Morgunblaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 5
 Föstudagur 1. des. 1939, = jftlorgunMaðið = Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön KJartansson og ValtÝr Stefánsson (ábyrgOarœaOur). Auglýslngar: Árnl Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstrœti 8. — Simi 1800. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuOi. t lausasölu: 15 aura elntaklO — 25 aura meÐ Lesbök. SK AMMDEGI Ljósmyndin alkunna, er tekin var á Stjórnarráðsblettinuin .af athöfninni 1. desember, er full- veldi Islands var viðurkent opin- berlepra af sambandsþjóðinni, geymist í minni þjóðarinnar um ■ ókomnar aldlr. Yfir imyndinni jhvílir sú skaimmdegisbirta, sem •einkennir þessa árstíð á voru norð læga landi. Flestir þeir, sem viðstaddir voru þessa athöfn, voru nýlega staðnir upp af sjúkrabeð spönsku pestar- innar. Sú pest var nýlega liðin hjer hjá í allri sinni heift. Yofa - dauðans hafði grúft hjer yfir bæn «m, og tíðari líkhringingar ómað yfir gröfum manna, en nokkru sinni áður hjer á landi. En úti í heiminum var, einmitt er þetta gerðist hjer, að rofa til •eftir aðra og meiri pest. Inflðens- an, sem hingað kom, var ekki ann að en fylgifiskur hennar. Gri’imdar- seði heimsstyrjaldarinnar fyrri slotaði 19 dögum áður en fullveld- isdagurinn rann hjer upp. Það er kunnara en frá þurfi að ■segja, að fullveldisviðurkeuningin 1. des. 1918, athöfnin á Stjórnar- ráðsblettinuni í skammdegisljósinu var ávöxtur af þeim umbrotum í viðskiftum þjóðanna, sem heims- styrjöldin fyrri kom af stað. Þegar vopnahlje var samið fj-r- ir 21 ári síðan, mun hver einasti maður, sem þá var kominn til vits og ára, hafa getað svarið fyrir, að honum dytti í hug, að svo stutt yrði imilli styrjalda í Evrópu, sem nú er raun á orðin. í hrífandi frið- arfögnuði þjóðanna, bjuggust all- ir við, að nú væri gengið í garð það vor friðar og rjettlætis, sem gagntæki allar þjóðir um langan aldur. I rúmlega fjögur ár höfðu þjóðir smáar sem stórar stunið undan ógnarbyrði og hörmungum ófriðarins. Fyrir ofsfopann átti að koma sáttfýsi, fyrir ofbeldið rjettlæti, fyrir undirferli ' og ó- drengskap átti heimurinn að fagna drengskap og bróðurhug þjóða í milli. En hve lengi hjelst friðurinn? Hve haldgóður yarð hann? Hve- nær hefir grimd manneðlisins og fikefjalaus rangsleitni haft lausari tauminn í Evrópu en einimitt nú? Friðurinn 1918 varð ekki annað ’«n skammdegi í lífi Evrópuþjóða, þar sem sól rjettíætis og mann- göfgi komst aldrei ýkja langt ■upp fyrir sjóndeildarhringinn. í fyrra hjeldum við hátíðlegt 20 ára fullveldisafmæli okkar. Þeg ar litið er um öxl, er sem þau tímamót tilheyri öðru tímabili sögunnar. Þá hafði ðfriðaróttinn að vísu gagntekið margar þjóðir. Þá var vígbúnáður hernaðarþjóð- anna koiminn í háspennu. En þess gætti lítið hjer „yst á Ránarslóð- um“ hjá okkar ævarandi vopn- lausu þjóð. Fyrir skömmu hristust hús í 'Hornafirði í skothríð styrjaldar- innar og enn styttra er síðan sjó- ■ orusta var háð hjer vestan við okkur í Grænlandshafi, er þann dag var ein merkasta vígslóð heimsins. Verðum við ekki einkennilega litlir