Morgunblaðið - 22.10.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1939, Blaðsíða 5
áStmnudagur 22. okt. 1939. 6 ítj .... jplorgmtMafód ---------------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. J Ritstjórar: Jón KJartansson og Valtýr Stefánsson (á.byrgtSarina8ur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrelCsla: Austurstræti 8. — Sfmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutii. í lausasölu: 15 aura eintakiS — 25 aura meS Lesbók. ATVINNUBÆTUR tkki er vafi á því, að þeir eru margir verkamenn- irnir í Reykjavík, sem horfa zmeð ugg og kvíða móti vetrin- um, sem í hönd fer. Óvissan er svo mikil um þeirra afkomu og ihagi. I dag er viðhorf verkamanns- nis þetta: Ðýrtíðin fer ört vax- •■andi og enginn getur sagt fyrir hversu mikil hun verður, þegar kemur fram á miðjan vetur. Þá <er augljóst, að mikið atvinnu- leysi vofiryfir, jafnvel meira en 'undanfarin ár, þrátt fyrir mikla ■•vinnu við Hitaveituna. Veldur jþví stöðvun bygginga í bænum, ;sem fyrirsjáanleg er. En ný- byggingar í bænum hafa veitt mjög mikla atvinnu. Loks vita verkamenn, eins og aðrir, að • geta hins opinbera, ríkis og bæj .arfjelags, er nú minni en áður, til þess að halda uppi atvinnu- bótavinnu, jafnvel þótt þörfin ifyrir slíka vinnu verði nú enn :meiri en undanfarið. Allar þessar staðreyndir .hljóta að vekja óhug og kvíða í hugum verkamanna, og þeirra, •er stjórna málefnum þessa bæi ..-arfjelags. ★ Ástandið, sem nú .víkir, krefst lalveg sjerstakru aðgerða af hálfu stjórnenda ríkisins og bæjarfjelagsins. Allar líkur benda til þess, að stríðið standi . lengi yfir, ef til vill mörg ár. . Af þessu leiðir, að þær ráðstaf- .anir, sem hið opinvera, ríki og bær, gera til hjálpar fólkinu, verða að miðast við þetta ó- venjulega ástand. Þær verða að miðast við lengri tíma, en ekki -einskorðast við líðandi stund. jLeggja verður hófuðáherslu á það, að sú hjálp, sem hið opin- i bera lætur í tje stefni að því, að íbúa þannig í haginn fyrir ein- staklinga, að þeir finni hjá sjer ihvöt og getu, til þess að lifa sjáLfstæðu líf.i og verða sjálf- ibjarga þegnar í þjóðfjelaginu. Ríki og bæjarfjelag hafa und anfarin ár lagt fram mikið fje til atvinnubóta hjer í bænum. Mest eða alt þetta fje hefir rtfarið í óarðberandi vinnu. Verka maðurinn, sem hefir unnið í at- vinnubótavinnu, hefir ekki skap að sjálfum sjer skilyrði til framhaldandi starfa. Hann hef- . ir fengið greitt sitt viku-kaup og fyrir það aflað lífsviðurvær- is þá stundina. Þegar svo vinn- . an hefir þrotið, hefir verkamað- urinn beðið, uns röðin kk>m að honum aftur. Vinnan hefir ekki .skilið neitt eftir handa verka- manninum, sem tengir hann við starfið áfram. Þessu verður að breyta. At- vinnubótavinnan eða önnur hjálp af hálfu hins opinbera á að vera meira lífræn. Hún á að búa í haginn fyrir verkamann- inn, skapa honum skilyrði til ; þess að vinna sjálfstætt starf, sem hann getur haít arð af í framtíðinni. ★ Á þeim erfiðleika- og viðsjár- tímum, sem við nú lifum á, er blátt áfram lífsnauðsyn, að at- vinnubótavinnunni verði breytt úr óarðberandi vinnu í lífrænt og arðberandi starf. Verkefni eru til, ef vel er leit- að. Sumarið, sem er að kveðja gaf meiri og betri kartöfluupp- skeru en nokkru sinni áður, síð- an landið bygðist. Þessa miklu blessun á að sjálfsögðu að nota til þess, að búa þannig í hag- inn fyrir framtíðina, að við verðum þess megnugir, að fram- leiða sjálfir allar okkar kart- öflur. En til þess að þetta geti orð- ið, þarf hið opinbera, ríki og bær að gera víðtækar ráðstaf- anir. Fyrst og fremst þarf að tryggja það, að til verði í land- inu nægilegar birgðir af völdum útsæðiskartöflum. 