Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 5
iFimtudagur ‘28. sept. 1939. ðrgutd>laí)íd Útgef.: Htf. Arvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgðarmaSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, augiýsingar og afgreitisla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánubi. í lausasöl.u: 15 aura eintakið — 25 aura meö Lesbók. VERKLÝÐSFJELÖGIN URSKURÐUR Fjelagsdóms i deilunni lit af brottrekstri Ihinna 110 verkamanna úr verka- anannafjelaginu Hlíf í Hafnarfirði fór eins og .Morgunblaðið hafði Sbúist við. Svo sem kunnugt er spanst deila þessi út af ákvörðun sem tekiu var á fundi Hlífar, þar sem lagt "var bann við því, að fjelagar í JHlíf væru jafuframt fjelagar í 5)ðru stjettarfjelagi í sömu starfs- grein. En hinir 110 verkamenn, rseni -voru reknir úr Hlíf voru einn- ig fjelagar í hinu nýstofnaða "Verkamannafjelagi Hafnarfjarðar, rsem Alþýðuflokksmenn stóðu að. Þetta nýja verkalýðsfjelag var -sem kunnugt er stofnað í febrúar rs.l., þegar Alþýðuflokksmenn mistu völdin í Hlíf. Nýja fjelagið saindi strax við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem þetta verður í framtíðinni. Þar eru nú tvö verklýðsfjelög, sem bæði hafa samið við atvinnurek- endur og áskiiið sínum mönnum einum forgangsrjett að vinnu. Og þar sem Fjelagsdómur hefir nú slegið því föstu, að bæði fjelögin sjeu jafnrjetthá að lögum, verður afleiðingin óhjákvæmilega sú, að allir verkamenn Ilafnarfjarðar þurfa að verða í báðum fjelögun- um, til þess að njóta fullra vinnu- rjettinda. Ekkert er heldur því til fyrirstöðu, að fleiri verkalýðsfje- iög verði stofnuð í firðinum, segj- um t. d. eitt utan um hvert tog- arafjelag og yrðu fjelögin þá 6—8. Það tæki á budduna hjá verka- mönnum, að greiða árstillög í öll fjelögin. ★ En sleppum alveg því, að verka- menn verði á þenna hátt fjeflettir. sósíalistar stjórna, og ætlaði að .við hljótum, við náliari íhugun, áð tryggja verkamönnum þessa fje- lags einum forgangsrjett að allri vinnu hjá Bæjarútgerðinni. En ;með úrskurði Fjelagsdóms 25. febrúar var þessi vinnusamningur taliun ógildur, þar eð Bæj-arút- gerðin væri bundiii samningi við Hlíf, sem trygði eingöngu sínum mönnum forgangsrjett að vinnu. TJrðn þá verkamennirnir í Y. H. ■ að hverfa aftur í sitt gamla fje- Jag, Hlíf, og voru þar uns þeir voru reknir í maí, af ástæðu þeirri, -er fyr var nefnd. I forsendmn úrskurðar Fjelags- dóms í vetur var lítillega minst á : stofnun hins nýja f jelags, V. H., - og beint tekið fram, að ekki væri annað sjeð en að það Aræri löglega stofnað. Af þessu var augljóst hveniig úrskurður þessa sama ■'dómstóls myndi fara í deilunni, - sem reis út af brottrekstri hinna 110 verkamanna iir Hlíf. Enda fór • svo, að brottreksturinn var talinn -ólöglegur og verkamenn fá sinn Jfulla fjelagsrjett aftur. ★ Enda þótt sjáanlegt væri af öll- <am sólarmerkjum, að úrskurður IFjelagsdðms yrði á þánn eina veg, sem hann varð, er Ijóst af þessum nárskurði, að lögin um stjettarfje- lög og vinnudeilur þurfa endur- skoðunar. Með úrskurði Fjelagsdóms er slegið föstu þessu tvennu: I fyrsta lagi, að verklýðsfjelög mega vera miirg í sömu starfsgrein í sama bygðarlagi. í öðru lagi, að öll fje- lögin éiga að vera opin öllum verkamönnum í sömu starfsgrein. Allir sjá út í hvaða ógöngur hjer er komið. Og augljóst er, að því aðeins geta verkamenn notið fylstu rjettinda, að þeir sjeu með- limir í öllum verklýðsfjelögunum. En það kynni að verða all-út- gjaldasamt fyrir verkamenn, að ’ halda þessum rjettindum, því að fjelögin krefjast árstillags af með 1 limunum og eru þau orðin all-há ! hjá sumum. Reynslan í Hafnarfirði gefur tnokkra hugmyncl um hvernig komast að raun um, að með þessu er í raun og veru fótunUm kipt undan verklýðsstarfseminni. Eitt verklýðsfjelag getur hvenær sem er eyðilagt alla starfsemi annars. Tökum dæmi. Verkamannaf jelagið „Hlíf“ segir upp kaupsamningi, vegna þess að það vill fá bætt kjör sinna fjelaga. En