Morgunblaðið - 07.11.1939, Page 4

Morgunblaðið - 07.11.1939, Page 4
4 M,0 R G U N B L A Ð I Ð Þriiðjudagur 7. nóv. 1939- bræðingur afgreiddur eftir pöntunum. Símar 1636 & 1834 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii Húselgnin Yarmalækur við Breiðholts- veg er til söiu. Söluverð kr. 6000.00. Útborgun eftir samkomulagi Upplýsingar gefur Lárus Júhannesson hæstar j ettarmálaf lm. Suðurgötu 4. Síirar 3294, 4314. DANSKUR I I Garöyrkjumaður I | sem hefir starfað hjer í 2 ár, | | óskar eftir atvinnu frá ára- | | mótum. Hefir stundað garð- | I yrkju í 12 ár samfleytt. — 1 | Tilboð merkt „Gartner" | sendist Morgunblaðinu. Seljum ennþá Matskeiðar á 0.25 Matgaffla á 0.25 Teskeiðar á 0.15 Desertdiska á 0.35 Ávaxtadiska á 0.35 Áleggsföt á 0.50 Ragúföt m. Ioki á 2.75 Tarínur m. loki á 6.50 Ávaxtastell 6 m. á 5.00 Ávaxtaskálar á 2.00 Vínglös á 0.50 Vatnsgiös á 0.50 Sítrónupressur á 0.75 Öskubakka á 0.50 K. Einarsson k Biörnsson Eankastræti 11. Sími í pakkhúsunum er 1260 Eldri símar eru ekki í notkun. fl.f. Eimskipafjelag íslands. MIKILL ER MUNURINN Ollum lesandi mönnum og hugsandi á landi voru má nú orðið vera hað Ijóst, að mikill er munúrinn á að~ drætti og aðbúnaði sjávar- útgerðar og landbúnaðar. Skýrslur Hagstofunnar sýna það, að um 20 ára skeið hefir 80- 90% af aðdrættinum í þjóðarbúið komið frá sjávarútgerðinni. Af hverri miljón króna, sem goldnar hafa verið utanlands fyrir aðdrætti þjóðarinnar og aðrar þarfir henn- ar, komu 800.000—900.000 kr. frá útgerðinni. Jafnframt þessum meginhluta gjaldeyris út úr landinu hefir einnig lang mestur hluti tekju- aukans í ríkissjóðinn innan lands og bæjasjóðina komið frá útgerð- inni, bæði beinlínis og óbeinlínis, gegnum verslunina, iðnaðinn og lannagreiðslurnar. Frá útgerðinni hafa komið að langmestu leyti styrkirnir allir til landbúnaðarins, til samgöngubóta, liúsabóta, menningarmála og ann- ara svo nefndra framfara á landi voru. Að undanförnu, um 30 ára skeið sjerstaklega, hefir útgerðin og sjávaraflinn verið lífæð og fjöregg þjóðarinnar. Framleiðslan, atvinnan og verð- mætið hefir verið svo mikið, að þjóðin gæti nú baðað í rósnmi og verið langbest stæða þjóðin í Norð urálfunni, ef góðvilji, vit og ráð- deild hefði ráðið yfir afrakstrin- um og úthlutun efnanna. En svo fjarri hefir verið farið þessum megin atriðum, sem framast mátti verða, og því er nú komið svo, sem nú sýriir sig: Fyrir óhófs eyð.slu, skemtanaþorsta, þæginda- græðgi og hlutdrægnis fargan,' lætur nærri að þjóðin örmagnist alveg, af skuldafjötrum, skatta- brjálæði og atvinnuleysi. Hversu mátti svona fara? Hvernig var búið að „lífæð og fjöreggi“ þjóðarimiar? Hjer er talað um stórútgeroiua (togaraút- gerðina) sjerstaklega. Búið var að henni þann veg, að útgerðarmenn voru rægðir og svívirtir sem arg- asti „Grímsbýjar-lýður“, eltir á röndum með tollum, sköttum, kaup kröfum og kvöðum allskonar. Mik- ill hluti þjóðarinnar var æstur upp til haturs og öfundar yfir rang- lega fengnum og ímynduðum stórgróða. Þegar svo loks allir sáu (jafnt trúgjörnustu einfeldningar og aðrir), að „stórgróðinri“ hafði breyst í stór-tap, þá var blaðinu snúið við. Þá varð tapið líka ó- heiðarlegt og sviksamlegt, og