Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 7
Fimtudagur 28. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ T Brjel Rödd Auslurbæings Herra ritstjóri! Nú er nýskeð liðin hin svo nefnda umferðarvika, og ífinst mjer rjett að áframhald é henni yrði það, að vjer hjeld- um hjer Fegrunarviku, eða kenslu í umgengni utan húss. Þess væri full þörf. Eitt dæmi skal tekið af handa hófi um það hvernig umgengni á ekki að vera: Barónsstígurinn er fögur gata og þar eru líka fögur hús. Það er orðin mikil umferðargata, og fjöldi gesta, sem heimsækir bæinn á leið um hann, auk þess að þarna er leið margra þeirra, sem ganga dag- lega sjer til hressingar. En líka þarna, í landi fegurðar og tízku má sjá daglega flaggað með óþverra druslum út um glugga og á loftsvölum. Auðsjáanlega altaf sami eldgamli gólfrenn- ingurinn sjest þarna á miðjum Barónsstígnum hangandi, laf andi og blaktandi, ekki ein- ungis marga daga heldur líka margar, margar nætur. Ham- ingjan má vita í hvaða tilgangi. Það er ekki nema gott og bless- að að viðra húsbúnað, en það ætti að vera sjálfsögð skylda allra húsmæðra að stilla öllu slíku í hóf. Og yfirleitt ætti þess konar morgunverkum að vera lokið fyrir miðjan dag, þar sem því verður við komið. Ingi. Síra Niemöiler og kommúnistinn Allir kannast við fræga þýska hermanninn og prestinn, Niemöller, sem hefir nú setið ár- um saman í fangelsi fyrir trú sína. Forstjóri fangabúðarinnar hafði hug á því, að fá Niemöller til þess að láta af trú sinni, og í þeim tilgangi ljet hann í næsta klefa við prestinn mann, sem var kommúnisti og yfirlýstur guðs- .afneitari. Þeir fengu að ganga saman í garðinum og tala saman hálfa klukkustund daglega. Guðsafneitarinn var skarpgáf- aður maður, og hafði honum ver- ið heitið ýmsum fríðindum, ef honurn tækist að snúa Niemöller. Hann var líka vanur kappræðum. Báðir fangarnir nutu þess að ræða mál sín hvor við annan. Þessu fór svo fram nokkra daga. En á 15. degi bað kommúnist- inn Niemöller að lána sjer biblí- nna, sem hann sagðist ekki liafa sjeð frá því er hann var fermd- ur, því nú liefði hún fengið nýtt gildi fyrir sig. Þenna sama dag ljet fangavörðurinn flytja komm- únistann. Það var nú Ijóst, hvor fanginn mundi snúa hinum. Pjetur Sigurðsson, MÍLAFLUTNINGSSKRIFSTOF* Pjetnr Magnösion. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson, Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifntofutími kl. 10—12 og 1—ð. 22 þús. smálesta flugvjelamóðurskipið „Couragous“, sem þýskur kafbátur sökti. Það hefir verið talið, að alt að 14 tundurskeyti þyrfti til að sökkva herskipi. Enginn vafi er þessvegna á því, að tundur- skeytið, sem hæfði „Couragous“, hefir hæft vel. Hvert tundurskeyti kostar 40—50 þús. krónur. Kafbátar geta flutt 7—10 tundurskeyti hver. Hægt er að skjóta tundurskeyti til marks úr 12—15 km. fjarlægð. Qagbófc I. O. O. ¥.5=í2í9288ll2 = Fl. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA- eða S-kaldi. Dálítil rigning. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. 80 ára verður í dag ekkjan Þuríður Þorbergsdóttir, Vestur- götu 66. Fimtugsafmæli á í dag Guðjón Pjetursson sjómaður, Ránargötu 9 A. Dans- og leikfimiskóli Báru Sigurjónsdóttur hefst 2, okt. Kvennaskólinn verður settur mánudaginn 2. okt. kl. 2 e. h. Viltar dúfur eru í liópum hjer í bænum, engum til gagns. Brjóst- góðir menn hafa gefið þeim, en nú þegar farið er að skamta allan mjölmat, er ekkert afgangs handa dúfunum. Fátæk kona hefir fóðr- að viltar dúfur í tvö ár, og eytt í það miklu fje af fátækt sinni. Dúfurnar þekkja iiana og nú verð ur hún að horfa upp á þær svang- ar, vegna þess að hún getur ekk- ert fengið handa þeim. Svo mætti telja fleiri dæmi um vini smæl- ingjanna. Nú fer vetur í hönd og verður