. G. T, ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inn-- taka nýrra fjelaga. 2. Fræði- og skemtiatriði annast: frú j Lára Lárusdóttir og Guðmund- ur Einarsson o. fl . JC&nsjCív KENNI DÖNSKU OG ENSKU.. Guðrún Arinbjarnar. Sími 5222. KENNI TUNGUMÁL, reikning og eðlisfræði. Les með ' skólafólki. Páll Jónsson, Leifs-- götu 23 II. Heima kl. 20—22. SKILVÍSAR MÆÐGUR óska eftir íbúð. Góð umgengni. £ími 2991. BÍLSKÚR TIL LEIGU og verkstæðispláss 3^2X7 m.. A. v. á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.