at- vinnuleysið alt útgerðarmönnum að kenna. Svo ramt livað að þessu, að í stað nokkurs styrks eða hjálp- ar að gagni frá hálfu ríkis, þings og stjórnar, var sett dulbúin saka- málarannsókn á útgerðarmenn. En kenningar þessar allar túlkuðu og básúnuðu stjórnmálafundir og blöð ríkisstjórnar og verka- manna, þeirra allra, sem áttu at- vinnu sína að sækja til útgerðar- innar. Með þessum aðbúnaði, tvöföld- um og þreföldmn útgerðarkostn- aði, ásamt aflatregðu, markaðs- tapi og lægra söluverði en áður, er nú svo komið, að án stórfeldra ráðstafana — og án ófæru stríðs- ins — hlyti togaraútgerðin mest öll að hætta öllum veiðiferðum. imiimiiiiiiiiiimiimiimimmiiiiiiiiimimiiiiiiir hefir lagt inn í þjóðarbúið á 20 undanförnum árurn, í útlendum gjaldeyri, sama sem beinhörðum peningum. Og' þar að auki eru all- ar miljónirnar, sem hafa horfið beina leið inn í botnlausa kassa ríkissjóðs, frá útgerðinni. Samanburður. Dálítið hefi jeg verið riðinn bæði við búskap og útgerð. Og það er fjarri mjer að öfunda bænd ur, ala þeim nægtir eða telja eft- ir að útgerðin styrkti búnaðinn, meðan hún var fær nm það. En iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiniiiiiiiiiiii Eftir Vigfús Guðmuadsson frá Engey mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmim Þola bæirnir það? Hvaðan fær fólkið slíka atvinnu? Þolir ríkið það? Hvaðan fær þá landið jafn mikinn gjaldeyrir? Hversu fer þá um skuldaskil rík- isins? Hvað verður eftir til versl- unar við önnur löndf Hvað verð- ur um alla styrkina, byggingarn- ar, skólana og framfarirnar til sveita og sjávar? Fyrsta skilyrði til einhverrar úr- lausnar er það, að þora að segja frá staðreyndum eins og þær ern — þó sumum kunni að þykja þær beiskar á bragðið — og að þola að horfast í augu við þær. Hvernig er nú komið? Nú er svo komið fyrir flestum „eigendum“ togaranna —1 og með- al þeirra eru margir bændur — að ekki einungis er gersamlega töpuð hver króna, sem þeir hafa lagt úr sínum vasa í útgerðina -—- 5—10—20 þús. kr. —, heldur eru fjelögin og einstöku menn að auki komnir í skuldaábyrgðir, langt umfram tiltæk og seljanleg efni. Hvaða vit er nú í því, að láta dauðsliguð fjelögin strita við að rísa undir oknrháum vöxtum og kostnaði af síhækkandi skuldum og minkandi afla og atvinnu? Hjeðanaf dugar ekkert kák, og ekkert getur bjargað slíkum fje- lögum annað en að strika yfir mestallar skuldiruar. Þetta er að vísu bæði ilt og erfitt, en skuld- irnar eru tapaðar og vonlaust að geta greitt þær hvort sem er. Og fordæmið er gefið áður, hæði við landbúnaðinn, bæina suma og báta- útgerðina. Hafi landbúnaðurinn verðskuld- að 10 milj. kr. kreppuhjálp, þá er ýkjulaust, að sjávarútvegurinn hefir verðskuldað 100 miljón króna hjálp. Og það ekki eftir neinum vafasömum krókaleiðum, því að vafalaust er það ekki minna en 950.000.000 (níu hundruð og 50) miljónir króna, sem útgerðin öll nimmiiiitimiimmimmiiiimiiiiiiiiimmiiiiimi nú eru ástæður breyttar mjög, og aðstaðan öll önnur en áður var. Nú er árgæska í landbúnaði (að öðru en því, sem ráðlagi og ófor- sjálni er um að kenna — mæði- veiki o. fl.), en mörg eru samfeld orðiii og síversnandi árin fyrir út- gerðina, að því er afkomn hennar