Morgunblaðið - 19.11.1939, Síða 5

Morgunblaðið - 19.11.1939, Síða 5
13unnudagur 19. nóv. 1939, ■ — ^HorgunWaSiö----------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrKOarmaOur). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiOsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1800. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuOi. í lausasölu: 15 aura eintakiO — 25 aura meO Lesbök. — H eykjavík urí>rjef — FJÁRLOGIN Alt bendir til þess að ó- venjulega verði örðugt á Jþessu ári að gera sjer grein fyr- ir því, hvernig afkoma þjóðar- ínnar og' ríkissjóðsins verður á ..árinu 1940. Að sjálfsögðu verður ríkis- stjórn og Alþingi að sýna hina :irnestu varkárni í þessu máli. J*að sakar ekki þó útkoman verði betri en ráðgert er að ó- .reyndu. En áreiðanlega verða :3nenn að búast við að ýms út- xgjöld fjárlaga sem óumflýjan- leg eru, hækki frá því sem áð- ur hefir verið vegna þess hve anargar nauðsynjar hafa hækk- ,að í verði. Fyrir þá sök hækkar t. d. kostnaður við ýmsan opin- beran rekstur, svo sem við spít- .ala og þvíuml. Nýlega hefir fjármálaráð^ ilierra sent fjárveitinganefnd á- -;ætlun um tekjur ríkisins fyrir ■árið 1940, ásamt tillögum til sparnaðar á útgjöldum. Stendur ríkisstjórnin sameinuð að sum- um þessara tillagna, en aðrar -«ru bornar fram af ráðherrum ISjálfstæðisflokksins einum. iHafa ráðherrar hinna flokkanna |)ó ekki tekið beina afstöðu g-egn þeim tillögum. f sparnaðaráætlun fjármála- a’áðherra er m. a. þetta: Að færa saman starfrækslu Fiskimálanefndar, og spara með l>ví kr. 450.000. Verður samt sem áður handbært allmikið fje, er ríkisstjórnin getur ráð- stafað í þágu útvegsins. Þá er gert ráð fyir að draga ár strandferðum og ætlast til að með því sparist 200 þús. kr. Á .að nota Súðina til millilanda- siglinga, en reksturshalli á lienni var s.l. ár 127 þúsund Jkrónur. Þá er ætlast til, að spöruð 'verði álíka upphæð á landhelg- Isgæslunni, frá því sem verið Jiefir. Er talað um, að Óðinn og :Sæbjörg annist aðallega gæsl- una, og Ægir að einhverju litlu leyti. En að Þór verði leigður 'fi! fiskflutninga. Þá er gert ráð fyrir að spara 150 þús. kr. frá því sem verið tiefir, með því að draga úr fram lagi ríkissjóðs til Bygginga- og 'l.andnámssjóðs, lækka framlag til nýrra vita um 60 þús. kr. og 't,il verkfærakaupasjóðs um 60 i>ús. kr. Enn fremur hefir kom- Ið til mála að lækka framlag til aiýrra vega um 162 þús. kr. Um þessar tillögur hefir ver- 3ð fult samkomulag innan ríkis- •stjórnarinnar. Ýmsir minni útgjaldaliðir iiafa og verið ræddir og verið samkomulag um, er nema sam- tals 100i—200 þús. krónum. Þá er það ennfremur talið ör- saigt að spara megi útgjöld svo verulegu nemi, með því að sam- <®ina stjórn og starfrækslu ýmsra ríkisfyrirtækja, sem nú eru við 3ýði. En nákvæmar tillögur um það fyrirkomulag og þann sparnað eru ekki fullgerðar enn. Hugleiddur hefir verið sparn- aður með því að draga úr þrem stórum útgjaldaliðum ríkissjóðs, ir sem eru atvinnubótafjeð kr. 500 þús., jarðræktarstyrkurinn kr. 580 þús. og framlag til tryggingarstarfsemi kr. 445 þús. Skiftar skoðanir munu vera um það bæði innan þings og stjórn- ar, að hve miklu leyti niður- færsla ríkisútgjalda eigi að koma niður á þessum liðum. En allir munu vera sammála um, að vel mætti koma til endur- skoðunar og íhugunar