Morgunblaðið - 28.11.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. nóv. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
17 þúsund smálesta bresku
hjálparbeitiskipi sökt
Bitt alvarlegasta ágreiningsefni milli Pinna og Rússa er krafa
Rússa um flotabækistöð á eða hjá Hangö, á syðsta odda Finnlands.
Á myndinni sjest bærinn Hangö og nesið. Á miðri myndinni sjeðst
Hangö-kirkjan.
Kr. 4874.00
(Áætluð útgjóld 5 manna fjölskyldu I Rvík)
En þaö var í október
Ibyrjun októbermánaðar síðastliðins námu átæluð
útgjöld 5 manna fjölskyldu í Reykjavík (sam-
kvæmt skýrslu Hagstofunnar) kr. 4874.00. Með
áætluðum útgjöldum eru hjer taldar: matvörur, eldsneyti
og ljósmeti, fatnaður, húsnæði, skattar og „önnur gjöld“
(þ. e. bækur og blöð, tóbak, læknishjálp, skemtanir o. fl.).
í fyrrahaust var tilsvarandi útgjaldaupphæð krónur
4724.00, og nemur hækkunin á árinu því rúmlega 3%;
árið þar áður var tæplega 2% hækkun.
Hækkunin á einstökum liðum hefir orðið sem hjer segir:
Vísitölur
Okt. Okt. Okt. Okt.
1938 1939 1938 1939
Matvörur kr. 1615.32 1659.63 191 196
Eldsneyti og ljósmet,i — 181.90 193.30 187 199
Fatnaður —. 765.90 808.70 281 296
Húsnæði — 1503.00 1503.00 501 501
Skattar — 175.11 198.50 320 363
Önnur útgjöld — 482.60 510.87 211 223
Útgjöld alls kr. 4723.83 4874.00 262 271
Matvöruútgjöldin í heild
sinni, miðað við verðlag í októ-
berbyrjun 1939, hafa hækkað
um tæpl. 3% síðan í október-
byrjun í fyrra. Stafar sú verð-
hækkun af verðhækkun á sykri,
smjörlíki og kornvörum.
ELDSNEYTI.
Til eldsneytis og ljósmetis er
talið aðallega kol, rafmagn og
suðugas. Þessi liður hefir
FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU
við ísland?
Sklpið „Rawal Pindar"
BRESKA FLOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynti
í fyrradag að hjálpar-beitiskipinu „Rawal
Pindar“, 16.800 smálestir, hefði verið sökt.
Samkvæmt síðustu fregnum munu 284 menn hafa farist
af 300 manna áhöfn skipsins.
Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefir
fengið, mun þýskur kafbátur hafa skotið „Rawal Pindar“
í kaf hjer við ísland.
Það er hinsvegar ekki kunnugt, hvar við ísland skipinu
var sökt. Getgátur komu fram um það í gær, að hjer væri um
að ræða hið stóra skip, sem menn hafa þóst sjá við eftirlit út
frá Vestfjarðarkjálkanum síðustu vikurnar.
SÍMTAL YIÐ PATREKSFJÖRÐ
„Morgunblaðið" átti símtal við Patreksfjörð í gær og spurði
hvort þaðan hefði orðið nokkuð vart um ferðir þessa skips síð-
ustu dagana. En svo var ekki. En sjómenn skýra frá því, að skip
það, sem þeir hafa stundum sjeð, hafi verið með fjórum þilförum
og stórt eftir því-
Álitið er að skip þetta hafi sökt a. m. k. einu þýsku skipi
út af Vestfjörðum, skipinu „Parana“.
Hátíðahöld stúdenta
1. desember
Stúdentar efna til hátíða-
halda á fullveldisdaginn
nú eins og endranær og stendur
Stúdentafjelag Háskólans fyrir
hátíðahöldunum.
Hátíðahöldin hefjast með
hópgöngu stúdenta frá Stúdenta
garðinum að Alþingishúsinu.
Formaður stúdentaráðs, Bárð-
ur Jakobsson, stud. jur. flytur
ávarp af svölum Alþingishúss-
ins, en aðalræðu dagsins flytur
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Ólafur Thors atvinnumálaráð-
herra.
Klukkan 3 e. h. verður skemt
un í Gamla Bíó. Þar syngur
Karlakór Reykjavíkur, dr.theol.
Magnús Jónsson prófessor flyt-
ur ræðu, auk þess verður til
skemtunar einsöngur, einleikur
á píanó og fleira.
Klukkan 71/4 um kvöldið
hefst svo hóf stúdenta að Hótel
Borg með sameiginlegu borð-
haldi. Undir borðum verður ým-
islegt til skemtunar. Pálmi
Hannesson, rektor, flytur ræðu.
M.A.-kvartettinn syngur, Ágúst
Bjarnason og Jakob Hafstein
syngja Gluntarne og Hallgrím-
ur Helgason leikur á píano. Að
lokum verður svo dansað.
