Morgunblaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. nóv. 1939.
Áætluð útgjöld 5 manna
fjölskyldu í Reykjavík
þeir greiddu í húsaleigu að með
altali rúml. 20% af tekjum sín-
um. Það virðist því svo sem húsa
leiguliðurinn í vísitölureikningn
um sje nú orðið of hátt reiknað-
ur og væri því ástæða til að
taka hann til endurskoðunar.
Sama mætti reyndar segja um
allan vísitölureikninginn, þar
sem skifting útgjaldanna er
upphaflega bygð á áætlun og
sú áætlun er auk þess orðin göm
ul, enda er í ráði að taka allan
vísitölureikninginn til ræki-
legrar endurskoðunar, þegar
heimilisgjaldareikningar þeir,
sem verið er að safna, eru komn
ir fyrir eitt ár, og búið er að
gera yfirlit yfir þá.
SKATTAR.
Skattaliðurinn í aðaltöflunni
hækkar um 13% frá því í fyrra
haust, og stafar það af hækkun
á útsvari, en auk þess af því, að
miðað er við hærri tekjuupp-
hæð. (Samkv. Hagtíðindum).
,Pilsnd$ki‘
sökt
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Eitt glæsilegasta skipið, sem
í förum hefir verið um
úthöfin síðustu árin, pólska
skipið ,,Pilsudski“, rakst á tund-
urdufl við Skotlandsstrendur á
sunnudaginn og sökk.
Skip þetta var um 14 þús.
smálestir, smíðað árið 1935.
„Pilsudski“ var á leiðjnni frá
Ameríku til Gdynia þegar stríð-
ið hófst. Það var á sömu slóð-
um og breska skipið „Athenia“
þegar því var sökt, og komu
þessvegna fram getgátur um
að þýski kafbáturinn hefði ætl-
að að sökkva ,,Pilsudski“, en
hitt „Atheniu“ í misgripum.
Þessi fregn er auðvitað óstað-<
fest.
„Pilsudski" tók höfn í Skot-
landi og hefir siglt undir bresk-
um fána síðan.
Ríkisskip. Bsja var á Páskrúðs-
firði kl. 5 síðdegis í gær.
Árásir Rús$a á Finna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
hækkað um rúml. 6% síðan í
fyrrahaust vegna verðhækkun-
ar á kolum og rafmagni, en
hinsvegar hefir gasverð lækk-
að. Reynt hefir verið að taka
nokkurt tillit til þess, að marg-
ir hafa tekið upp notkun raf-
magns í stað gass. Hefir því
gasnotkunin í þessum reikningi
verið lækkuð um helming, en
rafmagn sett í staðinn. Verð-
hækkun sú á kolum. sem varð í
októbermánuði þ. á. er hjer
ekki talin með, þar sem miðað
er við mánaðarbyrjun, og þá
heldur ekki hækkunin á raf-
magninu í haust, því að hún
kemur ekki til framkvæmda fyr
en í byrjun nóvembermánaðar.
FATNAÐUR.
Um verðbreytingar á fatnaði
og §kófatnaði er bygt á upplýs-
ingum frá nokkrum verslunum
í Reykjavík. Eru þær upplýs-
ingar nú orðnar meiri en áður
vegna þess, að út af gengis-
breytingarlögunum í aprílmán.
síðastliðnum var tekið að safna
mánaðarlegum upplýsingum um
verð á fatnaðarvörum hjá all-
mörgum verslunum í Reykjavík.
Þó veldur það nokkrum erfið-
leikum um ákvörðun verðhækk-
unar á þessum vörum, að sumar
þær vörur, sem mest voru notað-
ar áður, eru orðnar lítt fáanleg-
ar eða alls ekki, og úrval er yf-
irleitt lítið, svo að erfitt er að fá
áreiðanlegt meðalverð fyrir all-
an bæinn. Hefir fatnaðarliður-
inn hækkað alls um tæpl. 6%
síðan í fyrra haust. Undir þess-
um lið hefir áður verið talið
sápa og sódi, en þetta hefir nú
verið flutt undir liðinn „önnur
útgjöld".
