Morgunblaðið - 13.09.1939, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. sept. 1939.
Afstaða Itala og Rússa enn
vafasöin
o*EO
qm
u:
Jy
Vonast eftir sjerfrið
við Frakka eftir
ósigur Pólverja
Frá frjettaritara vorum.
Iíhöfn í gær.
EFTIR AÐ ófriður hefir geysað í álfunni
á aðra viku eru menn enn í fullkömn-
um vafa um það, hvaða afstöðu ítalir
ög Rússar taka í þessari styrjöld. Þessar tvær
miklu gátur í heimspólitíkinni eru óráðnar.
Breska blaðið „Daily Telegraph^ helduh því
fram, að Rússar ætli sjer að sitja hjá, þa'ngað til
þeir geti fullkomlega áttað sig á því, hvor aðil-
' inh muni bera sigur úr býtum. Eftir því eru þeir
að bíða.
Ýmsir eru aftur á móti þeirrar skoðunar, að
Mussolini geti ekki öllu lengur verið aðgerðár-
laus. Hann muni þá og þegar sýna það svart á
hvítu, hvar hann standi.
En aftur eru aðrir sem halda því fram, að
Mússolini muni enn bíða við um hríð. Því hann
sje einn af þeim, sem hafi ekki gefið upp vonina
um það, að Frakkar fáist til að semja sjerfrið
þegar Þjóðverjar hafa ráðið niðurlögum Pól-
verja.
Jafnframt er á það bent, að afstaða Itala í
-styrjöld muni verða erfið. Einkum sje það aug-
ljóst, að ítalir muni eiga í vök að, verjast í ófriði,
síðan Tyrkir og Arabar hafa heitið Bretum lið-
sinnis í ófriðnum. Þvíi þá hafi ítalir þessar þjóðir
áð eiga við ásamt Bretum og Frökkum í Mið-
jarðarhafi.
EFTIRTEKTAVERÐAR HEIMSÓKNIR.
Sendiherra Frakka í Róm er nú floginn til
Parísar. En sagt er að sendiherra ítala í Berlín
hafi gengið á fund Hitlers.
Hafa Þjóðverjar tekið heimsóknir þessar sem
' tákn þess, að vaxandi vonir sjeu um það, að Ital-
ir hafi ekki alveg horfið frá því að reyna að fá
Frakka til sjerfriðar, enda þótt Bretar hafi ger-
samlega vísað því á bug, er Göring í ræðu sinni
á laugardaginn leitaði hófanna um það, hvort
ekki mætti vænta friðarboða frá Bretum.
Þá vekur það og athygli, að Neville Chamber-
Táin, forsætisráðherra Breta, er kominn til
Frakklands, til að ræða við Daladier.
Og hertoginn af Windsor og hans frú eru kom-
in til London. En hvort sú heimsókn kemur ó-
friðarmálunum við, skal ósagt látið.
~%ÍÍ'Ó
Þrændir farga refum
Oslo í gær. FÚ.
Það er búist við því, að ref-
um verði fargað í stórum
stíl á refabúum í Þrændalögum
í haust. Refaeigendur telja
horfurnar mjög alvarlegar fyr-
ir refaræktina og að það muni^
verða miklum erfiðleikum bund-j
ið að selja refaskinn í nánustuj
framtíð. Líklegt er, að skinna-;
uppboðum erlendis verði aflýst.
NÝ GERÐ SPRENGI-
DUFLA.
Þýsku dufim í Eystrasjalti
eru af alveg nýrri gerð. Þau
springa sjálfkrafa ef þau losna
og komast þannig ekki út fyrir
hið afmarkaða duflasvæði. —
Þýskum ióðsum við duflasvæð-
ið hefir verið fjölgað úr 8 upp
í 16. Þýska flotamálaráðuneyt-
ið hefir skipað svo fyrir að
farþegaskip skuli aldrei þurfa
að tefjast við duflasvæðið.
á vígstöðvunum
Frá frjettaritara vw'um.
Khöfn í gær.
Þýsk blöð ræða mjög um
fei’ðir Hitlers til vígstöðv-
anná. Segja þau, að engipn
þýskur þjóðhofðingi, að
Friðrik mikla einum undan-
skildum hafi sem Hitler um-
gengist hermerinina á -víg-
vellinum. Hann hefir, segja
þau, tekið sjer hinn mikla
herkonung til fyrirmyndar,
og er sjálfur þar, sem at-
burðirnir gerast.
Á mánudaginn var hann
•ekki nema XVt kílómetra frá
fremstu víglínunni. Þar hjelt
hann ræðu í vjelbyssuhvin.
Gagnárásir Þjóðverja
árangurslausar á
vesturvígstöðvunum
E
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
NGAR stórfrjettir eru frá vesturvígstöðvun-
um síðasta sólarhringinn. En samt má ekki
skilja það svo, segir 1 tilkynningu frá París,
að þar hafi ekkert verið aðhafst.
Þar er barist látlaust. Og franski herinn þokast hægt
lengra og lengra inn yfir hið þýska landssvæði, enda þótt
Frakkar hafi ekki sett aðalstyrk hersins í þessa viðureign.
Breskt herlið er nú komið yfir til Frakklands, þó bresku
hersveitirnar sjeu ekki ennþá lomnar á vígstöðvarnar. Er þeim
er þegar ætlað þar ákveðin hlutverk að vinna við hlið og í sam-
vinnu með hinum frönsku fjelögum sínum.