Stúdentablaðið kemur út f jöl-
breytt að efni.
Prófessor Alexander Jóhann-
esson og Niels Dungal rita grein
ar í blaðið og próf. Bjarni
Benediktsson ritar um konungs-
sambandið. Auk þess verður í
blaðinu sögur og kvæði eftir
stúdenta og margt fleira.
Breska útvarpið skýrði frá
því í gærkvöldi að Bretar not-
uðu hjálparbeitiskip: þ. e.
kaupför, sem vopnuð hafa ver-
ið og notuð eingöngu í þjón-
ustu breska flotamálaráðuneyt-
isins, til þess að hafa uppi á
þýskum skipum, sem hætta sjer
út á úthöfin. Þessi skip, sagði
breska útvarpið, starfa aðal-
lega á svæðinu frá Norðursjón-
um og norður undir heim-
skautabauginn.
Sjómennirnir á þessum skip-
um eru úr varaliði breska flot-
ans.
„Rawal Pindar“ var bygt árið
1925. Það var eign „Peninsula
and Orient“-línunnar.
Skipið var tekið í þjónustu
breska flotamálaráðuneytisins
strax og stríðið hófst.
Þrjú ný mál-
fundafjelög
Sjálfstæðis-
manna
rjú málfundaf jelög Sjálf-
stæðra verkamanna hafa
nýlega verið stofnuð á Vest-
fjörðum fyrir forgöngu Sigurð-
ar Halldórssonar og Hermanns
Guðmundssonar.
S.l. mánudag var stofnað á
Bíldudal málfundafjelagið
„Bragi“, formaður Elías Jóns-
son.
Á Patreksfirði var stofnað
málfundafjelagið „Vörður“, for
maður Pjetur Guðmundsson.
Á Þingeyri var svo stofnað
málfundafjelagið „Mjölnir“ í
fyrradag. Formaður Leifur Jó-
hannesson.
*
K----- -----------------
Samkomudag-
ur Alþingis
1. október í stað
15. febrúar
Jón Ivarsson flytur frumvarp
um breyting á samkomu-
degi hins reglulega Alþingis,
þannig að hann verði árlega 1.
október í stað 15. febrúar.
Þetta er fyrsta frumvarpið
sem J. 1. flytur. í greinargerð-1
inni segir hann:
Samkv. núgildandi stjórnar-
skrá er samkomudagur reglu-
legs Alþ.ingis 15. febr. ár hvert,
og hefir svo verið síðan árið
1920. Þetta ákvæði stjórnar-
skrárinnar er þó eitt af þeim,
sem breyta má með lögum. Með
frumvarpi þessu er lagt til, að
Alþingi komi hjer eftir saman
til reglulegs fundar 1. okt. ár
hvert. Ástæður til þess eru eink-
um þær, að reynsla hefir sýnt,
að síðan 1933 hefir þinghald
færst yfir á haustið öll árin,
nema 1936 og 1938, þótt þing
hafi ætíð verið kvatt saman á
hinum ákveðna tíma. Aðalþing-
störfum, svo sem afgreiðslu fjár
laga o. fl„ hefir verið frestað
til haustsins — síðara þings
hvert ár. Þessar staðreyndir
virðast benda í þá átt, að fjár-
lagaafgreiðsla sé heppilegar sett
að haustinu heldur en fyrri
hluta ársins, enda má telja eðli-
legast, að fjárlög sjeu afgreidd
sem næst byrjun þess fjárhags-
árs, er þau eiga að gilda fyrir.
Að haustinu, eða á síðustu mán-
uðum ársins, er það oftast kom-
ið greinilega í ljós, hversu at-
vinnuvegunum hefir famast á
því ári, og er það þá auðveld-
ara að gera þess grein, hversu
háttað verði viðskiftum þjóðar-
innar og hvers vænta megi um
ríkistekjurnar árið á eftir.
Breyting þessi á þingtímanum
ætti og að leiða til minni kostn-
aðar við þinghaldið, því að lík-
ur má telja til þess, að hvert
þing stæði skemri tíma, ef það
er háð á þeim tíma, sem hje*
er farið fram á, heldur en vei>
ið hefir að undanförnu. Ætlast
er til, ef frumvarp þetta verður
að lögum, að næsta reglulegt
Alþingi komi saman 1. okt.
næstk., en þinghald í vetur falli
niður.
Skákkepni í Hafn-
arfirði og á
Vífilsstöðum
Taflfjelag Reykjavíkur sendi á
sunnudaginn fyrsta og ann-
ars flokks menn til Hafnarfjarðar.
og Vífilsstaða til þess að keppa
við taflfjelögin þar.
í Ilafnarfirði var teflt á 13
borðum, en á Vífilsstöðum á 8.
Úrslit urðu þau, að T. R. vann L
Hafnarfirði með 8 gegn 5, og á
Vífilsstöðum með 6 gegn 2.