HÚSNÆÐI.
Húsnæðisliðurinn hefir verið
bygður á upplýsingum um húsa-
leigu í Reykjavík fyrir þriggja
herbergja íbúðir, síðast árið
1930, en breytingu byggingar-
kostnaður síðan. Fyrir síðasta
ár er þó ekki gert ráð fyrir
neinni hækkun, því að í gengis-
breytingarlögunum var bannað
að hækka húsaleiguna, en sam-
kvæmt upplýsingum frá húsa-
meistara ríkisins hefir bygging-
arkostnaður í ár, fram að
stríðsbyrjun, verið rúml. 6%
hærri heldur en í fyrra. Húsa-
leiguhækkunin síðan 1914 mun
ekki eingöngu vera verðhækk-
un, heldur einnig að nokkru
leyti viðbótargreiðsla fyrir meiri
þægindi og betra húsnæði. Það
virðist líka svo sem þessi liður í
vísitölureikningi Hagstofunnar
hafi þanist meira út en góðu
hófi gegnir. Upphaflega var
gert ráð fyrir, að 1914 hefði
hann numið 1/6 í (eða 17%) af
útgjöldunum, en nú er hann
kominn upp yfir 30%.
VÍSITÖLUREIKNING-
URINN.
,Við athugun, sem gerð var
síðastliðið vor á skattframtölum
allmargra verkamanna, sjó-
manna og starfsmanna í Reykja
vík'með 2400—4800 kr. tekjur
tvö síðastliðin ár, kom í ljós, að
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
1 Helsingfors mun þýska
stjórnin hafa lagt að stjórn
Finnlands að láta undan kröfu
Rússa, því að öðrum kosti gæti
afleiðingin orðið innrás Rússa.
En í Moskva er hún sögð
hafa lagt fast að rússnesku
stjórninni að hefja ekki innrás
í Finnland.
Öll framkoma Rússa í garo
Finna er þó herská mjög.
Heiftúðugar árásir.
Útvarpið í Moskva varði nær
öllum frjettatíma sínum í
kvöld í heiftúðugar árásir á
Finnland.
Otvarpið birti hverja sam-
þyktina af annari, sem gerðar
hafa verið á hópfundum víðs-
vegar í Rússlandi í dag, þar
sem þess er krafist, að „finsku
æsingamennirnir fái hæfilega
ráðningu“ og að „rússnesku
landamærin verði nú loks gerð
örugg“.
Er Finnum hótað öllu illu, ef
þeir verða ekki við kröfu Rússa
um að kalla herlið sitt í burtu.
„Taugastríð?“
Sú skoðun, að hjer sje aðeins
um vaxandi taugastríð að ræða,
byggist á eftirfarandi:
Fyrst og fremst á því, að örð-
ugt myndi vera um allar hernað-
araðgerðir fyrir Rússa um þetta
leyti árs.
(Frönsk frjettastofa heklur, því
þó fram, að rússneski herinn muni
þegar í stað gera innrás í Finnland
þegar vötnin í Finnlandi eru orð-
in nægilega lögð, til þess að hægt
sje að fara um ísana með bryn-
vörðum flutningavögnum, skrið-
drekum og öðrum vjelknúnum
tækju'm).
Því er einnig haldið fram, að
áform Rússa með atburðinum, sem
þeir segja að hafi gerst á landa-
mærunum, sje fyrst og fremst. að
æsa almenningsálitið í Rússlandi
gegn Finnum.
Árásir á Cajander.
í þessu sambandi er líka bent
á, að rússnesk blöð og útvarpið í
Moskva hafa frá því snemma í
gærmorgun — þ. e. áður en at-
burðurinn gerðist á landamærun-
um — haldið uppi heiftúðugum
árásum á Finna og þá fyrst og
fremst á finsku stjórnina, sem nú
fer með völd. Hefir rússneska út-
varpið valið Cajander, forsætis-
ráðherra Finna, hin verstu ókvæð-
isorð og kallað hann „trúður" og
öðrum svipuðum nöfnum.
