Morgunblaðið - 15.10.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. okt. 1939.
Sendimaður Finna
farinn frá Moskva
5,’
„Skoðanamnnur^:
En samningum verð-
ur haldið áfram efttr
konungafundinn
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
PAASIKIYI og aðstoðarmenn hans tveir fara
frá Moskva í kvöld heim til Finnlands.
í Helsingfors er því lýst yfir opinberlega, að
ekki beri að líta á þetta, sem samningunum sje hætt. En
talsmaður finsku stjórnarinnar viðurkendi, að heimför
Paásikivis táknaði að nokkúr sköðanamunur ríkti milli
Pinna og Rússa.
FUNDUR MEÐ STALIN f GÆR.
Páasikivi er væntanleg-ur til Helsingfors snem’ma á mánu-
dagsmorgun.
Það var upplýst í Helsingfors í dag, að ný fyrirmæli hefðu
verið send Paasikivi í gærkvöldi. Fór Paasikivi með þau í Kreml
í dag og ræddi við Stalin og Molotoff. Að þessu samtali loknu
var tilkynt að hann myndi fara heim til Finnland3.
Búist er við, að hann fari ekki aftur til Moskva, fyr en eftir
fund Norðurlandakonunganna og Finnlandsforseta í Stokkhólmi
á míðvikudaginn.
MEIRI BJARTSÝNI.
Skeyti frá Moskva hermir, að í Kreml búist menn
við að samningunum ljúki í fullri vinsemd.
í Finnlandi gætir yfirleitt nokkuð meiri þjartsýni, vegna
þess að unt hefir verið að halda samningum áfram. Er.bent
á það, að þegar samið er, þá taki það langan tíma, en þegar
ánnar aðilinn segir fyrir um skilmálana, þá renni tírnimi frá
mönnum.
Helsingforsblaðið ,,Hufvudstadsblaðið“ segir í dag: ,,Hinn
napri örlagavindur úr austri, hefir ekki vaxið upp í að verða
stormur ennþá. Allir finna til þungans, en hann hefir ekki haft
lamandi áhrif eins og lengra í suður frá okkur“.
I báðum þessum tilvitnuðu
ummælum er augsýnilega gerð-
ur samanburður á samningum
Rússa við Eystrasaltsríkin og
við Finna nú.
5AMTAL VIÐ
ERKKO
.Erkko, utanríkismálaráðherra
Finna, sagði í samtali við blaða-
menn í dag, að Finnar vildu lifa
í friði við aðrar þjóðir og hann
vonaði að það væri líka ósk
Rússa að lifa í friði við Finna.
Hann sagði, að varnarbanda-
lag .hvers kyns sem það væri,
gæti ekki komið til greina, því
að hlutlausar þjóðir gerðu ekki
bandalag við aðrar þjóðir.
Erkko lýsti samhug f'insku þjóð-
arinnar og gat þess, til dæmis um
það, hve allir legðust á eitt, að
dótlir hans, 15 ára, starfaði • að
eldamensku í hernum.
Flýr stjórnin?
Hann .sagði, að svo gæti farið.
að stjórnin teldi ástæðu til að
flytja burtu frá Helsingfors, ef
ástandið breyttist.
Brottflutningur fólks frá Hels-
ingfors heldur áfram. í gær vóru
fluttar þaðan 55 þús. manns.
Helsingfors er nú borg án barna.
Kabnin, forseti Sovjetríkj-
anna hefir enn ekki svarað
orðsendingu Roosevelts, þar
sem hann ljet í ljós von sína
um, að Rússar aðhefðust ekk-
ert, sem stofnaði sjálfstæði
Finnlands í hættu.
Konungafundurinn.
Khöfu í gær. FÚ.
Öll blöð á Norðurlöndum láta í
ljós ánægju sína yfir hinum vænt-
anlega fundi Norðurlandakonung-
anna þriggja og utanríkismálaráð-
herra þeirra í Stokkhólmi á mið‘
vikudaginn kemur.