1 nágrenni Reykjavíkur og í bænum sjálfum eru ágæt skil- yrði til kartöfluræktar í stórum stíl. Þess vegna á bæjarstjórn nú þegar að sjá til þess, að hjer verði til á næsta vori mikið af útsæði og miklu meira en til fellur frá garðrækt bæjarbúa sjálfra. Það væri því áreiðan- lega heillaráð, að bærinn festi kaup á útsæði og geymdi til vorsins. Annað má og nefna. Allar líkur benda til þess, að meiri friður verði á fiskimiðunum við strendur landsins á komandi vetri, en undanfarin ár, því að nú munu fá eða engin erlend skip verða á miðunum. Ætti því bæjarfjelagið að stuðla að því nú, að menn geti eignast farkost fyrir vertíðina. Væri áreiðan- lega vel varið því atvinnubóta- fje, sem til þessa færi. Farkostinn mætti smíða hjer, ef hagkvæm kaup fengist á efni. Það væri gott að eiga nokkrar skútur þegar fram á vertíð kæmi og senda þær út á hand- færaveiðar. Þar myndu margir menn fá vinnu, en tilkostnaður lítill. En þótt ekki sje nú kostur á að eignast skúturnar, gætu trillubátar komið að miklu gagni. Þessi mál og fleiri svipuð þarf bæjarstjórn að athuga og hrinda í framkvæmd, ef þess er nokkur kostur. Ferðafjelag íslands biður þá, sem tóku þátt í skemtiferðunum í Þjórsárdal, Þórsmörk, Hveravelli og Kerlingafjöll, Borgarfjörð og Surtshelli og Fjallabaksferðina, um að koma saman í Oddfellowhúsinu uppi mánudagskvöldið 23. ]>• m. kl. 9 til að skoða og skiptast á myndum- úr ferðunum og rabba saman um sólskinsstundirnar í sum ar. Takið myndirnar með. — H eykjavfkurbrjef -- ------- 21. okt. --- Sjö vikna styrjöld. Með hverri viku sem líður kemur það greinilegar í ljós, að styrjöld sii sem nú geisar er engri annari styrjöld lík. Á landamærum Frakklands og Þýslca lands eigast hersveitir við, sem epu öflugri og betur útbúnar að her- gögnum en áður hefir þekst. Þeg- ar tekið er tillit til mánnaflans og hergagnanna má segja, að allan þenna tíma, sem viðureignin liefir þar verið, hefir þar mátt heita næstá tíðindalítið. Um tíma yar í hernaðartilkvnn- ingum Bandamanna talað daglega um Saarbrucken. Sókn væri hafin til að ná þeirri borg. Nii hefði franska stórskotaliðið náð yfirfök- uni í umhverfi borgarinnar, hægt væri að taka liana hvenær sem væri. Engin ástæða er til þess að efast um sannleiksgildi tilkynn- inganna. En Saarbrúcken er ekki tekin enn. Borgin er í útjaðri Siegfried-virkjanna. Þann dag sem her Bandamanna tekur þá borg, á hann eftir að ná undir sig 50 kílómetra breiðu víggirðingabelti. Ofróðir menn spyrja: Yerða það mikil tíðindi frá liernaðarlegu sjónarmiði, þó Bandamenn nái borg þessari? Víglínur. Heimurinn stendur í báli að heita má. En víglínan, þar sem herflokkar standa andspænis hvorir öðrum, er 300 kílómetrar á lengd. Á þessum vígslóðum hefir viku eftir viku Verið um það talað, að nú muni brátt hefjast hin mikla sókn, sú mesta, ægilegasta, blóð- ugasta, hryllilegasta, sem sögur fara áf. Hún er ekki byrjuð þeg- ar þetta er ritað. En liún