hjerna á hplmanum okkar, þegar við finnuin að styrjöldin nær hjer upp að bæjarveggnum að heita má? Höfum við hug á því álíka eins og í fyrra að rifja upp fyrir okk- ur árin síðan 1918 og miklast1 af því, sem hjer hefir gerst síðan við urðum: fullvalda? Verða verklegar framkvæmdir okltar, afurðamagn, byggingar og afrek á hinu and- lega sviði ekki ljettvæg fnndin, borið saman við þau daglegu um- ræðuefni, sem heimsviðburðirnir gefa tilefni til? Og’ hvers virði eru þessi ágætu 20 ár okkar, eða 21, í samanburði við þá miklu ógn- þrungnu spurningu, hvers heim- urinn megi vænta af þeim hildar- leik, sem nú er háður, hver verði endalokin og hvernig verði þá komið Evrópuþjóðum og menning þeirra, er dagur rennur eftir þetta hið mikla Ragnarökkur? Svo lágir vorum við í loftinu fyrir 21 ári síðan, er við lýstum 37fir ævarandi vopnleysi og hlut- leysi okkar, að stórþjóðirnar virtu okkur ekki svars. Það var í mörg horn að líta um það leyti: Landa- brjefið að breytast. Nýjum ríkjum að skjóta upp hjer og þar. Og landamærum: kipt til. Síðan höfum við talað við sjálfa okkur um vopnleysið og hlutleys- ið, og talið það sjálfsagt að það ,yrði viðurkent, ef til kæmi. Þess ber að minnast á íullveldisafmæl- inu, að sií. von okkar hefir ræst,. Báðir ófriðaraðilar, er nú eigast við, hafa viðurkent í verki, að þeir líta á hlutleysi okkar með fullri viðurkenning. Og þegar fullvalda þjóðin, sem í dag nær myndugsaldri sem slík, er að því spurð, livernig hún hafi verið viðbúin styrjöldinni, þá get,- ur hún svarað því, að, þó merki- legt sje til frásagnar, þá liafi hiin 4—5 mánuðum áður en styrjöld braust út, gert þann stríðSundir- búning, sem henni var nauðsynleg- astur, að æfa, sig í því að miða stjórnarfar sitt við vilja og hags- muni þjóðfjelagsins í heild sinni, að koma fram samhent og einhuga í stjórnarathöfnum sínum. Ekkert er smáþjóð lífsnauðsynlegra á ó- friðartímum sem nú, þegar hún á engan hátt má við því, að sundr- ung og flokkadeilur veiki kraft- ana og skyggi á þau sjónarmið, sem þjóðinni er fyrir bestu. Það á vitaskuld langt í land, að samhugur sá, er koim núverandi þjóðstjórn á, hafi gagnsýrt svo hugi manna sem skyldi. Enn eru margar misfellur á því, sem þarf að laga, mörg ólík stefnumið, tog- streita og gamlar væringar, sem gjósa upp á köfluin. En heildar- svipurinn er sá í þjóðfjelaginu, eftir 21 árs fullveldi, að viljinn til samstarfs með þjóðinni er meiri en nokkru sinni áður. Verða Norðurlönd spurð? Ræða eftir Guðmund Kamban Ef einhver ykkar, sem hjer eruð staddir, skyldi vera í vafa «m, hversvegna við erum hjer í kvöld, vil jeg segja honum það í einni setn- ingu: „Það er af því að eng- inn okkar g-etur í dag hugs- að um sitt eiigið land, nema hugsa um leið um öll Norð- urlönd“. Það eru klukkur ábyrgðarinn- ar, sem kalla okkur alla til sam- hygðar og skilnings á sanieigin- legum örlögum okkar. Það er þessi samhugur, sem nú ríkir í tugjni'. undum norrænna beiimila. A tímum ógna, stjórnleysis og J, skelfinga, í álfu. ]iar sem þjóðir koinast á vergang, hugsar hverl einasti norrænn maður og kona: Hvað verður