Morgunblaðið - 22.10.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1939, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. okt. 1939. MORGUN BLAÐIÐ 3 Möguleikar fyrir nolkun iandflugvjela Lent á 125 mismun- andi stöðum Mikilvæg reynsla Flug- * málafjelags Islands Nýja sfldar- verksmiDjan á Raufaihöfn FLUGMÁLAFJELAG ÍSLANDS hefir nú um nokkurt skeið gengist fyrir rannsóknum á möguleikum fyrir því að nota landflugvjelar hjer á landi sem þátt í innanlandssamgöngum vorum, og þá helst í þeim tilgangi að bæta úr þar sem erfiðast hefir orðið á að gera akbrautir. I rannsóknir þessar hefir verið notuð flugvjelin TF-SUX með góðum árangri. Hefir vjelinni til þessa dags verið flogið í 425 klst. Hjer er um þeim mun markverðari árangur að ræða, sem fjár- hagsgeta Plugmálafjelagsins er ekki mikil, og hefir því verið flogið Bieð sjálfboðavinnu fjelagsmanna. LENT Á 125 STÖÐUM Rannsóknirnar hafa og tekist mjög yel, því þegar hefir verið lent á 125 mismunandi stöðum, dreifðum kring um alt land og í óbygðum. Síðasti leiðangurinn var farinn á mánudaginn og þá skoðaðir ýmsir staðir á Vestfjörðunum og lent á 6 mismunandi stöðuin, þag á meðal í Bolungavík og á Þingeyri. Meginið af þessurn, 125 lending- arstöðhm k'émur þó elíki til greina áð nótá sem flugvöll þegar reglu- bundið flug með stærri vjelum hefst. En þó má með smá endur- bótum finna góðan grundvöll fyr ir sjúkraflugi með minni vjelum, og svo er þetta stór liður í að byggja upp flugvallakerfið, því nauðsynlegt er að tryggja sem flesta staði, sem nauðlenda má á, ef vjel bilar eða stórviðri skellur á. Hvar eru lend- ingarstaðir? Margir af lendingarstöðunum eru frá náttúrunnar hendi nothæf- ir sem flugvellir, og aðrir, sein með litlum endurbótum mætti gera vel hæfa. Þar sem slejttir melar eru fyrir hendi, má oft gera fyrirmyndar flugvöll með því einu að tína stærri steinhnullunga úr vellinum; er best að hreinsa þannig eina eða tvær brautir í aðal vindáttirnar. Brautir þessar þurfa ekki að vera nema , um 50—100 m. breiðar og’ að lengd frá 250 m. Sæmilega sljettir árbakkar af þessari stærð eru oft bestu vell- irnir. Gæta verður sjerstaklega að því, að innflugskilyrði á völlinn sjeu góð. Háar hindranir, svo sem mannvirki (símálínur, raftaugar eða byggingar) eða hólar og kletta stallar, gera innflug og lendingu eða flugtak (start) vjelarinnar 'erfitt, ef þessar hindranir liggja annað hvort vindmegin (erfitt ,,start!<) eða hljemegin (erfitt að komasf inn á völlinn); eh til lilið- anna mega hindranirnar vera eins háar og verkast Vill. Hjer er mið- að við flugvallarstærð 50—100 m. á breidd og frá 250 m. á. lengd. Uyer í sínu nágr^nni. Samkvæmt reynslu Flugmálafje- lags Islands má því lenda á sæmi- lega sljettum nielum, engjum, ár- bökkum, nýræktum, túnum, sj'áta arsön’dum (jafnVél þótt þéif sjeu allþungir fyrir gangandi menn) og að vefrarlagi á fraustum ís, eða syélU, 4em hvað stærð- snerta nppfylla áðurnefnd skilyrði. Úti um land ættu menn að gt-i huga það, hvar hentugast væri fyr- | ir flugvjel að lenda, hver í sínu ná-i grenni. Hver sveit