Morgunblaðið - 28.11.1939, Side 2
2
MOJRGUNBLAÐIÐ
Þríðjudagur 28. nóv. 1939.
Rússar saka Finna um að hafa skotið á rússneska hermenn
FINNAR SVARA RÚSSUM
miiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinminiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiim
ISvíar I
I mötmæla I
II Berlfn I
aiiiiiuiiiiiiiiiiinim
iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Svíar hafa í dag lagt
fram kröftug mótmæli
í Berlín út af því að Þjóð-
verjar hafa lagt út tundur-
duflum við suðurodda Sví-
þjóðar, hjá Falsterbro, alt
upp undir þrjár mílur frá
landi.
En Svíar halda því fram,
að Þjóðverjar hafi með þessu
virt að vettugi hefðbundinn
rjett Svía til þess að hafa
fjögra mílna landhelgi.
Sænsk blöð segja, að Svíar
muni ekki láta fara með sig
e,ins og Þjóðverjum þóknist. I
mótmælaskjali sínu, sem lagt
var fram í Berlín í kvöld, á-
skilja Svíar sjer rjett til þess að
krefjast skaðabóta fyrir alt
það tjón, sem þeir kunna að
bíða af þessum tundurdufla-
Iögnum Þjóðverja.
Gremja Svía.
Vegna þess, hve mikla
gremju þetta niál hefir vakið í
Svíþjóð, er talið, að það kunni
að hafa áhrif á verslunarsamn-
inga Svía og Þjóðverja. Er í því
sambandi bent á, hve mikilvæg-
ur málmútflutningur Svía er
fyrir Þjóðverja.
Þjóðverjar hafa líka á annan
hátt bakað Svíum vandræði.
Þeir halda eftir um þessar mund
ir fjörutíu sænskum skipum, í
þýskum höfnum. Skip þessi eru
samtals 64 þús. smálestir og
flest þeirra hlaðin trjáviði og
trjákvoðu, sem fara á til Ame-
ríku.
Tjón Svía.
1 enskum höfnum eru nú fim-
tán sænsk skip, samtals 44 þús.
smálestir. sem fá heldur ekki að
sigla leiðar sinnar.
Tjón það, sem Svíar hafa
beðið vegna kafbáta- og tundur-
duflahernaðarins nemur, frá
því að stríðið hófst: 9 skipum,
samtals yfir 20 þús. brúttósmá-
lestir.
Ekki strax!
Afundi í einkaráði konnngs í
gær, var fallist á tilskipun
um að leggja hald á þýskar út-
flutningsvörur og verður tilskip-
unin birt í dag, en kemur ekki
til framkvæmda þegar í stað, til
þess að taka tillit til hagsmuna
hlutlausra þjóða. (FÚ.).
Bjóðast til að
draga burtu landa-
mæralið sitt
— ef Rússar gera
hið sama!
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn t gær.
UM HELGINA gerðist atburður á finsk-rúss-
nesku landamærunum, sem bendir til ann-
ars tveggja:
1) að Rússar sjeu um það bil að hefja hernaðarað-
gerðir gegn Finnum, eða
2) að Rússar sjeu að herða á taugastríðinu gegn
Finnum.
SKOTHRÍÐIN
í hernaðartilkynningu, sem birt var í Moskva á sunnu-
daginn, er því haldið fram að finskir hermenn hafi á á-
kveðnum stað á finsk-rússnesku landamærunum á Kyrjála-
nesi hafið stórskotahríð á vamarlínu Rússa. Því er haldið
fram í tilkynningunni, að 4 rússneskir hermenn hafi beðið
bana og 9 særst.
Rússneskur herforingi úr herforingjaráSinu í Leningrad,
var þegar í stað sendur á staðinn til þess að rannsaka þenna
atburð.
Síðar um daginn ljet Molotoff forsætisráðherra Rússa af-
henda sendiherra Finna í Moskva mótmæli út af þessum at-
burði, þar sem þess er krafist, að Finnar dragi her sinn í burtu
frá rússnesku landamærunum, a. m. k. 25 km. á land upp.
SVAR FINNA
Finska stjórnin hefir svarað þessari mótmælaorðsendingu
Rússa í kvöld..
Finnar segjast fúsir til þess að draga herlið sitt burtu frá
landamærunum ef Rússar .gera hið sama, og dragi jafn mikið
herlið burt, jafnlangt frá landamærunum.
I svarinu er því afdráttarlaust mótmælt, að finskir her-
menn hafi hafið skothríð yfir landamærin til Rússlands
á sunnudaginn eða yfirleitt nokkurntíman.
En finska stjómin segir, að skothríðin, sem Rússar segja
frá, hafi í raun og veru átt sjer stað, en innan við rússnesku
landamærin.
KRÓKÓTT LANDAMÆRI
Samkvæmt „log“-bókum finska hersins heyrðist á sunnu-
daginn skotið sjö skotum handan við rússnesku landamærin á
umræddum stað.
Frönsk frjettastofa vekur athygli á því, að landamærin
sjeu krókótt einmitt á því svæði, þar sem skothríðin er sögð
hafa átt sjer stað. Þessvegna sje hugsanlegt að skothríðin hafi
virst hafa komið frá Finnlandi, þótt hún í raun og veru hafi
komið frá stað Rússlandsmegin við landamærin.