Verka- mannafjelag Ilafnarfjarðar, seni hafði sömu samningakjör og „Hlíf“, semur á ný við sína at- vinnurekendur og felst á óbreytt ráðningarkjör. Afleiðingin hlýtur að verða sú, að allir atvinnurek- endur staðarins semja við V. H. og er verkamönnum þannig algerlega varnað, að fá bætt sín kjör. Vinnu- löggjöfin fer þá að verða lítil vernd fyrir verkðmanninn. Annars hlýtur fyrsta afleiðing þessa úrskurðar Fjelagsdóms fyrir verkamenn Hafnarfjarðar að verða sú, að nú hverfa allir verkamenn „Hlífar“ í Verkamannafjelag Hafnarfjarðar og taka völdin í því fjelagi í sínar hendur og taka svo sínar ákvarðanir þar. Næsta skrefið verður svo sennilega það, að sósíalistar fara allir úr V. H. og stofna nýtt fjelag, og byrjar svo sami skrípTaleikur aftur. ★ Sjá allir, að hjer er stefnt í al- gert óefni og út í tóma endileysu. Til þess að ráða bót á þessu á- standi, verður að breyta vinnu- löggjöfinni og fyrirskipa, að að- eins eitt verklýðsfjelag geti starf- að í sömu starfsgrein á sama stað. Ef þessi breyting verður ekki gerð, er fótunum kipt undan allri heil- brigðri verklýðsstarfsemi. En það getur varla hafa verið tilgangur- inn með vinnulöggjöfinni, að slíkt yrði gert. Minsta kosti hefir meira verið gumað af hinu, í opinberum umræðum um þessi mál, að vinnu- löggjöfin verndaði rjett verka- mannsins og styrkti hann í bar- áttunni fyrir bættum kjörum. Listasafn Einars Jónssonar verð ur aðeins opið á sunnudögum frá kl. 1—3 fyrst um sinn. Þýskalands- fðr Vals og Víkings Sigmund Freud höfundur sálrýn- isstefnunnar — Eftir — Gísla Sigurbjðrnsson Frá Gísla Sigurbjörnssyni, er var fararstjóri í Þýska- landsför knattspyrnumann- anna, hefir blaðinu borist greinargerð um förina. Eftir að hann hefir tilgreint aðal- atriði ferðatilhögunarinnar, sem eru almenningi kunn af fyrri blaðagreinum, kemst hann svo að crði: ¥ Þýskalandi sá góðkunn- ingi okkar, dr. Erbach, um allar móttökur, en Fritz Buchloh, sem var þjálfari „Víkings“ s.l. sumar, var og með flokknum. Það er óþarft að endurtaka þær ágætu lýsingar, sem fjelagar mín- ir hafa gefið á móttökum og dvöl í Þýskalandi. Jeg vissi af fyrri för minni með knattspyrnumenn til Þýskalands 1935, að tekið yrði vel á móti okkur, enda brást það ekki. Höfðingskap og vináttu Þjóðverja við okkur í þessari: ferð verður ekki með orðum lýst. Það var tekið á móti okkur sem góð- um vinum, allir voru boðnir og búnir að greiða götu okkar og sýna það markverðasta sem fyrir augun bar. Knattspyrnumenn okkar stóðu sig ágætlega. Þeir voru óvanir garsvelli og miklum hita, en þeir sýndu ágætan leik, voru fljótir og duglegir, og samleikur þeirra var oftast með ágætum. Blaðaummæli öll eru líka með afbrigðum góð um þessa tvo kappleiki sem háðir voru. Jeg ætla ekki að nefna neiu nöfn í þessu sambandi, það er ó- þarf, piltarnir allir stóðu sig prýði- lega. —- Þá er mjer ljúft og skvlt að geta þess, að öll framkoma . þeirra utan leikvallar var hiu besta — komu þeir fram landi og þjóð til sóma í hvívetna — enda I rómuðu Þjóðverjar mjög ágæta framkomu þessa flokks. Árangurinn af þessari för á eft- ir að komaj í Ijós. Er jeg viss um. j að knattspyrnumennirnir hafa j ekki aðeins lært margt í knatt- 1 spyrnu, heldur og einnig á öðruro sviðum íþróttamála. Ljetu Þjóð- verjar fá tækifæri ónotuð til þess að kynna okkur margt af því margbrotna og mikla starfi sem unnið er fyrir íþróttir þar í landi. Vona jeg að sumt af því verði síðar notað hjer á landi íþrótta- starfseminni til eflingar. — Það var ráðgert að á næsta sumri færi flokkur úr „Fram“ og „K. R.