þarf að eignast; sæmilegan flugvjelalendingarstað.! Hjer þarf ekki að vera um að ræða dýran flugvöll, heldur aðeins1 völl nægilegan fyrir minni vjelar, því auðvitað yrði að nota ódýrari flugvjelar við sjúkraflug og aðra smærri flutninga. Ohætt er að segja, að ekki muni standa á Flugmálaf jelaginu að veita allar upplýsingar, varðandi þetta málefni. Um þá þýðingu, sem það getur' haft að liafa flugvöll við bæjar- dyrnar, þegar slys eða veikindi bera að höncfum, er óþarft. að fjöl- yrða, því þar hefir reynslan skorið úr á alveg ótvíræðan hátt. Og þægindin — Og ef einhver skyldi efast um. þægindin, þá ætti hann að spyrja iOræfabúana, sem fyrir tilstilli TF-SUX oft á tíðum hafa fengið dagblöðin nokkrum klukkustund- um eftir að þau komu úr prent- smiðjunni í Reykjavík. „Margan bóudann hefir gripið undriuk ‘, sagði ; Agnar Kofoed- Hánsen flugmaður, í samtali við tíðindamann Mbl. í gær, „þegar TF-SUX hefir sest eins og skjá- hrafn á túnblettinn þeirra — og mörgum hefir orðið alltíðrætt um þá hephi, að kafa flugvöll við bæjárdyrnar“. FRAMH. Á S.TÖTTU SÍÐB. — og viðbótin á Siglufirði Stjóm síldarverksmiðja rík- isins hefir nú verið falið að sjá um byggingu hinnar nýju síldarverksmiðju á Rauf- arhöfn, sem verður með 5 þús. mála afköstum á sólarhrmg. Ennfremur hefir stjóm síldar- verksmiðjanna verið falið að sjá um stækkun á síldarverk- smiðju ríkisins á Siglufirði um 2500 mál á sólarhring. Þegar í fyrrahaust höfðu verið fest kaup á Deita-diesel- mótor (405 hestöfl) til fram- leíðslu á rafmagni fyrri verk- ömiðjuvjelarnar á Raufarhöfn. Mótor þessi kom hingað til lands síðastliðið vlor. ' • Ermfremur voru um sama leyti fest káup á efni í verk- smiðjuhúsið og var það reist í sumarl ! Nti í sumar ha'fa verið keypt- ar allar vinsluvjelar, bæði í yefksrhiðjuna á Raufarhöfn og í hina fyrirhuguðu stækkun verksmiðjanha á Siglúfirði. Vjel ar þessar eru keyptar aðallega í ,Noí*egi, en nokkur hluti þeirra 4-'SVíþjóð og Danmörku. Vjel- arnar voru keyptar áður en verðhækkun varð á þesskonar vjelum vegna stríðsins. Koma þær hingað til lands í byrjun næsta árs. Fest hafa verið kaup á bygg- ingarefni í mjölgeymsluhús, síldarþró, bryggju, bryggju- palla á Raufarhöfn, óg er það sumpart á leiðinni hingað og sumpart væntanlegt fyrir ára- mót. Nýja verksmiðjan á Raufar- höfn og viðbótin á Siglufirði verða tilbúnar til vinslu fyrir næstu síldarvertíð, ef engin ó- vænt óhöpp koma fyrir. Útgerðarmenn og sjómenn vænta sjer mikils hagnaðar af hinni nýju verksmiðju á Rauf- arhöfn sem þeir telja að dreg^ ist hafi alt of lengi að bygð yrði. Talið hefir verið af kunnugustu mönnum, að afli flestra hinna minni síldarskipa nluhi aukast um 25—33% við það, hve le.ið- in frá síldarmiðunum við Langa nes og fyrir Sljettu styttist hjá þeim, er þau geta lagt afla sinn á lancl á Raufarhöfn í stað þess að þurfa að sigla með hann alla leið til Siglufjarðar. Ríkisskip, Esja yar ú Vopnafirði á hádegi í gær. Súðin er í Reykja- vík. Nýja kirkfan á Akureyri Akureyrarkirkja sem reist hefir verið á höfðanum fyrir of- an Torfunefið er nú komin