hvernig úthlutun þessa fjár er háttað, og hvort eigi muni vera hag- kvæmt að úthlutun fari fram með öðru móti en verið hefir. Verklýðsmálin Alþýðublaðið hefir síðustu dag- ana látið mikið af því, að frumvarpi Bjarna Snæbjörnssonar, sem tryggir jarnrjetti verkamanna innan verklýðsfjelaganna, væri illa tekið af sjómönnum og verka- mönnum Hafnarfjarðar. Þannig skýrði Alþýðublaðið frá því í gær, að Sjómannafjelag Hafnarf jarðar hefði á fundi í fyrrakvöld samþykt mótmæli gegn frumvarpi Bjarna. Rjett er það að vísu, að fundur var haldinn í Sjómannafjelagi Hafnarfjarðar í fyrrakvöld og stóð þar mikið til hjá kratabrodd- unum. Fundur í Sjómannafjelagi Hafn- arfjarðar getur því aðeins • verið lögmætur, að minst 15 menn sæki fundinn. Svo illa gekk krötum að fá lögmætan fund í fyrrakvöld, að fyrst eftir klukkutíma bið tókst þeiin að smala þangað 18 mönn- um og varj þá fundur settur. Flutti ^þar Jóhann Tómasson taumlausar lygar og blekkingar um frumvarp Bjarna Snæbjörnssonar og að loknum þeim lestri voru mótmælin gegn frumvarpinu borin fram. At- kvæði fjellu þannig, að 8 — átta — greiddu mótmælunum atkvæði, en 10 sátu hjá! Kratarnir sendu svo Alþingi þetta sem mótmæli frá Sjómanna- fjelagi Hafnarfjarðar, sem í eru 240 starfandi fjelagar. Er unt að hugsa sjer öllu augljósari fölsun? Svipuð fölsun er í frásögn Al- þýðublaðsins í fyrradag, af mót- mælum verkamanna í Hafnarfirði. Um 1000 verkamenn munu vera í firðinum. Á fundi V. H., sem Al- þýðublaðið getur um, voru mættir innan við 100 manns, alt einlitir Alþýðuflokksmenn og þeim smalað á fundinn. Það er ekki tíundi hluti hafnfirskra verkamanna. Annai’s er það sama, hvað krata- broddarnir hamast gegn jafnrjetti og lýðræði innan verklýðsf jelag- anna. Þeirra málstaður er dauða- dæmdur og kúgun þeirra verður brotin á balt aftur. Styrjöldin. Hin mikla sókn í styrjöldinni er ekki byrjuð enn, sóknin, sem Hitler og menn hans bafa nú boðað í nálega 1 V-> mánuð. Um síðustu mánaðamót óttuð- ust menn á hverjum degi, að nú myndi styrjöldin blossa upp með öllum ógnum hinnar nýjustu tækni. I heimsblöðunum var tónn- inn þessi: Næsta vikan verður viðburðarík. Þá byrja átökin fyr- ir alvöru. En næsta vika leið, og sú næst næsta, og nú er þriðja vik- an liðin án þess til þessara átaka hafi komið. Nú fer jeg að tala því máli sem Bretinn skilur, sagði Hitler í einni ræðu sinni, úr því þeir vilja engum friðarboðum sinna. Heimsblöðin gátu ekki gert les- endum sínum grein fyrir því, hvernig þetta „mál“ yrði. Senni- legast að Þjóðverjar ætluðu að sýna Bretum það, að tæknin hefði nú yfirunnið f jarlægðir og höf, svo að Bretland nyti þess ekki sem áður, að það er umflotið sjó. Á vesturvígstöðvunum. Stórorustan á vesturvígstöðv- unum, sem búist var við um síðastl. mánaðamót, er sem betur fer ekki komin enn. Það verða ekki Bandamenn, sem liefja þar sókn. Svo mikið er talið idst. Fyrstu vikur ófriðarins gátu menn ógerla greint, hver aðilinn það væri, sem „hefði tímann með sjer“, sem ynni á því, að viðureignin yrði dregin á langinn. Nii er sá aðstöðumunur talinn augljós, að það eru Bandamenn, er standa bet- ur að vígi eftir því sem lengra líður. Fregnir síðustu dagana herma, að misldíð sje risin meðal þeirra, sem mestu ráða í Þýskalandi. Yerð ur vitanlega að taka þær fregnir með varúð. Því kunnugustu