Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. des. 1939. Finailandsbrfef 5 ........ j|ílorg*mMai>iö ------------------------------ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón KJartansson og Valtýr Stefánsson (AbyrgTSarraaOur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar ogr afgrelOsla: Austurstrœti 8. — Slml K00. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mAtiuM. f lausasölu: 15 aura elntaklO — 25 aura meO Lesbðk. Á LANDAMÆRUNUM Um það leyti, sem herstjórn Rússa beindi fyrstu á- rásum sínum á Finnland á landi, í lofti og á legi ljet Rússastjórn á sjer skilja, að hún kynni að| vera tilleiðanleg til þess að taka upp samninga við Finna, ef þá- verandi stjórn í Finnlandi færi frá völdum. Rjett eins og það væri ríkisstjórn Finna sem væri mestur þyrnir í augum Rússa. Þetta var á fimtudagskvöld. Finnar voru ekki seinir á sjer. Ekki skyldi þessi átylla Rússa geta orðið þeim að haldi. Þeir kölluðu saman þing sitt. Þar .fjekk stjórn Cajanders trausts-' yfirlýsingu. Sagði síðan af sjer. Ný stjórn var mynduð í skyndi með ennþá meira þjóðstjórnar- sniði en hin fyrri. íhaldsmenn fengu þar t. d. fulltrúa. Þegar Rússar sáu, að hjer var ekki lengur átylla, sneru þeir snældunni sinni á annan hátt, og það mjög eftirtektarverðan. Þeir mynda sjálfir finska stjórn. Finskir kommúnistar eru kallaðir saman í þorpi einu við landamærin. Og þeir eru látnir kalla sig stjórn Finnlands, bráðabirgðastjórn, sem ákallar Moskvavaldið um hjálp Rússa, til þess að eyðileggja finska herinn, jafna Helsingfors við jörðu að „frelsa“ hina finkm Þjóð, svo hún komist í náðar- faðm kommúnismans. Mann skortir lýsingarorð til þess að lýsa þessu tiltæki. Það sýnir, að ráðstjórnarherrarnir í Moskva hafa nokkra finska landráðamenn í þjónustu sinni, sem reiðubúnir eru til að gera það, sem Moskvavaldinu hentar foest. Að þessi ,,bráðabirgðastjórn“ á landamærum Rússlands og Finnlands geti blekt nokkurn lifandi mann, er harla ólíklegt. Sem áróðursbragð er því skipun stjórnar þessarar dauðadæmd, nema hvað hún getur haft áhrif innan Rússlands, þar sem al- þýða manna fær ekkert að vita, annað en það sem Moskvaherr- arnir leyfa að sagt sje fáfróðum almenningi. I fyrstu vekur fregn þessi furðu manna. En við nánari um- hugsun fara menn að skilja af þessu betur en áður starfs- aðferðir áróðursskrifstofunnar í Moskva. Hún hefir sýnilega sitt fólk út um heiminn fjær og nær, til þess að geta hvenær sein er gert fyrir þá Moskvamenn alt sem þeim þóknast. Til þess eru send skeyti til kommúnistablaða um gervall- an heim. Til þess eru hinum víðtæku samböndum haldið við. Til þess m. a. að kommúnistar, hinir sanntrúuðu sendimenn Asíuvaldsins geti, þegar það þykir henta, kallað á hjálp Rússa, er þeim dettur í hug að mynda landamærastjórn í sínu eigin föðurlandi. Hve margir skyldu þeir vera, sem undanfarin ár hafa hjer á landi álpast inn í raðir komm- únista, af því þeir hafa ekki gert sjer grein fyrir til hvers komm- únistaflokkurinn er starfræktur hjer? Og hve margir eru þeir svo hinir, meðal íslenskra komm