getur vafalaust byrjað hvenær sem er. Hún er yfirvofandi. En þessi töf, þetta liik felur í sjer vonargeisla um, að það kunni |svo að fara, að sáttfýsi og friður sigri í heiminum áður en því blóð- baði verður hleypt af stað. Vonin er veik. En hún er til. Því hvað sem sagt verður ann- ars um aðdraganda þessarar styrj- laldar, þá er eitt víst, að bardaga- hugur var hvergi sýnilega mikill með nokkurri þjóð, er styrjöld braust út. Stjórnir allra þjóða, sem gripu til vopna, fullvissuðu um- heiminn um eindreginn friðarvilja sinn. Allir vilja frið, þrá frið, friðsamlega lausn deilumálanna. Og síðan er barist. Skygnst er eft- ir því, hvort enginn sáttasemjari sje til, til þess að bera fram sátta- tillögur. Enginn treystir sjer. Svo mikið djúp er staðfest milli deilu- aðila. Hlutlausir í ófriði. itt af sjerkennum þessarar styrjaldar er meðferð sú, sem hlutlausar þjóðir verða að sæta. Báðir aðilar hafa gefið út skrá yfir vörur þær, sem þeir nefna bannvörur. Hlutlausar þjóðir mega ekki flytja þessar vörur til við- |skiftaþjóða sinna. Tekið er fram fyrir hendur þeirra með valdi. Skipum frá þeim hefir verið sökt, og sjómenn þeirra druknað. Rjett eins og viðureignin við friðsama sjómenn sje orðin grimmúðugri en við hina hertýgjuðu flokka á hin- um eiginlegu vígslóðum á landi. í styrjöldinni fyrir aldarfjórð- ungi síðan græddu hlutlausar þjóðirnar. Sá gróði varð flestum skammgóður. En liann var hand- bær fyrir stjórnir hlutlausu þjóð anna til ýmiskonar ráðstafana, sem komu sjer vel þá. Nú er engu líkara en viðureign stórþjóðanna við þær hlutlausu ætli að taka á sig þá mynd, að viðskifti þeirra verði að meira eða minna leyti stöðvuð, og þjóðirnar lendi í vand- ræðum vegna siglingateppunnar. ,.Það lætur undarlega í eyrum“, segir í danska blaðinu „Finans- tidende nýlega, „en í raun og veru er bægt að tala um þýsk-bresk samtök gegn siglingum hlutlausra þjóða, um hlutlausa styrjöld, sem kollvarpar öllum fyrri hugmynd- um um þjóðarjett og ekki síst um frelsið á hafinu“. Aö austan. á er það ekki síður sjerkenni- legt við styrjöld þessa, hvernig farið hefir verið með hin- ar hlutlausu Eystrasaltsþjóðir, er hver af annari hafa orðið að láta af hendi mikilsverð rjettindi sín í hendur Rússum, með samþykki Þjóðverja, eða fyrir einskonar milligöngu þeirra. Og ekki höfðu Rússar fyr teygt sig til áhrifa inn yfir þessi smáríki, fyr en Þjóð verjar kalla heim til sín þann sæg af áhrifamönnum af þýskum ætt- stofni, sem þar voru. En þýskra áhrifa hefir þar gætt í margar aldir. Nú eiga þau ekki að standa í vegi: fyrir rússneskum, að manni skilst. Friðsamleg lausn. En þegar minst er á friðsamlega lausn deilumála, getur ekki lijá því farið, að maður minnist þeirra daga, þegar boðskapur Wilsons forseta barst út, um heiminn um sjálfsákvörðunarrjett þjóðanna. Mikið hefir gerst síðan, og margt tekið breytingum. En úr því almenningur meðal þjóðanna hefir eklri lengur þann vígahug, sem er arfur frá frum- stæðari kynslóðum, skyldi þá ekki vera liægt að hugsa sjer, að þetta boðorð, sem menn eitt sinn treystu að frelsa myndi heiminn frá styrj- öldum, geti átt það eftir að kom- ast í hásæti í viðskiftum þjóðanna, vera metið og virt meira en öll landvinningapólitík og sjerhags- munastreita ? Finnland. yrstu vikur styrjaldarinnar fundum við