Morgunblaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. sept. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
5?
— En hve lengi endast þess-
ar birgðir ?
— Með eðlilegri notkun,
samkvæmt reynslu undanfar-
inna ára, eiga þessar birgðir áð
endast út októbermánuð. En
gera má ráð fyrir, að þær end-
ist lengur, vegna þess að nú
spara menn :alment kolin.
— Eru birgðir einstaklinga
miklar, miðað við venju und-
anfarin ár?
— Þær verða að teljast ó-
venju miklar og er sýnilegt, að
margir hafa birgt sig upp af
kolum.
!— Fær Reykjavík að halda
öllum þeim kolabirgðum, sem
hjer eru nú ?
— Samkvæmt reynslu undan-
farinna ára hefir einmitt á
þessum tíma árs allmikið verið
flutt af kolum frá Reykjavík
austur fyrir fjall. Með tilliti
til þessa og eins hins, að nú
fara fram miklir flutningar á
ýmiskonar afurðum bænda til
Reykjavíkur, hefir verið ákveð-
ið að leyfa nokkurn kolaflutn-
ing með bílunum austur. Verður
yfirvöldunum á hverjum stað
falið að skifta koiunum niður á
hreppana og búendur.
— Hvað minka kolabirgðirn-
ar í Reykjavík mikið við þetta?
— Leyft hefir verið alls að
flytja austur 800 tonn og þá
miðað við flutninga frá 1. sept-
ember.
— Þjer sögðuð, að eigi þyrfti
að óttast eldsneytisskort í
Reykjavík í vetur, en þó teljið
þjer að fyrirliggjandi birgðir
endist ekki nema út október
eða rúmlega það, hvaða kola-
birgðir verður svo upp á að
hlaupa, eftir þann tíma?
Norðmenn
veiddu 114 þús.
tunnur síldar
við Island
Samtal við Bjarna Guðmundsson eftirlitsmann
Astæðulaust að ótt-
ast eldsneytisskort
í Reykjavík í vetur“
Kolabirgðir verslana
endast út október
Birgðir einstaklinga
óvenjulega miklar
ÞAÐ er engin ástæða til að óttast eldsneytis-
skort í Reykjavík í vetur“, sagðí Bjarni
Guðmundsson Morgunblaðinu í gær, en
'Jaann hefir af lögmanni verið tilnefndur eftirlitsmaður
með kolaverslunum bæjarins.
Hann sagði ennfremur: Um míðjan september reymdust
ibirgðir kolaverslana í bænum 7500 tonn; auk þess voru nokkrar
ibirgðir hjá útgerðarfjelögum, sem þau nota til eigin þarfa. En
hjá einstaklingum voru birgðirnar um 2660 tonn.
Á götu
í London..
Allir breskir þegnar, karlar
og konur, börn og unglingar,
hafa nú með sjer gasgrímur
hvert sem farið er, þótt ekki
sje nema rjett á milli húsa.
Hjer á myndinni sjást Mr.
Chamberlain og kona hans á
götu í London. Þau eru með
gasgrímur í tösku, sem þau
bera um öxl sjer.
(LA amkvæmt símskeyti tíl Fiski-
. fjelags íslands frá fiskimála-
stjóranum í Bergen voi’u þann 16.
þ. m. komin héim til ‘Noregs af
síldveiðum frá íslandi 122 skip
með samtals 114.765 tunöur af
síld, sem skiftist þannig eftir
verkunaraðferðum:
44.022 tunnur veíijuleg saltsíld.
21.532 tn. hausskorin síld. 31.446
tn. matjesverkuð síld. 17.206 tn.
kryddsöltuð síld. 559 tn. sykur-
söltuð síld.
Vjelbátur strandar
á Reykjanesi; Verður
ekki náð út
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Vjelbáturinn „Björgvin“ frá
Vestmannaeyjum strand-
aði í fyrrinóit á Reykianesi í
dimmviðri. Allir menn, sem s
bátnum voru hjörsuíust á
land.
Mennirnir gistu í bústað vita-
varðarins í fyrrinótt en heldu
síðan til Reykjavíkur í bíl.
Báturinn er allur brotinn og
verður ekki gerð tilraun til að
ná honum á flot.
,,Björgvin“, sem er 20 stváh
að stærð var á leið til Reykja-
víkur er hann strandaði.
Nýfa Esja er
gott sjósbip
Kcmur hingað í dag
ESJA, hið nýja strandferðaskip ríkissjóðs, ei
væntanleg hingað í dag kl. $y2 f. h. Me?
skipinu eru rúmlega 100 farþegar og auL
þess er skipið hlaðið sementi og rúgmjöli.