Hafa blöðin og útvarpið gefið í
skyn, að stjórn Cajanders væri
eini þröskuldurinn í vegi fyrir
samkomulagi milli Finna og Rússa.
Ef Finnar rækju þessa stjórn af
höndum sjer þá væri leiðin greið
til samkomulags.
Höfuðstyrkur.
f Helsingforsblöðunum er þessu
svarað í dag og lögð áhersla á
að enginn ágreiningur sje á milli
finsku þjóðarinnar og stjórnarinn-
ar, sem fer með völd í umboði
hennar.
Hlutlausir áhorfendur vekja at-
hygli á því, að Finnar geti ekki
orðið við kröfu Rússa um að draga
herlið sitt í burtu frá landamær-
unum, því að með því myndu þeir
fórna öllum möguleikum sínum til
þess að geta varist Rússum og
verða upp frá því að beygja sig
fyrir öllum kröfum þeirra.
Víggirðingarnar, sem þeir hafa
á landamærunum, sjeu höfuðstyrk-
ur Finna gegn Rússum.
„Örlagaleiðin" heitir amerísk
kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir nú.
Aðalleikendur eru Barbara Stan-
wyck og Herbert Marshall. Kvik-
myndin lýsir á átakanlegan hátt
ungri konu sem missir mannsefni
sitt í bílslysi sama daginn, sem
þau ætla að giftast. Læknir einn
hjálpar hinni ungu stúlku í sorg
hennar og þau fella hugi saman,
en ýms atvik; verða. til þess að þau
giftast samt ekki. Myndin er all-
áhrifamikil og vel leikin.
Bætt sambúð
Rússa og
Japana
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
retar þykjast nú sjá merki
þess, að samkomulag
Rússa og Japana muni fara
batnandi.
Japanar eru sagðir vilja
flytja burt hersveitir sínar frá
landamærum Rússlands og
binda enda á styrjöldina í
Kína áður en Evrópustyrjöldin
hættir.
Rússar aftur á móti vilja
komast að friðsamlegu sam-.
komulagi við Japana t.il þess að
þeir hafi frjálsari hendur gagn-
vart Finnum og Balkanlöndun-
um.
Fyrirætlanir Rússa á Balkan
verða til þess, að ítalir munu
reyna að auka á stjórnmálaá-
hrifin á Balkan til að vinna
gegn hagsmunum Rússa á þeim
slóðum.
Samfara þessu má greinilega
sjá, að Frakkar eru tilleiðan-
legri en áður til að ganga ti
móts við kröfur ítala um lækk-
un á skipagjöldum í Súezskurð-
inum, kröfur þeirra um fríhöfn
í Djibuti og loks að láta að ein-
hverju leyti að vilja ítala hvað
Tunismálin snertir.
Togarar slæða
tundurdufl
Breska stjórnin hefir skorað
á togaraeigendur að lána
flotamálaráðuneytinu togara
sína, til þess að slæða tundur-
dufl, og hafa undirtektirnar
verið ágætar.
Var beðið um 200 togara og
buðust flotamálaráðuneytinu
fleiri, með öllum útbúnaði og á-
höfnum. (FÚ.).
SJÓHERNAÐAR-
TJÓNIÐ
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
4 skipum hlutlausra þjóða var
sökt, samtals 23.949 smál. og 2
frönskum flutningaskipum, sam
tals nál. yfir 5000 smálestir.
Þjóðverjar hafa mist þrjú
skip yfir helgina og voru tvö af
þeim flutningaskip, sem tekin
voru af breskum herskipum. En
hið þriðja var togari, sem fórst
á tundurdufli við Langeland í
Danmörku, á sömu slóðum og
þýskt eftirlitsskip fórst á laug-
ardaginn.
Flutningaskipin voru „Bork-
um“, 3700 smálestir og „Hein-
rich Fisser“, 4400 smálestir.
(Breska útvarpið segir að hjer
sje um annað skip en „Bertha
Fisser“ að ræða). (Skv. FÚ.).
Dánarfregn
I—* rú Vigdís Magnúsdóttir, Vest-
urgötu 36, andaðist að heim-
ili sínu 26. þ. m., eftir stutta legu.