Svo segir'í herstjórnartilkynningu frá París, að allar gagn-
árásir Þjóðvérjá í Saarhjeraði hafi orðið árangurslaúsa'r. r r-úv
Mannfall Þjóðverja
í Póliandi 12-15 þús.
Þeir telja sig ná Varsjá
innan skamms
... HoiKlóa, í gaer. Fl'.
Frá Póllandi berast mjög ósamhljóða fregnir og er því
margt óljóst sem stendur- um eitt verður ekki deilt. Varsjá
er enn í höndum Pólverja. Og svo harðvítug hefir vörn Pólverja
verið þar síðasta sólarhrmg fyrir vestan borgina, að þeir hafa
tekið nokkra skriðdreka af þýska hernum.-
Beint vestur af ■ Varsjá ‘eiga
pólskar hersveitir frá Pomórgie
í mfkilli orustu við þýákar
hersveitir, Frjettaritari með
þýsku hersveitununum segif, að
þe'ssi orusta hal'i, staðiö yfir í
tvo sólarhringa og hafi, færst í
aukana í morgun. Þjóðverjar,
segir hann, ætla að gert verði
út um úrslit Varsjá á þessum
vígstöðvum. ' -sr
Fyrir norðan og norðaustan
Varsjá telja Þjóðverjar Sjer
sigra, en það er ekki viðurkent
í frjettum Pólverja. Þá segjast
þeir stöðugt sækja fram suður
á bóginn frá Austur-Prússlandi.
Þessar hersveitir, segja Þjóð-
verjar, eru komnar yfir .járn-
braut, sem þarna er, og eftir
því ætti þeir að hafa sótt fram j
á 5 mílna svæði. Ef þetta væri|
rjett hefði Þjóðverjar einnig.
sigrað eða komist á snið við!
pólsku hersveirnar við Narew-:|
fljótið og Bugfljótið. Pólverjar
segja hinsvegar, að Þjóðverjum
hafi, ekkert orðið ágengt á þess-1
um slóðum, og benda á, að þeir
hafi orðið fyrir miklu mann-
falli og beiti nú mjög skrið-
drekum í viðureigninni við Pól-
verja.
Á suðurvígstöðvunum segjast
Þjóðverjar vera komnir yfir
Sanfljótið, en einnig þessu er
neitað af Pólverjum.
Frjéttáritari fyrir aftan
póhku víglínuna skýrir frá því,
áð giskáð sje á, að Þjóðverjar
h'áfi mist 12—15000 menn á
vígvöllunum í Póllandi,, flesta
seinustu dagana.
Bretar greiða skaða-
bætur ef sprengjurnar
voru breskar
Kalundborg í gær. FÚ.
Danski sendiherrann í Lon-
don hefir lagt kæru fyrir
bresku stjórnina vegna flug-
árásarinnar á Esbjerg, og einn-
ig vegna þess, að breskir flug-
menn hafa tvisvar flogið yfir
Danmörku.
Breska stjórnin tilkynti að
hún hefði gefið flugmönnum
sínum strangar fyrirskipanir um
að fljúga ekki yfir hlutlaus
lönd, einnig kvaðst hún vera
fús , til að greiða skaðabætur
fyrir slys þau og skemdir, sem
sprengjurnar hefðu valdið í
Esbjerg, svo framarlega sem
hún fengi áreiðanlegar sann-
anir fyrir því, að sprengjurnar
hefðu verið enskar.
FLÓTTAMENN
London í gær. ,FÚ.
Það er staðfest í París, að
þýskur yfirforingi og 20 menn
hafi gerst liðhlaupar úr þýska
bernum á Hunangsvæðinu á
yesturvígstöðvunum. Yfirforing-
inri á að hafa sagt, að ef lÖgð
væri flotbrú yfir Rín, myndú
þúsundir Þjóðverja koma yfir
ána og ganga Frökkum á hönd.
Fylgi Breta
‘Smuts herforingi, forsætis- og
hermálaráðherra Sttðúr- Afrífcú
hefir ■s.ent orðsendingu til Suður-
afríkönsku þjóðarinnar. 1 orð^
sendingunni segir hann, að Þjóð
þingið hafi tekið þá ákvörðun
að segja Þýskalandi stríð á
hendur, af því að Þýskaland
hefði tekið valdbeitingarstefnu.
Smuts segir í ávarpinu, að það
sje alveg ljóst mál, að nú sje
rjetti tíminn til þess að verja
Suður-Afríku, þegar aðrir væru
að gera tilraun til þess að koma
í veg fyrir, að Þjóðverjar gæti
haldið áfram að beita valdi,
einmitt nú, endurtekur Smuts,
er rjetti tíminn til þess að
vernda Suður-Afríku, en ekki
þegar hún verður tekin út úr
eins og Pólland nú. Enginn,
segir Smuts, sem iætur sjer ant
um framtíð Suður-Afríku, fylg-
ir hlutleysisstefnu — stefnu
hugleysingjanna.
Besti vinur okkar, sagði, hann,
er hið breska ríkjasamband,
og það væri blettur á Suður-
Afríku, ef hún skærist úr leik,:
þegar allar hinar bresku sam-
bandsþjóðirnar fylkti sjer undir
merki Bretlands.
GEGN
OFBELDINU
London í gær. FÚ.
Indverska ríkisráðið hefir
sent orðsendingu til pólsku
stjórnarinnar og látið í ljós
mikla aðdáun á hugrekki og
dirfsku pólsku þjóðarinnar í
baráttunni gegn ofbeldinu. —
Ráðið kveðst vera sannfært um
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.