Esja kom til Vestmannaeyja í gær og vakti hina mestu at
hygli bæjarbúa. Skipið fór frá Álaborg s.l. sunnudag kl. 2 e. h
Það sigldi, sem leið liggur móts við Kristianssand í Noregi og síð-
an innan skerja þar til komið var norður fyrir Bergen.
Skipið hrepti slæmt veður og
mótvind alla leið. Sagði Pálmi
Loftsson forstjóri, sem er með
skipinu, í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, að Esja hefði
reynst prýðilega og reynsla
hefði fengist fyrir því, að hún
væri besta sjóskip.
Esja fór óhindruð leiðar sinn-
ar nema hvað ensk hemaðar-
flugvjel sveimaði yfir henni um
stund, er hún var nýfarin frá
Noregi.
Pálmi sagði ennfremur, að
Esja gengi 15 sjómílur á
klst. með fullri ferð, en
vegna þess að dálítinn tíma
þarf til að ,,tilkeyra“ diesel-
vjelar er búist við að hraðinn
aukist nokkuð þegar hægt
verður að bjóða vjelunum fulla
orku. Á leiðinni heim var aldrei
siglt nema með % ferð en þrátt
fyrir það, gekk skipið aldrei
minna en 11 mílur, þegar storm-
urinn var sem mestur á móti.
Hin nýja Esja er 1346 brúttó
smálestir að stærð. Hún er 229,6
fet milli stafna, 35,6 fet á
breidd og 20,6 f. á dýpt.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
ÞrjA ný fslensk
leikrít leikin
hjer I vetur
Leikstarfsemi L, R.
hefst 1. október
------ ■ >
Leikfjelag Reykjavíkui*
byrjar starfsemi sína
um næstu mánaðamót með
því að sýna nýtt íslenskt
leikrit. Hefir fjelagið þegar
ákveðið að sýna þrjú ný ís-
lensk leikrit í vetur.
íslenska leikritið, sem L. R.
byrjar leikárið með, heitir
Brimhljóð og er eftir Loft Guð-
mundsson kennara í Vestmanna
eyjum. Leikrit þetta er meðal
annars ólíkt öðrum íslenskum
leikritum að það gerist í kaup-
stað, en flest íslensk leikrit
gerast sem kunnugt er í sveit.
Nánar tiltekið gerist leikritið
á þjóðhátíð Vestmannaeyinga.
Leikstjórn þessa leikrits hefir
Indriði Waage með höndum, en
aðalhlutverkin leika þau Alda
Möller, Gestur Pálsson óg Val-
ur Gíslason. Aðrir leikendur eru
m. a. Alfred Andrjesson, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Ingibjörg
Steinsdóttir o. fl.
Frumsýningin verður að öll-
um líkindum sunnudaginn 1»
október n. k.
í nóvember verður svo tek-
ið til sýninga nýtt íslenskt leik-
rit, eftir Lárus Sigurbjörnsson,
sem hann hefir samið eftir
skáldsögu eftir móður hans,
frú Guðrúnu sál. Lárusdóttuiv.;
Leikritið heitir ,,Á heimleið“.
Lárus annast sjálfur leikstjórn-
ina á þessu leikriti.
Fyrsta leikritið, sem leikið
verður eftir nýár, er ákveðið að
verði leikrit, sem heitir „Að !
elska og lifa“ eftir Gunnar
Benediktsson. Gerist það leik-
rit hjer í Reykjavík árið 1930.
Þá er og að hefjast æfing-
ar -á leikriti eftir Conan Doyle,
sem „Sherlock Holmes“ heitir
og er gömlum Reykvíkingum,
að góðu kunnugt. Leikrit þetta
var leikið hjer fyrst veturinn
1905—1906 og Ijek þá Jens
Waage aðalhlutvei’kið. Síðan
var það leikið veturinn 1911—
1912 og ljek þá Bjarni Björns-
son aðalhlutverkið og hefir
hann einnig nú aðalhlutverkið
með höndum, en Brynjólfur Jó-
hannesson er leikstjóri.
„Sherlock Holmes“ verður
leikið næst á eftir ,,Brimhljóði“.
Leikendur í „Sherlock Holmes“
eru um 20 talsins.
Enn hefir eltki verið ákveðið,
hvaða leikrit verður tekið sem
„jólaleikrit“.
„Sæbjörg“, blað Ungmennaðeild-
ar Slysavarnafjelagsins, kemur út
í dag. Blaðið ræðir um slysavarn-
ir á sjó og landi og er liið fróð-
legasta. Frágangnr þess er lxinn
vandaðasti. Meðlimir Ungmenna-
deildarinnar selja blaðið á götun-
um í dag og ættu bæjarbúar að
kanpa af þeim blaðið.