I únista, sem að þessu leyti eru komnir út fyrir landamæri þjóð- fjelags síns — og eiga ekki aft- urkvæmt í samfjelag við siðað fólk í landinu, en bíða eftir tækifæri til að svíkja föðurland sitt bæði í orði og verki? Þjóðræknisfjelag stofnað hjer í gær Mikill áhagi jóðræknisfjelag var stofnað hjer í bænum í gær. Var stofnfundurinn haldinn í Kaup- þjngssalnum. Fundarmenn voru svo margir, að salurinn rúmaði þá aðeins. Thor Tliors alþm. setti fundinn, kvaddi hann Benedikt Sveinsson hókavörð sem fundarstjóra, en Sig- fús Halldórs frá Höfnum sem rit- ,ara. Þá fluttu þeir ræður Jónas Jóns- son, Ásgeir Ásgeirsson og Thor Thors, þar sem þeir lýstu fyrir fundarmönnum verkefni þessa fje- lags, og live mikil nauðsyn væri á fjelagsskap slíkuim, til að efla samvinnu Islendinga beggja meg- in hafsins. Síðan voru samþykt lög fyrir fjelagið. If>að skal Qpið öllum ís- lendingum. Er fjelagsgjald 2 kr. á ári. Fjelagsstjórnina skipa 3 menn og voru þeir kosnir ræðumennirn- ir þrír Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Thor Thors. Auk þess er í fjelaginu 26 manna fulltrúa- ráð. Fjelag þetta á að vera í sam- vinnu við Þjóðræknisfjelagið vestra og gangast fyrir manna- skiftum milli íslendinga að vestan og hingað og hjeðan að heiman vestur, standa fyrir árleguim, Vest- mannadegi hjer og efla samhug nilli heimaþjóðar og Vestur-ís- lendinga. í fundarlokin var samþykt til- laga frá Jónasi Jónssyni um það, að þingmenn beiti sjer fyrir því á Alþingi, að 2 kennarar, 1 prest- ur og 1' læknir að vestan fái leyfi til að stunda hjer atvinnu árlangt. Fundurinn stóð yfir í rösklega 2 klukkustundir. Sambandslaganefndin. Sú hefir verið venja, að íslensk-danska sambandslaganefndin kýs sjer for- mann 1. des.. ár hvert, og skiftast nefndarmenn til þess starfa. Gísli Sveinsson alþm. hefir verið for- maður íslenska nefndarhlutans þetta ár, en fyrir næsta ár (1940) van að þessu sinni kosinn formað- ur Jónas Jónsson alþm. Frelsi og framfarir Finnlands í 20 ár „Og svo skyldi þetta dynja yfir!“ Helsingfors í október. Eftir Christian Gierlöff I. vergi hefir þjóðfrelsi haft gagngerðari áhrif á framfarir þjóðarinnar en í Finnlandi og á Islandi síð- ustu 20 árin, frelsið sem leys- ir öfl úr læðingi oí? gefur fólki hug og djörfung til framkvæmda. Merkisdagarnir í sambandi við ■ frelsi Finnlands í ófriðarlokin eru þessir. 6. des. 1917, þegar frelsis- samþyktin var gerð, 16. maí 1918, þegar frelsisstríðinu lauk, og að síðustu er friðurinn var saminn í Horpat 1920. Hversvegna gerðu Svíar ekki Finnland að lýðríki um aldamótin 1200? Ástæðan til þess, mun hafa vér- ■ið forn menning landsins, eins og hún lýsir sjer í Kalevala- og Kanteletar-kvæðunum. Með þess- um forsendum gáfu Svíar Finnum jafnrjetti sem: samborgurum sín- um í hinu sænska ríki, og bráð- lega rjett tii þátttöku í konungs- kosningu. Finnar kusu fulltrúa á fyrsta löggjafai'þing Svía 1435, og árið 1581 varð Finnland sjerstakt stórfurstadæmi. Árið 1640 fengu Finnar sjerstakan háskóla í Ábo, og tveim árum, síðar fengu þeir fyrstu biblíuþýðing sína. Finska