um okkur? Hver verður framtíð Norðurlanda? Afstaða vor út á við er skýr og | samhljóða, ákveðin eins og árið 1914. Frá vorri lilið verður hið yfirlýsta hlutleysi aldrei brotið. Hvort aðrir halda það í heiðri, veit enginn í dag. En það vitum við § með vissu, hversu bjartsýnir sem við erum, að framtíð Norðurlanda verður ekki björt, ef við verðum eins óviðbúnir afleiðingum frið- arins eins og við vorum fyrir 20 árum síðan. I fundarboði þessa fundar er að því spurt, hvaða þátt við getum átt í því, að friður geti komist á, setni yrði þjóðunum til blessunar. Við þeirri spurningu fáum við margskonar svör. Hagsýnir stjórn málamenn, sem stjórna heiminum, — að vísu ekki sjerlega hagsýnt, — munu sennilega fyrst í stað eigi gefa annað svar en ypta öxl- um. Ekkert er auðveldara að brúka axlirnar til en ypta þeim. En aftur eru aðrir, bæði karlar og konur,, er af alhug vilja reyna að lyfta þeirri þyngstu byrði, sem lögð hefir verið á herðar nor- rænna þjóða,* og húh er, að sann- færa heiminn um, að hann eigi að taka Norðurlönd sjer til fyrir- myndar. Það — og ekkert minua en þetta — á að vera framlag okkar á þessum styrjaldartímum, hlut- deild okkar í hinum tilvonandi friði. Skilyrðið. Svo mikið er hlutverk vort. Getum vjer irit það af hendi ? Svo göfug er kölhm vor. Getum vjer uppfylt hana? Því aðeins að einu skilyrði verði fullnægt: Að við afsölum okkur hinum hug- þekkasta arfi okkar, ótætis sundr- ungunni. Að við höldum í skefj- um hinni sjúklegu tilhneigingu, að rífa niður alt sem er stórbrot- ið. Að við, 17 miljónir manna, stöndum saman um þessa framtíð- arhugsjón og stefnu. Úti um heim er landamærum eytt, sem halda áfram að A'era til í hjörtum manna. Milli Norður- landaþjóða eyðast engin landa- mæri, því þau eru ekki lengur til í hjörtum: okkar. Ef við eigum að gefa umheiminum glæsilegt for- dæmi um það, hvernig fimm þjóð- ir geta lifað við sama frelsi og einingu sem: ein, þá verðum við að gefa þjóðunum innbyrðis sem víðtækust sameiginleg rjettindi í ollum löndunum fimm. Um síðustu mánaðamót var fundur haldinn í Stúdentafjelaginu í Höfn um hlutleysi og friðarmál. Þar flutti Guðmundur Kamban ræðu er vakti mikla athygli. Síðar birtist ræða hans í Berlingatíðindum og hjer er hún í lauslegri þýðingu úr blaðinu. við, enda þótt við „útskaga byggj- um“, hrópað svo hátt, að heimur- inn getur heyrt hina norræntt rödd. Hún hefir þó að mestu drukn- að síðustu 20 árin í tónum frá sýktum heimi, er sáði styrjöld og uppskar efnalega, andlega og lík- amlega afturför. Eins víst eins ogs á götum stórborganna birtast fatl- aðir menn, nngir og gamlir, blind- ir og limlestir eftir styrjaldir, eins er það óumflýjanlegt, að fjögra ára ófriður afbakar, eitrai* og sýkir andlegt líf ófriðarþjóða. I síðustu styrjöld kviknaði sjúk- leg stefna í andlegu, lífi, í mynd- list, bókmentum, leiklist, jafnveí í hinum svonefndu andlegu vís- indum. Þessi hreyfing varð ennþá afkáralegri en annarsstaðar í heiðríkju Norðurlanda. .Jeg get ekki kallað hana annað eu ein- dregna afturhaldsstefnu. Því í tóm leika formsins var hún andstæð frjálshuga