menn stjórnarháttum þar hafa haldið því fram, eins og kom fram í skýrslu sendiheri'a Breta, sem þar var, að þar rjeði einn vilji, og eng ir aðrir. Þegar stórorustui' skella yfir á vesturvígstöðvunum kemur það í Ijós, livaða hergögn það eru, sem tæknin hefir skapað síðustu 20 ár- in til eyðileggingar og mann- drápa. Ö'llum kemur saman um, að þau verði stórvirk. Að sá, sem hefur sókn, verði miklu blóði að fórna. Getur það verið, að ógnin að austan dragi úr hinni þýsku her- stjórn, svo hún hiki við að færa þær fórnir á vesturvígstöðvunum, sem boðaðar hafa verið, vegna þess að hún skilji, hvílík hætta máttvana Evrópuþjóðum er búin? Hefir samningur v. Ribbentrops við Stalin ekki þurkað út fyrri innbyrðis afstöðu þeirra þjóða, ,eins og hann vill láta í veðri vaka ? Rússnesk áhrif. En hjer á meðal okkar íslend- inga eru auðsjáanlega menn, sem eru ekki smeykir við að koma þjóðinni í kynni við Rússann. Skeytasendingarnar til Þjóðvilj- aus sýna það best. Eins og áður hefir verið minst á, geta þær út af fyrir sig ekki verið nema nokkur hluti af því fje, sem Rússar veita hingað til áróðurs síns. 80—90 ------ 18, nóv. ------------- þúsund krónur á ári í símskeyta- gjöldin ein bera vott um, að á- róðursfúlgan, sem þeir veita hing- að, sje nokkuð há, ef alt væri tal- ið fram. En alvarlegasta liliðin á þessu máli er ef til vill su, að ýinsir nýt- ir og mætir menn í þjóðfjelaginu láta sig það litlu skifta, þó hjer sje starfandi stjórnmálaflokkur, sem kostaður er af erlendu stór- veldi til þess að vinna hjer leynt og ljóst að hagsmunum þessara er- lendu manna, samkvæmt fyrir-. skipunum útlendinganna og und- ir þeirra stjórn. Tómlæti í þessum efnum frá hendi íslenskra manna, ber vott um mjög alvarlegt sinnuleysi um þjóðernismál vor og framtíð. Það er eins og okkur Islendingum hætti til þéss enn í dag að skoða okkur einhvern heim út af fyrir sig, þar sem sambandstaugin eina við umheiminn ei' um Danmörku. Víxlspor. Aíþýðuflokksmenn hafa síðustu dagana tekið mjög einkenni- lega stefnu í verklýðsmálunum. Þeir fjandskapast af alefli gegn tillögum Bjarna Snæbjörnssonar, sem miða að því, að allir fjelags- menn í verkalýðsfjelögunum fái þar jafnrjetti án tillits til þess, í hvaða stjórmnálaflokki þeir eru. Þegar Sjálfstæðismenn lýsa fylgi sínu við jafnrjettistillögur Bjarna, þá liafa Alþýðuflokks- menn fátt annað fram að færa en það, að með þessu sjeu Sjálfstæð- ismenn að styðja kommúnista. Þ.ví þeir sjeu líka fylgjandi tillögum Bjarna, Allir sjá, hvílíkt kattarklór þetta er. Af því að innan verka- lýðsfjelaganna ríkir einveldi Al- þýðuflokksins, þá mega Sjálfstæð- ismenn, að dómi Alþýðuflokks- manna ekki fara fram á jafn- rjetti þar, vegna þess að órjett- urinn er svo mikill, að kommún- istar þykjast ekki geta felt sig við hann. Svona málafærsla þeirra Al- þýðuflokksmanna er svo vesæl og vandræðaleg, að þeir ættu að átta sig sem fyrst á fánýti hennar. En ef þ;eir Alþýðuflokksmenn hafa gert upp sitt dæmi þannig, að þeir geti í engu verkalýðsfjelagi verið, nema þar sem Alþýðuflokk urinn er einráður, þá, er að taka því, eins og það er. Og þá verða Sjálfstæðismenn í fjelögunum að taka sína stefnu eftir því. —• Hún verður vissulega aldrei sú, að styðja föðurlandsleysingjana í kommúnistaflokknum. Fylgifje. Við umræður í neðri deild á föstudaginn