undir þak. Er mynd þessi tekin af kirkjunni fyrir nokkrum dögum. Snýr framhliðin með turnununy tveim í austur og verða gerðar tröppur upp á höfðann beint upp að kirkjudyrum. Talið er að þrepin vérði 90 alls frá torginu og upp að dyrunum. Kirkjan er rúml. 30 metrar á lengd frá dyrum inn í kór, en 11 metrar er hún á hæð frá gólfi og upp undir mæni. Á fram*- hliðinhi milli turnanna á að vera tímaklukka, en kirkjúklukkur í öðrum turninum. Guðjón Samúelsson hefir teiknað kh-kjuna. Eins og kirkjan er nú, hefir hún kostað rúmlega 100 þús. kr. en búist við að hún kosti fullgerð hátt í kr. 200.000, og verði fullgerð á næsta ári. j. —-Erlendir— ferðamenn C^A OO ferðamenn komu hingað með stóru ferðamannaskipunum í sum- ar (samkv. upplýsingum frá Ferðaskrifstofu ríkisins). Hafa aðeins einu sinni áð- ur komið jafnmargir eða fleiri ferðamenn með ferða- mannaskipunum, árið 1934, 7027 manns. I fyrra komu 6176 mans. Farþegaflug með TF-ðm helst eftir helgina C lugvjelin TF-ÖRN mun hefja Á farþegaflug núna eftir helg- ina. Verður haldið uppi farþega- flugi norður til Akureyrar í vet- ur, á sama hátt og* í fyrravetur. Eins verður flogið til annara staða, ef þess er óskað. Flugvjelin befir verið í „klöss- un“ síðustu sex vikurnar, eða frá því hún kom úr síldarleitinni í snmar. Ilefir staðið á nokkrum varahlutum frá útlöndum, sem komu með „Lyru“ síðast. Flugmaður á vjelinni verður Orn O. Johnson. Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið Mor.gnublaðið að flytja síra Jóni Auðuns þakkir. Hann heim- sótti þá á sunnudaginn og flutti fyrirlestur, sem hann kallaði: „Sýn ir við dánarbeð“. Sfðustu útihljúmleikar Lúðrasveitar Reykja- víkur í dag ■ - ^ Lúðrasveit Revkjavíkur heldujr síðasta útihljómleik sinn, á þessu sumri á Austurvelli í dag, kl. 3 ef veður leyfir. Hefir L. R. jafnan leikið fyrir bæjarbúa á al- mannafæri einu sinni í viku í sum- ar. Auk þess við ýms tækifæri, s. s. íþróttamót og á samkomum utan bæjar. — M. a. fór L. R. hljóm- leikaferð austur og norður um land í júlí í sumar og ljek endur- gjaldslaust fyrir almenning á 14 stöðum. Þótti það góð nýung og vel farið, að L. R. hlaut dálítinn opinberan styrk til fararinnar. Starf L. R. er að ýmsu leyti merkilegt. Hún hefir nú starfað x 17 ár. Hæpið er, að starfi L. R. hafi verið veitt verðskulduð at- hygli. Um einskonar sjálfviljugt þegnskyldustarf er að ræða, Sum- ir meðlamanna hafa starfað í L. R. allan tímann. Er um algert á- hugastarf að ræða, því enga greiðslu nje efnalegan ávinning hafa þessir menn hlotið. Hinsveg- ar eytt miklum tíma í starfið og greitt að mestu eða öllu úr eigin vasa kostnað á. hljómleikaferðum, t. d. í ferð vestur og norður nm lancl árið 1925, til Norðurlands 1937 og víðsvegar um Suðurlarid, og loks í nefnda austui’- og norð- urför í sumar. Flest árin hefir Reykjavíkurhær styrkt L. R. með 5000 kr. Styrkn- um og öðrum tekjuin sínum hefir L. R. varið til áhaldakanpá, kenslu, hljómsveitarstjóra og í hljómskálann við Tjörrima, setix í'eistur var á árinu 1923. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.