snertir. Meðan stórútgerðin liefir hvorki getað endurnýjað skip sín eða bætt aflatæki og afkomuvon sína, og gjaldeyrir mestallur hef- ir Verið tekinn af þeim, er við hana fást, og skamtaður langt und ir sannvirði. A meðan hafa bænd- ur þó verið styrktir til þess að bæta jarðir sínar og húsakynni, kaupa verkfæri, flytja útlendan áburð o. s. frv. — Sumstaðar hefir útlendi áburðririnn verið notaður svo óspart og einhliða, að heyið reyndist sem ljett úthey, og varð þá líka að kaupa útlendan fóður- bæti til þess að geta fóðrað á því, og framleitt meiri og meiri, verri og verri og óseljanlegri mjólk. Þar við bætast aðrar munaðarvör- ur og verri, vín, tóbak o. s. frv. Alt kostar þetta ógrynni gjald- eyris. En livaða gjaldeyrir kemur þar á móti? Og með öllu þessu fargani eiga gjaldeyrisvandræðin að vera lítt skiljanleg, og hreint óviðráð^anleg! Misjafnir skamtar. Gætum nú þess, hvað ríkisvald- ið („mesti fjármálamaðurinn“!) ætlar úr ríkissjóði hvoru um sig, landbúnaði og sjávarútgerð — með hliðsjón a£ öllum framan- greindum ástæðum. Nú um sinn er í þessu efni ekki öðru nýrra til að dreifa en Fjáralagafrumvarpi ríkissjóðs fyrir árið 1940, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi. Með því að skygnast þar eftir öllum: þeim tölum, sem beinlínis tilheyra hvorri atvinnugreininni, hefi jeg tekið upp eftirfarandi töl- ur. En slept er mörgum tölum liá- um og sameiginlegum fyrir at- vinnu, siglingar, verslun og þjóð- ina í heild, svoleiðis, að ekki verð- ur aðgreint með neinni nákvæmni. Þar á meðal er gífurlegi kostnað- urinn við vegi, brýr og síma út um alt land, og vita, hafnir og lend- ingabætur umhverfis landið. 'Úr nefndu fjárl.frv., 14. og 16. gr. Ætlað til sjávarútgerðar árið 1940: Stýrimanna og vjelstjóra- skólar (líka fyrir versl- unarflotann) 80.55Ö Fiskideild rannsóknarstofu (að viðlögðu sameiginl. 10.000) 40.000 Fiskifjelagið 75.000 Fiskimat og lýsis h.u.b. 35.400 Eftirlit með skipum og bátum (öllum; 27.600-t- 12.600=) 15.000 Fiskifulltrúi og fiskimats- stjóri 22.000 Sltuldaskilasjóður báta- útgerðarmanna 160.000 Fiskiveiðasjóður íslands 60.000 Til að undirbúa friðun Faxaflóa 40.000 Samtals 527.950 Ætlað til landbúnaðar árið 1940: Bændaskólar og garð- yrkju (7.400 kr.) 64.476 Búnaðarfjel. ísl. 200.000 Kynnisför bænda (2000 kr„ en sambandi þeirra slept — 500 kr.) 2.000 Nýbýli og samvinnn- bygðir 155.000 Sandgræðsla (31+6 þús.) 37.000 Jarðabótastyrkur 580.000 Verkfærasjóður 60.000 Kreppulánasjóður 250.000 Jarðakaupasjóður 20.000 Bygginga og landnáms- sjóður og styrkir 325.000 Búfjárrækt 62.000 Tilbúnum áburði ráðst. 12.600 Til skógræktar 56.300 Fyrirhleðsla Þverár og Markarfljóts 50.000 Flóaáveitan 4.000 Dýralæknar og kláðalækn ing (8.000) 31.500 Búnaðarrannsóknir og reikningar (Rannsókn- arst. Hásk. er þó slept) 37.600 Lax- og silungaklak og „fiskirækt" (5000 kr.) 17.000 Loðdýrarækt og fjelagið (2.000) 22.000 Mat kjöts og ullar, umi 7.150 Til mjólkurbúa 30.000 Kostn. vegna mæðiv. 535.000 Til landbúnaðar samtals 2.558.626 Til sjávarútg. samtals 527.950 Mismunur (384.6%) = 2.030.676 Þannig eru búnaðinum ætlaðar tvær miljónir og 30 þúsund kr. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.