Sjerstaklega gætir þessarar á-
nægju í blöðum Finnla.nds.
Mishepnaður
marsvínarekst-
ur í Mjóafirði
Marsvínatorfa kom inn í
Mjóafjörð í gærmorgun
og voru strax mannaðir 9 bát-
ar til að reyna að reka torfuna
á land, en það mistókst.
Marsvínin voru rekin með
sk'otum og ópum inn allan
fjörð uih 15 kílómetra leið, alla
Ieið inn í fjarðarbotn, en þar
tókst marsvínuRum að kafa
undir bátana og sleppa út fjörð-
irn.
LoftárásðBerlfo:
Þýskar útvarps-
stöðvar þagna
I tvær klst.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
amkvæmt skeyti frá Berlín
heyrðust þar drunur frá
loftvamabyssum í kvöld og
kom hljóðið frá suð-vesturhluta
borgarinnar. Stóðu drunurnar í
40 mínútur.
Nokkru síðar heyrðust þær
aftur og kom hljóðið þá frá
norðurhluta borgarinnar.
Allar útvarpsstöðvar í Þýska-
landi þögðu í tvær klukkustund-
ir í kvöld, nema útvarpsstöðin
í Breslau.
Hjer virðist hafa verið
um Ioftárás franskra flug-
vjela á Berlín að ræða.
í Londion var tilkynt í kvold
að ekki gæti verið um breskar
flugvjelar að ræða.
Hvað verður næst?
Síðustu 24 klst. hefir hver
ráðstefnan rekið aðra hjá HitÞ
er. Ræddi hann lengi við von
Keitel yfirhershöfðingja og
aðra yfirmenn þýska hersins. .
Alger óvissa ríkir um þaðv
hvernig áframhald styrjaldgr'imi-,
ar verður.
I skeyti frá BerJín segiv. að
menn, sem nákomnir eru þýska
heynum, geri ráð fyfir skyndi-
styrjöld á vesturvígstöðvunum til
þess að komið verði í veg fyrir
langvarandi hafnbann, sem gæti
orðið óþægilegt.
í þessari fregn er gert ráð fvr-
ir, Hð gríðarstór loftfloti ímmi
innan skamms gera loftárás á Eng-
land.
Þjóðverjar segjast háfa yfif að
ráða óþektum vopnum, þ. á. m.
ógurlegu eldvopni. sem viniía
muni á Maginotlínunni.
Svo eru aftur aðrir (segir í
skeyti frá London), sem gera
ráð fyrir, að Hitler muni
ekki hafast að á vesturvíg-
stöðvunum um sinn.
Hanu vilji enn bíða.. átekta í
þeirri von, að einhverjar lilutlaus-
ar þjóðir fáist til að miðla mál-
um. í þessari fregn segir, að rgun
veruleg styrjöld milli Breta og
Þjóðverja muni verða stærstu von-
brigði Hitlers.
f. R.-spilin. íþróttafjelag Reykja
víkur Iiefir látið gera spil, sem
bera nafn fjeldgsins óg heita í. R -
spil. Á baki spilanna eru íþrótta-
myinlir haganlega gerðar og mynd
ifnar á ásunum eru einnig íþrótta-
myndir frá ýmsum íþróttagrein-
um. Spilin eru alíslensk, framleidd
hjer á landi. Hefir Isafoldarprent-
smiðja sjeð um prentun þeirra og
29 5 þús. smál. orustuskipi sökt
tók þátt í Jótlandsorustinni
830 manns fórust
með „Royal-Oak“
Frá frjettaritara vorum,
Khöfn i gær.
Q MANNS munu hafa farist með breska her-
skipinu Royal Oak (29.500 smál.), sem
skotið hefir verið í kaf. Breska flotamála-
ráðuneytið gaf út tilkynningu í morgun, þar sém segif, að
Royal Oak hafi verið sökt og getur þess, að því hafi að lík-
indum verið sökt í þýskri kafbátaárás.