Bergsleinn
Krlstjánsson
fimfugur
Fyrir nokkrum árum var jeg
í hópi vegavinnumanna
austur við Þingvallavatn. Við
vorum — eins og vegamenn ger-
ast flestir — sinn úr hverri átt-
inni, hópur hinna ólíkustu
manna, sem alt í einu hafði
eignast same.iginleg tjöld og
sömu malargryfjuna.
Fyrsta daginn vakti einn fjelagH
minna óskipta athygli mína nmframi
aðra. Ef til vill var það vegna þesa,
að hann handljek skófluna og lmkann
ekki á nákvæmlega sama hátt og við
hinir, sem höfðum áralanga leikni i að
beita verkfærunum þannig, að áreynsd-
an yrði sem minst. Ef til vill var þa8
gáfulegt andlit, góðmenskan, sem lýsti
af honum eða svör og spurningar, sena
báru vott um ineiri gáfur og önnur á-
hugamál en títt er um karla í krús.
Þegar jeg frjetti, að þetta væri fyr-t
Vtrandi bóndi að austan, sem einu sinnl
hefði gefið út sögnbók ,varð jeg ena
forvitnari. — Við kyntumst svo og
urðum strax dús. Þannig hitti jeg Berg-
stein Kristjánsson. Við urðum svo óað-
skiljanlegir tjaldfjelagar og jeg held,
að mjer þyki vænst um hann allr*
þein-a manna, sem jeg hefi verið sam,-
vistum við í hvítu sumarbústöðunum.
Mjer þykir vænt um hann vegna þess,
að hann er góður drengur, sem aldrei
tnyndi vísvitandi gera neinum ilt. Jeg
ber virðingu fyrir gáfum hans, þekk-
ingu og lífsreynslu. Jeg gleymi aldrei
hinni fölskvalausu ást hans á Þorsteini
Erlingssyni — ást hans á skáldskap ogj
fegurð — samúð hans með þeim. seml
eiga bágt.
í dag frjetti jeg af hendingu, að
hann er fimtugur á morgun.
Bergsteinn Kristjánsson er fæddur aö
Argilsstöðum í Hvolhreppi. Hann en
kominn af góðu og greindu bændafólki,
yngstur margra systkina. Hann er
kvæntur Steinunni Auðunnsdóttur frá
Eyvindarmúla, ágætri konu og eiga þau
4 dætur.
Bergsteinn byrjaði búskap á Árgils-
steðum og bjó eystra, þangað til fyrir
nokkrum árum , að hann flutti hingað
til bæjarins. Hann býr nú á Baldurs-
götu 15. Bergsteinn var bókhneigðari
þegar í æsku en jafnaldrar hans eystra.
Hann hefir fengist allmikið við rit-
störf og er nú orðinn kunnur maður
fyrir þekkingu sína og hæfileika til
ritstarfa. Hann hefir auk blaðagreina
sinna gefið út ágætar smásögur.
Bergsteinn hefir víst aldrei verið rík-
ur maður í álnum talið. En hami hefir
altaf komist sæmilega af. á gott bókn-
safn og eiginleika, sem ekki verða
metnir til fjár, — ef til vill vegna
þess að þeir verða ekki keyptir með fje
— hann er góður drengur. —
Jeg óska honum til hamingju með
fimtugsafmælið.
27. nóv.
Sig. Magnússon.
VILHJÁLMUR ÞÝSKA-
LANDSKEISARI
TIL NOREGS?
Fregn sú, sem ensk blöð hafa
birt um, að Vilhjálmur
fyrverandi Þýskalandskeisari
ætlaði að setjast að í Noregi, í
' itlum bæ við Mjösen, hefir vak-
ið mikla athygli.
Norsk blöð, sem hafa leitað
sjer upplýsinga í málin fullyrða,
að fregnin hafi ekki við neitt að
styðjast. Þannig segir norska
utanrjkismálaráðuneytið, að það
viti ekki til, að neitt sje áform-
að í þessa átt. NRP—FB.