það eymdartími fyrir diif- urnar. Vill ekki Dýraverndunar- fjelagið gangast fyrir því að þær sje veiddar nú þegar, í stað þess að láta þær hrynja niður úr hungri og kulda? Málfundadeild Ármanns. Fund- ur í kvöld kl. 9 í Oddfellow niðri. Símon Jóh. Ágústss-on dr. pliil. heldur uppi fræðslu í barnasálar- fræði og uppeldisfræði í háskól- anum í vetur. Kensla þessi er eink- um ætluð starfandi kennurum í um og fimtudögum kl. 5—7. Kenslan er ókeypis, en taía nem- enda, sem hægt er að veita við- töku, er takmörkuð. Væntanlegir nemendur eru beðnir að gefa sig fram við Símon Jóh. Agústsson kl. 1—2 í síma 4330 og kl.i4—5 í síma 5063 fyrir þ. 15. okt. Kensla í sænsku. Sænski sendi- kennarinn við háskólann, ungfrú fil. mag. Anna Osterman, hefir námskeið í sænsku í háskólanum á miðvikudögum kl. 5-—6 og á fimtudögum kl. 5—7. Kenslan er ókej^pis, og er öllum heimilt að sækja hana, einnig þeim, sem ekki eru háskólastúdentar. Kenslan byrjar í dag (fimtudag 28. sept.) kl. 5. Kvöldskóli K. F. U. M. Þessi vinsæli skóli, sem starfað hefir hjer í bænum um 18 ára skeið, og altaf verið fullskipaður nemönd- um, verður settur á mánudaginn kemur. Þeir, sem ætla að komast í skólann í vetur, eiga því að senda umsóknir sínar' hið allra fyrsta. Gengið í gær: Sterlingspund 25.97 100 Dollarar 650.00 — Ríkismörk 266.67 — Fr. frankar 14.99 — Belg. 110.29 — Sv. frankar 147.18 — Finsk mörk . 13.11 — Gyllini 346.80 — Sænskar krónur 155.08 — Norskar krónúr 147.74 — Danskar krónur 125.47 (Jtvarpið í dag : 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötui’: Orgeílög. 20.30 Frá útlondum. 20.55 Útvarpshljómsveitin leikur (Einleikur á fiðlú: Þórir Jóns- son). Skðmtunarskrifstofa rfkisins vekur athygli á, að samkvæmt auglýsingu útgefinni 14. þ’. m. teljast undir „Aðrar kornvörur“ í 1. gr. reglugerðar um sölu og úthlutun á nokkrum matvörutegundum, þess- ar kornvörutegundir: Hrísmjöl 4 Semulugrjón Bygggrjón ; > Mannagrjón Maisenamjöl og ber því að krefjast skömtunarseðils fyrir þeim. Hinvegar ber ekki að krefja skömtunarseðla fyrir sago, sagomjöli og kartöflumjöli. Reykjavík, 27. september 1939. Lærið að synda. Sundnámskeið í Sundhöll- inni hefjast að nýu mánu- daginn 2. okt. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9—11 f. h. og 2 —4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. Sundhöll Reybfawíkur Fjársterkur kaupmaður óskast til að taka að sjer aðalumboð eða einkasölu. Strumpffabrik Filipp Michel’s Sðhna Garten, Deutschland, Sudetengau. Hraðierðir Steindórs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Steðndór - siml 1580. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HYERjB Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að dóttir okkar JÓNA SIGRÍÐUR HOLTEN andaðist 25. þ. m. í Kristiansund, Noregi. Guðrún Jónsdóttir. Snjólfur Jónsson. * Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir og amma Reykjavík og nágrenni og öðrum mönnum með kehnaraprófi, sem vilja afla sjer framhaldsmentun- ar. Kenslan hefst þ. 16. okt. í liá- skólanum og stendur til vors. Ilúlka óskast í vist 1. okt. MARGRJET JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá dómkirkjunni laugardaginn 30. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hennar, Ásvallagötu 35 kl. iy2 e. hád. Kenslustundir verða 4 á viku eu auk þess æfingatímar, ef þörf krefur. Kent verður á þriðjudög- STEFÁN JÓNSSON, Mjósundi 3, Hafnarfirði. Skrifstofa Stórstúku íslands og afgreiðsla barnabl. „Æskan'" er flutt í Kirkjuhvol. Kristín G. Samúelsdóttir, Elías E. Jónsson og börn. Jarðarför systur mánnar SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 29. þ. m. kl. 11/2 e. h. Jarðað verður í nýja garðinum. Arnbjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.