Stingur finska stjórnin upp á því, að finsk-rússnesku landa-
mæranefndinni, sem þegar er starfandi, verði falið að rann-
saka þetta mál.
Finska stjórnin segir, að ekki geti komið til mála að Finn-
ar dragi herlið sitt burtu frá landamærunum, ef Rússar gera
það ekki Jíka.
„JÁKVÆTT“ SVAR
Fyrstu fregnirnar af þessu svari Finna komu frá Þýska-
landi. í þýsku fregninni er sagt, að svarið sje „jákvætt“.
Það er talið ekki með öllu þýðingarlaust að Þjóðverjar telja
svarið „jákvætt", því að þýska stjórnin mun — að því er fregnir
frá Stokkhólmi herma — hafa gert stjórnum beggja aðila orð-
sendingu og farið þess á leit,aðþær færu að öllu gætilega til
þess að ekki skærist í odda.
- Mannerheim -
íarinn til
landamæranna
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Carl Mannerheim, æðsti
marskálkur finska hersins,
frelsishetja finsku þjóðarinn-
ar, fór í dag í könnunarferð
til finsk-rússnesku landamær-
anna á Kyrjálanesi.
Maxmerheim er 72 ára gam-
all.
Chamberlafra
ræðir um
StrfðsmarkmiO
friðarmarkmið
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Öðru hollensku
stórskipi sökt
ýsk blöð halda áfram
að brýna fyrir hlutlaus-
um þjóðum að siglingar til Eng-
lands sje sama og að sigla í op-
inn dauðann.
I dag rakst stórt, hollenskt
skip á þýskt tundurdufl úti fyr-
ir Thames-árósum og sökk.
Þetta var hafskipið „Spaarn-
dam", 9000 smálestir að stærð,
eign Hollensku-Ameríkulínunn-
ar, og var það á leið frá Ame-
ríku til Rotterdam.
Eini farþeginn um borð, 74
ára gömul kona og fjórir skip-
verjar fórust, er báturinn, sem
þau ætlúðu að bjarga sjer í
brotnaði í spón við skipshliðina.
Breskt eftirlitsskip bjargaði
öðrum skipsmönnum.
Sprengingin var svo mikil, að
hún reif í sundur stefni skips-
ins upp á þilfar.
Síðustu 9 dagana hafa Hol-
lendingar þannig mist tvö stór-
skip, samtals 17 þús. smálestir.
TJÓN BRETA.
Þýskur kafbátur hefir sökt
breska skipinu „Roystan Gran-
ge“ 5000 smálestir, á Atlants-
hafi.
Áhöfninni var bjargað og
var hún sett á land í dag í hafn-
arborg á vesturströndBretlands.
Vikuna 19. nóvember til 25.
nóvember hafa Bretar mist 11
skip, samtals 25.787 smálestir
(netto smálestir, segja Þjóð-
verjar).
FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU.
Mr. Chamberlain sagði í út-
varpsræðu sem hann
flutti á sunnudaginn — annari
útvarpsræðunni frá því að stríð-
ið hófst — að hann væri örugg-
ur um að Bretar myndu sigrast
á tundurduflahættunni eins og
þeir hefðu sigrast á kafbátun-
um.
Mr. Chamberlain vjek að því
hvað væri markmið Breta með
þessari styrjöld. Hann kvaðst
vilja gera mun á styrjaldar-
markmiðum og friðarmarkmið-
um.
Það væri auðvelt að gera
grein fyrir styrjaldarmarkmið-
inu.
Stríðsmarkið.
Styrjaldarmarkmiðið væri að
sigra fjandmennina, ekki aðeins á
vígvöllunum, heldtir líka að vinna
bug á þeirri ágengnitilhneigingu
og kúgun, sem lýsti sjer í hrotta-
legri ánægju yfir að eyðileggja
og kvelja, og í því, að standa ekki
við sín eigin loforð og skuldbind-
ingar. Þetta yrði alt að uppræta.
En fyrir friðarmarkmiðum væri
ekki hægt að gera grein nema
alment, því að alt væri undir því
ástandi komið, sem ríkjandi væri
þegar friður væri saminn.
Friðarmarkið.
En frá almennu stjónarmiði væri
friðarmarkið að koma á fót nýrri
skipan í Evrópu, svo að góðvild
og umburðarlyndi rjeði ríkjum í
framtíðinni, en í slíkri Evrópu
myndi ágengnin ekki þrífast, í
slíkri Evrópu myndi menn skilja
nauðsyn þess, að viðskifti döfn-
uðu, í slíkri Evrópu yrði þjóðirn-
ai’ að liafa fullan rjétt til þess að
velja sjer þá stjórn og það stjórn-
arfyrirkomulag, sem menn vildi
helst hafa, í slíkri Evrópu myndi
menn ekki gera neitt, sem skað-
legt' væri nágrönnum sínum, og í
slíkri Evrópu yrði liætt að vígbú-
ast, af því að menn hefði sann-
færst um, að það væri gagnslaus
tilkostnaður, og ekkert vopnað lið
þyrfti nema til þess að halda uppi
reglu. (FÚ.).
Voru teknir við
r
strendur Islands
Ahöfn af þýsku skipi, sem
breslct herskip tók við ís-
landsstrendur, var sett á land í
skoskri höfn í gærdag.
. Þýska skipshöfnin verður send
í fangabúðir í Skotlandi.
(Hjer mun líklega vera átt við
skipshöfnina af „Bertha Fisser“).