Flotamálaráðuneytið hefir gefið út nafnalista með 250
mönnum, sem bjargast hafá. En samtals er talið að 370 manns
hafi bjargast af 1200 manna áhöfn. Á meðal þein-a, sem björg-
uðust er yfirmaðurinn á skipinu.
ÞJÓÐVERJAR HRÓSA SIGRI.
Ekkert hefir verið tilkynt um hvar „Royai Oak“ hafi verið
sökt.
í Þýskalandi er hrósað sigrri yfir þessum atburði,
Þótt engin tiíkynning hafi borist þangað að svo stöddu
um það, hvaða skip ■þeirra hafa hjer verið að verki. Með
„Royal Oak“ segjast Þjóðverjar hafa sökt 86 þúsund smá-
lestum að herskipaflota Breta.
Áður var kunnugt um að þeir hefðu sökt flugvjelamóður-
skipínú „Cpurageous", sem var 22.500 smálestir. En samtals ger-
ir þetta ekki nema 52 þusund smálestir.
En Þjóðverjar halda því
fram, að þeir hafi auk þess
sökt , flugvjelamóðurskipinu
„Ark Royal eða „Glorious",
sem bæði eru um 22.5Ö0 smá-
lestir. Þapnig fá þeir téluna
^86 þús.
„HOOD“
STÓRSKEMT?
En auk þess segjast þeir
hafa stórskemt stærsta orustu-
skip Breta ,,Hiood“ (42 þús.
smáh) í loft og sjóorustunni
sem háð var 26. sept, s.l. svo að
það verði ekki sjófært í marga
mánuði.
í London er ekki viðurkent
annað, en tjónið, sem Bretar
hafa.beðið við að,,,Courageous“
og „Royal Oak“ var sökt. öll-
um öðrum fregnum Þjóðverja er
mótmælt og um „Ark Royal“
Lafa Bretar fengið hermálasjer-
fræðing Bandaríkjanna í lið
með sjer, sem nýlega fór um
borð í skipið. i
ELSTA OG
MINSTA
ORUSTUSKIPIÐ
„Royal Oak“ er eitt af elstu
og eitt af minstu (ásamt fjór-
um öðrum af sömu stærð) or-
ustuskipum Breta.
Það var tekið í notkun árið
1914 íog var notað í heimsstyrj-
öldinni, tók m. a. þátt í orust-
unni við Jótland.
En fyrir þrem árum, árið 1936
var það eridurnýjað pg fært í
nýtísku hprf og var varið til
þess 314 milj. stpd. (eða 80—
90 miljónUm ísleiiskra króna).
Á skipinu voru 20 fallbyssur,
28 loftvarnabyssur, það hafði
15 vjelbyssur og flutti eina sjó-
ftugvjel.
Skipið kom við sögu í Spánar-
stýrjöldinni, er það var þar við
eftirlit. Og þegar Maud Nor-
egsdrotning dó í London, var
lík hennar flutt á „Royal Oak“
11] Oslo.
Oi'ipahús
brennur
ASkútum í Gilsbæjarhreppi
urðu menn þess varir, í
gærmorgun, að fjósið, sem er
áfast við bæinn, var brunnið
til kaldra kola, ásamt fjórum
nautgripum, sem þar voru inni.
Þegar grafið var í rústirnar,
kom í ljós, að skrokkar flestra
gripanna voru meira eða minna
brunnir.
Hreppstjórinn í Gilsbæjar-
hreppi, sem er heimildarmaður
frjettaritara, telur sennilegt, að
kviknað hafi í þekju fjóssins
fráá lampaljósi, er borið var í
fjósið kvöldið áður.
Veður var kyrt þessa nótt, og
má þakka því það, að hvorki
taðan nje bærinn skyldi brenna.
Lipski, sern áður var sendiherra
Pólveraj í Berlín, befir gengið í
pólska berinn í Frakklandi. Tlann
verður óbreyttur hermaður.