viðleitni okkar til innrr þróunar. Það er ekki liægt að á- saka okkur fyrir að við smituðúmst af þessu afturhaldi, fremur en fyr- ir að við tókum spönsku veikina.En það er ekki til liróss fyrir andlega leiðtoga okkar, að enn í dag eftir 20 ár, skuli þessi sjúklega hreyf- ing hafa formælendur meðal okk- ar, löngu eftir að aðrar þjóðir liafa með viðbjóði snúið við henni bakinu. Ekki án aðstoðar okkar. Þetta var eitt: af því, sem mjer datt í hug hjer um daginn, er mikilhæfur maður á sviði at- vinnuveganna fór að tala um það við mig, að nú myndu Norður- landaþjóðir hafa lítinn tíma til að hugsa um andleg efni, nú yrðum við að einbeina huganum að því að kotoa afurðum okkar í verð. Jeg svaraði: Það er ekki síst vegna afurða okkar, sem við get- umi ekki lokað augunum fyrir hin um andlegu verðmætum. Þótt við í innilegri þrá okkar eftir varan- Jegum og rjettlátum friði þurkuð- umi út alla eigingirni í hvers- konar mynd, þá mun velferð okk- ar og barna okkar bæði í andleg- um og efnalegum skilningi fara mjög eftir því, hvernig stórþjóð- unuto, vegnar að styrjöld lokinni. Friður, sem að gagni ltemur, verður aldrei sannur án þess að við leggjuim. þar okkar skerf fram. Það skulum við hafa hug- fast. Síðustu 4 árin á undan fundin- um í Múnchen va.r jeg slitalaust til skiftis í þrem stærstu höfuð- borgum Evrópu. Jeg var álíka.- Guðmundur Kamban. Það sem skilur —. Það sein skilur ókkur Norður- landaþjóðirnar, er ákaflega lítilmótlegt, samanborið við það, sem sameinar okkur. Það er að miklu leyti einmitt þessi sam- heldni, sem gerir það að verkum, að heimsþjóðirnar eiga erfitt með að greina Norðurlandaþjóðirnar hverja frá annari. í fljótu bragði virðist þetta vera til óhagræðis. En í rauninni er þetta okkur til hins mesta hróss. Samstilling Norðurlandaþjóða er hafin hátt yfir efnahagsmál, seto: eru mjög sundurleit, hafin yf- ir tungurnar, því flestir Norður- landabúar geta gert sig skiljan- lega hvar sem er á Norðurlönd- um. Tengsli þessara þjóða eru ó- háð landfræðilegum takmörkum, því landfræðilega er ísland Ame- ríkumegin á hnettinum. Að lokum og það er eftirtektarverðast, sam- heldni Norðurlandaþjóða nær út yfir kynflokka. Því hver einasti okkar óskar þess í dag, að við gætum staðið við hlið Finna í vörn þessarar yngstu og ef til vill ást- kærustu bræðra vorra. Samhygð Norður- landaþjóða. Samhygð Norðurlandaþjóða er bygð á því, sem er bæði stað fastast og hverfulast í mönnum, bygð á hinum norræna auda. I þjóðunum lifir norrænn frelsis- andi, sem eigi verður vanvirtur rneðal einnar þjóðarinnar, án þess hinar finni til. Hann er sameign allra Norðurlandabúa. Uti í heim- inum er talað um liið danska smjör, hið finska timbur, íslenska síld, norskar siglingar og sænskt stál. En þegar atvinnuvegum og afurðum sleppir. og talað er um andleg verðtoæti, þá ganga þau undir samnefninu norrænn andi eða hinar frjálshuga Norðurlanda- þjóðir. Við þetta hugtak eru nöfn okkar mestu manna tengd. Á henni er okkar merkasta menning bygð. Og vegna hennar getum FRAMH. Á SJÖTTTJ 8ÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.