um afnám 17. greinar Jarðræktarlaganna kom enn fram mjög leiðinlegur mis- skilningur á stefnu og gildi lag- anna í þetta sinn hjá Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra. Það var Gísli Sveinsson er hafði framsögu fyrir hönd Sjálfstæðis- manna, og benti á, að meðan stjórnarsamvinna lijeldist með flokkunum, væri hentugur tími til að jafna deilumál sem þessi. í andófi sínu gegn málinu tal- aði Steingrímur Steinþórsson um það, að Sjálfstæðismönnum væri nær að heimta afnumdar hömlur eða kvaðir á húsum, sem tekin eru lán til úr byggingar- og landnáms- sjóði, því þær væru meiri en kvað- ir af jarðræktarstyrk samkv. 17. greininni. Óg hann sagði meíra búnaðarmálastjórinn, að þetta tvent væri fyllilega sambærilegt. Því eins og ræktunin væri nauð- synleg, væru byggingarnar það ,ennþá fremur, því allar jarðir þyrftu byggingar, en engjajarð- irnar bestu þyrftu enga ræktun. Með þessum orðum sínum, sem máske hefir verið varpað fram að lítt athuguðu máli í orðasennu, lætur ræðumaður líta svo út, sem hann hafi ekki enn áttað sig á Því, að jarðræktin, túnræktin er und- irstaða sveitabúskaparins, og það ,er á henni, sem framtíð sveitanna ái að hvíla. Að það er lífsspursmál fyrir sveitirnar og búskapinn, að ein- mitt ræktuninni sje hraðað sem mest, og á hana lögð meiri ábersla en allar aðrar framkvæmdir. Að það er fyrst og fremst fyrir aukna ræktun, sem bændur eiga að geta hýst jarðir sínar og staðið straum af byggingarkostnaðinum. Að þess vegna má ekkert gera sem dregur úr jarðræktaráhuga og fram- kvæmdum, en það hefir 17. grein Jarðræktarlaganna gert. Þetta þarf búnaðarmálastjóri að skilja. ísfisksalan. Tsfisksalan til Englands hefir yf- -*■ irleitt orðið vonbrigði frá því hún hófst í fyrra mánuði. Upp- runalega var ætlað, að söluferðir myndu bera sig fjárhagslega, ef sala á togarafarmi næði 2700— 3000 sterlingspundum. Yar þá mið- að við það, að keypt væru 100 tonn af fiski í togarann. En nú hefir verið keyptur meiri fiskur í suma togarana, 130—140 tonn, ferðirnar tekið lengri tíma en upprunalega var biiist við og ýms kosnaður orðið meiri, en ætl- að var undir núverandi kring- 'umstæðum. Hafa sölurnar í hverri ferð að meðaltali numið nálægt 3000 sterlingspundum. Er nú sjeð, að þær ná ekki að greiða allan á- fallinn kostnað. Háskólinn. Uppástungur Alexanders Jó- hannessonar háskólarektora um fjölgun deilda við Háskólann bera vitni um áhuga hans og bjart sýni í þessum málum. Margir kost- ir verða sjeðir á því, að háskóla- nám verði hjer fjölbreyttara en nú, stúdentar geti tekið hjer fyrri liluta prófa í hagfræði, náttúru- fræði og verkfræði. Með því að þeir byrjuðu nám þetta hjer heima sparast erlendur gjaldeyrir, sem nú fer til dvalarkostnaðar er- lendis, og þá kemur það betur í ljós, áður en stúdentar fara að heiman, livað í þeim býr, livers má vænta af þeim og námi þeirra. Það er fremur ólíklegt að til lengdar verði hægt að halda uppi kenslu í þessum háskólanámsgrein- umi fyrif jafnlítið fje og háskóla- rektorinn áætlar, innan við 20 þús. kr. á ári. Að vísu verða menn að sætta sig við, að hjer verði um tímakenslu að ræða, en ekki að sett verði á fót föst kennaraem- bætti við þessar nýju deildir. En. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTT.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.