Islendingar, að liildarleikurinn var nær okkur en áður. Hingað kom kafbátur, hing- að fliiðu skip í bili, hingað kom flugvjel. Síðustu dagana höfum við enn fundið á annan hátt, hve viður- eignin er okkur viðkomandi. — Finnland. Hver verða endalok samninga Rússa við Finna ? Og hver getur spáð, hver þorir að renna hugan- um til fulls yfir það, sem beðið getur Norðurlanda, ef þeir samn- ingar leiða til hins versta? í upphafi valdatíma síns þótt- ust kommúnistar Rússlands hafa lagt niður alla viðleitni og vilja til þess að kúga og undiroka aðr- ar þjóðir. í dag skýrir málgagn kommúnista á íslandi frá því, að stefna húsbænda þeirra þar eystra sje breytt. Þar er sagt, að í við- skiftum Rússa við aðrar þjóðit miðist stefna þeirra „aðeins við þeirra hagsmuni“. Hætt er við, að sjálfsákvörðtm- arrjettur smáþjóða geti reynst lítt samrýmanlegur þeirri stefnu. Heimamenn. ftir að Rússastjórn ljet á sjer skilja, að hún vildi taka upp viðræður við finsku stjórnina um viðskifti þessara þjóða, og sii mála leitun var sett í samband við „samninga' ‘ Rússa við þjóðir þær, er búa sunnar við Eystrasalt, hafa kommúnistarnir okkar hjerna á fslandi gengið undir nýtt próf. Þeir stóðust prófið með prýði. Mun mega nefna ágætiseinkunn í því sambandi. Xú var af þeim lieimtað að þeir legðu sig fram í því að vegsama og dást að ásælni Rússa gagnvart Norðurlöndum, ef til kæmi. Þetta reyndist auðsótt mál. ilennirnir, sem hafa lagt niður s.jálfstæða hugsun, sjálfstæðaD vilja og skoðun. og afhent þetta alt mönnum í fjarlægu og fram- andi landi, spyrja ekki lengur um þjóðerni, ekki um ættrækni eða rjettlæti. Þeir eru ofurseldir hinni bolsivistisku stjórn — og sælir í sínum andlega vesaldóm. Af fundum sem., konímúnista- flokkurinn hjelt nú í vikunni, má fyllilega ráða það, að hin ándlega máttleysisveiki kommúnismans er ennþá talsvert útbreidd hjer í bæn- um. Og erfitt áð segja, hve mikl- um skemdum þessi meinsemd í þjóðfjelaginu getur váldið, á jafn hættulegum tímum og nú standa vfir. ísfisksala. ullkomin óvissa ríkir um það enn, hvernig takast megi að koma ísfiski okkar á venjulega markaði. Það eitt er víst, að kostn- aður við siglingar hefir margfald- ast. Á friðartímum þarf togaraút- gerðin að jafnaði að fá 1100—1200 sterlingspund fyrir togarafarm af ísfiski. Fer þetta vitanlega nokk- uð eftir því, hve veiðiförin hefir verið löng og kostnaðarsöm, eða fiskurinn dýr, er skipið flytur. En þar sem salan þurfti áður að nema 11—1200 stpd., þnrfa nú að fást hátt á 3, þús. sterlingspund fyrir farminn, til þess allur kostnaður sje greiddur, er lágmark talið um 2700 stpd. Svo miklu nemur kostn aðurinn nú við vátryggingar, hin dýru kol, hækkað kaupgjald og fleira. En allar aðstæður þannig, að ófýsilegt er að leggja úr í þess ar ferðir, ef mikil líkindu eru til, að ofan á aðra áhættu og meiri, sem við þær er bundin, bætist fjárhagslegt tjón. Stjórnarsamvinnan. 112 ár liafa Framsóknarmenn með Alþýðuflokknum haft svo til óslitið yfirráðin í landinu. Eft'ir þann valdatíma leituðu þeir samstarfs við Sjálfstæðismenn. Það samstarf hefir bygst á því, að menn hafa í fullri einlægni viljað vinnu að alþjóðarheill. Bresti sii einlægni, á samstarfið ekki fram- tíð fyrir sjer. FRAMH. Á SJÖTTU S&)U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.