var mál mentamannanna alt fram á 18. öld. En þá sigraði sænskan, nema hvað finskan var alþýðumál- ið eftir sem áður. Þessar fáu sögu legu staðreyndir gefa skýringu á því, hvernig á því stóð, að Finnar höfðu svo mikil áhrif á líf sænsku þjóðarinnar, bæði í menningar- og hermálum. Allar merkustu ætt- ir Svía, sagði sænskur rithöfund- ur eitt. sinn, komu frá Finnlandi. Og svo koim, Rússa-tímabilið. Hvernig stóð á því, að Alexand- er I. hjet Finnum því, að þeir skyldu fá að halda sjálfstjórn og sinni eigin löggjöf, er hann lagði Finnland undir sig 1808—09. Þann ig var farið að vegna þess eins, að menningarþjóð átti í hlut. Og' Finnum tókst að halda þjóðmenn- ing sinni' í heiðri, og sjálfstjórn. Árið J860 fjekk landið sjerstaka mynt, og sjálfstæða tollalöggjöf, og þing Finna kom árlega saman eftir 1863. Þá var og finsk tunga viðurkend í opinberu lífi þjóðar- innar. Tuttugu árum seinna var á- kveðið að finska og sænska skyldu vera jafnrjettháar. En síðan varð finskan smátt og' smátt aðalmálið. Árið 1878; var lögleidd almenn herskýlda í landinu. Fengu Finn- ar þá sjerstakan her, er eigi varð sendur út fyrir landamærin, nema faieð samþykki þingsins. Þjóðin j hafði innlenda stjórn og' þing, og j voru lög þingsins lögð fyrir stór- fursta Finnlands, keisarann í Pjet- ursborg (Finnar nefna borg þá enn því nafni, en hvorki Petro- grad eða Leningrad). Þessi ríkistengsli, sem í raun- inni var „personal-union“ fyrst við Svía og síðan við Rússa, hjelsí fram á síðustu áratugi 19. aldar- innar. En þá komu hernaðarandi Rússa, þjóðrembingur og aftur- hald til skjalanna. Þessi öfl kiptu úr viðgangi Finna, og sköpuðu úlfúð milli þeirra og Rússa. Hvern- ig gátu nokkrar framfarir þrifist undir svipum kósakkanna? Margir minnast finskra vina frá þeim tíimiiin, hve beygðir þeir voru, og hvern ótta þeir báru í brjósti um það, að altaf væri einliver njósn- ari á næstu grösum. Samt hjeldu Finnar ótrauðir áfram löggjöf sinni undir sænskum áhrifum, og reyndu að komast áfrara eins og best gegndi. II. Síðan þeir fyrir 20 árum fengú frelsi sitt hafa þeir í ríkmú madi unnið upp kyrstöðu fj-rri ára • Áð vísu töpuðu þeir mesta imarkúðin- um fyrir framleiðslu sína, seim' áð- ur var í Rússlandi. Og fjármagn landsin minkaði í brot af fyrra verðmæti. En1 eins og Mannerheim hershöfðingi töfraði fram her vor- ið 1918, fótg-öngulið, sjólið, loft- her, skotlið, landamæravörslu og strandgæslu, eins stjórnuðu Finn- ar aðdáanlega málum sínum eftir ófriðinn og borgarastyrjöldina, gegnum kviksyndi kreppuáranna, bæði innan- og utanríkisimálum, fjármálum, iðnaðarmálum og fje- lagsmálum. Hjer var nýtt ríki í blómgun.l Að flatarmáli er Finnland minna en Svíþjóð, stærra en Noregur, en strjálbýl svipað og í Noregi. Þar eru nærri 9 íbúar á hvern fer- kílómetra, en í Finnlandi rúmlega 9. Það eru skógarnir og iðnaður- inn í sambandi við skógarhöggið sem skapað hafa grundvöllinn að fjárhagslegri viðreisn landsins. Sögunariðnaðurinn sexfaldaðist árin 1917—1937, og trjákvoðuiðn- aður fimlmfaldaðist, pappírsfram- •leiðsla ferfaldaðist, en