“ að utan í boði þýska í- þróttasambandsius og var þá ætl- rY'i að dveljast aðallega í Suður- I' ' -kalandi og ferðast þar um. Ó- víst er vegna stríðsins livort úr þessu getur orðið — en þetta boð sýnir aðeins enn á ný vinarhug FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Möfundur hinnar svo- nefndu sálrýnistefnu (psykoanalyse), Sigmund Freud er nýlátinn í London. Hann var orðinn 83 ára, Aust- urríkismaður að ætt og uppruna. Lagði í byrjun stund á taugasjúk- dóma, m. a. hjá hinum fræga franska taugalækni Charcot (föð- ur dr. Oharcot, sem fórst með Pourquoi pas?). — Freud gegndi 1-engi prófessorsstarfi í Vínarborg, en fluttist nýlega til Englands, að því er sagt er á flótta undan naz- istum. Freud liefir ritað fjölda bóka og ritgerða bæði um alm. og sjer- staka taugasjúkdóma og áhrif þeirra á sálarlífið, þar á meðal mikið um hysteri og truflarnir á kynferðislífinu, draumalífinu o. s. frv. Það sem gerði hann heimsfræg- an, var þó hin svonefnda sálrýni, sem hann setti í kerfi. Er hann taliiin upphafsmaður að þessari fræði, enda þótt hún hafi reyndar lengi verið þekt, og að „skriftir“ kaþólsku kirkjunnár hafi að miklu léyti verið bygðaf á héúni, Sálrýnin byggir á þeirri stað- reynd, að’ ýmsir atburðir, sem fyr- ir menn koma, einkum í æsku, og hafa valdið geðshi’æringum, skilji eftir sig spor í undirvitundinni, sem altaf geti gert vart við sig upp frá því og valdið hræðslu, truflunum og sjúklegum fyrir- brigðum, sem við og við skýtur upp á yfirborð vitundarinnar. Sama máli er að gegna um hugs- anir unglinga, sem eru sjerstak- lega áhrifanæmir. Þær snúast endalaust utan um sömu efniu, einkanlega á kynferðissviðinu, um allskyns óuppfyltar óskir og þrár og ekki síst ýmsar yfirsjónir. — Þessar hugsanir mynda varanleg- ar flækjur og hnúta í vitundar- lífinu, ! svonefndar meinlokur (kompleks). Þær villa klutaðeig- anda mjög sýn um alla heilbrigða lífsháttu, gera hann undarlegan í viðmóti, óeinlægan, dulan, tor- trygginn, feiminn og óframfærinn Þessi vanmetakend getur þó sleg- ið vfir í óvægni, uppivöðslu (t. d. undir áhrifum víns) og jafnvel grimd. Þessa og skildar tegundir af sálsýki fann Freud að vera mjög almennar á ýmsum stigum og komst að þeirri niðurstöðu að oft væri hægt að leysa álögin og lækna meinlokuna með því að beita sálrýniaðferðinni, þ. e. sPyrja menn spjörunum úr, leita uppi leyndar hugsanir og orsakir þeirra og láta menn skrifta og fletta ofan af öllum sínum ómerki- legu leyndardómum, og viðra út ýms skúmaskot vitundarlífsins. — Reynslan sýndi líka að Freud og hinum mörgu lærisveinum hans tókst að lækna ýmsa á þennan hátt og fá þá til að rjetta sig úr kengnum. —- Sálrýniaðferðin breiddist út um allan heim og fjekk marga góða menn í lið meðj sjer, en þó eflaust Sigmund Freud. fleiri braskara og spekúlanta, sem beittu aðferður hennar í tíma og ótíma og gerðu nieiri skaða en gagn. Hefir þetta bakað sálrýn- inni mikla og magnaða mótspyrnu. Og Freud sjálfur liefir orðið að þola hina grimmustu gagnrýni á ýmsum sviðum kenningar sinnar, en tékst þó að hafa haldið yelli í lielstu atriðum. H. J. Sviftur ökuleyfi æfilangt T^yrsta málið, sem Hæstirjettur -i- tók fyrir að loknu rjettar- fríinu, var; Valdstjórnin gegn Sigurði Jónssyni bílstjóra, Hring- braut 74, sem kærður var fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis. Var dómur upp kveðinn á nmlinu í gær. Það þótti sannað með framburði vitna, að nefndur Sigurður Jóns-- son hafi laugardaginn 25. mars ekið fólksbílnum R 1224 undir áhrifum áfengis og neytt áfengis undir akstrinum. Hann ók bílnum til Hafnarfjarðar og til baka afÝ ur og eitthvað hjer í bænum, áður en lögreglan tók liann. Var strax gerð blóðrannsókn á lionum og reyndist 1.12%, áfengismagn í blóðinu. Nefndur Sigurður hafði áður gerst brotlegur við bifreiðalögin og lögreglusamþykt bæjarins, nv. a. var hann árið 1933 dæmdur í 500 kr. sekt og sviftur ökuleyfi í 3 mánuði fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum AÍns. Var lijer því um ítrekað brot að ræða og með dómi lögreglu- rjettai’ Rvíkur 24. apríl s.l. var Sigurður dæmdur í 200 kr. sekt og sviftur ökuleyfi æfilangt. Þessum dórni var skotið til Hæstarjettar, sem staðfesti dóm undirrjettar að öllu leyti. Sækjandi málsins var Eggert Claessen hrm. og verkandi Lárns Jóliannesson hrm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.