timburiðn- aður sjöfaldaði tekjur sínar í 9 miljarða finskra imarka á ári. Rík- ið er mesti skógaeigandinn, og rekur mikla iðju í sambandi við þá. En annar iðnaður ferfaldaði tekjur sínar í 12 miljarða finskra marka á ári. Yið timburiðnaðinn unnu 33.000 manns, en nú 80.000, við annan iðnað voru 73.000, en nú 128.000 manns. f kreppunni 1980 voru um 90,- 000 atvinnulevsingjar í landinu, í janúar 1932 voru ]ieir 27.000, í júlí 1932 -24.000 og í júlí 1936 aðeins 1700. 1 Skógurinn Iiefir verið hjálpar- hella Finna, og eru framfarir þeirra í skógrækt geysimiklar. III. Mestar hafa framfarirnar orðið á sviði landbúnaðarins. Yfir 3/5 af öllum bændum landsins eru smábændur er liafa ekki yfir 10 hektara landi. En aðeins 0.3% bændanna eiga stórjarðir sem ern yfir 100 hektarar. Árið 1937 var rúmlega helmingur bændanna leiguliðar. En nú eru yfir 90% sjálfseignarbændur. Með einum lögum voru 100.000 leiguliðar ger8 ir að sjálfseignarbændum. En ný- ræktin þessi 20 ár hefir alls orðiS 600.000 hektarar, eða 30.009 bekt- arar á ári. í Finnlandi, sem í Frakklandí, eru það smábændurnir er myöda kjarnann í hernum. Þeir berjaat. fraim, í rauðan dauðann. fyrir hinti litla heimili sínu og fyrjr þjóS sinni, og gefa aldrei upp von með- an þeir draga undann. Fram til 1917 fengu Finnar mest af korni sínu frá Rússlandi. Nú geta þeir bjargað sjer að mestn sjálfur með korn. Hefir rúgupp- skeran tvöfaldast, en hveitiupp- skeran hefir aukist úr 6000 tomv- um í 210.000 tonn. Smjörfram- leiðslan hefir þrefaldast, osta- framleiðslan fimfaldast. Eru Finn- ar orðnir frægir fyrir ostagæði sín. Búfjárafurðir jukust ári» 1932—1936 úr 4% miljarð marka í 6% miljarð. Sama er sagan á ótal sviðum. Á þessum 20 árum hafa járn- brautir landsins lengst um 50%, símalínur fertugfaldast að lengd, gufuskipastóll fjórfaldast. 1700 kílómetrar af vegum hafa verið gerðir, en fjöldi flutningabíla hef- ir tólffaldast. Tekjur af skemti- ferðafólki hafa aukist úr 106 milj. í 250 miljónir. IV. Á sviði mentamála eru fram- farirnar greinilegar, er ráðnar verða af tölum. Nemendafjölgunin er t. d. mikil í búnaðarskólum, unglingaskólum, lýðháskólum. Þar hefir nemenda- talan tvöfaldast. Lýðháskólarnir höfðu mikil áhrif á ófrelsistímun- uim, og svo er enn. Þeir hafa 3000 nemendur. Verklegir skólar hafa 18.000 nemendur, og hefir þeim einkum fjölgað síðustu 10 árin. Ríkisháskólinn í Helsingfors hafði 230 kennara og 3200 stúdenta, en hefir nú 360 kennara og 6500 stúd- entar. Nemendum verslunarhá- skólans hefir fjölgað úr 204 stúd- endum í 705 og nemendum tekn- iska háskólans úr 600 í 1000. Og líkamsmenningin. Stórir í- þróttavellir voru 100 í landinn, eru nú 500. Fjelagatala í])rótta- fjelaga var samtals 53 þús., en er nú 260 þús. Læknatala hefir tvö- faldast, en tala tannlækna þre- faldast. Finnar fóru þá skynsömu leið, sem Osc. Jæger prófessor ráðlagði á sínuim, tíma í Noregi: Lágt verð- lag, lág laun — Iág laun, lágt verðlag. Og sem lægsta skatta. Olnbogarúm fyrir framtak manna. F.RAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.